Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 31
af elsta syni okkar þegar hann var um þriggja ára, bað Hanna bróður sinn að taka af honum í garðinum. Þar stendur hann í blómaskrúði og brosir til Hönnu (á þeim tímum voru litmyndir fátíðar). Aðra mynd á ég af Hönnu í garðinum þeirra. Þar heldur hún á litlum bróðursyni og annar stendur við hlið hennar ásamt tveimur af okkar sonum og vini þeirra í næsta húsi. Þeir komu oft í garðinn til hennar. Hanna fylgdist vel með þegar tveir af sonum okkar fóru sem kristniboðar ásamt fjölskyldum sínum til Afríku. Hún bað fyrir þeim og gladdist við að fá kort frá þeim. Hún færði bömum þeirra gjafir þegar hún kom í heimsókn til þeirra er þeir höfðu ársdvöl hér heima áður en þeir héldu út aftur. Það var henni mikið gleðiefni að vera með á hátíðarstundum. Hún hélt mikið upp á dóttur okkar og varð ákaflega glöð þegar hún kynnti kærastann sinn fyrir henni og talaði oft um það. Svo fagnaði hún með okkur í brúðkaupi þeirra og síðar yfir litlu dóttur þeirra. Hanna giftist ekki og átti ekki böm en hún sýndi bræðrabömum sínum mikla umhyggju og eins okk- ar bömum og bamabömum. Hanna var heilsulítil í mörg ár og oft kom hún til mín þegar hún átti við svefnleysi og kvíða að stríða og bað mig að biðja fyrir sér. Þann- ig kom hún til mín síðastliðið vor rétt fyrir hvítasunnu og bað mig að koma með sér til læknis sem hún átti að fara í skoðun hjá og kveið fyrir. Hún lagðist svo inn á Land- spítalann strax eftir hátíðina og var skorin upp. Allt gekk vel. Þá var mikið beðið fyrir henni og við vinir hennar fengum að sjá hvemig hún fékk styrk og kraft frá Guði til að ganga í gegnum þessi veikindi og lyfjameðferðina. Svo var það í haust að hún varð mjög þjáð svo hún varð að halda sér við rúmið mikið til í nokkrar vikur heima en var svo aftur komin á Landspítalann í lyfjameðferð. Hún kom heim í nokkra daga núna í janúar en eftir að hún kom á spítal- ann aftur fór að draga mjög af henni þar til hún lést. Ein minning er mér mjög kær frá heimsóknum mínum til hennar. Það var aðfangadagur jóla um eftir- miðdaginn. Þá fékk ég að lesa fyr- ir hana jólaguðspjallið úr 2. kafla Lúkasarguðspjalls. Hún tók undir, sérstaklega þegar ég las „yður er í dag frelsari fæddur sem er Krist- ur Drottinn í borg Davíðs." Og svo fengum við að taka undir lofsönginn „Dýrð sé Guði í upphæðum og frið- ur á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á“ og við báðum saman og þökkuðum fyrir að eiga Jesú Krist sem frelsara okkar sem frelsar frá synd og dauða og gefur eilíft líf á himnum með sér. Þetta voru heilög jól sem ég átti við rúmið hennar. Ég vil svo senda Gísla bróður hennar, dætrum hans og öðrum ættingjum hennar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið Drottin að blessa ykkur öll og styrkja. Vilborg Jóhannesdóttir Blómastofa Friöfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öil kvöid tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. JÖoSÖuÍíSÖðÍð MINNINS^ft^SUNNUDAOTít-19^-PEBR JOflOM FEBRÚAR 1989 3 08 C 31 Hjónaminning: * Anna J. Armanns- dóttir og Bóas Sig- urðsson Eydal Fædd26. febrúar 1892 Dáin 16. febrúar 1989 Fæddur 17. júní 1891 Dáinn 20. maí 1968 Mig langar að senda hinstu kveðju og þakkir til minningar um hjónin á Borg í Njarðvík á Borgar- firði eystra, Önnu Jakobínu Ár- mannsdóttur og Bóas Sigurðsson Eydal. Þessir vinir mínir eru nú horfnir yfir móðuna miklu og jausir við þjáningar ævilokanna. Ég sé þau fyrir mér þar sem þau standa á strönd lióss og hamingju og líta til baka. Oskadraumar þeirra hafa rætst í fallegum hópi bama þeirra, sem lifa í sátt og samlyndi. Þau hafa erft það besta frá báðum for- eldrum sínum. Hvemig þau reynd- ust þeim til æviloka gæti verið mörgum til fyrirmyndar. Lengi býr að fyrstu gerð. Heimilið á Borg var sérstakt. Þegar ég sem bam flækt- ist milli ættingja minna, eftir skiln- að foreldra minna, bam sem hvergi átti heima, fannst ég allstaðar vera til óþæginda, enda óþæg, óskaði ég mér oft að ég mætti eiga heima á Borg. Anna var alltaf tilbúin að svara öllum spumingum mínum og strauk tár af kinn er mér leið verst og þráði ijölskyldu mína og þá mest pabba. Kvöldstund á Borg man ég enn í dag. Amma, Elín Björg, sat á rúmi sínu með tóvinnu. Ég fékk að stinga fótum undir sængina hennar og hún sagði mér sögu. Anna sem ætíð var með verk milli handanna lagði það frá sér og greip bók og las upphátt fyrir okk- ur. Bóás tók upp vasahnífinn og fór að skera út. Ég held það hafi varla farið svo ýsubein af borði að það hafi ekki orðið að fugli, sel eða öðrum dýmm. Mér þótti það ævin- týri að sjá hann skera út. Oft sagði hann mér af ferðum sínum út í hinn stóra heim. Ég sagði að hann væri fallegasti og besti maður á Borgar- fírði, eftir að pabbi minn var far- inn. Það var víst fátt sem Bóas gat ekki. Smíðað 'hús og amboð. Á stríðsárunum var hann ætíð sóttur ef tundurdufl rak á land. Hann