Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖS'rtÍJDÁGUR 16. 'DBSEMBER 1988
c ii
Stóri kvennafræð-
arinn er yfirgrips-
mikil bók með
fjölda kafla um
mismunandi efni,
mikið mynd-
skreytt og með
mörgum skýring-
_ töflum. Við grípum
hér niður í kaflann um lífshætti
þar sem rætt er um þröskulda
fullorðinsáranna og birtum hluta
hans.
Milli tvítugs og þrítugs
Borið saman við stormasöm
unglingsárin er þessi aldur til-
tölulega rólegur en um leið
spennandi og fullur virkni og at-
hafna. Við hugsum fyrst og
fremst um að skoða umheiminn
og reyna að hafa áhrif é hann
okkur í hag. Við viljum komast
að því hvernig við getum náð
framtíðarmarkmiðum okkar. Við
viljum vita hvar á að hefjast
handa, hverjir verða á okkar
bandi og hvernig eigi að takast
á við erfið verkefni. Samskipti og
sambönd við aðra eru okkur ofar-
lega í huga og flestar viljum við
halda tiltölulega nánu og stöð-
ugu sambandi við annan aðila
en um leið reyna að halda sjálf-
stæði okkar. Um níu af hverjum
tíu konum giftast eða taka upp
sambúð á þessum aldri og eign-
ast eitt eða tvö börn.
Á árunum eftir tvítugt látum
við flestar fyrst í stað stjórnast
af því sem við höldum að við eig-
um að gera. Það byggist meðal
annars á því hverju við höldum
að fjölskylda okkar, þjóðfélagið
og félagar okkar búast við af
okkur. Oft finnst okkur við verða
fyrir þrýstingi vegna slíkra vænt-
inga.
Eitt af því sem veldur okkur
erfiðleikum á þessum aldri er að
við höldum að allar ákvarðanir
sem við tökum séu óafturkallan-
legar. En við eigum eftir að sjá
að svo er alls ekki. Annars vegar
finnst okkur við vera undir þrýst-
ingi til þess að taka á okkur
skuldbindingar og ákveða
lífsmynstur okkar endanlega. Á
hinn bóginn langar okkur alls
ekki til að festast í einu ákveðnu
mynstri um alla framtíð. Mörgum
finnst að fara verði milliveginn,
leita fyrir sér og prófa sig áfram,
gæta þess að ekkert ástand
verði varanlegt og alltaf finnist
undankomuleiðir.
Við eigum því flestar tveggja
kosta völ á árunum milli tvítugs
og þrítugs. Við getum tekið á
okkur miklar skuldbindingar og
beint framtíð okkar í ákveðinn
farveg eða við getum fylgt
síbreytilegu og óstöðugu
lífsmynstri. Báðum hópunum er
þó sameiginlegt að konur trúa
því að þær muni fylgja þeirri leið
sem þær hafa valið ævina á
enda. Þær halda að þær hafi
valið einu réttu leiðina fyrir sig
og því verði ekki breytt. Auðvitað
er þetta ekki rétt.
Milli þrítugs og fertugs
Ein algengasta breytingin sem
verður í lífi okkar þegar við kom-
umst á þennan aldur er afneitum
á þeim lífsháttum sem við reynd-
um af alúð og kostgæfni að
skapa okkur áratuginn á undan.
Algengt er að bæði körlum og
konum finnist að líf þeirra sé og
miklum takmörkunum háð og
þau vilji brjóta sér leiö út. Vissu-
lega kann að vera að við höfum
valið rétt á árunum eftir tvítugt
miðað við þær aðstæður sem
þá ríktu en það er ekki þar með
sagt að þeir lífshættir henti okkur
núna. Mörgum finnst ástæða til
að endurskoða val sitt, taka nýjar
ákvarðanir og breyta til. Árangur-
inn verður oft miklar breytingar,
óreiða í lífi okkar og stundum
alvarleg kreppa. Okkur finnst við
vera komnar á botninn en um
leið finnum við óviðráðanlega
hvöt til að umbylta lífi okkar.
