Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
VIKimKAR
i ♦ niwr\
Gleðileikir á jólum
i ♦ ^iwi ♦ i cv r<cvi
Fyrr á öldum voru hér á landi haldnar hátíðir
á jólum með gleðileikjum og dönsum sem
nefndir voru vikivakar. í upphafi hafa þeir
verið haldnir við vetrarsólhvörf til að fagna
rísandi sól og bjartari dögum, en með kristni-
töku hafa þessir heiðnu gleðileikir verið felld-
ir inn í trúarsiði kristninnar, eins og gerðist
meðal fólks af germönskum stofni í Norður-
Evrópu. Gleðir þessar áttu sterk ítök hjá þjóð-
inni og voru þær iðkaðar hér allt fram að alda-
mótum 1800. í „smiðju" Ólafs Davíðssonar
sagnritara er náma heimilda um gleðileiki fyrr
á öldum. Þessar heimildir eru víða að komnar
og sýna þær að hér hafa verið ríkjandi merk-
ir þjóðlegir siðir um aldir. Að vísu breyttust
áherslur í leikjum þessum gegnum aldirnar,
en gleðileikir fólks þjónuðu ákveðnum til-
gangi sem áhugavert er að rifja upp. Innsýn
og þekking á fornum venjum og siðum þjóðar
er ekki aðeins fróðleikskorn, hún eflir öðru
fremur þjóðernisvitund sem er undirstaða
samkenndar og þjóðarsamstöðu.
Yikivakar voru fyrrum
haldnir á helgum
dögum, annaðhvort
á sunnudögum,
stórhátíöum eöa
kvöldiö fyrir aðfara-
nótt hátíða, en þó einkum á jóla-
nótt og um jólaleytið.
Uppruni orðsins vikivaki er ekki
Ijós, orðið kemur ekki fyrir í fornu
máli svo vitað só, en vaka kemur
fyrir í fornkvæðum og orðið vöku-
nótt er til í ritum frá 16. öld. Ein
tilgáta er sú, að vikivakar sé am-
baga úr vigil sem fyrst var snúið í
vaka, vigil-vaka = viki vaka.
Vigiliur, þ.e. vökur, voru þekktar
úr pápískum sið og voru þær haldn-
ar nóttina fyrir hverja stórhátíð og
nóttina á undan mörgum helgra
manna messum. Þær voru ýmist
kallaðar vökur eða vökunætur og
kenndar við daginn sem eftir fór.
Þannig var Jónsvaka kölluð kvöldið
og nóttin fyrir Jónsmessu og jóla-
vaka aðfangadagskvöld jóla og jóla-
nóttin. Á þessum vökum voru
sungnar tíðir, að minnsta kosti á
jólanótt og hélst sá siður lengi síðan
og sótti þá jafnan fjölmennur söfn-
uður kirkjurnar. Venja var að menn
fóru ekki heim frá kirkju á jólanótt
og síst þeir sem langt að voru
komnir, fyrr en eftir messu á jóla-
dag.
Það hefur varla verið mögulegt
fyrir svo mikinn mannfjölda, sem
þá var saman kominn, að fá legu-
rúm á kirkjustöðum þessar nætur.
— Má því Ijóst vera, segir Ólafur
Davíðsson, að mönnum hefur bæði
leiðst að hanga aðgerðarlausum
næturlangt eftir tíðir og þeim hefði
líka orðið hrollkalt hefðu þeir ekki
fundið ráð til að bæta úr hvoru
tveggja. Menn fóru því snemma að
búa sig undir að geta notið jólagleö-
innar með fullum fagnaði. Þeir, sem
ætluðu að sækja tfðir á jólanótt og
gera að vökunótt, skutu saman
matvælum og ölföngum eða lögðu
til fó fyrir sig og sína til mötuneytis
ef heimabóndinn, staðarhaldarinn
eða klerkurinn var ekki svo efnum
búinn eða veglyndur, að hann veitti
vökumönnum gefins allan beina.
