Morgunblaðið - 25.11.1988, Side 11

Morgunblaðið - 25.11.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 C 11 Grœnt oggómsœtt SVEPPASUPA 50 g þurrkaðir villisveppir 550 g nýir sveppir og/eða villtir safi úr 1 sítrónu 2 msk. smjör 3 meðalstórir skalotlaukar, afhýddir og smásaxaðir 3-4 meðalstór hvítlauksrif, marin 2 msk. ólífuolía tæpur 1,2 I grænmetissoð eða vatn 1 meðalstór kartafla, afhýdd, skorin í teninga 1,5 dl þurrt rauðvín 2 msk. sojasósa timian og rósmarín, hálf tsk. af hvoru, saxað 4 msk. sýrður rjómi 1111 söxuð steinselja til skrauts Hellið sjóðandi vatni á villi- sveppina og látið þá iiggja í því í 20-30 mínútur. Skerið 6 fallega ætisveppi í þunnar sneiðar, veltið þeim upp úr sítrónusafa og geymið þar til síðast. Skerið ætisveppina sem eftir eru í fjórðunga. Bræðið smjörið á miðlungs- hita. Steikið skalotlaukinn með 1 hvítlauksrifi þartil hann er gullbrúnn og hrærið í á meðan. Látið renna af villi- sveppunum og geymið vök- vann. Skolið þá vel og kreistið úr þeim vökvann. Geymið 6 kúfaðar matskeiðar af ólífu- olíu, ætisveppunum og af- ganginn af hvítlauknum. Látið þetta malla á miðlungshita í 5 til 10 mínútur. Bætið við dálitlu af víninu og síðan soj- asósu, timian og rósmarín. Látið þetta krauma í 10 mínútur enn og hrærið í á meðan. Síið sveppavökvann sem þið geymduð og þætið við soði svo þetta verði 1,2 lítrar. Hellið þessu á svepp- ina, bætið kartöflunni við, lát- ið suðuna koma upp og sjóð- ið við lágan hita í 30 mínútur. Smásaxið villisveppina sem þið geymduð, hitið olíuna sem eftir er og steikið þá í henni í 5 mínútur. Hrærið í á meðan. Saltið og piprið. Búið til mauk úr súpunni í hnífakvörn og setjið hana aftur í pottinn. Bætið í hana því sem eftir er af víninu. Þeytið saman við hana sýrðan rjóma og setjið steiktu villisveppina út í. Hitið súpuna og skreytið með steinselju og sítrónusveppun- um þegar hún er borin fram. Þessa súpu má geyma í kæli í sólarhring. GRANATEPLASKÁL 4 kívíávextir, afhýddir og saxaðir 2 granatepli, fræin tekin úr 1 msk. hvftt romm-bland- að 1 msk. af tæru hunangi 1,5 dl rjómi, þeyttur þar til hann heldur lögun sinni 1 eggjahvíta, stífþeytt 2 msk. mjög fíngerður sykur eða flórsykur nokkrir myntukvístar (má sleppa) Setjið saxaða kívíávext- ina í skál og graniteplafræ- in f aðra, nema 2 mat- skeiðar sem þið geymið. Skiptið rommblöndunni jafnt í skálarnar. Blandið saman þeyttum rjóma og stífþeyttri eggjahvítu og hrærið svo sykurinn sam- an við. Setjið nú allt þetta þrennt til skiptis í failegar skálar eða glös á fæti og hafið rjómablöndu efst. Kælið í 30 mínútur. Skrey- tið með fræjunum sem voru geymd og myntu- kvistum. GLJÁÐIR RÓTARÁVEXTIR MEÐ VILLIHRÍS- GRJÓNADYNGJU í viilihrísgrjónadyngjuna: 150 g villihrísgrjón, skoluð 150 g stutt hrísgrjón, skoluð 150 g löng hrfsgrjón (basmati), skoluð 50 g brætt smjör salt og pipar í grænmetið: 450 g smálaukur, afhýddur 450 g smár blaðlaukur, veginn hreinsaður 450 g litlar gulrætur, skafnar 450 g fennika, vegin hreinsuð 225 g pastinakka, afhýdd 225 g jarðaldin, vegin afhýdd 225 g kastaníur, vegnar skurðlausar 1,2 i grænmetissoð 75 g smjör I glerunginn 3 msk þurrt vermút 11/2 msk. hvítvínsedik salt og pipar eftir bragði 11/2 msk. sykur 1 msk. fínt maísmjöl 5 msk. sesamfræ, ristuð 5 msk. steinselja, söxuð Sjóðið grjónin. Látið renna af þeim, blandið saman við þau smjöri, salti og pipar og setjið blönduna í smurt búðingsform sem tekur 1,5 I. Setjið lok á það og haldið þessu heitu. Saxið allt grænmetið, nema laukinn, í 2 sm bita, en mjög smáar gulrætur mega vera heilar. Takið utan af kastaníunum og skerið þær í fernt. Sjóðið gulræturnar f 5 mínútur og látið renna af þeim. Brúnið lauk, þlaðlauk og fenniku aðeins í smjörinu. Hitið soðið og hellið því á grænmetið, svo það sé nokkurn veginn í kafi. Setjið lok á og látið þetta krauma þar til grænmetið er rótt aðeins orð- ið mjúkt. Þá á að láta renna vel af því og geyma soöiö. Þegar allt grænmetið er meyrt á að láta grænmetissoðið sjóða þar til eft- ir eru 4,5 dl. Setjið út í það verm- út, krydd og sykur. Blandið maís- mjölinu saman við 2 mSk. af heit- um vökvanum. Helliö blöndunni í pottinn og hrærið í þar til sýð- ur. Látið þetta sjóða hægt í 2 mínútur. Hellið sósunni á græn- metið og blandið saman sesam- fræjum og steinselju. Það er rangt að svipta