Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 11

Morgunblaðið - 06.01.1989, Síða 11
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989 C 11 mjaðmir, en dóttirin var aftur á móti vel klædd með skaut á höföi. Þær koma svo til gleðinnar og er kerling með þræla tvo og er tilgang- urinn að finna dótturinni eiginmann. Leik þessum fylgja svo viðeigandi kvæði sem sungin eru. Aðrir leikir eins og hestaleikur, þingálpsleikur og háu-Þóruleikur hafa verið talsvert gáskameiri og hefur háu-Þóruleikur beinlínis verið af grófara taginu. En margt þykir benda til þess að margir þessara leikja séu mjög fornir. Ólafur Davíðsson telur að ein- hverntíma á 15. eða 16. öld hafi rímur komið í stað gömlu dans- kvæðanna og hafi þau því gleymst smám saman, og eftir að farið var að dansa eftir þeim var farið að kalla þær dans. Þegar kemur fram á 17. öld er hætt að hafa rímur í vikivökum og voru þá ort þau viki- vakakvæði sem nú eru til. í heimildum frá 18. öld kemur fram, að vikivakaleikir hafi farið fram eftir fyrirfram ákveðinni röð. Fyrst sungu konur kvennavikivaka sem voru heilög kvæði, því næst var efnt til hringbrota, þá syngja konur og karlar saman stuttan viki- vaka. Því næst sungu karlar karla- vikivaka og voru þá kveðin gaman- kvæði. Þar á eftir fór fram hestaleik- ur og því næst kvennadans þar sem konur dansa og var til þeirra drukk- ið með glensi og gamni. Því næst sungu konur vikivaka, en á meðan var þingálpsleikur undirbúinn og því næst leikinn. Gekk svo koll af kolli þar til komið var að hindarieik og var þá oft komið undir dag. Eftir það var haldinn kvennavikivaki og söng þá kvenfólkið uppáhaldskvæði sín og var dansað til dagmála. Þeg- ar birti af degi klöppuðu gleðimenn af sér gleðina hver upp á annan um leiö og þeir sögðu: „Þessa gleði klappa ég á þig . . .“ og segir Ólafur Dav íðsson, að hafi menn aðhafst eitthvað ósiðlegt, þá hafi þeir viljað láta það bitna á félögum. Það þótti stundum brenna við hér fyrrum að kveðskapurinn í þessum leikjum og jafnvel leikirnir sjálfir gæti orðiö nokkuð léttúðugir. Sverðdansinn Skemmtileg lýsing er til af fáguð- um dansi sem var iðkaður í Svíþjóð og á öðum Norðurlöndun í fornöld og allt fram til 1600 og hét „sverð- dans“. Ungum mönnum var kennd- ur dansinn af æfðum kennurum og xar hann í því fólginn að dansa inn- an um nakin sverð og brodda. Dansinum er lýst svo: Fyrst réttu dansmenn sverð sín í slíðrum upp í loft og héldu þeim þannig þar til þeir höfðu dansað þrisvar sinnum hringinn í kring. Þá drógu þeir sverðin úr slíðrum og héldu þeim hátt og háðu einskonar gamanorustu og undu þeir sér með léttleik og lipurð hvor fram hjá öðr- um. Um leið mynduðu þeir sex- hyrning með sverðunum og kölluðu þeir það „rósina". Rósin var jafn- skjótt rofin og sveröin borin þannig að þau mynduðu ferstrenda rós yfir höfði hvers dansara. — Flreyf- ingarnar urðu hraðari og ákafari og að síðustu börðu þeir sverðunum saman af alefli og dansinn endaði á því að allir stukku snögglega aftur á bak. Á meðan dansinn fór fram var sungiö og leikið undir á hljóð- færi. Sagan segir að þátttakendur hafi ekki gert annað síðustu átta daga fyrir dansinn en að