Morgunblaðið - 06.01.1989, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
C 5
sem við erum að ræða um er
„sérstakt". Þannig sjá allir foreldr-
ar sitt barn og auðvitað smitumst
við af því. Enda er hver einstakling-
ur afskaplega sérstakur."
vökudeildin tilheyrir sem fyrr
segir Barnaspítala Hringsins, en
hefur frá upphafi verið staðsett á
kvennadeild og segir Gunnar það
eitt að deildin skuli vera á fæðing-
argangi, örfáum skrefum frá fæð-
ingarstofum og skurðstofu vera
algera óskastaðsetningu fyrir keis-
araskurðaðgerðir. Reyndar
sprengdi deildin ekki alls fyrir
löngu það húsnæði utan af sér af
þeirri ánægjulegu ástæðu að full-
kominn tækjabúnaður hennar,
sem Kvenfélagið Hringurinn á stór-
an heiður af, var orðinn full pláss-
frekur, en ekki vegna þess að veik-
um nýburum hefði fjölgað. Þar
hefur ekki orðið hlutfallsleg aukn-
ing á, þrátt fyrir fæðingarfjölgun,
en um 4-5% nýbura þarfnast að-
hlynningar á vökudeild.
Mikill stuðningur
líknarsamtaka
En það er ekki bara vökudeildin
sem er vel tækjum búin. Að sögn
Gunnlaugs Snædal má svipaða
sögu segja um kvennadeildina í
heild og er þar ekki síst að þakka
þeim fjölmörgu félagasamtökum
og einstaklingum sem hafa stutt
deildina með fjárframlögum og
gjöfum í gegnum tíðina. Má þar
nefna Landssöfnun kvenna sem
hófst 1969 og lauk eftir að deildin
var stækkuð 1975. Þá hafa mörg
kvenfélög gefið til deildarinnar s.s.
Svölurnar, Rebekkustúkur Odd-
fellowreglunnar, Vinahjálp, Kven-
félagasamtök íslands, kvenna-
deildir Rauða Krossins, Ljós-
mæðrafélag Reykjavíkur, Soropt-
imistar, ýmsir minningarsjóðir s.s.
Vilborgarsjóður og klúbbar á borð
við Lions, auk fjölmargra annarra
sem of langt mál væri að telja
upp. Þá hefur Kvenfélagið Hringur-
inn stutt dyggilega við vökudeild-
ina, eins og minnst var á varðandi
stækkun þeirrar deildar.
„Þá reyndi enn á gott samstarf
deildanna hér er kvennadeildin lét
okkur eftir stofu á sængurkvenna-
gangi, þó henni veitti ekki af því
plássi fyrir sína starfsemi," segir
Gunnar Biering og bætir við að
farsælli lausn hefði vart fengist,
„því það er mikill léttir fyrir for-
eldra veikra nýbura þegar börn á
batavegi eru flutt niður á sama
gang og mæðurnar."
Aukið húsnæði á árinu
Þegar húsnæðismálin ber á
góma vaknar sú spurning hversu
lengi húsnæði kvennadeildar dugi,
i haldi íslendingar áfram á sömu
braut hvað barnsfæðingar varðar.
„Þeim má eiginlega ekki fjölga
mikið meira en orðið er ef vel á
að vera — hins vegar getur kvenna-
i deildin aldrei orðið „full“. Hér er
alltaf tekið við,“ segir Jón Þ. Hall-
grímsson, yfirlæknir á meðgöngu-
deild, en þess má geta að til mikill-
ar hagræðingar liggja alltaf fyrir frá
mæðraeftirliti nokkuð nákvæmar
spár yfir væntanlegar fæðingar
þrjá mánuði fram í tímann, þannig
að hægt er að stjórna innlögnum
á öðrum deildum kvennadeildar
en fæðingardeild nokkuð í sam-
ræmi við það.
Gunnlaugur Snædal bætir við
I að horfur séu á að næstu mánuði
endurheimti deildin húsnæði sem
hún hefur lánað til annarrar starf-
semi. Sú viðbót komi til með að
gera deildinni kleyft í fyrsta sinn
að anna öllu því starfi sem hún var
í upphafi hönnuð til. Viðbótar-
húsnæðið verður annars vegar
Yfirlæknar kvennadeildar og
yfirljósmóðir ásamt yfirlækni
vökudeildar. F.v. Kristján Sig-
urðsson, Jón Hilmar Alfreðs-
son, Gunnar Biering, Kristín
I. Tómasdóttir, próf. Gunn-
laugur Snædal og Jón Þ.
Hallgrfmsson. Gunnlaugur
hefur starfað lengst lækn-
anna á kvennadeild, eða frá
árinu 1960, en Kristín hóf
störf jhdeildinni 1954. Hefur
starfað þar stðan með litlum
hléum og er þvf líklega búin
að afsanna þá kenningu að
taki Ijósmæður fyrst á móti
stúlku endist þær stutt í
starfinu. Hún hóf ferilinn
með þvf að taka á móti 6
stúlkubörnum áður en kom
að dreng.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hluti starfsfólks kvennadeildar og gesta á fjörutfu ára afmælisdaginn, en formlega verður haldið upp á
það afmæli í dag, 6. janúar.
notað til að stórauka göngudeild-
arþjónustu og hins vegar undir
ófrjósemisrannsóknir og ýmis
rannsóknarverkefni önnur þar sem
fá þarf fólk inn til rannsókna.
„Þetta viðbótarhúsnæði verður
einhver besta afmælisgjöfin sem
deildin getur fengið á árinu," segir
prófessor Gunnlaugur Snædal og
við Ijúkum þessari grein með til-
vitnun í samantekt um kvenna-
deild, sem m.a. er að finna á af-
mælissýningu í anddyri deildarinn-
ar. Þar segir m.a. um markmið í
náinni framtíð:
„Á næstu árum stefnum við að
því að auka bæði þjónustu- og
rannsóknastarfsemi. Við áformum
enn betri þjónustu við þungaðar
konur og jafnframt rannsóknir á
ýmsu er fæðingar varðar, t.d. á
orsökum hækkaðs blóðþrýstings í
meðgöngu. Sérhæfðar ófrjósemis-
rannsóknir og „glasafrjóvganir"
þurfa að komast á hér innan tíðar.
í samvinnu við Krabbameinsfólag
íslands verður áfram unnið að
rannsóknum á krabbameini í kyn-
færum kvenna. Á þessu ári verður
hafin athugun sem miðar að því
Upphaflegt starfslið fæðing-
ardeildar Landspítalans í
janúar 1949, læknar, Ijós-
mæður og nemar. Fyrir
miðju er prófessor Pótur H.
J. Jakobsson, yfirlæknir
deildarinnar, og við hlið hans
Jóhanna Friðriksdóttir, yfir-
Ijósmóðir, en þau tóku ein-
mitt á móti fyrsta barni
deildarinnar 2. janúar sama
ár.
að finna betri leiðir til að greina
krabbamein í eggjastokkum. Ýmis-
leg skráningarvinna og úrvinnsla
gagna um meðgöngu og kvensjúk-
dóma fer fram á deildinni í sam-
vinnu við heilbrigðisyfirvöld. Sam-
vinna er við ýmsa aðila innlenda
og erlenda um þessar rannsóknir
og aðrar."
Vilborg Einarsdóttir