Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989 39 lene College í Oxford las hann ensk- ar bókmenntir hjá C.S. Lewis, vel þekktum fræðimanni, en hjá Tolki- en prófessor hlaut hann tilsögn í enskri málfræði. Leikhús sótti hann í London og Stratford-on-Avon. Þar hreifst hann af John Gielgud, Shakespeare-leikaranum fræga, og dáði hann mest allra. Nemendur Björns höfðu á honum mikið dálæti og sýndu það með ýmsum hætti. Er Vigdís Finnboga- dóttir gekk götu æsku sinnar, Ásvallagötu, og rakti minningar sínar, minntist hún þess, sem nem- andi Bjöms, er hún og bekkjarfélag- ar hennar kvöddu dyra hjá Bimi og færðu honum fagurt blóm er þau höfðu keypt í blómaskála í grennd við heimili Bjöms. Síðar sæmdi Vigdís forseti Bjöm heiðursmerki Fálkaorðunnar. Steinnessystkinin, böm séra Bjama prófasts og frú Ingibjargar konu hans voru: Guðrún Margrét, kennari, Páll, lögfræðingur, bæjar- fógetafulltrúi, Olafur, bóndi og hreppstjóri, Brautarholti, kvæntur Ástu Ólafsdóttur, Jón, héraðslækn- ir, Kleppsjámsreykjum, kvæntur Önnu Þorgrímsdóttur, Ingibjörg kona Jónasar Rafnars læknis, Kristnesi, Guðmundur, bóndi, Hlíðarhvammi, Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur, Hálfdan, ræðismaður í Genoa á Italíu, kvænt- ur Söndrú Bjamason, ítalskri konu, Gísli, lögfræðingur, fulltrúi í fjár- máiaráðuneytinu, Gunnar, verzlun- armaður, Bjöm, magister, yfirkenn- ari, Steinunn, kona Símonar Jóh. Ágústssonar, próf. Bjöm dvaldist síðustu æviár sín á Droplaugarstöðum, vistheimili aldraðra við Snorrabraut. Þangað komu vinir hans að heimsækja hann, en er árin liðu fækkaði heim- sóknum, eins og verða vill, en Bjöm var þakklátur þeim er héldu við hann tryggð og sýndu honum sóma. Segðu mér nú einhverja brand- ara, eitthvað sem ég hef ekki heyrt áður, sagði Bjöm stundum er ég heimsótti hann. Ég reyndi að rifja upp einhveija gamansögu en tókst ekki ævinlega nógu vel í vali. Bjöm sagði: Þú hefir nú sagt mér þennan sjö sinnum. Svo bætti hann við: Þér tekst betur næst. Komdu fljótt aft- ur og lestu fyrir mig nekrólóga, en hafðu þá skemmtilega. Er hér var komið hafði sjón Bjöms hrakað svo mjög að hann gat ekki lesið lengur sér til fróðleiks og ánægju, en vildi fylgjast með mönnum og málefnum, einkum því sem honum var hug- stætt og kunnugt. Bjöm kryddaði oft mál sitt til- vitnunum í bókmenntir eða brá fyr- ir sig vængjuðum orðum frægðar- manna. Kom þá fram víðtæk þekk- ing hans. Eins og geta má nærri kaus hann stundum til áhersluauka, ef hann taldi nauðsynlegt, að undir- strika mál sitt með hástemmdum engilsaxneskum orðum, oftast í gamansömu skyni. „Flabbergasted, thunderstruck og spellbound" vora orð sem Bjöm beitti tíðum í lýsing- um sínum fyrr á áram. J seinni tíð brá hins vegar svo við að hann leit- aði hvað oftast til tærrar upp- sprettu íslenskrar tungu. Var hon- um þá nærtækt og tungutamt mál- far Húnaþings. Sveitafólk á stekk og stöðli og daglegt mál þess við búsýslu. „Það stóð heima strokkur og mjölt," sagði Bjöm nýverið er hann lýsti atviki sem fyrir hafði borið í bemsku og hann tímasetti með þessum hætti. Við sem þekktum Bjöm best og stóðum honum nærri hefðum kosið að hann gerði orð Oehlenschlægers og Gríms Thomsens að sínum: Kenndu mér líkt þér, bjarkarblað, að blikna glaður, er haustar að, bíður mín sælla sumar; ódáins mitt á akri tré aftur þá grær, þótt fólnað sé, og greinar grænka hrumar. Námsár Bjöms á meginlandi Evrópu vora tímar óvissu og efa- hyggju er setti svip á lífsbraut og viðhorf