var sá eini sem kunni til verka við að gera þau óvirk. Anna var einstök hannyrðakona og lék allt í höndum hennar. Kvennaverk vel af hendi leyst þykja svo sjálfsögð að það er jafnvel tek- ið betur eftir því sem úrskeiðis fer. Böm Önnu og Bóasar hafa erft snilld þeirra. Ef það vantar að opna hús, bíla eða stress-tösku þá er víst að Karl sonur þeirra leysir þann vanda eins og ótal dæmi sanna er lögreglan hefur til hans leitað. Þá má geta þess að veiðiflugur hans eru rómaðar. Þær Elín, sem m.a. saumar í Þjóðleikhúsinu, og Aðal- heiður systir hennar eru hreinir snillingar í saumaskap og öllum sínum verkum. Þeir Sigurgeir og Ámi em báðir miklir smiðir og hagleiksmenn. Á Borg gefur Sig- urður bóndi föður sínum ekkert eft- ir, eins og sjá má er komið er í hlað á Borg. Fyrir nokkm kom ég þang- að austur. Við Anna gengum þá niður að sjó. Þar vom ótal steina- tegundir og hafði Anna nöfn þeirra á hraðbergi. Hún sagði mér nöfn þeirra bæja sem þar vora í nánd í eina tíð og sýndi mér gömlu bæjar- stæðin. Nú vom þar eftir aðeins tveir bæir. Anna sagði mér frá lífsbaráttu þessa fólks skilmerki- lega og lifandi. Með einstökum hætti var öll umgengni hennar við dýr. Mér er minnisstætt er hún eitt sinn kom með nýborið lamb í svuntu sinni úr fjárhúsinu. Mér sýndist það ekki lengur lifandi. Hún vafði utan- um það heitt stykki, hellti ofaní það heitri mjólk og setti það við ofninn. Að lítilli stundu liðinni lifnaði það við fannst mér, sem bam. Fannst mér Anna hafa gert kraftaverk. Ætli það hafi ekki verið æði mörg kraftaverkin. Ætli það hafi ekki verið æði mörg kraftaverkin sem konumar þama unnu í mikilli ein- angmn með böm sín og bú á með- an bændur þeirra vora í vinnu fjarri heimilinu, til sjós á vertíðum. Eng- inn læknir nær en uppi á Héraði og ljósmóðir suður í Víkum. Lífið var bara svona. Með þakklátum huga hugsa ég til baka til þessara góðu vina minna, þakka allt sem þau gerðu fyrir mig. Ánægjulegt væri ef við gætum á næsta sumri, á afmæli Bóasar, efnt til ættarmóts í Njarðvík. Þar gæfist bömum okkar tækifæri til að kynn- ast og þau gætu kynnst sögu Önnu og Bóasar á Borg og lífsbaráttu þeirra. Megi Guð gefa ykkur gæfu og framtíð í þeirra anda. Laufey Jakobsdóttir t Móðir mín og amma, BRYNHILDUR BJÖRGVINSDÓTTIR frá Áslaugarstöðum, Lónabraut 23, Vopnafirðl, lóst í Fjórðungssjúkrahúsinu ó Akureyri fimmtudaginn 16. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Áslaug Magnúsdóttlr, Árni Þórhallur Leósson. t Systir mín og fósturmóðir okkar, EINARA GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis á Köldukinn 18, Hafnarfiðl, lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi að morgni 17. febrúar. Benedlkt Björnsson, Elfn Benediktsdóttir, Björn Benedlktsson, Guðbjörg Benedlktsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURBJÖRN JÓNSSON frá Ingunnarstöðum, til heimllls á Fálkagötu 3, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Garpsdalskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskapellu þriðjudag- inn 21. febrúar kl. 10.30. Bjarnl Sigurbjörnsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Helga Slgurbjörnsdóttir, Gylfl Guðmundsson, Jón Sigurbjörnsson, Valgerður Elnarsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, GRIFFITH DAVID SCOBIE, Torfufelli 42. Einnig þökkum við læknum, hjúkrunar- og starfsfólki Landakots- spítala fyrir bestu umönnun og hlýhug. Asta Hansen Scobie Stephanie G. Scoble, Grlffith J. Scoble, Ásta Denise S. Bernhöft, Robert S. Scobie, Gayle Scobie, Richard S. Scobie, Marion Scobie, . William J. Scobie, tengdabörn og barnabörn. t Konan mín, móðir okkar og tengdamóöir, RANNVEIG HILDIGUNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR, ölduslóð 12, Hafnarflrðl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriöjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. AAalsteinn Knudsen, Sesselja Kjærnested, Einar Hafsteinn Árnason, Rannveig Kjœrnested, Guðni Krlstjánsson. Systir min, t HANNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Þórsgötu 6, Reykjavlk, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Gfsll Slgurjónsson. t Þökkum af alhug samúð og vináttu okkur sýnda við andlát og jarðarför SINDRA SIGURJÓNSSONAR. Slgrfður Helgadóttir, I synir, tengdadætur, barnabörn og Anna Þ. Sveinsdóttir. t Alúðarþakkir sendi óg öllum þeim er sýnt hafa samúö og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR BJARNFINNSDÓTTUR, Búðarstfg, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Selfoss og kirkjukórs Ey ra rba kkakirkj u. Fyrir hönd vandamanna, Jón Valgeir Ólafsson. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug viö andlót og útför systur okkar, HÖLLU RANNVEIGAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Saurhóli. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Halldórsson, Ellert Halldórsson, Ólafur Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.