Morgunblaðið - 24.01.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
19. tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Að minnsta kosti eitt þúsund manns biðu bana i jarðskjálfta í Tajikístan:
Ibúar sváfu er tvö þorp
grófust undir aurskriðu
Sovétrfkin 0 800 1 1
▲ N km
Skjálfta- ~| Kfna-
:$im miöja liDúshanbe
llik lilT LKaspí- haf f-I-V^íJvc.vX-X-X-X-XvXv.' V
. . >
íra n Mfganistan '
t /-^Pakistan
KRTN
Moskvu. Reuter.
SOVÉZKA fréttaatofan TASS sagði f gærkvöldi að a.m.k. eitt þúsund
manns hefðu beðið bana í jarðskjálfta f lýðveldinu Tajikístan f Mið-
Asfu. Hinir látnu hefðu flestallir verið í svefni er skjálftinn reið yfir
klukkan fimm að staðartfma f gærmorgun. Tvö þorp hefðu grafizt
undir aurskriður sem skjálftinn hefði hrundið af stað og hefðu flestir
þorpsbúa beðið bana. Um tfma sagði TASS að 1.415 manns hefðu beð-
ið bana en lækkaði sfðan töluna án skýringa.
Að sögn TASS fréttastofunnar
átti skjálftinn upptök 50 km suðvest-
ur af borginni Dúshanbe. Hljóp eins
milljarðs rúmmetra aurskriða fram
sem flóðbylgja í kjölfar hans. Var
flóðveggurinn talinn hafa verið allt
að 15 metra hár. Skall hann á byggð
og grófust þorpin Sharora og Okuli-
Olu að öllu undir. í fyrmefnda þorp-
inu voru 150 íbúðarhús og 70 í því
síðamefnda. Hrifsaði skriðan með
sér rafmagnslínur og brýr og eyði-
lagði ræktunarlönd. Hún var sögð
átta kílómetra breið og 2,5 km löng.
Ekki höfðu borizt fregnir frá af-
skekktum Qallaþorpum á skjálfta-
svæðinu og var því talið að tala
þeirra, sem týndu lífi af völdum
skjálftans, gæti átt eftir að hækka.
Að sögn TASS var algengt að hús
á skjálftasvæðunum löskuðust enda
mörg hver byggð úr leir samkvæmt
aldagamalli hefð. Ekkert tjón varð á
umdeildri vatnsaflsvirkjun, sem
Leoníd Brezhnev, fyrrum Sovétleið-
togi, lét byggja á sjöunda áratugnum
á skjálftasvæðinu.
Tugir lækna og sérþjálfaðra björg-
unarmanna voru sendir frá Moskvu
og Dúnshanbe til þeirra svæða, sem
verst urðu úti. Á annað hundrað slas-
aðra manna voru fluttir á sjúkrahús
í Dúnshanbe í gær. Sovézkir leið-
togar lýstu harmi sinum og hétu
skjótri endurreisn á skjálftasvæðun-
um.
Sovézkir jarðvísindamenn hafa
varað við nýjum jarðskjálftum í Arm-
eníu og hefiir viðvörun þeirra verið
komið á framfæri við íbúa þar.
Reuter
Salvador Dali látinn
Figueras. Reuter.
SALVADOR Dali, siðasti stór- arinnar. Dali var einnig þekktur
málarinn úr röðum súrrealista,
lést í gær á sjúkrahúsi f heimabæ
sinum Figueras f Katalóniu k-
Spáni.
Dali, sem var fluttur á sjúkrahús
á miðvikudag, lést af hjarta- og
lungnameini, 84 ára að aldri. Yfir-
læknir sjúkrahússins sagði að Dali
hefði verið með meðvitund þar til
hann lést.
Dali þótti draga upp frumlegar
myndir af draumaheiminum og
undirmeðvitundinni og í myndum
hans var fáránleikinn oft sýndur í
bland við hámákvæmt raunsæi.
Hann var af kynslóð listamanna
sem olli straumhvörfum í listaheim-
inum á þriðja og fjórða áratug ald-
fyrir umdeildar yfirlýsingar og sér-
stæða framkomu.
Dali hafði ekki málað í fimm ár
vegna taugaveiki og óviðráðanlegs
handskjálfta. Eftir andlát konu
hans, sem hét Gala og var af rússn-
eskum ættum, hrakaði honum mjög
basði andlega og líkamlega og var
hann aldrei samur maður eftir það.
í samúðarskeyti Jóhanns Karls
Spánarkonungs segir að óviðjafn-
anlegra verka Dalis verði ávallt
minnst sem sérstaks kapítula í
listasögunni. Menningarmálaráð-
herra Spánar, rithöfundurinn Jorge
Semprun, sagði að Dali hefði verið
„ástríðufullur Spinverji" og „skap-
að heim ljóðrænu og þversagna
sem byltu listinni á okkar öld“.
Reuter
Björgunarmenn að störfiun í þorpinu Sharora á skjálftasvæðunum í Tajikístan í Sovétríkjunum í gær.
