Morgunblaðið - 16.11.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.11.1988, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 37 Opið bréf til Hótels íslands eftirStefán Eiríksson Fyrir um það bil mánuði ákvað ég að gera mér þann dagamun að skella mér á tónleika hjá danska poppgoðinu Kim Larsen. Hafði hann ásamt fríðu föruneyti boðað komu sína til landsins að undirlagi Hótels íslands eða yfírmanna þar á bæ. Mér til mikillar ánægju bauð áðumefnt hótel í samráði við náms- stjóra í dönsku upp á sérstaka skólatónleika, þ.e. tónleika ætlaða nemendum 13—18 ára. Ánægjuefn- in'voru tvö: Annars vegar það að fá að hlýða á snillinginn án þess að þurfa að vera umkringdur mis- drukknu fólki og hinsvegar það að aðgöngumiðinn á skólatónleikana var mun ódýrari en miðinn á al- mennu tónleikana. Ég keyptí því miða glaður í bragði og brosmild miðasölustúlkan sagði mér að tón- leikamir byijuðu klukkan 22 en það væri vissara að mæta ekki mikið seinna en klukkan 21 til þess að krækja sér í borð og stól á skikkan- legum stað. Skyldi ég vel nauðsyn þess að mæta klukkutímanum fyrr, því búist var við að hátt á annað þúsund ungmenni kæmu á þessa tónleika. Þriðjudagurinn 8. nóvember rann upp, ekki bjartur og fagur eins og í ævintýmnum, heldur frekar grár og þungbúinn. Ég lét það lítið á mig fá heldur arkaði í skólann snemma dags og hlakkaði mikið til komandi kvölds. Þegar skóladagur- inn var á enda fór ég heim og lagði mig, staðráðinn í því að mæta tvíefldur á tónieikana sem ég hafði beðið eftir með óþreyju. Og þar lá ég í mestu makindum og hlustaði á malið í einhvemaf þessum fijálsu 'útvarpsstöðvum. Ég hafði ekki dott- að nema í u.þ.b. tvær mínútur þeg- ar ég hrökk upp við það að í útvarp- inu var lesin tilkynning þess efnis að tónleikum Kim Larsen hefði ver- ið flýtt og byijuðu þeir klukkan 20.30 en húsið yrði opnað klukkan 19.30. Runnu þá á mig tvær grímur en gerði ég mér fljótt grein fyrir að ég yrði að hafa hraðann á ef ég ætti að ná á tónleikana í tæka tíð. Ég hugsaði ekki þá um ástæð- una fyrir því að þeim var flýtt, líklega vegna þess að í árabil hef ég verið tryggur lesandi slúðurdálk- anna í dagblöðunum og þekki því vel duttlunga poppstjama. Þegar ég kom á staðinn, fljótlega upp úr 19.30, var fólk farið að streyma inn. Þrátt fyrir töluverðan §ölda af fólki náði ég mér í borð og stól á góðum stað. Það er kannski orðum aukið að segja að ég hafí náð mér í borð, en spóna- plata var það. Spónaplata segi ég, því ekki var hirt um að breiða svo mikið sem iak yfír borðin sem ætluð voru nemendum og báru annars ágætir starfsmenn því við að það þýddi ekkert að breiða dúka á borð- in: „Þeir yrðu bara eyðilagðir." Við það sat og undi ég mér ágætlega við spónaplötuna mína. Þegar klukkan var farin að nálg- ast hálf níu voru allflestir tónleika- gestanna komnir og fólk farið að brenna í skinninu að fá að beija goðið augum. En ekkert gerðist. Þegar klukkan var farin að nálgast níu kallaði plötusnúðurinn yfír sal- inn að klukkan 21.15 byijaði tísku- og danssýningin og strax á eftir henni kæmi svo Kim Larsen. Var þá farið að heyrast kurr í fólki því enginn kannaðist við að hafa borg- að sig inn á einhveija fata- og dans- sýningu. Klukkan 21.15 byijuðu síðan herlegheitin. Þessi svokallaða tískusýning var ekkert annað en auglýsing fyrir fataverslun sem kennir sig við suður-amerískan dans. Undir henni malaði þulur sem sagði öllum hve fötin væru falleg, hve ódýr þau væru og allir krakkar ættu að kaupa jólafötin í viðkom- andi verslun. Rann þá upp fyrir mönnum ljós að tónleikunum hefði ekki verið flýtt vegna einhverra duttlunga í danskri poppstjömu. Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef var ákveðið að skella þess- ari auglýsingu inn í dagskrána á seinustu stundu. En þar sem allir tónleikagestir höfðu fengið þær upplýsingar að tónleikamir ættu að byija klukkan tíu þá varð með einhveijum ráðum að fá krakkana til áð mæta fyrr á svæðið. Þess vegna var logið í fjölmiðlum að tón- leikamir ættu að byija klukkan 20.30 í stað 22, til þess eins að fá hina óhörðnuðu unglinga til að mæta og sjá þessa auglýsingu. Kim Larsen og félagar byijuðu síðan að spila klukkan 22, nákvæmlega á þeim tíma sem áður hafði verið upp gefinn. Samkvæmt þvi sem heim- ildamaður minn tjáði mér þá stóð aldrei neitt annað til hjá hljómsveit- inni en að byija á þeim tíma. Einnig heyrði ég af því að dönskukennarar hefðu í ofboði hringt í nemendur sína síðdegis á þriðjudag, eftir að hafa heyrt til- kynninguna í útvarpi, til þess að tryggja það að enginn missti nú af öllu flörinu. Svona vinnubrögð tel ég vera örgustu svik og pretti. Ungum og vammlausum krökkum var gert að sitja eða standa í tvo og hálfan klukkutíma og bíða eftir því að fá að sjá það sem þau borguðu fyrir að sjá. í ofanálag neyddust þau til að sitja undir ósmekklegri auglýs- ingu sem ég held að hafi ekki verið neinum til góðs, allra síst verslun- inni. Um klukkan hálf ellefu, þegar tónleikamir stóðu sem hæst, voru margir orðnir dauðuppgefnir bæði af því að þurfa að bíða i langan Stefán Eiríksson tíma og líka af því að stólar og spónaplötur voru af skomum skammti. Margir urðu því heim að hverfa dauðuppgefnir og alls ekki sáttir við tónleikana. Mér leikur hugur á að vita hvort skammtfma gróðasjónarmið hafí þama ráðið ferðinni eður ei. Einnig krefst ég að ábyrgur aðili gefí skýr- ingar á því hvers vegna það var auglýst að tónleikunum yrði flýtt, þar sem þeim var ekkert flýtt. Voria*~ ég að ráðamenn á Hótel íslandi hafí skýringar á reiðum höndum. Að lokum vil ég þakka Kim vini mínum Larsen og hljómsveitinni Bellami fyrir ágæta tónleika. Ég hef ekkert upp á þá að klaga. Höfúndur er nemandi ÍMennta- skólanum viðHamrahlið. Athugasemd við svargrein forstjóra Byggðastofiiunar eftirSigurð Halldórsson Ágæti Guðmundur! Ánægjulegt þykir mér að hafa orðið tilefni til að ársskýrsla þín' birtist í Qölmiðlum. Er það athugun- areftii hvort Byggðastofnun gæti ekki nýtt sér betur hinn mikla mátt nútíma fjölmiðla til að koma áhyggjuefnum sínum á framfæri og knýja á um aðgerðir. Hitt er lakara að þú skulir, nokk- uð sjálfbirgingslega, hafna umræðu um efnisatriði bréfs míns þar sem um sé að ræða vangaveltur almenns eðlis um efnahagsmál. Um þau og Fríkirkjan: Kvenfélag- ið styður stjórnina MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi til- kynningu: Á fundi, sem haldinn var 3. nóv- ember 1988 í Kvenfélagi Fríkirlg- unnar í Reykjavík, var borin upp eftirfarandi tillaga og hún sam- þykkt einróma: „Fundur í kvenfélagi Fríkirkj- unnar í Reykjavík, haldinn 3. nóv- ember 1988, átelur harðlega þau rætnu og ósanngjörnu ummæli um formann og safnaðarstjóm Fríkirkj- unnar sem fram hafa komið í §öl- miðlum og í ræðum og ritsmíðum. Sérstaklega þeirra manna sem ekki eru innan Fríkirkjusafnaðar- ins, eins og t.d. þá ósmekklegu grein er birtist í Morgunblaðinu þann 2. nóvember 1988. Við í Kvenfélaginu viljum enn fremur lýsa fullu trausti á starf safnaðarstjómarinnar og formanns hennar. Vonum við að linni þeirri ósmekklegu aðför að safnaðarstjóm sem nokkrir stuðningsmenn fyrr- verandi Fríkirkjuprests, séra Gunn- ars Bjömssonar, hafa haft í frammi, og að full eining geti ríkt innan safnaðarins að nýju.“ sjálfsákvörðunarrétt snýst neftii- lega byggðastefna. Er hugsanlegt að það sé einmitt helsti gallinn á starfsemi stofnunarinnar a.m.k. út á við að hún einbeiti sér um of að lýsingum á núverandi ástandi og svo lausnum einstakra dreifbýlis- vandamála í stað heildstæðra lausna? Sé svo er auðvelt að falla í þá gryfju að sjá ekki skóginn fyr- ir tijánum. Einungis sú byggða- stefna sem miðar að því að fram- leiðsluatvinnuvegimir í heild skili hagnaði stendur undir nafni og getur stöðvað þá eignaupptöku sem á sér stað frá fyrirtækjunum, og beint og óbeint fólkinu sem við þau vinnur. Allt annað er hreint kák eða í mesta lagi varnarsigrar sem megna ekki að snúa núverandi byggðaþróun við og varla sæmandi Byggðastofnun að einskorða sig við slíkt. Höfundur er heilsugæslulæknir. Enn er hitastillta bað- blöndunartækið frá Danfoss nýjung fyrir mörgum. Hinir sem til þekkja njóta gæða þeirra og undrast lága verðið. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER VERUM VARKÁR ,6 V¥% Óvirkur dempari getur aukið stöðvunarvega- lengd um 2,6 m. VELDU ^MOHROtF BORGARTUNI 26. SIMI 62 22 62

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.