Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 t Blombera Uppþvottavélar Úrvalsvestur- þýskarvélar 5 gerðir, 5 litir. Hagstætt verð. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚNI28, SÍM116996. Lotó 4 stoppar vlö dymar Símar 35408 og 83033 GAMLI BÆRINN Þingholtsstræti Oðinsgata Sóleyjargata Sjafnargata Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! Lokaorð um óljóðin eftír Guðmund Guðmundarson Eftir miklar umræður og talsverð- ar sviptingar um ljóð og óljóð er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir helstu niðurstöðum. Fyrst neyðist ég þó til að víkja nokkrum orðum að tveim ungmenn- um, sem voru með alls konar skæting í sambandi við skrif mín. Helgi Kr. Sigmundsson. Læknanemi þessi virðist dæmi- gerður þrasari. I grein sinni í Morg- unblaðinu segir hann: „í greininni fullyrðir höfundur að flestir hafi orðið fyrir vonbrigðum með vinningshafa ljóðasamkeppni einnar. Ef það er rétt skilið notar höfundur „flesta" í sömu merk- ingu og meirihluti þjóðarinnar. Það eru fréttir þykir mér, þegar meirihluti þjóðarinnar lætur sam- keppni af þessu tagi sig nokkru varða.“ Það er sorglegt, ef óljóðafaraldur- inn er búinn að rugla yngri kynslóð- ina svo rækilega í ríminu að hún láti sig engu skipta ljóðasamkeppni. — Hins vegar þori ég að fullyrða að mikill fjöldi þeirra, sem komnir eru yfir fertugt, hafa umtalsverðan áhuga fyrir Ijóðasamkeppni, þegar 431 keppandi sendir inn ljóð. Þá gera menn sér líka vonir um snjallan og heillandi skáldskap, þótt reyndin hafi orðið önnur. Ræði ég það nánar síðar. í sambandi við þras hans um Ljóðaárbókina skal hann upplýstur um að góður skáldskapur hrífur menn og heillar — verður hjartfólg- inn. Lélegum skáldskap hættir til að hreyfa við mönnum, angra þá eða hreinlega koma þeim í vont skap! Helgi vitnar í Sig. Valgeirsson, útg. stj., sem alhæfir í grein sinni að ein- ungis sé um að ræða „góðan skáld- skap“ í bókinni, Ljóðaár, þrátt fyrir endemis rugl, sem að mínu mati er þar alltof víða að fmna. „Oft dregur lofið háðið í halanum.“ Síðan fimbulfambar Helgi um „holtaþoku á eyðimörk", sem, er heimatilbúið rugl hans. Eg var að tala um holtaþoku óskiljanlegra ljóða, sem eru nú mjög í tísku, og eyðimerkurgöngu leirskálda, sem raða orðum lóðrétt á blað, oftar en ekki lapþunnri orðasúpu, sem aðeins vekur meðaumkvun, þegar best læt- ur. Sama ruglið er uppi á teningnum, þegar eins konar umferðarslys virð- ast skipulögð af hálfu dómnefnda, þegar í hlut eiga ljóð sem eru rímuð og stuðlasett. Ágústs þáttur Sverrissonar. Hann skrifar heila bls. í Morgun- blaðið um óljóðagerð og segir m.a. „Fyrmefndur afruglarahópur er reyndar ekki einn um þessar grát- broslegu rímskorðuðu skoðanir á ljóðlist. Nokkuð hávær í þessu for- dóma- og fáviskumyrkri er viss hópur '„listnjótenda" og „bók- menntafólks" sem tamið hefur sér svo þröngan smekk og svo óbil- gjamár skoðanir á list að flokka má undir fasisma, em viðhorfin enda mjög í anda misheppnaðs listamanns nokkurs er ávann sér frægð á öðmm sviðum og hét Adolf Hitler. Miðaldra fram- kvæmdastjóri birti á dögunum grein í Morgunblaðinu sem lýsir ágætlega skoðunum þessa hóps: Var þar sproksett ljóðaárbók." Það er tilgangslaust að hefja rök- ræður um ljóðlist, þegar ein okkar merkasta menningararfleifð er að mati Á.S. „fasismi" og ég ímynd Adolfs Hitlers! Ég vildi nú samt benda Ágústi þessum á að lesa ljóð þjóðskáldanna frá Jónasi til Tómasar og kynna sér betur snilld þeirra. Athuga sérstak- lega líkingar, hugmyndaflug, mynd- auðgi og hiynjandi. Gera síðan sam- anburð við það, sem flest ungskáldin bera á bori) og kalla ljóð. Ég get alveg sætt mig við órímaðan kveð- skap sé hann góður en ljóðstafir lyfta