Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 21
20 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 C 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 GÁRUR eftir Elínu Pálmadóttur Blíðviðrí á bökkum Signu eðrlð er ógeðslega gott . . . mátti lesa í frönsku dag- blaði i síðustu viku. Gekk alveg fram af ferðalangi, sem lagt hafði af stað heiman af íslandi i býtið um morguninn eftir gler- hálum Keflavíkurvegi og kaf- aldshrið á vellinum. Á svona vetri er gott að eiga sér fína flug- stöð með kolkrabbaörmum út í flugvélina, svo farþegar verði ekki úti milli stöðvar og flugvél- ar. Fljótt gekk að fá farmiða hjá Arnarflugi um Amsterdam og þjónustubanki Landsbankans í hinni ný]u alþjóðlegu flugstöð átti heila 110 franka á' lager. Nóg lausafé fyrir lestarfarinu af flugvelli inn í París. Ekki þó fyr- ir leigubíl. Afgreiðslustúlka Landsbankans sagði svo fáa franka koma í kassann hjá þeim. Kannski ekki von að þjón- ustuviðhorf hafi enn fylgt á eftir fínheitunum i nýrri flugstöð. í viðeigandi loðkápu og stigvélum fyrir islenskt vetrarveður reynd- ist létt að skilja orðalagið ógeðs- lega gott veður, þar til hægt var að losna úr dúðunum í París. Allan þann tíma sem krappar lægðir hafa þrætt sína þröngu leið yfir ísland milli hæðanna yfir meginlandi Evrópu og Grænlandi með tilheyrandi ofsaveðrum, hafa Evrópubúar lifað í vorveðri. Svo maður sprangaði því í blíðviðrinu á bökkum Signu í léttri dragt og opnum skóm fram á kvöld. Ekk- ert jafnrétti hjá þeim sem út- deilir veðrum á þessum vetri. Snjónum heldur ekki bara dengt á þá sem eiga hitaveitukynnt hús og geta flúið til Spánar þeg- ar þeim tekur að leiðast veðrið. Onnur þjóð fær líka úthlutað stórum skömmtum af snjó- komu. Sama laugardaginn sem birtist í Morgunblaðinu viðtal, tekið þessa sömu daga í París við franskan diplomat og islenska konu hans er síðust sluppu frá Kabúl, tók að kyng|a niður snjó á flugvöllinn, þar sem þyrlur fluttu burt síðustu rússn- esku hermennina. Kom í veg fyrir að hjálparflugvélar Sam- einuðu þjóðanna gætu lent með lyf og matarbirgðir fyrir svelt- andi, umkringda borg. Þama sitja borgarbúar nú eins og skor- dýr á skálarbotni og af bröttum fjallabörmunum allt um kring kemur ein og ein eldflaugasend- ing niður í skálina í bland við snjókornin. Þrátt fyrir stöðugar sjónvarpsmyndir verður skelfi- leg aðstaða þessa fólks svo miklu nærtækari við frásagnir þeirra sem þetta hafa upplifað. hjónin og nýkomna franska blaðamenn. Þessar 2-3 milljónir manna, kvenna og barna geta ekkert flúið. Sitja bara á skálar- botninum. Vita ekkert hvað nú getur yfir dunið. Ekkert hvort tekst að koma matarbirgðum til sveltandi fólks. Ekkert hvort hægt verður að koma í veg fyrir að íbúarnir rífi hvern annan á hol fyrir nokkra brauðmola. Ekkert hvort eða hvenær and- spyrnuhreyfingarmennirnir i háfjöllunum í kring koma niður yfir og taka borgina. Ekkert hvort þeir em nógu margir í dulargervum inni í borginni til að taka hana innan frá. Ekkert hvort þá verður alls heijar blóð- bað. Ekkert hvort stund hefnd- arinnar er upprunnin yfir borg- arbúa sem búið hafa við aðra stjórn og erlendan her. Ekkert hvort heittrúarmennirnir verða ofan á og ajatola-ástandi írans verði neytt upp á þá. Þeir sitja í gildru á púðurtunnu og öll efn- in í hana hafa hlaðist þarna upp í 9 ár. Ekki þarf