Morgunblaðið - 16.11.1988, Page 52

Morgunblaðið - 16.11.1988, Page 52
Stórleikur á Hlíðarenda í dag kl. 18.15 Valur ISAL Pólar Einholti 1, s. 618401. GoldStar BYGGINGAVÖRUVERSLUN SAMBANDSINS KRÓKHÁLSI 7 SlMI 8 20 33 »hummel^ SPORTBÚOIN K.A Hinirfrísku og firna- sterku norðanmenn heimsækja íslands- meistara Vals og heyja hörkuleik kl. 18.1 5. Fjölmennum og hvetjum okkar menn. „ Tekst Pésa pulsu að koma Harpix klessu fyrír á innra lærí Geira Sveins? (ekki Geira Sæm)“. HKD Vals flýgur innanlands með Arnarflugi. Gardínubúðin Skipholti 35, s. 35677. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR M3ÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 - segir PeterWarr, keppnisstjóri Lot- us liðsins, í samtali við Morgunblaðið um nýbakaðan heimsmeistara Morgunblaðiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson Heimsmeistarinn Ayrton Senna, nýbakaður heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, í bíl sínum er hann tók þátt í ungverska kappaskstrinum í sumar. HANN þykir fámáll og stund- um kaldranalegur, en Bras- ilíumaðurinn Ayrton Senna hefur sannað getu sína í Formula 1 kappakstri oftar en einu sinni. Hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum. Kannski á það stóran þátt í veigengni Senna að hann reynir af fremsta megni að forðast áhorfendur og blaðamenn, semelta hann á röndum í kringum hverja keppni. Það er örugglega er- fitt fyrir ungan mann að standast álagið í heimi Form- ula ökumanna, Senna er að- eins 28 ára gamall, en virðist nú kominn á toppinn. Hann þótti full borubrattur fyrir tveimur árum, þegar menn tóku fyrst eftir getu hans á kappakstursbrautinni. Árangur- ^■■■■M inn steig honum til Gunnlaugur höfuðs og hann Rögnvaldsson var oft með ótíma- skrifar bærar yfirlýsing- ar. Senna ók í nokkur ár fyrir Lotus liðið og lét oft á tíðum eins og hann væri einræðisherra í liðinu, flestir stóðu og sátu eftir hans hugmyndum. Árangur Hann vann tvö mót i fyrra á Lotus, en þá réð McLaren liðið hann til sín og hann átti að aka við hlið þrefalds heimsmeistara, Alain Prost. Senna virðist hafa haft gott af breytingunni, árang- urinn talar sínu máli, en ekki má framhjá því líta að McLaren hefur haft besta bílinn og öflugustu vélina. Það þarf hins vegar mikla hæfileika til að ná að sigra Prost eins oft og Senna hefur gert, þannig að Senna þarf ekki að óttast neinn. TilLotus Ferill Senna hófst í keppni á karting smábílum, þar sem hann vann hveija keppnina af annari í Brasilíu. Toleman Formula 1 liðið réð hann síðan til sín árið 1984, þegar hann fór fyrstu metrana á Formula 1 bíl. Þó hann ynni ekki keppni sáu stóru liðin hvílíkt efni var á ferðinni og Ferrari, Williams og McLaren slógust um að fá hann í sínar raðir. Það var hins- vegar Lotus liðið í Englandi, sem náði í kappann og hann flutti til Englands. Mýkt og harka Peter Warr keppnisstjóri Lotus þroskaði hann sem ökumann og hann vann sína fyrstu sigra með liðinu. „Það sem heillaði mig mest við Senna var hve hratt hann getur ekið, án þess að keppnis- bíllinn sé í slæmu ásigkomulagi á eftir. Hann fer vel með vél og gírkassa, bremsurnar líka þó hann aki hraðar en flestir og „flengi" bílnum stundum gegnum beygj- umar. Hann ekur af mýkt en samt hörku. Svo hefur hann hæfileika til að beita líkamanum í akstrin- um, án þess að hugsunin fari lönd og leið. Það er eins og hann sé fæddur með stýrið í höndunum og fæturna á bremsu og bensín- gjöfinni," sagði Peter Warr í sam- tali við Morgunblaðið & dögunum. KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Eins og Senna hafi fæðst meðstýrið í höndunum...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.