Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 ‘ C 5 Inga að námið í Kaupmannahöfn hafi verið mjög lærdómsríkt þá held ég að það sé reynsla fyrir mig að vera í París sem er miðpunkt- ur tískunnar. Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig í hverskonar hönnun ég fer, bún- ingahönnun eða jafnvel textíl- hönnun gæti vel komið til greina. Ég reikna því ekki með að fara í neina fasta vinnu þennan tíma þangað til ég fer út, heldur taka sjálfstætt að mér verkefni.“ — Ertu bjartsýn á framtíð fatahönnunar herna heima? „Mér finnst yiðhorf fólks til íslenskrar fatahönnunar vera að breytast mjög mikið. Hér áður fyrr lét enginn sjá sig í íslenskri hönnun og innlendir framleið- endur létu jafnvel breyta nöfnum í erlend til að flíkur seldust. Þetta er á undanhaldi og í dag þykir það gaman að vera aðeins öðruv- ísi. Það eru mikil viðbrigði að koma heim frá Danmörku hvað fatnað snertir. íslendingar klæða sig mjög vel, fylgjast með nýjung- um og eyða peningum í föt. Það er svo skrítið að þrátt fyrir tal um að allt sé á hausnum get ég ekki séð þaö á klæðaburði fólks. í Danmörku er almenningur hal- lærislegur til fara og það eru ein- ungis fyrirsætur, fólk sem hræ- rist í tískuheiminum og efnað fólk sem fylgist með og eyðir í tískufatnað. Hér á íslandi eru föt dýr en fólk virðist ekki setja það fyrir sig og sparar þá í öðru. Það er mjög ríkt í okkur að vera vel til fara.“ Það er ekki hægt að sleppa fatahönnuði úr spjalli án þess að spyrja hvað það sé sem komi til með að bera hæst í fatnaði á næstunni. „Breytingarnar eru mestar í kvenfatnaði og frekar rómantísk- ur stíllinn sem verður í sumar. Berar axlir verða vinsælar og aðskorið mitti heldur sér. Pilssí- ddin verður um hné en einnig ber nokkuð á ökklasíðum pilsum. Buxur verða víðar og víðu stutt- buxurnar (bermuda-buxur) ganga áfram. Ermar á flíkum eru að þrengjast og stuttir bolir og ber magi er nokkuð sem verður áberandi." Inga segir að lokum að þeir litir sem komi til með að bera hæst á komandi sumri séu mild- ir jarðlitir eins og hermanna- grænt, Ijósbrúnn og Ijósgulur. Hinsvegar verður líka nokkuð um sterka sígaunaliti eins og rauðan, gulan og bláan. GRG .STÓRUi ■ stunaimar Lífið er í raun dásamlegt ævin- týri, og þó flestir hafi átt sína ósigra og sorgarstundir, þá hafa í fleiri tilfellum sigrar verið meiri og gleðistundir fleiri. En lífið getur verið margbrotið og margir boðar á lífsleiðinni sem læra þarf að sneiða hjá, það er því nauðsynlegt að kunna umgangast samferða- menn sína á réttan hátt eigi vel að fara. Mikilvægi þessa sam- skiptaþáttar hefur mönnum verið Ijós frá örófi alda og hafa þjóðir þróað með sér ákveðna lífsspeki með heilræðum og leiðbeiningum fyrir þegna að fara eftir í samskipt- umhverviðannan. í „Gestaþætti" Hávamála, sem raunar er okkar fyrsta rit heilræða í hegðan og góðum siðum, segir frá gesti á ferðalagi sem kemur á bæ og er kvæðabálkurinn um hegðan gesta á ferð sinni um lífið. Þar eru að finna viðvaranir og góð ráðtil eftirbreytni. Heilræðin eru sígild enda spanna þau mannlífið í sínum margbreytileik. Maðurinn hefur í eðli sínu lítið breyst í ald- anna rás — aðeins aðstæður. Fáar bækur hafa verið birtar á tslensku, á undanförnum árum, um samskipaþætti og góða siði, þar til nú fyrir jólin að á markað kom bókin „Stóru stundirnar" eftir Her- mann RagnarStefánsson. Þarleit- ast höfundur við að fræða og leið- beina okkur samtíðarmönnum sínum, er við upplifum helstu við- burði lífsins — á þessu undarlega ferðalagi okkar