æfa sig. Klerklærðir menn fengu að taka þátt í dansinum þar sem hann þótti bæði siðfágaður og karlmannleg'ur. Vikivakar til forna Vikivakar og dansar tíðkuðust á íslandi þegar í fornöld þó ekki fari beint sögur af þeim í hinum elstu ritum, en í fornbókmenntunum er þó getið um skemmtanir sem ekki voru ósvipaöar vikivökum. í Sturl- ungu segir að árið 1119 hafi verið haldin veisla mikil á Reykjahólum í Reykhólasveit: — Þar var glaumur og gleði mikil og skemmtan góð og margs konar leikar bæði dans- leikar, glímur og sagnaskemmtan. Þar var sjö nætur fastar og fullar setið að boðinu, af því þar skyldi vera hvert sumar Ólafagildi. — Um veturnætur árið 1171: — Og um kveldið eptir náttverð mælti Sturla (þ.e. Hvamms-Sturla) við Guðnýju húsfreyju að vera skyldi hringleikur og fór til alþýða heima- manna og gestir og var vakað til miðrar nætur eður meir. — í Biskupasögu segir: — Hann (þ.e. Þorlákur biskup helgi 1178-93) henti skemmtan að sögum og kvæðum og að öllum streingleikum og Ijóðfærum, og að hygginna manna ræðum og draumum, og að öllu því er góðra manna skemmtan var, utan leikum, því honum þótti slíkt dvelja ónýtar sýslur vondra manna. — Guðmundur biskup Arason var á ferð norður í Þingeyjarsýslu árið 1229. Hann fór úr Keldunesi og „undir Fjöll. Og um kveldið er bisk- up var genginn til svefns og aðrir til baðs, er það líkaði, þá var sleg- inn dans í stofu." Fleiri atvika slíkra er getið í forn- ritum. Það er vitað að skemmtisam- komur voru haldnar og að karlar og konur hafa kveðið kvæði hvor til annars og að stundum hefur verið dansað í hring. Mönnum ber saman um að þessir fornu dansar hafi verið mjög keimiíkir þeim viki- vökum sem síðar tíðkuðust. Ólafur Davíðsson segir að litið hafi verið á dansa sem saklausa skemmtan síðari hluta 12. aldar og á fyrri hluta 13. aldar, því klerkar tóku þátt í dönsum og jafnvel Guð- mundur biskup Arason hafi ekki amast við þeim. Þegar fram iíða stundir fara vandlætingarmenn, einkum klerkar, að hafa horn í síðu dansanna, en þrátt fyrir það voru dansarnir tíðkaðir og var þeim ekki veitt veruleg mótstaða fyrr eftir siðabótina. Elsta lýsing sem til er af seinni tíðar vikivökum er í „Crymogæa" Arngríms lærða á Melstað (d. 1648). Þar segir: — Dansar voru hér eftir söng, bæði kyrrðardansar og hringdansar. Kyrrðardansa kalla ég þá sem fóru fram eftir söngsam- ræmi, þar sem kvæði og söngvísur voru við hafðar til að dansa eftir. Þar var einn forsöngvari og tveir eða fleiri tóku undir með honum, en hinir dönsuðu á meðan eftir iag- inu eöa fallshættinum í því. En hringdans eða vikivaki var það, þegar karlar og konur gengu á víxl hvort á móti öðru eða á bí við ann- að, greindust svo aftur eða deildust með nokkrum hætti. Hvorutveggja danstegundin virðist bera keim af gríska dansinum, nema að því, að hér stóðu einstakir menn i röð og sungu söngvísur með afmældum þagnarbilum, hálfa vísuna, en allur danslýður tók þær upp aftur og söng í einu hljóði; svo var endurtek- ið við enda hverrar vísu upphaf eða niöurlag fyrsta erindis með nokkurs konar tvölföldun, en stundum án hennar. Vilji einhver telja fleiri dans- tegundir, má hæglega heimfæra þær hér undir — en ég tala aðeins um siðsamlega dansa. Fordæming vikivaka Um miðja 16. öld fer sú skoðun að ryðja sér til rúms að dansar og vikivakar séu syndsamlegir og af hinu illa. Miklar trúarbragðadeilur áttu sér stað, en hér bættist við að erlent kúgunarvald tók að ryðja sér til rúms og afleiðingar þess urðu örbirgð, eymd, fáfræði og and- legt volæði. Sú skoðun varð út- breidd að alls staðar væru illmenni sem gera vildu öllum illt. Menn trúðu því að örbirgð, hallæri og drepsóttir væru refsidómar guðs. Ólafur Davíðsson segir, að menn hafi álitið að heimurinn væri tára- dalur og ekki um að ræða neina gleði í þessu lífi. Skemmtanir voru sagðar bera vott um léttúð og and- varaleysi sem leiddi menn afvega. Klerkastéttin gekk mjög hart fram í því að innræta þetta viðhorf með- al fólksins, það kemur m.a. fram í formála fyrir sólmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar árið 1589, en þar fer hann hörðum orðum um mansöngva, amorsvísur, brunavís- ur, háðs- og hugmóðsvísur í viki- vakakvæðum. Á 15. öld er lítið getiö um dans, en á 16. öld er skráð sögn um veislu sem Björn bónd í Ögri hélt Stefáni biskupi Jónssyni: Þar skemmtu menn sér með glímum og dansi og annarri gleði og var fólkinu skammtað vín á milli mál- tíöa, — því þá var engelsk sigling og var mest vín drukkiö, en höfð- ingjar sem voru með hvorumtveggj- um, sátu við drykkju og skemtan alla daga. — Oddur biskup Einarsson lét skýrt í Ijós álit sitt á vikivökum á presta- stefnu á Kýraugastöðum á Landi árið 1592. Hann vill að prestar banni hestaþing, vökunætur og smalabúsreiðar á helgum dögum og — aðra þvílíka heiðínglega háttu hvort það sker nótt eða dag. Dirfist nokkur að fara á þvflíkar samkomur og finnist þar þeir sem ekki hafa áður hlýtt guðs orði, þá skulu þeir og hinir sömu klagast fyrir sýslu- manni. En allra helst skulu prestar sjálfir varast að gjöra nokkuð að þvílíkri gleði, heldur hitt, með rök- samlegum áminningum hefta þvflíkan ósóma. Þórður biskup Þorláksson lætur einnig nokkur vel valin orð falla um vikivaka, á prestastefnu í Kjalarnes- þingi árið 1679. Þar sagði hann m.a. að kvartað hafi verið yfir einum og öðrum ósóma sem því miður tíökist allvíða í þessu fátæka landi og hafi þar sérstaklega verið til- nefnt Þorskafjarðarþing, — þar sem allvíða óskikkan tíðkast einkum á jólanótt þegar fólk safnast saman til dansleikja og annars apaspils með slæmum kveðskap og öðru þvflíku. „Nú með því að svoddan vont athæfi er andstyggilegt og óliðanlegt, þá er það alvarleg skikk- an og áminning þessarar synodi, að það öldúngis afleggist og kenni- mennirnir gæti síns embættis að áminni söfnuðinn hér um og líði ei svoddan óskikk, hvorki á jólanótt eða á öðrum helgum dögum." Frægar jólagleðir á miðöldum Á nokkrum stórbæjum vestan lands voru gleðir orðlagðar, það voru Stapagleöin, Ingjaldshólsgleð- in undir Jökli og Jörfagleðin í Haukadal. Ingjaldshólsgleðin var bæði fræg og fjölsótt og var unglingum kennt að dansa áður en þeir tóku þátt í gleðinni, var það gert svo þeir gætu áunnið sér lofsorð og skemmt bæði sjálfum sér og öðrum. Ólafur Davíðsson segir að gleði þessari hafi hnignað og var hún aflögð þeg- ar tveir