Aurskriða lagði þorpið í rúst en íbúar úr næsta nágrenni reyndu að koma þorpsbúum, sem kynnu að
leynast á lífi í rústunum, til hjálpar. Kortið að ofan sýnir skjálftasvæðið, sem liggur að Afganistan.
Hætta á miklu meng-
unarslysi í Norðursjó
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttarítara M
HÆTTA er á gífurlegu mengun-
arslysi i Norðursjó en á föstudag
misstu starfsmenn oliufélagsins
Sögu stjórn á olfubrunni á Eko-
fisk-svæðinu. Óttast sérfræðingar
að olian og gasið geti þá og þegar
brotið af sér alla hlekki og streymt
stjórnlaust út í sjóinn.
lindum í Norðursjó.
Borpallurinn „Treasure Saga“ hef-
ur nú verið dreginn burt af svæðinu
og í staðinn eru komin skip með
dælur og annan búnað. Hann mun
þó koma að litlu haldi ef illa fer og
eins og vindar blása nú ræki olíuna
í austurátt. Olíufélagið Saga hafði
farið með rúmlega 1,1 milljarð ísl.
kr. í brunninn og líklega eru þessir
peningar tapaðir því trúlega verður
hann ekki nýttur framar. Þar að
auki mun það kosta félagið mikið fé
að ganga frá brunninum aftur, svo
ekki sé minnst á hugsanlegt stórslys
í náttúrunni.
Evrópuþingið:
Aðgangur að mörkuðum
EB í stað veiðiheimilda
Brussel. Frá Kristófor Má Krífítinsfíyní, fróttarítara Morgunblaðsins.
EVRÓPIJÞINGIÐ samþykkti i
Starfsmenn á olíuborpallinum
„Treasure Saga“ höfðu borað niður
á 4.700 metra dýpi þegar þeir fundu
nýtt olíu- og gassvaeði undir miklum
þiýstingi. Um hríð virtist sem ekki
yrði neitt við ráðið en á síðustu
stundu tókst þó að koma öryggisloka
fyrir á hafsbotni. Á þessum slóðum
er sjávardýpið 68 metrar. Sérfræð-
ingar norska olíumálaráðuneytisins
segja hins vegar, að þrýstingurinn
sé svo mikill, að lokinn muni ekki
standast hann lengi. Ef hann brestur
mun gas og allt að 50.000 olíuföt
streyma út í sjóinn dag hvem.
Bandaríkjamaðurinn Boots Hans-
en, sem hefur mikla reynslu af því
að loka olíubrunnum, hefur nú verið
kallaður til en árið 1977 tókst honum
að stöðva rennsli úr brunni við
Bravo-pallinn á Ekofisk-svæðinu
ásamt öðrum kunnum landa sínum
Red Adair. Segist Hansen viss um,
að hann geti unnið þetta verk en það
muni hins vegar taka hann margar
vikur. Til að létta á þrýstingnum
verður meðal annars að bora annan
brunn ofan í olíulindina, sem er eins
og fyrr segir næstum fimm km und-
ir hafsbotni. Er það mjög óvenjulegt
og yfirleitt er miklu grynnra á olíu-
síðustu viku ályktun, þar sem
hvatt er til þess að sjávarútvegs-
stefiia Evrópubandalagsins (EB)
verði endurskoðuð. Þar er meðal
annars lögð áhersla á að tengja
enn frekar aðgang rikja að mörk-
uðum EB og veiðiheimildir innan
lögsögu sömu ríkja fyrir skip frá
EB-löndum. fslensk stjórnvöld
hafa staðið gegn slikri tengingu.
Ályktun Evrópuþingsins, sem hef-
ur ráðgefandi vald í málum sem þess-
um, um sjávarútvegsmál er í 97 lið-
um. Frú Nicole Pery, þingmaður
franskra sósialista, lagði ályktunina
fram. Þar er tekið á flestu því er
fiskveiðar varðar, svo sem nýtingu
afla og eftirliti með þvi hvemig að
veiðum sé staðið. Þingið vill að sér-
stökum sjávarútvegssjóði verði kom-
ið á fót til að standa straum af kostn-
aði við framkvæmd stefnu EB í þess-
um málaflokki. Þá fái EB aukið
umboð til að kaupa físk á mörkuðum
til að jafna framboð.
Þingmennimir leggja til að hafín
verði útgáfa veiðileyfa til að tryggja
afla fyrir íbúa þeirra svæða sem eiga
allt sitt undir fiskveiðum. Þá vill
þingið að samskiptin við Kanada
verði endurskoðuð vegna þess að
skip EB-landa fá ekki lengur að veiða
í kanadískri lögsögu og Kanadamenn
neita að hefja viðræður um endumýj-
un á fiskveiðisamningi, sem rann út
1987. Loks er lögð áhersla á, að
framkvæmdastjóm EB taki upp þá
reglu í samningum við ríki utan EB,
að fyrir aðgang að mörkuðum banda-
lagsþjóðanna komi aðgangur skipa
þeirra að fiskimiðum viðkomandi
ríkja.