Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.02.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur í Guðmundsson Hrútur ogMeyja Hrútur (20. mars — 19. apríl) og Meyja (23. ágúst — 23. sept- ember) eru ólík merki. Þau eiga því ekki sérlega vel saman, nema önnur merki, t.d. Tungl, Venus og Rísandi í korti við- komandi Hrúts og Meyju falli vel saman. Einkennandi fyrir samband þeirr er því þörf fyrir málamiðlun og togstreita. -v Hrúturinn Hinn dæmigerði Hrútur er hress, opinskár og bjartsýnn. Hann er einlægur og segir sína meiningu hreint út, er hrein- skilinn og falslaus. Hrúturinn er sjálfstæður og töluvert gef- inn fyrir hreyfíngu og það að fást við ný verkefni. Hann vill hafa líf í umhverfí sínu, er fljót- fær og drífandi en leiðist smá- munasemi, seinagangur og kyrrstaða. Hann er kappsfullur og orka hans er hröð. Meyjan Hin dæmigerða Meyja er jarð- bundin, varkár, raunsæ og skynsöm. Hún er nákvæm og á til að vera smámunasöm og gagnrýnin. Meyjan vill hafa reglu á nánasta umhverfi sínu og hefur því þörf fyrir öryggi. Hún er vandvirk og samvisku- söm og hefur sterka fullkomn- unarþörf sem stundum leiðir til sjálfsgagnrýni og þess að hún hefur of lítið sjálfsálit mið- að við hæfileika og raunveru- lega getu. Ólíkur hraöi f raun er skapferli Hrúts og Meyju gjörólíkt og um leið allar aðferðir þeirra í vinnu. Hrútur- inn notar innsæi, fínnur strax á sér hvað er rétta aðferðin og rýkur af stað. Meyjan þarf aft- ur á móti að vélta hverju atriði vel og vandlega fyrir sér áður en hún hefst handa. Bensíngjöf og bremsa Ef búa á til samlíkingu til að lýsa eðli þessara merkja má segja að Hrúturinn sé eins og bensíngjöfín á bíl en Meyjan eins og bremsan. Það sem átt er við er að Hrúturinn er bjart- sýnn og drífandi, er sífellt að leita nýrra leiða. Hann er já- kvæður gagnvart nýrri reynslu. Það má því líkja honum við 'j.bensíngjöf. Meyjan er aftur á móti varkár og vill tryggja undirstöðu hvers máls áður en hafist er handa. Hún er því neikvæð á hið nýja eða þar til hún hefur fullvissað sig um að nýjungin stenst raunveruleik- ann og er framkvæmanleg. Hún tekur því oft að sér hlut- verk „bremsunnar", eða skoð- andans sem yfirfer hvem lið til að sannprófa hvort hann sé raunhæfur. Grófleiki ogfágun í samskiptum Hrúts og Meyju getur þetta birst þannig að Hrútnum finnst Meyjan nei- kvæð, smámunasöm og gagn- rýnin, en henni fínnst Hrútur- ,inn aftur á móti fljótfær, óskynsamur og óvarkár. Það togast einnig á að Hrúturinn er einlægur og stundum óhefl- aður, en Meyjan er „pen“ og varkár. SkipulagÖur kraftur Til að vel gangi í sambandi Hrúts og Meyju er augljóst að visst umburðarlyndi er nauð- synlegt. Ef um hjón er að ræða þarf lífsstíll þeirra að vera sveigjanlegur, þ.e. þau þurfa að gæta þess að vera hreyfan- Ieg, athafnasöm og takast á við ný skemmtileg málefni en jafnframt að skapa sér öryggi og hafa hið efnalega á hreinu. Hið jákvæða við sambandið er að Hrúturinn gefur lífskraft og þor til að takast á við ný mál, en Meyjan gefur aðgát og var- kámi. Hér mætast kraftur og áræði annars vegar og skyn- semi og raunsæi hins vegar, þlanda sem getur leitt tií árangurs og afreka, ef rétt er á málum haldið. . . ! 