ungra menntamanna og synjaði dags í dauða, en hyllti von- arsnauða visku. Það var tíska tímans. í elli sinni var Bimi horfinn allur kvíði. Hann tók því sem að höndum bar með rósemd og hugarjafnvægi. Undir lokin spurði hann margs um væntanlegt ferðalag, er hann hugði framundan. Fýsti að vita um farar- stjóra. Þeim spumingum hefir nú öllum verið svarað. Með kærri vinarkveðju og þökk. Pétur Pétursson þulur Bjöm Bjamason frá Steinnesi var náfrændi ömmu minnar, Steinunn- ar Frímannsdóttur. Sr. Bjami Páls- son, faðir hans, og hún vora bræðrabörn. Þar sem amma mín, Steinunn, var í mínum augum bæði góð, greind og falleg mætti ég ætt- ingjum hennar með opnum barns- huga og taldi þá hljóta að líkjast henni. Þannig var þetta með Bjöm. Hann eignaðist strax og ég kynnt- ist honum ákveðinn virðingarsess í mínum huga og þar hefur hann verið síðan. Þegar ég kynntist Bimi bjó hann á Ásvallagötu 17 í næsta nágrenni við Húsmæðraskóla Reykjavíkur, þar sem ég bjó ásamt móður minni, sem veitti skólanum forstöðu. Þangað kom amma mín, Steinunn, daglega meðan hún lifði. Mamma þekkti Bjöm vel. Hún hafði kennt honum dönsku í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri á sínum tíma og þau vora vinir allt frá því. Á þessum tíma vora mikil sam- skipti á milli okkar mæðgna og Bjöms. Er mér minnisstætt hversu kurteis og hlýlegur hann var við ömmu, sem hann nefndi ávallt frú Steinunni. Féll mér vel að henni var sýndur sómi og þótti því enn meira til þessa frænda míns koma en ella. Mér var því ljúft að sinna því verk- efni, sem móðir mín fól mér á stund- um að fara með eitthvað matarkyns til Bjöms frænda, ef .hann van- hagaði um slíkt. Alltaf vora við- tökumar góðar og við mig var rætt eins og fullorðna manneskju. Ég átti að segja honum tíðindi og eftir að enska bættist við námsskrána hjá mér, átti frásögnin helst að fara fram á ensku. Það síðast- nefnda var að vísu snúið. Svo varð Bjöm enskukennarinn minn í Gagnfræðaskóla Vesturbæj- ar. Ég reyndi að standa mig í ensku- náminu ekki síst vegna hans. Árin liðu, amma dó, móðir mín fluttist af Sólvöllunum. Reyndar gerði Bjöm það líka. Það liðu mörg ár þar til ég fór aftur að heyra reglu- lega af hans högum. Þá vora þau bæði, móðir mín og hann, komin nokkuð til ára sinna. Umhyggjan og gleðin yfír að hittast og talast við var sú sama og fyrr. Á hátíðum og tyllidögum kom ætíð glæsileg kveðja frá Bimi. Það er ekki svo ýkja langt síðan, að þau settust bæði við píanóið í stofunni okkar á Bergstaðastræti og spiluðu af sinni alkunnu list. Fólkið hreifst og þau vora hrókar alls fagnaðar. Ég held að það hafi verið í þetta sinn, sem Bjöm undraðist það að fólkið sem hjá okkur var statt virt- ist þekkja hann. Hann hélt að hann væri flestum gleymdur. Þessi hugs- un og einsemdin er eitt af því, sem margt aldrað fólk þarf að beijast við. Ég er hins vegar sannfærð um, að margir muna Bjöm og geta jafn- vel tekið undir með móður minni, en henni varð að orði er hún heyrði lát hans: „Þá fyrst fer nú ljóminn að fara af Reykjavík." Guðrún Jónsdóttir arkitekt Sérstæður persónuleiki hefur kvatt. Senn er enginn eftir af þessari ftjóu, greindu, sjálfstæðu og reyndu kynslóð hans. Flestir í þessum hópi sem ég kynntist og mér era minnis- stæðastir urðu að mér fannst aldrei andlega gamlir, þótt þeir næðu háum aldri og líkamlegt þrek þeirra þyrri. í þessum hópi var Bjöm Bjamason magister frá Steinnesi, sem lést þ. 15 þ.m. áttatíu og þriggja ára að aldri. Við áttum langt samtal