honum ævinlega og rímið færir hann oft til öndvegis. — Annað er uppi á teningnum, þegar efnið er óskiljan- legt mgl, framborið af algjöm virð- ingarleysi fyrir lesandanum. Þegar hér er komið finnst mér reyndar við hæfi að láta Á.G. hirta sjálfan sig með eigin orðum: „ . . í því tugatalsflóði af leir- burði sem flæðir úr prentsmiðjum og fjölritunarstofum borgarinnar því enginn í bókmenntaheiminum. Óll dæmin em úr bókum sem hafa fengið viðlíka meðferð í fjölmiðlum og leirburður eftir menntaskóla- nema eða aumkunarvert drykkju- raus utangarðsmanna prentað og prangað inn á fólk til að eiga fyr- ir næsta sjúss." og síðar „Jafnframt er allur sá hroði og leirburður sem í þessum bókum finnst vatn á myllu rímdrauganna og hatursmanna nútimaljóðlistar. Það er hrapallegur misskilningur að nútímaljóðlist sé sami grautur- inn í sömu skál sama hve hátt allir landsins framkvæmdastjórar og bókmenntafasistar hrópa.“ Satt að segja býsna fróðlegur reiðilestur úr þessum herbúðum! „Bragð er að þá sjálfur fínnur." Einnig vil ég vekja athygli á kafla úr annarri átt eftir Gunnar Gunn- arsson, bónda í Skagafirði: „Mig setti hljóðan, þegar ég las verðlaunaljóð Morgunblaðsins, vegna afmælis þess, nú á dögun- um. Á öðru mátti þó eiga von, á þessu merkisafmæli blaðsins, helduren svonaljóðagerð. Erþetta virkilega talið verðlaunahæft? Á hvers konar hnignunarleið erum við eiginlega? Bárust ekki betri ljóð, í bragarkeppni þessa?“ Þetta er sannarlega tímabært in- legg í umræðuna. Og Gunnar lét sig ekki muna um að senda Morgun- blaðinu afmælisljóð í lokin. ÓUóðafylIeríið 1963: Árið 1963 gaf Jón Kári út ljóða- bókina Þokur. Hún vakti verulega athygli og hlaut ótvírætt lof bæði Lesbókar og Vikunnar. Undir mörg- um ljóðanna stóð t.d. Selfossi 1959, Kaupmannahöfn 1958, Palermo, Sik- iley ’60, Hótel Blönduós ’62, París ’60 o.s.frv. Þekktir gagnrýnendur töldu skáld þetta mjög efnilegt og ljóðin bæði snjöll og fjölbreytileg. Þá sprakk blaðran! í ljós kom að Jón Kári voru 2 menntaskólanemar (Gylfi Baldurs- son og Skúli Möller), sem sömdu ljóð- in á eini nóttu yfir glasi og gáfu þau síðan út á eigin kostnað. Var nú hlegið dátt og bókin seld- ist upp á svipstundu. Og vissulega bar hún af ýmsu því, sem þá var á boðstólnum í óljóðagerðinni. Eftir þessa sprengingu voru menn býsna bjartsýnir á að óljóðafylleríinu færi að ljúka. Það er kaldhæðni örlaganna' að árið 1988 — 25 árum síðar — eru hundruð manna ennþá á syngjandi óljóðafylleríi og ýmsir virðast fá af því frægð og frama! „Nú andar suðrið.“ Það er staðreynd að til þess að yrkja (jóð rímuð eða órímuð, sem standa undir nafiii, þurfa menn að vera gæddir skáldgáfu, sjálfst- amningu, aga og yfirvegun. Rækt- un þessarar gáfu tekur langan tíma og kostar mikla vinnu. Flestir óUóðagarpamir em að flýta sér og hafa engan tíma til að bíða eftir frægðinni. Þeir hafa fundið auðveldustu leiðina, sem er að lepja upp og apa eftir það allra auðvirðilegasta úr erlendri tízku í ljóðagerð. Hæla síðan hver öðmm og reyna að skera sig úr í afkáraskap. Ótal dæmi mætti nefiia. Ég tek aðeins eitt, það styzta sem ég man. í einu verkefiiaheftinu fyrir gmnnskóla er birt hið yndisfagra Uóð Jónasar Hallgrímssonar „Ég bið að heilsa" „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum Vorboðinn Ijúfi, fuglinn trúr sem fer“ Bömin eru upplýst um að ljóð- formið hafi sprengt af sér „hlekkina" og hafið sig til flugs! Og svo kemur næsta sýnishom, sem heitir að sjálf- sögðu: „Nú andar suðrið“ „DC 10 þotur, berið öllum upp í Breiðholti kveðju mína“ Er þetta ekki heillandi og stórkost- legt! Það er aldeilis flug í þessu ljóði!! Táknrænt dæmi um hvað menn dirf- ast að kalla ljóð og matreiða fyrir bömin! Að lokum: 