Vakan
Vökumenn kusu sér forgöngu-
menn sem bæði áttu að ganga
þeim fyrir beina og sjá um gleðina
hvort sem hún var haldin á staðnum
sjálfum eða í kirkju. Þar sem
skemmtunin átti að vera voru fyrst
sungnar tíðir, síðan var sest að
snæöingi, sem var kallaður „skytn-
ingur" eða samskotsveisla, til
hressingar fyrir nóttina. Þegar leið
á skytninginn hófst skemmtunin á
því að fyrirfram valin persóna sem
kölluð var „Vítus" kom að borðum
vökumanna og gantaðist við þá.
Vítus hefur verið einskonar gam-
ansöngvari eins og við þekkjum þá
í dag, það má glöggt sjá á vísu sem
um hann var kveðin:
Nú er ekki verra von,
Vítus kemur að borðum,
mun því margur meyjarson
mæta þungum orðum.
Þegar Vítus hafði lokið skemmt-
an sinni var staðið upp frá borðum
og tók fólk að syngja, dansa og
skemmta sér. Var vakað við þennan
glaum næturlangt eða þar til dagur
rann og var hann nefndur vaka og
vökunótt. Glaumi þessum hefur
verið lýst svo, aö þar hafi verið viki-
vakadans og hafi hann verið tvenns
konar, karladans og kvennadans,
og hafi karladansinn verið hraður
og ákafur en kvennadansinn þýðari
og blíðari. Vikivaki var hringdans
með körlum og konum til skiptis
og hafi þau kveðið og um leið við-
haft ákveðnar fótahreyfingar eftir
fyrirmælum forsöngvarans.
Þegar hlé var á söng og dansi
var farið í leiki og tóku leikmenn þá
á sig ýmiskonar gervi eða dularbún-
ing. Af leikum sem vinsælir voru
hafa verið nefndir: giftingarleikur,
hindarleikur, hringbrot, hestaleikur,
þingálpsleikur, kerlingaleikur, Þór-
hildarleikur, Hoffinnsleikur, Brúar-
leikur og Háu-Þóruleikur.
Þórhildarleikur nefndist einn
helsti giftingarleikurinn og virðist
hann hafa verið til í fleiri en einni
útgáfu. Karlmaður er valinn til að
leika prest sem kaliaður er Þór-
hildarprestur. Hann stillir stúlkum
upp á móti piltum og gengur leikur-
inn út á það að stúlkurnar finni sér
réttan pilt og er það gert undir
kveðskap og dansi. Hindarleikur
hefur verið svipaður leikur og eru
stúlkurnar í þeim leik hindar og pilt-
arnir hirtir. Hoffinnsleikur var mikið
leikinn á vökunóttum og er hann
talinn vera frá miðoldum. [ þessum
leik fara allir karlmenn út fyrir dyr
en kvenfólk verður eftir inni. Þeir
velja sér svo tvo talsmenn, Hoffinn
og Alfinn, sem gengur honum næst
að virðingu. Þeir eru foringjar í bón-
orðsbralli og eru hinir sveinar
þeirra. Stúlkurnar velja sér eina úr
sínum hóp til að verða fyrir svörum
þegar Hoffinns-sveinar banka að
dyrum. Síðan varpa þeir fram til-
heyrandi vísum sem þær svara á
sama hátt. Brúaleikur eða banda-
leikur hefur ekki verið ósvipaður
þeim leik sem við nú köllum „Frúin
í Hamborg". Hringbrot í vikivökum
fór þannig fram að karlmenn mynda
hring og halda höndum þétt sam-
an. Karl og kona reyna síðan með
lagni að brjóta eða rjúfa hringinn.
í Kerlingaleik, sem einnig virðist
hafa verið kallaður tröllkonuleikur,
voru tveir karlmenn klæddir í kven-
mannsbúning og var annar þeirra
kerlingin en hinn dóttir hennar.
Kerling virðist hafa verið gerð hin
ófrýnilegasta með hundsbelg á
höfði íklædd hærusekk niður fyrir