nema neista til að ekki verði við neitt ráðið, hafði frönsk blaðakona eftir Afgana. Þeir biða því örlaga sinna i snjókomu í Kabúl. „Óbúandi á þessu landi, mað- ur kemst varla út úr húsi“, sagði fyrsti íslendingurinn sem heils- aði á Keflavíkurflugvelli við heimkomuna milli hryðja. En framhaldið á upphafs- setningunni hér að ofan úr franska blaðinu„Veðrið er ógeðslega gott, guði sé lof' var: „og pólitiska veðrið er alveg stór- kostlega vonti." Má sjálfsagt til sanns vegar færa í öllum lönd- unum þremur. Með mismun- andi formerkjum þó. Og ólíkum 'viðbrögðum. Á sunnudagskvöld kom Mitterrand Frakklands- forsetí i sjónvarpsviðtal, hið fyrsta siðan í sumar. Boðað og undirbúið með löngum fyrir- vara. Meira að segja skoðana- könnun um hvaða málefnum Frakkar vildu helst fá svör við hjá sínum pólitíska valda- manni. Svara' beðið með eftir- væntingu. Þátturinn stóð hátt í 2 tíma. Og þótt Mitterrand sé talinn einn reyndasti stjórn- málamaður Evrópu og heljar- mikill refur í pólitík, þá veit hann að svona kemst hann ekki hjá að gefa svör. Jafnvel þegar vinir hafa komið honum í mesta klandur. Eftir að hafa lýst dra- matiskt hvernig vinátta hefði myndast í fangabúðum nasista og andspyrnuhreyfingunni, sagði hann m.a. að ef sannaðist misjafnt á slikan vin gæti for- seti vitanlega ekki leyft sér um- gengni við hann. Strax i kjölfar viðtalsins kom fréttaskýrandi og benti á hvað forsetinn hefði merkilegast sagt og hvað vantað í ýmsa þætti. Oll blöðin túlkuðu svörin daginn eftir. Semsagt ábyrgt viðtal valdamanns. Og yfirlýsingar teknar alvarlega. Af hverju ætli manni hafi fund- ist svona mikið til um? Málsháttur þessa dags i dag- bókinni: Góðum foring|a er gott að fylgja! 100 gr. af léttmjólk innihalda adeirjs 46 hitæiningar. Og þaö eru verðmætar hitaeiningar, því aðþeim fylgja mörg mikilvægustu næringarefnin. Efþú vilt grennast, þá erbetra að draga úrþýðingarminni hitaeiningum. Mjöik getur dregið úr tannskemmdum við eðlilegar aðstæður. Hið háa hlutfall kalks, fosfórs og magníum veitirtönnum vemd. Eftirneyslu sætinda eða sykurríkrar máltíðarertd. gottaðskola munninn með mjólk. Beinin þroskastogstyrkjastfram að fertugsaidri og þess vegna er mikilvægt að þau fái nægjanlegt kalk allan þann tíma tilþess að standa vel að vígi þegar úrkölkun hefst um miðjanaldur. Góð töká málunum Til þess að ná góðum tökum á líkamsþyngd og ummáli er ein leið best: Að tileinka sér rétt mataræði og losna við ómæld óþægindi og jafnvel heilsubrest af völdum megrunarkúra. Mjólk og mjólkurvörur eru mikilvægur hlekkur í fæðuhringnum. Konur ættu að gæta þess sérstaklega, að það er erfitt að fullnægja kalkþörfinni án mjólkur eða mjólkurmatar, auk Dess sem þar er á ferð einn fjölhæfasti Dætiefnagjafi sem völ er á. Auðvelt er að velja mjólk og mjólkurvörur með mismunandi fitumagni og fá þannig bæði hollustuna og hitaeiningasnautt fæði. MJOLKURDAGSNEFND Eftir fertugsaidurinn ernægjanlegt kalk úr fæðunni nauðsynlegt til þess að hamla gegn beingisnun. Tvö glös afmjólk á dag ergóð regla. / Mjólkerauðug afB vítamínum sem eru mikilvæg til þessað t.d. húð, hár, neglur, taugakerfi og sjón séu í góðu lagi. Þeir sem hreyfa sig mikið virðast nýta kalkið úr fæðunni betur og hafa því meiri beinmassa á efri árum en þeirsem hreyfa sig lítið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.