hér á þessari jörð, eins og stendur i kvæðinu „Hótel jörð“ eftirTómas Guðmundsson og höfundur vitnað til í upphafi bókarinnar. En efni hennar spann- ar lífið frá vöggu til grafar. í bókinni er greint frá helstu við- burðum sem flestir upplifa á lífsleið sinni og hefjast þeir á fæðingunni sjálfri. Tekin eru fyrir réttindi og skyldur foreldra og raktir þjóðíegir siðir sem viðhaldist hafa gagnvart móður og nýfæddu barni. Skímin, nafngift og skyldur foreldra og sú viðhöfn sem skírninni fyígir er ein af stóru stundunum. Henni erfylgt eftir með ábendingum um hvernig staðið skuli að veitingum við slík tækifæri. Fermingin er stór stund og fylgir henni lýsing á undirbún- ingi og framkvæmd og þátttöku ættingja og vina. Með fermingunni eru börnin tekin upp í samfélag hinna fullorðnu og brátt upplifa þau aðra stóra stund, þegar þau hafa fundið sinn farveg i lífinu og lokið prófi í starfsgrein sem þau hafa valið að lífsstarfi. Lífið er ekki fullkomið fyrr en fundinn hefur verið lífsförunautur. Hér áður fyrrtrúlofaði ungt fók sig og sat í festum svo og svo langan tíma áður en kom að brúðkaupinu, en það er ein af stærstu stundum í lífi fiestra. Brúðkaup hafa löngum krafist mikils undirbúnings og góðs skipulags og er þeim þætti góð skil gerð i bókinni. Afmæli barna og fullorðinna eru einnig stórar stundir. Gestaboðum eru gerð ýt- arleg skil með hugleiðingum um tiigang, hvernig að þeim skuli stað- ið, val á matseðli og hvernig leggja eigi á borð. Einnig eru tekin fyrir hin ýmsu veisluform eins og grill- veisla og fondue-boð. í bókinni er kafli um andlát og jarðarfarir og hvert skuli leita að- stoðar verði dauðsfall í fjölskyld- unni. Komið er inn á skyldur eftirlif andi ættingja og siðvenjum sem fylgja útförum. Lokakaflinn er um siðareglur sem fólk almennt ætti að tileinka sér, eins og viðurkenndar um- gengnisreglur á vinnustað, á al- mannafæri, um borðsiði og klæða burð. Hermann Ragnar Stefánsson segir á einum stað í lokakafla bók- arinnar, — að með því að temja sér góða siði og venjur geri það okkur fært að koma vel fyrir og sé það nokkurs konar meðmæla- bréf hins siðmenntaða manns. — Tilgangur bókarinnar er að að- stoða við aö ná því takmarki. M. Þorv. SIMYRTING úr krafta- verkajurt Kraftaverkajurtina“ hafa indíj- ánar öldum saman nefnt jurt- ina Aloe Vera vegna græðandi lækningarmáttar, vítamín og pró- teininnihalds. Nú er nýlega komið á markaðinn hér shampó sem unn- ið er úr þessari jurt og öðrum heilsubótarjurtum og er það laust við öll litar- og gerviefni, að sögn framleiðenda. Er það einungis selt í apótekum, heilsubúðum og á snyrtistofum. Aloi’ Vera Shumpoo Ml/l l'ilHllll'llul, (.’lulHltMttb iin.l ( „11111111 Rih>1 cnc «11 l>/ I M' mll HEILSA Líkams-v rækt á mynd- bandi Fyrir þá sem ekki hafa tíma eða nennu til að drífa sig í líkams- ræktarstöð eða leikfimi er nú kom- inn sá möguleiki að sprikla heima í stofu undir leiðsögn íþróttafræð- ings- og leiðbeinanda. „í fínu formi með Jónínu og Ágústu“ nefnist myndband sem þær Jónína Bene- diktsdóttir, íþróttafræðingur, Ágústa Johnson, leiðbeinandi og Ífínuformi Stefán Einar Matthíasson, læknir hafa unnið að. Byggir það á tveim- ur 45 mínútna löngum þáttum, annars vegar byrjendaleikfimi, þ.e. uupphitun, liðleikaþjálfun, styrk- leikaþjálfun og slökunaræfingum og hins vegar framhaldsleikfimi, þ.e. upphitun, liðkunaræfingum, eróbikk, styrkæfingum og slökuna- ræfingum. Myndbandið er selt i Stúdíói Jónínu og Ágústu. VE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.