fólk sorg- inni. Engum kæmi til hugar að segja við manneskju sem missir maka sinn: „Iss, flýttu þér bara að finna þér nýjan." Þetta segir fé- lagsráðgjafinn Gunni Söe sem hef- ur sérhæft sig í aðstoö við fjöl- , skyldur sem eiga um sárt að binda en sjálf hefur hún orðiö fyrir því að missa barn. Hún bendir á að fæstir viti hvernig koma eigi fram við manneskju sem hefur orðið fyrir áfalli eða á í miklum erfiðleik- um. Sumir taka þann kost að forða sér en aðrir reyna að láta í té hugg- un með því að gera lítið úr því sem gerzt hefur og draga í staðinn fram eitthvað jákvætt sem kann að vera framundan, s.s. vorið eða sumar- leyfi. Þetta er röng aðferð af því að hún hefur þveröfug áhrif miðað við það sem henni er ætlað. Sorg- in verður enn þungbærari þegar hún ber að dyrum þegar aðrir eru \ glaöir og fullir eftirvæntingar. Oft eru syrgjendur eða þeir sem eiga í sérstökum erfiðleikum svo illa á sig komnir og öryggisvana aö þeir eru þess ekki umkomnir að svara fyrir sig. Fólk í þessari aðstöðu á það líka til að bregðast óvenjuharkalega við. Dæmi um slíkt eru foreldrar sem höfðu misst barn sem var hálfsannars árs og urðu óvkæða við þegar læknirinn ráðlagði þeim að fara út að borða eða fara í ferðalag og reyna bara að gleyma þessu. Sumu fólki tekzt að pæla sig ( gegnum sorg eða kreppu. Aðrir eru ekki færir um að gera það. Þetta er einstaklingsbundið. Sjaldnast á þó við, eins og margir gera í góðum tilgangi, að brýna fyrir þeim sem svo er ástatt um að hella sér út í mikla vinnu í því skyni að komast yfir sorgina. Verum spör á góð ráð Margir eiga bágt með að horf- ast i augu við að aðrir eigi um sárt að binda og að grunnurinn undir lífi þeirra leiki á reiöiskjálfi. Fólk óttast það að vera í námunda við manneskju sem er miður sín af örvæntingu, kannski af hræðslu við að slikt ástand geti verið smit- andi. Hægt er að losa sig við slíkan ótta. Öll búum við yfir sterkum til- finningum sem koma upp á yfir- borðið þegar ( harðbakka slær og það er ekki annað en eðlilegt. Þá er þörf fyrir umhyggju af hálfu umhverfisins en ekki fyrir alls kon- ar róðleggingar um hitt og þetta til að slá á sársaukann. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að sýna skilning fremur en að reyna aö taka ráðin af manneskju sem er sorgmædd og auk þess vanmáttug, örvingluð og jafnvel full reiði. Þegar svo stendur á er mest um vert að vera til taks og bjóða fram aðstoð, t.d. við það að gæta barna eða taka til. Það skipt- ir líka máli að vera reiðubúinn að hlusta. Við slíkar aðstæður hefur fólk yfirleitt þörf fyrir að segja frá því sem þjakar það. En það er ekki sama hvernig slík samtöl fara fram. Viðkomandi þarf að finna að hann mæti skilningi en smám sam- an er ástæða til að beita hann skynsamlegum fortölum til að fá hann til að hugsa skýrt, t.d. með því að spyrja út í umræðuefniö. T.d. má spyrja þann sem stendur í skilnaði hvaða tilgang það hefði að koma fram hefndum á fyrrver- andi maka. En fyrst í stað er mikil- vægast að hlusta og reyna þannig að hjálpa þeim sem hefur orðið fyrir sorg að gera sér grein fyrir staðreyndum og láta í Ijós samúð. Ekki þarf aö gera þvi skóna að sama viðmót eigi við í öllum tilvik- um. Því er vert að spara góðu ráð- in en rétta í staðinn út höndina til vinar eða skyldmennis i viðkvæmri aðstöðu, hvort sem um er að ræða ánægjulegan viðburð eins og fæö- ingu eða sorglegan eins og óst- vinamissi eða skilnað. Og kannski er það rétt að góð ráð séu eitthvað sem maður sé reiðubúinn að gefa af því að mað- ur hefur engin not fyrir þau sjálfur. BIODROGA Snyrtivörukynning í dag föstudag Bankastræti 3, sími 13635. jurtasnyrtivqrur BIODROGA alkúhúlprufan Alkóhólið situr lengur í blóðinu en þú heldur. Notkun er mjög einföld: Opnið pokann, takið prufustrimilinn og bleytið í munnvatni. Bíðið í 2 mínútur og berið síðan saman við litakortið. Örugg niðurstaða á aðeins 2 mínútum. Neytið ekki matar né drykkjar 15 mínútum áður en prufan er framkvæmd. 0,2%. 0,S»/„ 1,0 %. 2,4»/« Einkaumboð: EINAR PÉTURSS0N -heildverslun- Hafnarstræti 7, sími 18060. 3 prufur í pakka. H0RNSÓFAR Margar gerðir, smíðum eftir máli. Eirmig sófasettog hvíldarstólar í miklu úrvali. Opið virkadaga kl. 9-18 og iaugardagakl. 10-17. húsgögn Bíldshöfða 8, símar 674080 og 686675

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.