1.) > l GARPUR | OÆ/S/, éGÁEKty SV0*VIQS* F&O/HSÆ EQlV Krss ? >-------- TREVSTU , mER .. þEBFS* L/raf í/el 'v '•% Hé/Z. df'V.' HéeEXA&FlNNÁ MESTO TÖFR- I AUA ETER- 1 NÍU, EÐA hkað v GRETTIR \ pETTA ER ÞAPSEM OKKUR. VAHTAR, L 6£etti£- fullkomiB afprey- IHGAkKERFI BRENDA STARR ée KAe FdTTAD BJARSA pdR. U/JOAN EITEUÐU SKOROVR/- Tt/TA- 8EL t/e> ER FULLT af kv/k/hoom 'SEto ELSJcA abnarta T fólk suo len<3/ se. /VtAOUN UERE/U/e EKK/ STALFUR FVR/R pí/T éG HEÍLT /iÐ þó y/eÐ/re hr/f/nn a& , HEVRA U/H JASTAR- ,/EO/NTÍ/el /VJANLEysj 0(5 BLADAFULL- trúa hans 'öL UOSKA I BS GET ERKI 8OHP CgT" ÉGVEiTEKKI Af HVERJU.x £<3 GLEVMOI At>{ fá Méfz kvöldS) lúrinn FERDINAND SMÁFÓLK Af hverju ertu að æpa? Ég er ekki búinn að kasta? Kastaðu ekki til mín. Kastaðu ekki til mín! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það er ekki algengt að leyfa andstæðingunum að tjá sig fjór- um sinnum í friði og keyra svo í geim. En stundum er það full- komlega rökrétt. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K VÁ864 ♦ G1053 ♦ D762 Vestur Austur ♦ DG942 4108 ♦ 5 VK109 ♦ AD987 ♦ K642 ♦ Á5 ♦ G1084 Suður ♦ Á7653 ♦ DG732 ♦ - ♦ K93 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: hjartafimma. Suður á einfaldlega ekki nógu sterk spil til að koma strax inn á eitt grand, en í vemdarstöð- unni horfir málið öðruvísi við. Austur fær fyrsta slaginn á hjartakóng og sendir hjartatíuna til baka. Sagnir og útspil auð- velda sagnhafa úrvinnsluna verulega. Vestur á örugglega laufásinn, því ekki á hann AK í tígli — þá hefði hann lyft ásn- um í upphafi. Með tveimur spaðastungum í blindum eru slagimir átta. Þv? þarf tvo á lauf. Sagnhafi tekur því á hjartadrottninguna heima og spilar strax laufi á drottn- ingu. Ef austur dúkkar er spaða- kóngurinn tekinn og litlu laufi spðilað frá báðum höndum. Síðan er spaði stunginn með áttu og ás og laufkóngurinn verður innkoma til að taka síðasta tromp austurs. Rjúki vestur hins vegar upp með laufásinn og spili tígli er nauðsynlegt að skipta um áætl- un — trompa þrjá tígla heima og nota til þess samganginn á lauf og spaða. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessa glæsilegu skák tefldu tveir stórmeistarar í fremstu röð í Reggio Emilia á ftalíu um ára- mótin: Hvítt: Sax (Ungverjalandi), svart: Ehlvest (Sovétríkjunum), Sikileyjarvöm, 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 - d6, 6. g4 - Be7, 7. g5 - Rfd7, 8. h4 - Rc6, 9. Be3 - 0-0, 10. Dh5 - d5, 11. 0-0-0 — dxe4, 12. Rxe4 — Da5, 13. Rxc6 — bxc6, 14. Bd4 — e6, 15. Bc3 — Dxa2. 16. Hxd7! - Bxd7, 17. Rf6+ - Bxffi, 18. gxfíj - Dal+, 19. Kd2 - Da4, 20. b4! - Hfd8, 21. Bd3 - gxlB, 22. Hal - Db5, 23. Dxh7+ - K18, 24. Dh6+ - Ke7, 25. Bxb5 — cxb5, 26. De3 og svartur gaf. Sovézki stórmeistar- inn Míkhaíl Gúrevítsj, góðkunn- ingi íslenskra skákáhugamanna frá því í fyrra, sigraði örugglega á þessu öfluga móti með 6V2 v. af 9 mögulegum. Ulf Andersson og Búlgarinn Kir. Georgiev urðu næstir með 5V2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.