Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988
Heillandi
Clalra Bretecher gerlr óspart grfn aö hafðbundn-
um hlutverkum kynjanna og ýmsum smávanda-
mðlum hjóna og hjónaleysa ð þrftugs- og fertugs-
aldrlnum.
Segja mð að tœknl telknl-
myndahöfunda svipl tll tsekni
kvlkmyndageröarmannsins,
þaö er aö segja, sagan er
byggö upp ð samsetnlngu
n»r- og fJarmynda.
\
Fullorðnir lesa líka
FEIKNIMYN DASOGU R
Teiknimyndasögur fyrfr fuilorðna eru
fáar til é islensku. Til að ráða bót á
þessu hefur verið stofnað útgáf ufélag-
Jð Litla gula hænan, sem hefur það að
markmiðf að gefa út teiknlmyndasögur
fyrir fullorðna. Fyrstu bókforlagsins
hefur þegar verið ungað út og heitir
hún i þýðingu útgefandans, Jakobs
Andersens, Beðið eftir kaffinu, á frum-
málinu: „Café au lalt“ og er eftir hinn
þekkta, franska teiknimyndahöfund
Claire Bretecher.
Bretecher er þekktust fyrir teikni-
myndabækur, sem á íslensku gætu
heitið Hinir ráðvilltu. Þar gerir hún grín
að nútímalifnaðarháttum á kaldhæðinn
hátt og reynir að lýsa þeim mótsagna-
kenndu hugmyndum, sem maðurinn
hefuroft á tíðum um sjálfan sig og tilver-
una.
Bretecher beitir einföldum, grófum
teikningum í túlkun sinni á persónum,
sem eru stressuð, ráðvillt og yfirborðs-
kennd en ákaflega fyndin afkvæmi tutt-
ugustu aldarinnar. Gerir hún óspart grín
að hinum hefðbundnu hlutverkum kynj-
,anna og ýmsum smávandamálum, sem
geta komið upp milli hjóna og hjónaleysa
á þrítugs og fertugs aldrinum.
Sögu teiknimyndasagnanna má rekja
nokkuð langt aftur í tímann, en teikni-
myndasögur eins og þær gerast nú
komu fyrst fram í lok nítjándu aldarinn-
ar. Á fyrstu áratugum þessarar aldar bar
mest á spaugilegum teiknimyndasögum
eins og Gissur gullrass, Stínu og Stjána
og fleiri slikum. ( lok þriðja áratugarins
fara sögurnar að verða viðburðaríkari.
Þær segja frá ofurmennum og leynilög-
reglumönnum. Farið er að gefa út sór-
stök tímarit eða hefti með teiknimynda-
sögum. Hæst berteiknimyndasögureins
og Skuggi og Súpermann, sem voru
gefnar út á fjórða áratugnum.
Sú þróun, sem hér hefur verið lýst
átti sér stað í Bandaríkjunum, því fyrstu
teiknimyndasögurnar komu aðallega
þaðan. Það er ekki fyrr en á síðustu ára-
tugum að teiknimyndasögur verða til í
Evrópu, þá einkum í Frakklandi og
Belgíu. Skoðanir eru skiptar á því hvers
vegna teiknimyndasagan verður vinsælli
þar en í öðrum hlutum Evrópu.
Sagt er aÖfranski teiknimyndahöfund-
urinn Bilal eigi stóran þátt t upphefð
teiknimyndasögunnar í Evrópu hin
síðustu árin en þá hafi teiknimyndasög-
urnar náð að fullorðnast svo notað sé
orðalag danska teiknimyndasérfræð-
ingsins Bents Værge. Sem dæmi um þá
upphefð, sem teiknimyndasögurnar nú
njóta má geta þess að franska bók-
menntatímaritið Lire, valdi bók Biials í
ellefta sæti af tuttugu bestu bókum árs-
ins 1979. Notaði ritstjóri ritsins orð eins
og dýrðleg, skuggaleg og ofsafengin um
bókina. Textahöfundurinn Pierre Christ-
in, sem hefur samið texta við margar
teiknimyndasögur Bilals var af þessu til-
efni gestur í franska sjónvarpsþættinum
Apostrophes, sem fjallar um bókmenntir
og nýtur gífurlegra vinsælda í Frakklandi.
Önnur dæmi um það hversu alvarlega
teiknimyndasögur eru nú teknar má
nefna að Extrabladet, stærsta blað Dan-
merkur, býður vikulega upp á sérstakt
innblað með teiknimyndasögum fyrir full-
orðna og danska blaðið Information birt-
ir reglulega greinar um teiknimyndasög-
ur, sem ætlaðar eru jafnt fullorðnum sem
börnum.
Þess má líka geta að teiknimyndasög-
ur eftir þekktan danskan teiknimynda-
höfund, Olav Klausen, hafa verið gefnar
út í sérstakri skólaútgáfu.
Af þessu og fleiru má ráða að teikni-
myndasagan hefur öðlast virðingu, sem
sérstakt listform.