Algengt er að ógiftar konur á
þessum aldri reyni mikið til að
finna sér lífsförunaut, að konur
Stóri
sem höfðu ákveðið að taka fjöl-
skylduna fram yfir starfsframann
og voru ánægðar með að vera
heima yfir börnunum séu nú
orðnar ergilegar og óánægðar
með húsmóðurhlutverkið og vilji
komast í nánari tengsl við um-
heiminn og fara að vinna úti og
einnig að hjón sem áður höfðu
ákveðið aö eignast ekki börn
skipti nú um skoðun. Langflestar
þeirra sem hafa verið í hjóna-
bandi í 6-7 ár finna fyrir ein-
hverri óánægju og margar lenda
í hjónabandserfiðleikum og
kreppu.
Upp úr þrítugu finna ýmsir,
bæði karlar og konur, hjá sér
þörf til að taka þátt í félagsstörf-
um eða stjórnmálum vegna þess
að þeim finnst eitthvað skorta,
að lífið hljóti að hafa upp á eitt-
hvað fleira að bjóða og reyna að
finna vettvang til að þroska per-
sónuleika sinn. Mörgum gengur
líka mjög vel í starfi á þessum
árum.
Þegar 35 ára aldrinum er náð
finnst mörgum þær standa á
krossgötum. Þær átta sig allt í
einu á því að lífið er ekki óendan-
legt og tími þeirra takmarkaður.
Oft finna þær á eigin líkams-
ástandi að æskan er liðin hjá.
Þær eru þreyttari en áður eftir
sundsprett, móðar eftir að hafa
hlaupið upp stiga og hafa ekki
sama þrek og áður. Flestar fara
að velta fyrir sér tilgangi lífs síns
og huga betur að því hvernig þær
eyða kröftum sínum þaðan ífrá.
Þessum krossgötum ná konur
oft fyrr en karlar. Þær stinga oft
við fótunum og endurmeta líf sitt
gjörsamlega frá öllum sjónar-
hornum. Oft finnst þeim þetta
vera síðasta tækifærið til að
breyta um lífshætti og þær verða
að endurskoða fyrra val sitt og
kanna þá möguleika sem þær
höfnuðu á sínum tíma. Það eru
oft líkamleg aldurseinkenni sem
hrinda slíku sjálfsmati af stað.
Margar konur eyða mikilli orku í
að leita að nýrri framtíð sér til
handa og sú tilfinning að tíminn
sé að verða útrunninn eykur
þrjósku þeirra og kjark. Þær eru
reiðubúnar til að takast á við
vanda sem þær hafa áöur skotið
sér undan.
Það er oft á þessum tímamót-
um sem konur taka ákvörðun um
mjög róttækar breytingar á
lífsháttum sínum, t.d. um skilnað,
um að hverfa aftur út á vinnu-
markaðinn, um að finna sér nýtt
lífsstarf eða hefja nýja sambúð.
Þetta eru tímamót sem skipta
flestar konur miklu máli. Þær
llni' núfimtíti vv//w <i
tiitin. /’iii’ ífnt . t.'//' 'iir . u)
iiKil .\/wrviih‘!tw um iifí/uitt
iiví) <tvt \Hf/Tit lit/i'úí’/ /i//'iin,i
i's; itiskttn
verða varar við sterka hvöt til
breytinga og nota allan þann
tíma og alla þá orku sem þær
þurfa til að leita leiða til að hrinda
slíkri breytingu í framkvæmd. Á
því veltur andlegur vöxtur þeirra
og þroski í framtíðinni. Ef það
er ekki gert fer illa. Kona sem
þráir breytingar en sættir sig við
óbreytt ástand verður gröm,
ergileg, óánægö og stöðnuð og
mun ekki þroskast áfram. Auk
þess er hún í rauninni aðeins að
vinna sér frest því óánægja
hennar brýst aftur fram seinna.