1) Það er sorgleg staðreynd að ritnefnd „Ljóðaárbókarinnar" stjak- aði burt ágætum kvæðum með ljóð- stöfum og rími. Það eitt virtist nóg til að vera dæmdur úr leik. Þessi aðför að okkar merkustu menningararfleifð í ljóðagerð er hámark þeirrar svívirðu sem nú ríkir nær óátalið í ljóðagerðinni. Sennilega heppnast þessari fylkingu að flæma alla frá að senda inn Ijóð, sem yrkja með ljóðstöfum og rími. 2) Á 75 ára afmæli Morgun- blaðsins voru 2 ljóð verðlaunuð sem öllum er ég hef átt tal við þóttu ekki líkleg til langlífis. Samtímis var ljóðum með Ijóðstöfum og rími, sem Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag HornaQarðar Aðalsveitakeppni stendur nú yfir. Staðan eftir 2 umferðir. Sveit Skeggja Ragnarssonar 50 SveitJónsSveinssonar 48 Sveit Svövu Gunnarsdóttur 29 Sveit Guðbrands Jóhannssonar 25 Sveit Auðar Jónasdóttur 16 Sveit Gests Halldórssonar 11 Bridsdeild Hún- vetningafélagsins Ólokið er þremur umferðum í sveitakeppninni og hefir sveit Jóns Ólafssonar tekið örugga forystu með 218 stig. Næstu sveitir: Gísli Víglundsson 195 Kári Siguijónsson 178 Rafsuðuspennar, MIG-suðuvélar, TIG-suðuvélar, dieselknúnar rafsuðuvélar. Ýmsar stœrðir. Armúli 1, 108 Reykjavfk Sfmar: 686824 - 685533 - 37700 Guðmundur Guðmundarson „Styrkþegar meðal ljóðskálda virðast margir slíkir afburða snillingar, að mér er nær að halda að enginn kunni eitt einasta ljóð eftir þá.“ ort voru blaðinu til heiðurs í tilefni af afmælinu, ýtt til hliðar. 3) í ljóðagerðinni virðist nú um langt skeið hafa setið að völdum eins konar sjálfskipaður æðsti dómstóll, sem ræður lögum og lofum, hvað teljist góð ljóð. Sá dómstóll hefir sagt ljóðstöfum og rími stríð á hend- ur. 4) Það er fullyrt í ritdómum, að: ungu skáldin, sem gefa út óljóðabæk- ur, sem enginn kaupir, (nema nán- ustu aðstandendur og vinir) hafi góð tök á ljóðforminu, þótt í mörgum til- fellum efist maður um, að viðkom- andi kunni nokkurn skapaðan hlut í bragfræði. Og kunni hann eitthvað, þá virðist aðalatriðið að hunsa allar þær reglur, sem verið hafa undir- staða ísl. ljóðagerðar. Gagnrýnendur allir jábræður þeirra, sem yrkja óhlutbundið. Enginn fær verðskul- daða hirtingu, þótt ruglið keyri um þverbak. 5) Styrkþegar meðal ljóðskálda virðast margir slíkir afburða snilling- ar, að mér er nær að halda að eng- inn kunni eitt einasta ljóð eftir þá. 6) Þjóðin er í reynd í allsheijar verkfalli gagnvart langflestum ljóð- skáldum. Og enginn lærir ljóðin, þótt þeim sé þrengt inn í verkefna- hefti grunnskólanna. Flest óljóða- skáldin virðast vera algjörlega sam- bandslaus við þjóð sína. 7) Er ekki kominn tími til að fjölmiðlarnir efni til skoðanakönnun- ar og spyiji um álit þjóðarinnar á ljóðagerðinni? Þeir hafa oft leitað svara af minna tilefni. Ég hef beðið ritnefnd Ljóðaárbók- arinnar að útskýra sín eigin ljóð. Það gat hún ekki eins og vænta mátti! Að lokum vil ég þakka þeim fjöl- mörgu sem sent hafa mér ljóð og margs konar fróðleik sem sannar hve góður skáldskapur á sterk ítök í hjörtum þjóðarinnar. Höfundur er framkvæmdwitjóri í Reykjavík. (Greinin barstsnemma íjanúar, en hefiir beðið birtingar vegna þrengsla íblaðinu). Magnús Sverrisson 159 BjörnÁmason 149 Næstu umferðir verða spilaðar á miðvikudaginn kl. 19.30 í Skeifunni 17. Bridsdeild Rangæ- ingafélagsins Lokið er 10 umferðum af 13 í sveitakeppninni og er staða efstu sveita nú þessi: Daníel Halldórsson 193 Ingólfur Jonsson 189 Rafn Kristjánsson 183 Ingólfur Böðvarsson 168 Sæmundur Jónsson 160 Baldur Guðmundsson 159 Lilja Halldórsdóttir 158 Sigurleifur Guðjónsson 156 Næstu umferðir verða spilaðar á miðvikudaginn kemur í Ármúla 40 og hefst keppnin kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.