Segja má að þeirri tækni, sem teikni-
myndahöfundar nota svipi til tækni kvik-
myndagerðarmannsins, það er að segja,
sagan er byggð upp á samsetningu
nær- og fjarmynda en í stað talaðs máls
í kvikmyndinni notarteiknimyndahöfund-
ur ritmálið. Einnig er klippt á milli tveggja
mynda til að gefa í skyn tíma líkt og í
kvikmyndinni. Mismunandi langur tími
er á milli tveggja mynda og hver mynd
fyrir sig spannar ákveðinn tíma. Eins
segir textinn til um tímalengd myndar
og miðast hann oft við þann tíma, sem
það tekur að lesa textann. En tíminn í
teiknimyndasögunum skiptir verulegu
máli og gefur frásögninni hrynjandi.
Teiknimyndahöfundar ráða yfir skýru
táknmáli og í sögunum er urmull dulbú-
inna skilaboða. Til dæmis er gefið í skyn
hvort persónur sögunnar tala, hvísla,
hrópa eða hugsa með því að nota svo-
kallaöar málbólur, eins og við könnumst
öll við úr teiknimyndasögunum.
Um efnivið teiknimyndahöfundanna
hin síðari ár, þá einkum hinna evrópsku,
er það að segja að hann er afar breytileg-
ur. Aðalviðfangsefnin eru þó stjórnmál,
erótík og sakamál. Það fer svo eftir
reynslu, áhugasviði, uppruna og aldri
þess sem teiknimyndasögurnar les,
hvað hann velur.
Rætt við Jakob Andersen út-
gefanda og þýðanda teikni-
myndasögunnar „Beðið eftir
kaffinu“ eftir franska teikni-
myndahöfundinn Claire
Bretecher
Jakob Andersen
útgefandi og þýðandi
teiknimyndasögunn-
ar „Beöið eftir kaff-
inu" er mikill aðdá-
andi teiknimynda-
sögunnar. Þegar
hann flutti hingað til
iands fyrir nokkrum
árum uppgötvaði
hann að teiknimynda-
sögur fyrir fullorðna á
íslensku voru af mjög
skornum skammti.
„Ég hafði farið í bóka-
verslanir og bókasöfn
til að finna teikni-
myndasögur fyrir full-
orðna, hvort heldur á
erlendu eða innlendu
máli en fann harla
litið," segir hann. „Ég
furða mig á þessari
fátækt, því í Dan- Jakob Amtorson forsvars-
mörku bjóða bóka- "'*6ur toriagsins utla guia
söfn 09 bókaverslanir '
upp a ogrynmn oll af
teiknimyndasögum fyrir fullorðna og stór hópur
Dana les slíkar sögur að staðaldri."
— Hver heldur þú að sé ástæðan fyrir því, að
ekki hafa verið gefnar út fleiri teiknimyndasögur
á íslensku fyrir'fullorðna hér á landi en raun ber
vitni?
„Ritmálshefðin á islandi á sér langa og merki-
sögu og er afar sterk. Kannski hefur hún
komið í veg fyrir að teiknimyndasögur fyrir full-
orðna hafa náð að festa hór rætur. Ég hef þó
heyrt talað um að íslendingasögurnar sóu mjög
myndrænar á köflum og því er ekki ólíklegt að
íslendingar séu vel undir teiknimyndasögur bún-
ir.“
— Hvers vegna urðu teiknimyndasögur Bretec-
hers fyrir valinu?
„Bretecher ar sérfræðingur í skopmyndagerð
og túlkar heim hinna fullorðnu með einföldum
og hefðbundnum skopmyndum, fremur en list-
rænum tilþrifum. Flestir eiga líka auðvelt með
að finna eitthvað líkt með sjálfum sér og persón-
um hennar og geta hlegið að sjálfum sér. Sögur
Bretechers eru líka ólíkar þessum hefðbundnu
teiknimyndasögum, sem birtast i dagblöðunum
og fjalla margar um ofurmenni og sakamál. Ég
held að það sé heppilegt fyrir þá, sem eru að
kynnast teiknimyndasögum fyrir fullorðna að lesa
Bretecher. í framtiðinni hefur Litla gula hænan i
hyggju að gefa út teiknimyndasögur með flókn-
ari efnisþræði, sem nýtir alla kosti teiknimynda-
sögunnar til hins ýtrasta."
— Hvað er athyglisveröast við teiknimyndasög-
urnar, aö þínu mati?
„Það sem gerir teiknimyndasögurnar heillandi
er hve höfundarnir hafa frjálsar hendur. Þeir geta
leikið sér með tilveruna og tímann eins og þeim
þóknast, tekið leiðinlegar persónur út úr mynd-
inni í orðsins fyllstu merkingu, allt er leyfilegt.
Teiknimyndasögur hafa það svo fram yfir kvik-
myndir að það er hægt að leggja þær frá sér um
stund, til dæmis meðan maður hellir upp á, síöan
er hægt að kíkja aftur í bókina og finna þá eitt-
hvað nýtt í myndunum. Sumar þeirra er hægt
að skoða aftur og aftur án þess að fá leiö á þeim."
— Hver er eftirlætishöfundur þinn?
„Franski teiknimyndahöfundurinn Bilal. Hann
er snillingur í að búa til listrænar sögur, sem
fjalla um óhugnanlega atburði sem eiga sér stað
einhvern tímann i framtíðinni en hafa þó margt
mikilvægt að segja um okkar tíma. Hann er líka
frábær teiknari, kannski sá besti, og tekst að ná
fram afar óhugnanlegri stemmningu í myndum
sínum."
- HE