menn fótbrotnuðu í henni. Jörfagleðin var ein hin orðlagðasta og fjölmennasta hér á landi, þvi hana sótti fólk úr öllum Breiðafjarð- ardölum og jafnvel lengra að. Það var sagt að svo vinsæl hafi hún verið, að stúlkur hafi ekki viljaö ráöa sig í vist nema þær fengju að fara til gleðinnar. Magnaðar sögur fóru af Jörfagleðinni, en á Jörfa á að hafa verið góður húsakostur fyrir gleðileiki en þeir voru sagðir bæði illir og ósiðlegir. Þaö var sögð ástæðan fyrir því að sýslumaður reyndi fyrst árið 1695 að fá þá bannaða, en það ár var sagt að 19 börn hefðu orðið til, en síðasta Jörfagleðin var haldin um 1706 eða 1707. Mafgt hefur verið reynt til að gera menn fráhverfa gleðileikum þessum og urðu ýmsar sögur til sem sýndu fólki fram á hvernig þeim gæti hefnst fyrir skemmtan- afíknina. Áhrifarík er sagan um vinnukonuna sem alið hafði barn og borið út. Henni var eitt sinn boðið til vikivaka, en sætti sig illa við að eiga ekki viðhafnarföt að fara í og kvartaði hún við aðra mjalta- konu er þær voru i kvíum, heyrir hún þá sagt: Móðið mín í kví, kví, kvíddu ekki því, því, ég skal gefa þér duluna mína, að dansa í. Henni varð svo mikið um að hún varð vit- stoia. Sagan um „Dansinn í Hruna" átti að vera mönnum áminning. Ekki er ósennilegt að hin magnaða saga„Djákninn á Myrká" hafi orðið til á þessum tíma. Um 1750 bjó á Þingeyrum í Húnavatnssýslu sýslumaður að nafni Bjarni Halldórsson. Hann var sagður höfðingi í héraði, ekki við alþýðuskap en gleðimaður og bauð hann nágrönnum og vildarmönnum til jólagleði á Þingeyrum þrjú ár i röð, 1755, '56 og '57. En á þessum tíma voru einnig harðindi á Norfiur- landi og iétust um 100 manns þar í sýslunni úr hor og vesöld. Jólagleðinni hefur verið lýst í rit- inu „íslenskum skemmtunum" eftir Þorstein prófast Pálsson á Staðar- bakka, en hann taldi jólagleði vera mesta guðlast og lýsir henni svo: — Þessir leikur skal vera framinn meö glensi og gamni af karlmönnum og kvenfólki til samans, með mörgum snúningum allt um kring, upp og niður, með hlaupum til og frá. Svo heröir hver sig að dansa eftir út- blæstri og andardrætti ludi mag- istri (leikstjórans) og þegar suma svimar, svo þeir tumbla um koll, þá verða ýmsir undir; fara þá föt og forklæði sem verða má. Þá er og földum kvenna flug og forróð búið. Þessu skal verða hrósað og hlegið að, eftir vonum, af potestate superementi (yfirvaldinu). Brennivín er þé við hendina til að hressa viö hinn gamla Adam, svo hann þreyt- ist ei né uppgefist, fyrr en mælir syndanna er uppfylltur. Grýlu-dulbúningur f vikivakaleikjum Séra Þorsteinn sættir sig ekki við það að menn dulbjuggu sig í vikivakaleikjum, um þann þátt segir hann: - Þeir sem smiða sér tötra- búning í gleöileikjum og gestaboð- um, þeir eru réttir dj. . . apar og andstyggð englum, guði og góðum mönnum . . . Þessi ósómi er heið- inglegur og vondur jafnvel fyrir ósnotran almúga, hversu miklu framar þá fyrir „civiliseraðar og lærðar yfirvaldspersónur1' og er það undarlegt að þær skuli hafa gaman af svoddan heimskulegum ólátum og láta hégómlega fýsn augnanna blinda sig. Höfundur þessarar ádrepu getur einnig á öðrum staðum„Grýlu eða grímu ásjónu", Grýiumann