Svo getur farið að hún lifi óham-
ingjusömu lífi í mörg ár en viti
þó fullvel að fyrr eða síðar verður
hún að gera miklar breytingar á
lífi sínu.
Milli fertugs og
fimmtugs
Margar konur koma ekki að
þeim krossgötum sem rætt var
um hér á undan fyrr en um fer-
tugt og oft líða nokkur ár þar til
lífið er komið í fastar skorður á
nýjan leik. Þess vegna verða árin
þegar konur fara að nálgast
fimmtugt oft eins og logn eftir
stormasöm ár. Líf þeirra er oft-
ast komið í jafnvægi, flest meiri-
háttar vandamál eru leyst og þær
hafa komið sér fyrir og eru sáttar
við sjálfar sig. Ef til vill eru þær
raunverulega ánægðar með lífið
í fyrsta sinn.
En það er þeirra eigið val sem
ræður því hvert þær eru raun-
verulega ánægðar eða hvort þær
hafa gefist upp. Kona sem hefur
látið nægja að ýta vandanum til
hliðar er líkleg til að missa smám
saman móðinn og glata sjáfsvit-
und sinni, auk þess sem þroski
hennar er hindraður og hún
stendur í stað. Þetta gerist með-
al annars vegna þess að þeir
þættir sem hún treysti á og hafa
skapað henni öryggi hverfa einn
af öðrum. Börnin vaxa úr grasi
og yfirgefa heimilið, ef til vill
þroskast maki hennar hraðar en
hún og vex frá henni og vinnan
hættir að vera lífsfylling og verð-
ur aðeins skyldustarf. Smám
saman verður erfiðara að sætta
sig við þetta. Sennilegt er að ný
kreppa skapist í kringum fimm-
tugt og hún verði erfiðari en kon-
an átti í á fertugsaldrinum.
Sú kona sem tókst á við vand-
ann þegar hún stóð á kross-
götum og gerði nauðsynlegar
breytingar og aðlaganir hefur
aftur á móti fundið lífinu nýjan
tilgang. Innra með sér hefur hún
fundið hvöt og styrk til að skapa
sér - ánægjulega lífshætti og
henni er Ijóst að hún á fyrir hönd-
um bestu ár ævinnar. Hún getur
orðið mjög hamingjusöm. Sjálf-
straust hennar er í hámarki og
hún hetur brugðist við erfiðleik-
um af ró og skynsemi.
Slíkri konur er sennilegt að
forðast að sýna manni sínum og
börnum eigingirni eða yfirgang
og hún verður lífsglaðari og já-
kvæðari öðrum en ella. Vinir
skipta miklu máli. Það verður
augljóst hvaö á að hafa forgang
og auðvelt að taka ákvarðanir.
Kona sem þannig er ástatt um
kann að meta það sem hún hefur
og þessi aldur getur því reynst
henni afar ánægjulegur og þægi-
legur.
Milli fimmtugs og
sextugs
Þegar komið er yfir fimmtugt
þurfa konur einu sinni enn að
endurmeta líf sitt. Það er fyrst
og fremst vegna þess að þær
geta ekki lengur litið framhjá
líkamlegum og andlegum hrörn-
unareinkennum, t.d. minnkandi
þreki og versnandi sjón, heyrn
og minni. Fallvaltleiki lífsins verð-
ur þeim æ Ijósari. Tíðarhvörfin
eru fyrir flestum konum helsta
líkamlega og sálfræðilega ein-
kenni þessa tímabils.
Sálfræðingar hafa bent á að á
þessum aldri verður oft vart við
hægfara breytingar á hlutverkum
kynjanna innan hjónabandsins.
