Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989
"7
Nýr Herjólfnr fyrir
helming áætlaðs verðs
Vestmannaeyjum
NOKKUR ár eru nú liðin siðan ha
Heijólfi til fiutninga milli lands oj
Heijólfs fram teikningar af nýju
að veltast i kerfinu.
Eftir að stjóm Heijólfs lagði fram
teikningar af nýja skipinu, sem er
nálægt þvf helmingi stærra en nú-
verandi Heijólfur, setti ríkisstjómin
á fót nefnd til þess að kanna málið
frekar. Meðal þess sem nefndin at-
hugaði voru kaup á notuðu skipi
en ekkert heppilegt fley fannst.
fin var umræða um smíði á nýjum-
■ Eyja. Fyrir rúmu ári lagði stjórn
skipi en síðan hefiir málið verið
Þegar fyrir lá að ekkert notað
skip kæmi til greina hélt stjóm
Heijólfs áfram að vinna að undir-
búningi á smíði nýs skips, Nú hefur
stjóminni borist óformlegt tilboð,
frá Póllandi, í smíði á skipi sam-
kvæmt þeim teikningum sem til-
búnar voru fyrir ári. Tölur þær sem
Pólvetjamir eru að tala um em öllu
lægri en kostnaðaráætlun gerði ráð
fyrir. Samkvæmt kostnaðaráætlun,
sem gerð var, átti smíði nýja skips-
ins að kosta 700 til 800 milljónir
króna en hið óformlega tilboð frá
Póllandi hljóðar upp á tæpar 500
milljónir króna.
Aætlaður smíðatími á nýju skipi
eru 30 til 40 mánuðir þannig að
ef hafist yrði handa strax við smíði
á nýju skipi yrði sá Heijólfur er nú
Heijólfur annar öllum fiutningum milli lands og Eyja.
siglir milli lands og Eyja orðinn 15 ljós ríkisstjómarinnar slokkni og
ára gamall þegar nýtt skip kæmist grænt ljós verði gefíð á að hefja
í gagnið. Stjóm Heijólfs bíður því smíði á nýju skipi.
í startholunum eftir því að hið rauða - Grímur
Verðhækkanir á ís-
físki í Þýzkalandi:
Meiri eftir-
spurn þrátt
fyrir mótmæli
„ÞRÁTT fyrir mótmæli Græn-
friðunga í Vestur-Þýskalandi í
haust gegn hvalveiðum íslend-
inga jókst eftirspurn eftir
íslenskum karfa á vestur-þýsku
fiskmörkuðunum og verð á hon-
um hækkaði. Ástæðan er trúlega
minnkandi framboð þar á karfa
frá Noregi og aukin fiskneysla
Vestur-Þjóðveija,“ sagði Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, fulltrúi
hjá Landssambandi islenskra út-
vegsmanna, i samtali við Morg-
unblaðið.
„í Bretlandi hefur framboð af
kola o g ýsu minnkað og valdið verð-
hækkun á þessum tegundum. Þar
hefur hins vegar fengist lélegt verð
fyrir þorsk að undanfömu. Þorskur-
inn hefur verið léleg söluvara vegna
þess að hann hefur bæði verið smár
og í loðnu,“ sagði Vilhjálmur Vil-
hjálmsson.
í Vestur-Þýskalandi fékkst í jan-
úar síðastliðnum 3,85 marka meðal-
verð fyrir kg af karfa og 3,08 marka
meðalverð fyrir ufsa en árið 1988
fékkst þar 2,50 marka meðalverð
fyrir karfa og 2,06 marka meðal-
verð fyrir ufsa. í Bretlandi fékkst
í sama mánuði 0,88 punda meðal-
verð fyrir kg af þorski, 1,40 punda
meðalverð fyrir kg af ýsu og 1,40
punda meðalverð fyrir kg af kola.
Árið 1988 fékkst þar hins vegar
0,91 punda meðalverð fyrir kg af
þorski, 1,03 punda meðalverð fyrir
kg af ýsu og 0,92 punda meðalverð
fyrir kg af kola.
Iðnlánasjóð-
ur vill nánari
upplýsingar
STJÓRN Iðnlánasjóðs tók ekki
endanlega afstöðu til umsóknar
Stálvíkur um ábyrgðir vegna
smíða á 14 togurum fyrir aðila
Dubai á fiindi á mánudag. í bréfi
sem stjórnin ritaði forráðamönn-
um skipasmíðastöðvarinnar er
óskað frekari upplýsinga og
verður erindið afgreitt endan-
lega þegar þeirra hefiir verið
aflað, að sögn Braga Hannesson-
ar framkvæmdastjóra Iðnlána-
sjóðs.
Ábyrgðir þær sem skipasmíða-
stöðin hefur sótt um eru í fyrsta
lagi verkefnaábyrgðir og hins vegar
& móti fyrirframgreiðslum
kaupenda togaranna. Að sögn
Braga Hannessonar nema ábyrgð-
imar alls 298 milljónum króna.
Ráðgert er að 10 skipanna 14, sem
Dubai-menn hyggjast kaupa af
Stálvík, verði smíðuð í Egyptalandi
en 4 þeirra hérlendis.
BMW 3-lincm ffyrir þá sem gera
miklar kröfur
JMHPPW
BMW 316i árgenö 1989.
Nú er hann kominn til landsins, nýi BMW’
inn 316i árgerö 1989. Árgerö 1988 seldist
upp á mettíma og fengu færri en vildu.
BMW 316i er búinn nýrri 102 hestafla, 4ra
strokka vél meö beinni innspýtingu.
BMW 316i hefur glæsilegt yfirbragö innan
sem utan, hvort sem er í 2ja dyra- eöa 4ra
dyra útfærslu.
í BMW kemst aksturinn næst því aö vera
fullkominn, því hann er gerður fyrir kröfu-
haröa ökumenn sem kunna aö meta þaö
besta.
Kunnir þú aö meta þaö besta, skaltu ekki
hika við aö hafa samband og bóka tíma í
reynsluakstur sem fyrst. Þá séröu hvers
vegna BMW er svona góö Ijárfesting.
Nú er BMW 316i árgerö 1989 til afgreiðslu
strax á hágstæðara veröi en nokkru sinni
fyrr. Bíllinn er búinn öllum sjálfsögöum
þægindum.
* Verö miðast viö staögreiöslu aö viöbættu gjaldi fyrir ryövörn og skráningu.
Þú getur eignast nýjan BMW á hagstæö-
um greiðslukjörum og við tökum gamla bíl-
inn þinn jafnvel sem greiöslu upp í nýjan.
Þaö er einfalt mál aö semja við okkur.
Dæmi um verð:
BMW 316i, 2ja dyra,
kostar frá kr. 1.130* þúsund.
BMW 316i, 4ra dyra,
kostar frá kr. 1.180* þúsund.
Haföu samband viö sölumenn strax í dag.
Söludeildin er opin alla virka daga frá kl.
9—18 og laugardaga frá kl. 13—17.
Njóttu þess besta, — eignastu BMW.
Bílaumboðið hf
BMW einkaumboð á íslandi
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 68663S
fyrir
kröfuharða!