rétt fyrir jólin og var það ánægjulegt eins og oft áður og var hann hress og klár, en treysti sér ekki til okkar á aðfangadagskvöldið eins og í fyrra. Það var alltaf elskulegt af fá Bjöm í heimsókn, bæði hér heima og er- lendis, meðan við dvöldum þar. Oft tók hann í „flygilinn" sem sjaldan hljómar eftir að foreldrar mínir lét- ust. Bjöm var mjög músíkalskur og mikill málamaður og þoldi illa að heyra miður farið með þau tungumál sem hann mat mest. Ég held að líf hans hafí daprast þó nokkuð eftir að hann hætti að leika á píanóið sitt. Bjöms magisters verður lengi minnst sem frábærs kennara og mikils „húmorista". En innst inni sló viðkvæmt hjarta og jafnvel ein- manakennd, enda þótt hann ætti marga góða vini og ættingja. Það fylgir oft gáfuðum mönnum að vera einmana á stundum. Margur kemur til með að muna lengi eftir fyndni Bjöms og sumum hættir e.t.v. til að punta sína eigin frásögn með hans fína „húmor“. Hann var einn- ig mikill fagurkeri. Ég sakna hans sem vinar og finnst hverfa með honum hluti úr minningartengslum við æsku mína. Ættmenni okkar Bjöms vora vinir löngu fyrir minn aldur, faðir Bjöms, séra Bjami prófastur í Steinnesi og móðurafí minn séra Stefán á Auð- kúlu vora vinir, og margar ógleym- anlegar sögur hefur Bjöm sagt mér frá samskiptum þeirra. Minni Bjöms var alla tíð óvenju gott og sérstök athyglisgáfa hans gaf frásögninni þann ljóma sem gerir atburðina svo ljóslifandi. Bjöm var yngstur Steinnesbræðra. Þeir vora allir glæsimenni og bára svip- mót ættar sinnar, en vora að mér fannst ólíkir persónuleikar. Flestir þeirra vora vinir foreldra minna, ekki hvað síst sá elsti sem var Páll lögfræðingur. Honum man ég eftir sem tíðum gesti á .heimili okkar á Hólavöllum og síðar á Sólvallagötu 4. Hann og faðir minn störfuðu vel og mikið saman. Gísli sem einnig var lögfræðingur var í miklu uppá- haldi hjá okkur systkinum. Ég minnist hans fyrst þegar við voram í Viðey og hann leiddi okkur yngri systurnar um túnið og við þóttumst eiga sitt hvora hönd hans. Eins vora þeir góðir vinir og sam- starfsmenn faðir minn og Hálfdán aðalræðismaður í Genóva á Ítalíu. Og Guðmundur vann um tíma hjá pabba meðan hann átti timburversl- unina Skóg. Hálfdán kom oft til Kaupmannahafnar meðan ég var þar við nám, og keypti þá stóra styttu eftir mig sem hann fékk steypta í brons. Var það mér mikil uppörvun á þeim tíma. Við Sigurður fóram í brúðkaupsferð okkar til ít- alíu — þar vildi Hálfdán allt fyrir okkur gera. Mér fannst alltaf leika um þá bræður einhver heimsborg- arablær, en blandinn vissum trega. Joni lækni, Ingibjörgu Rafnar og Gunnari kynntist ég aldrei, en Steinunni sem var yngst þeirra systkina nokkuð. Hana kölluðum við alltaf Steinu „systur“, komið til vegna þess að Bjöm nefndi hana aldrei öðravísi. Ég kem síðast að Ólafi sem kvæntist Ásu föðursystur minni og þar með tengjast þessar gömlu vinaættir frá Hjarðarholti, Steinnesi og Auðkúlu fjölskyldu- böndum. Föðurafi minn, séra Ólafur Ólafs- son prófastur í Hjarðarholti, og fað- ir minn Páll höfðu þá keypt Braut- arholt (o.fl. jarðir á Kjalamesi) og var Ólafur þar bústjóri. Eftir að þau Asa gengu í hjónaband setjast þau að f Brautarholti, og varð það þeirra ættaróðal síðan, og afkomenda þeirra, og búa þar tveir synir þeirra, Páll og Jón, stórbúi. Þeirra elsti sonur Bjami er löngu látinn. Ólafur landlæknir og Ingibjörg hjúkranar- fræðingur hafa reynst Bimi sér- staklega vel í veikindum hans. Nú vík ég að fyrstu kynnum mínum af Bimi. Það