Starfið skiptir minna máli en áður
og margir fara að minnka við sig
vinnu. Meiri áhersla er lögð á frí
og tómstundir. Við þetta missa
karlar hluta þess forskots sem
margir þeirra hafa haft á konur
sínar vegna þess að þeir gegna
oft hærri stöðum. Um leið er oft
eins og konur fái aukið sjálfsálit
og fari að gegna stærra hlutverki
en áður. Sumar konur sem hafa
verið heimavinnandi leita út á
vinnumarkaðinn eða reyna að
veita sköpunargleði sinni útrás á
heimilinu. Á þessum tíma fara
yngstu börnin oftast að heiman
og margar konur hlakka til að
eiga nokkurs konar síðari hveiti-
brauðsdaga með manni sínum.
En oft verða þær fyrir vonbrigð-
um því margir karlar eru lítt hrifn-
ir af þessari breyttu hlutverka-
skipan.
Á þessum aldri fer heilsa okk-
ar að skipta æ meira máli. Um
leið og við verðum sífellt betur
varar við líkamlegar breytingar á
okkur sjálfum aukast líka áhyggj-
ur vegna versnandi heilsu maka
okkar og einnig vegna þess að
við óttumst að verða þungur fjár-
hagslegur og félágslegur baggi á
fjölskyldu okkar og þjóðfélaginu
síðar.
Oft höfum við einnig áhyggjur
af því að komast á eftirlaunaald-
urin — og ef ekki okkar vegna
þá vegna maka okkar — og hvaða
áhrif það muni hafa á lífshætti
okkar. Oft eigum við sjálfar aldr-
aða foreldra eða tengdaforeldra
sem þarf að annast um á ýmsan
hátt. Slík umönnun kemur oftast
nær eingöngu í hlut kvenna. Hún
getur reynst tímafrek og erfið og
veldur stundum miklu álagi í
samskiptum við maka og börn,
hindrar okkur í störfum og veldur
líkamlegri og andlegri streitu.
Á þessum aldri dregur smám
saman úr hraðanum í lífi okkar
og við drögum smátt og smátt
úr ýmsum athöfnum (t.d. kynlrfi).
Við verðum umburðarlyndari en
áður, bæði gagnvart okkur sjálf-
um og öðrum. Viðhorf okkar
breytast smátt og smátt og
verða mildari.
Konur sem hafa búið í hjóna-
bandi verða þess oft varar þegar
þær fara að nálgast sextugsala-
urinn að samband þeirra við
makann en nánara en nokkru
sinni fyrr. Þetta kanna að mega
tengja samskiptum við bama-
börn. Þau eru einhver ánægju-
legasti þáttur þessa aldursskeiös
og geta orðið til þess að færa
afann og ömmuna nær hvort
öðru en áður . . .
SNYRTING
JOOP!
Nýtt
ilmvatn
Joop heitir ilmvatn sem nýkomið
er á markað. Ilmvatnið er kennt
við einn af fremstu tískuhönnuðum
þjóðverja, Wolfgang Joop. Hann
hefur auk þess að vera þekktur
fatahönnuður getið sér örðstír fyr-
ir snyrtivörur sínar.
ísland er fyrsta landið utan
meginlands Evrópu þar sem Joop
snyrtivörur eru kynntar.
Auk Joop ilmvatnsins er einnig
mögulegt að fá með sama ilm til-
heyrandi baðvörur.
Ombre
bleue
Nýr ilmurfrá Je-
an Charles
Brosseau
Nýlega kom á markaðinn
Ombre Bleue sem er nýr ilm-
ur frá franska tískukónginum Jean
Charles Brosseau.
Ilmvatnið inniheldur blöndu af
jasmín, rósum, vanillu, mango
papaya og kókoshnetu. Ilmvatns-
glösin eru gerð úr handblásnum
kristal og skreytt með sandblásnu
listaverki.
Baðlína er væntanleg innan
tíðar frá þessu sama merki.
GRG
Kvenna-
titíeóariiin