Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
21
Skoðanakönnun í Svíþjóð:
Otti við hernaðarmátt
Sovétmanna fer vaxandi
Mikill meirihluti vill efla varnir landsins
ÞEIM Svíum fer fjölgandi sem
telja að þjóðinni stafi ógn af
hemaðarmætti Sovétmanna og
vilja efla varnir landsins, jafhvel
þótt það kosti aukin útgjöld til
varnarmála. Þetta kom fram í
nýlegri könnun á vegum sæn-
skrar rannsóknastofiiunar, Sifo.
Segir í fréttabréfi upplýsinga-
stofiiunar sænska utanríkisráðu-
neytisins, að niðurstaða þessi sé
með ólíkindum á tímum per-
estrojku i Sovétríkjunum og af-
vopnunarviðræðna milli austurs
og vesturs.
60 af hundraði aðspurðra kváð-
ust álíta að Svíum stafaði ógn af
Sovétmönnum, miðað við 54 pró-
sent rúmu ári áður, ef marka má
skoðanakönnunina. Mikill meiri-
hluti, eða 91 af hundraði, taldi að
sænskar hervamir væru nauðsyn-
legar og 86 prósent voru fylgjandi
herskyldu. Ennfremur komu fram
nokkrar efasemdir um að sænski
herinn væri fær um að gegna hlut-
verki sínu og viðhalda friði.
Rúmlega eitt þúsund manns á
aldrinum 16-74 ára voru spurðir
og 44 af hundraði þeirra sögðu
sænskar vamir of veikar en 40 pró-
sent töldu að þær væru hæfílegar.
41 af hundraði kvaðst meðmæltur
auknum útgjöldum til vamarmála,
en Svíar veija nú 8,70 sænskum
krónum (69,70 ísl.) á hvem lands-
mann til vamarmála á degi hveij-
um. Segir Sifo að skýringin á þess-
um mikla stuðningi við vamir geti
verið sú að nýlega hafa flárveiting-
ar stjómarinnar til vamarmála árið
1987 verið gagmýndar harðlega.
76 af hundraði aðspurðra vom
þeirrar skoðunar að Svíar ættu að
veija sig sjálfir yrðu þeir fyrir ár-
ás, jafnvel þótt við ofurefli væri að
etja, en 8 prósent vom því mót-
fallin og 17 óákveðin. Hlutfall
þeirra sem vom fylgjandi vömum
hefur verið svo til óbreytt síðan í
byijun sjötta áratugarins, að sögn
Sifo, en þeir sem vom andsnúnir
vömum hafa aldrei verið jafn fáir
síðan um miðbik sjöunda áratugar-
ins. Óákveðnir em sagðir fleiri en
nokkm sinni síðan árið 1964.
Svíþjóð:
Obleikta pappírnum
tekið tveim höndum
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKIR pappirsframleiðendur, sem umhverfisvemdarmenn
hafa lengi haít að skotspæni, hafa nú komist að raun um, að það
getur lika verið ábatasamt að láta sér annt um náttúruna. Á
síðasta ári settu þeir á markaðinn margar gerðir af „náttúruleg-
um“ pappir og hafa neytendur tekið honum ákafiega vel.
„Svíar vilja vöm, sem veldur
ekki mengun, og iðnaðurinn verð-
ur að játast undir það, að neytand-
inn hafi ávallt rétt fyrir sér,“ sagði
Erik Nyström, sem starfar á veg-
um sænska umhverfismálaráðs-
ins. Nýi pappirinn, sem er t.d. í
kaffisíum, bleijum og mjólkumm-
búðum, þekkist á því, að hann er
brúnleitur og fremur grófur og
kannski ekki eins fallegur og
skjannahvíti, bleikti pappírinn,
sem fólk á að venjast. Það er hins
vegar einmitt bleikingin eða klór-
ið, sem notað er við hana, sem
veldur mikilli mengun í ám og
vötnum. Kallar það fram alls kyns
vanskapnað í fiski og öðra lífí í
vötnunum og er talið, að áhrif-
anna geti lengi gætt.
Sænskir neytendur hafa tekið
„náttúralega" pappímum mjög
vel og virðast ekI8 setja það fyrir
sig þótt klósettrúllumar og bleij-
umar séu móleitar en ekki drif-
hvítar. Hafa viðtökumar raunar
vakið svo mikla athygli, að banda-
ríska fyrirtækið Procter and
Gamble ætlar nú að framleiða
Pampers-bleijumar sínar úr
„náttúmlegum" papplr.
\
!
GEísíP
V, HERRAFRAKKAR |
m.a. með lausu ullarfóðri ^
yj Einnig vattfóðraðir. %
/y Verð frá kr. 5.350,- g
I
1
UPPÞVOTTA VELAR
FRÁ AEG
Favorit 528-U-W
5 þvottakerfi
Sparnaðarkerfi
Tekur 12 manna stell
Hljóðlát og sparneytin
Þrefalt vatnsöryggi
Verd kr. 46.200,-
Stgr. kr. 43.890,-
m fr*
AEG
AFKÖST
ENDING
~GÆÐI
Mikligarður, Reykjavík
H.G. Guðjónsson hf., Reykjavík
Hagkaup, Reykjavik
Kaupstaður, Reykjavík
Þorsteinn Bergmann, Reykjavík
BYK0, Kópavogi
Samvirki, Kópavogi
Rafbúðin, Kópavogi
Bjóðum nú á sérstöku
tilboðsverði tvær gerðir
af uppþvottavélum f rá aeg
avorít 428-U-W
4 þvottakerfi
Sparnaðarkerfi
Tekur 12 manna stell
Hljóðlát og sparneytin
Þrefalt vatnsöryggi
Verd kr. 42.900,-
Stgr. kr. 40.755,-
Umbodsmenn um land allt:
BRÆÐURNIR
OKMSSON HF
LÁGMÚLA 9, SÍMI: 38820.
Mosraf, Varmá
Stapafell, Keflavík
Rafborg, Grindavík
Vesturland:
Málningarþjónustan, Akranesi
Húsprýði, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi
Guðni Hallgrímsson,
Grundarfirði
Verslun Einars Stefánssonar,
Búðardal
Vestfirðir:
Bjarnabúð, Tálknafirði
Rafbúð Jónasar Þórs,
Patreksfirði
Verslun Gunnars Sigurðssonar,
Þingeyri
Straumur, ísafirði
Verslunin Edinborg, Bíldudal
Einar Guðfinnsson hf.,
Bolungarvík
Norðurland:
Kaupfélag Steingrimsfjarðar,
Hólmavík
Kaupfélag Húnvetninga,
Blönduósi
Kaupfélag Skagfirðinga,
Sauðárkróki
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri
Bókabúð Rannveigar H. Ólafs-
dóttur, Laugum,
S-Þingeyjarsýslu.
Verslunin Sel, Mývatnssveit
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík
Austurland:
Kaupfélag Langnesinga,
Þórshöfn
Kaupfélag N-Þingeyinga,
Kópaskeri
Kaupfélag Vopnfirðinga,
Vopnafirði
Sveinn 0. Elíasson,
Neskaupsstað
'Stálbúð, Seyðisfirði
Rafnet, Reyðarfirði
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga,
Fáskrúðsfirði
Sveinn Guðmundsson,
Egilsstöðum
Kaupfélag Skaftfellinga, Höfn
Suðurland:
E.P. Innréttingar,
Vestmannaeyjum
Mosfell, Hellu
Rás, Þorlákshöfn
Árvirkinn, Selfossi