var einmitt í Brautarholti, hann var ungur, glæsilegur, glaður og góður við okkur krakkana. Enda sérlega vin- sæll í leikjunum sem fóra oft fram á túninu í fjölskylduboðum upp í Brautarholti. Hann var sannarlega ómissandi og hrókur alls fagnaðar. Steina „systir" og Gísli vora einnig oft með í gleðskapnum. Seinna var Bjöm gestur hjá for- eldrum mínum, t.d. í Þorshöfn í Færeyjum þar sem faðir minn v_ar lengi ræðismaður íslands. Ég gleymi seint heimsókn hans þang- að. Mamma, pabbi og ég minnt- umst oft þeirrar komu hans og nýlega rifjaði Bjöm hana upp og mundi öll smáatriðin. Hann naut sín best þar sem hann fann hljóm- grann fyrir fyndni sína. Bjöm fræddi mig um ýmislegt um mína eigin fjölskyldu, t.d. um föðurömmu mína og afa. Til þeirra kom hann oft eftir að þau fluttu til Reykjavík- ur frá Hjarðarholti í Dölum. Hann mundi m.a. hreyfingar og tiltöl ömmu eins og hann hefði verið með henni í gær, og ég sá hana allt í einu ljóslifandi fyrir mér. Hún dó árið 1929. Ein sagan var þegar Páll bróðir Bjöms lagði af stað frá Steinnesi að Auðkúlu til að biðja um hönd móður minnar Hildar, en Jarpur hans fótbrotnar á heiðinni og tefur för hans. Og fréttir hann þá að nafni hans frá Hjarðarholti hafði orðið á undan. Já, Björn var engum líkur, nú er ekki lengur hægt að fara í smiðju til hans — né hlægja eins oft. Með honum era þau öll horfín prests- bömin frá Steinnesi, Auðkúlu og Hjarðarholti sem bára með sér lif- andi anda og stóðu sterk bæði í gleði og sorg. Ég kveð nú þennan aldna vin minn með söknuði og þakka honum marga góða stund. Hefði gjarnan viljað senda honum betri kveðju, en fínnst einhvem veginn erfítt að tala og skrifa um hann látinn svo lifandi persónuleiki Sem hann var. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÓLAFARÞÓRÐARDÓTTUR, Hörpugötu 14. Sérstakar þakkir til þeirra mörgu, er önnuðust hana og hlúöu að henni í veikindum hennar, bæöi heima og á sjúkrahúsum. Vilhjálmur Svan Jóhannsson, Jóhann Vilhjálmsson, Valgeröur Jóhannsdóttur, Laufey Jóhannsdóttir, Vilhjálmur Svan Jóhannsson, Ólafur Jóhannsson, Þráinn Jóhannsson og bamabarnabörn. Margrót Ólafsdóttir, Jakob H. Magnússon, Jan B. Thomsen, Sesselja Henningsdóttir, Helga Sigurðardóttir, t Þökkum hjartanlega auösýnda samúð við andlát og útför eigin- manns míns, sonar, fööur og afa, HJARTAR BERGMANNS ÓSKARSSONAR, Stórageröi 14, Reykjavfk. Einnig þökkum við innilega þeim, sem sýndu hinum látna vinsemd og alúö í veikindum hans. Jóhanna Þórðardóttir, Aðalbjörg Tryggvadóttir, Aðalbjörg Ragna Hjartardóttir Jóhanna Krlstfn Ólafsdóttir, Óli Hjörtur Ólafsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og útför móður okkar, JÓNÍNU SIGURÐARDÓTTUR frá Hoffelli, Vestmannaeyjum, Jóhann Bjarnason, Sigrfður Bjarnadóttlr, og aðrir vandamenn Bjarni Bjarnason, Óli Þórarinsson Ólöf Pálsdóttir t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA INGIMARSSONAR skipstjóra. Sórstakar þakkir færum við reglubræðrum í Oddfellowstúkunni Hallveigu. Elfsabet Hjartardóttir, Hjörtur Bjarnason, Guðrún Sigurjónsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Ragnar Ingimarsson, Margrét Bjarnadóttir, Svandfs Bjarnadóttir, Ólafur K. Pálsson, Guðrún Bjarnadóttir, Gelr Lúðvfksson, Ingimar Bjarnason, Rut Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, HELGU ÞÓRODDSDÓTTUR, Hörðalandi 2, Reykjavfk. Þórey Skúladóttir, • Skúll Skúlason, Sigurfljóð Skúladóttir, Elsa Björk Asmundsdóttlr. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.