og Grýlumyndir og á það eflaust við dularbúning í vikivakaleikjum. Þess mun þó hvergi annars stað- ar getið að vikivakarnir í Þingeyra- klaustri hafi ekki farið fram með fullri siðsemi, en þeir munu hafa verið hinir síðustu sem haldnir voru á Norðurlandi. Ljósahátíð álfa En ' það voru fleiri sem héldu Ijósahátíð um jólaleyti en mennskir menn. Það gerðu álfar líka og hjá þeim voru hýbýlin Ijósum prýdd og dillandi dans með hljóðfæraslætti. Sögur fara af hljóðfæraslætti, söng og dansi hirðar álfakonungsins í Seley á jóladag. Álfar eiga að hafa sóst eftir að dansa í hýbýlum manna á jólanótt og segir sagan, að þeir hafi komið prúðbúnir til dansleiksins og haft með sér vistir, mat og vín og dansað alla nóttina, en fólkið varð að vera farið fyrir dagmál. í þjóðsögum er getið um hljóðfæraleik hjá álfum í Þórðar- höfða við Skagafjörð og hljóðfæra- slátt og dans í Ólafsvíkurenni. Afleiðingar gleðileysis í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar sem út kom árið 1772 er getið um vikivaka, þar segir: Gleðir og skemmtanir eru ekki eins oft haldnar á vetrum og áður. Eggert segir í „Brúðkaupssiða bók" sinni að nú séu slíkar skemmt- anir mikinn part aflagðar vegna misjafnra manna vanbrúkunar og gárungsskapar . . . En ekki vitum vér til þess að fyrirmenn hafi tekið sérfyrir hendur að lagfæra svoddan leik sem þó hafi við sig bundna sina nytsemi, miklu stærri en menn al- mennilega ætla. Það má sjá af dæmum annarra landa hversu dofnar þjóöir hafa við lystilegar comidíur eða sjónarspil uppörvast; samt þorparalegt fólk og siðlótt orðið, að ég ekki tali um hve þeim hefur farið fram við æfing líkamans hreystileika, því skyldu ekki hin sömu meööl tjá oss íslendingum, sem sienfullir og dofnir erum orðn- ir, af því að við höfum misst öll tækifæri til siðlátlegrar skemmtun- ar og ekkert fáum við að sjá sem okkur kann að vera til lærdóms eða aukningar í bærilegum selskap, svo það er engin þjóð í veröldu jafn hrygg, dauf og þegjandi sem ekkert höfum að gamna oss með annað en hið nagandi, brennadi ólukku vín .. . Eggert Ólafsson reyndi að endur- vekja hinar fornu hefðir og gefa þeim reisn er hann sjálfur efndi til brúðkaups að fornum viðhafnarsiö með Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Ingjaldshóli árið 1767. Brúð- kaupið, sem sagt var viðhafnar- mesta brúökaup seinni alda, var haldið í Reykholti. Gestir voru yfir eitt hundrað og stóð veislan í marga daga. Vera má að gleðir og fornir siðir væru enn við lýði ef Eggert Ólafsson hefði ekki drukknað ári síðar. í „Nýjum félagstíðindum" tæpri öld síðar er grein eftir Konrad Maur- er þar sem vikið er að vikivökum og segir þar m.a að prestastéttin hafi gengið hart fram í þvi að útrýma gleöinni vegna þess aö þeir hirtu ekki um eða kunnu ekki að stjórna gleðinni. — ( Færeyjum og í Noregi haldast gleðirnar viö enn og allar siðaðar þjóðir láta sér annt um að halda við og glæða smekk alþýðu á saklausri fagurri skemmtun, því þær viðurkenna að það kveikir og glæðir fjör og atorku, en skemmt- analeysi valdi deyfö og kjarkleysi tii allra nytsamlegra starfa. Margrét Þorvaldsdóttlr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.