Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MANIULIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
p£2j~yC
Barst fyrsta
lífræna efnið með
loftsteinum til jarð-
arinnar
\ÍSXHD\/Liggja rcetur jarönesks lífs úti
ígeimnumf
Lífafhimnum ofan
Fátt er áhugaverðara í vísindum
nútímans en spumingin um upp-
haf lífsins. Allt sem einkennir lífið er
flókið og enn sem komið er hafa
lífvísindin ekki nema takmarkaða
þekkingu á þeim
ferlum sem voru
undanfari jafnvel
einföldustu lífvera.
Vitanlega hefur
nútíma lífefnafræði
tekið gífurlegum
framförum á und-
eftir dr. Sverri anfömum áratug-
Ólafsson um og mörg merki-
leg skref hafa verið tekin í áttina að
sannfærandi vísindalegri skýringu á
upphafi lífsins. Flestir vísindamenn
eru þeirrar skoðunar að einn dag verði
slík skýring hluti af haldgóðri vísinda-
legri þekkingu.
Eitt af þeim vandamálum sem
þarfnast lausnar er það hvort tilkoma
lífsins sé óhjákvæmileg afleiðing af
almennum eða sérstökum eiginleikum
efnisins, eða hvort um óendanlega
ólíkleg atvik sé að ræða, sem átti sér
stað fyrir einstaka tilviljun. Afgerandi
svar við þessari spumingu mundi
rtiarka tímamót í viðureign vísindanna
við spuminguna um upphaf lífsins.
Mikiivægar framfarir sem átt hafa sér
stað á sviði fræðilegrar varma- og
eðlisefnafræði á undanfömum ámm
benda frekar til þess að fyrri mögu-
leikinn sé réttur, en gefa Iitlar sem
engar upplýsingar um þann tíma sem
forleikur lífsmynduriarinnar hefur tek-
ið eða hvar hann átti sér stað.
Heimsmynd okkar hefur gjaman
byggst á þeirri ímyndun að sólkerfið,
og sér í lagi jörðin, sé einstakur stað-
ur í alheimsrúminu. Vissulega er jörð-
in einstök fyrir okkur sem lifum á
henni og því er eðlilegt að vísinda-
menn hafi lengst af gengið út frá því
sem vissu að líf jarðarinnar reki upp-
haf sitt til ferla sem áttu sér stað á
jörðinni sjálfri og þá trúlega í hafinu.
I dag er talið að mikið magn koltví-
sýrings hafi verið í lofthjúp fmmjarð-
arinnar og er ólíklegt að flókin efnas-
ambönd hafí orðið til undir slíkum
kringumstæðum.
í Ijósi þessara staðreynda hafa
nokkrir vísindamenn leitt að því rök
að fmmþróun jarðnesks lífs hafi ekki
átt sér stað á jörðinni sjálfri heldur úti
í geimnum og að lífræn efnasambönd
■ sem þar urðu til hafí síðar borist til
jarðarinnar. Stuðningsmönnum þess-
arar hugmyndar hefur farið fjölgandi
á undanfömum ámm, sér í lagi eftir
að ýmis lífræn efnasambönd hafa
fundist á loftsteinum sem hafa borist
til jarðarinnar. Rúmlega 60 mismun-
andi amínósýmr hafa fundist á loft-
steinum sem hafa verið efnagreindir,
þar á meðal átta af þeim 20 amínósýr-
um sem þekktar em í eggjahvítuefni,
en 55 hafa aldrei fundist á jörðinni.
Eins hafa litrófsmælingar stjameðlis-
fræðinga sýnt að talsvert flókin kol-
efnasambönd fínnast víða í geimryki
vetrarbrautarinnar.
Vísindamenn við Háskólann í Kali-
fomíu hafa veitt þessari tilgátu frek-
ari stuðning, en þeir fundu nýlega
lífrænt efni á loftsteinum sem býr
yfír sérstökum, áhugaverðum eigin-
leikum. Þetta efni hefur tilhneigingu
til að mynda næfurþunnar himnur ef
það kemst í snertingu við vatn.
Himnur hafa trúlega gegnt gmnd-
vallar hlutverki við myndun fyrstu
framstæðu forma lífsins, eins og þær
hafa gert æ síðan fyrir áílt líf. Ef himn-
ur myndast umhverfis lífrænar sam-
eindir geta þær veitt þeim vöm gegn
ýmsum skaðrænum áhrifum umhverf-
isins. Slík tilhögun stuðlar að auknum
stöðugleika flókinna efnasambanda.
Eins hefur návist mismunandi
lífrænna efnasambanda, innan ákveð-
inna himna, fljótlega leitt til efna-
fræðilegs umhverfís sem hefur verið
ólíkt ástandinu utan himnunnar.
Himnur gefa því lífrænum sameindum
möguleika til að þróast og. mynda
„lífræna einingu" sem nýtur vamar
gegn eyðandi áhrifum umhverfisins.
Eining af þessari gerð er mikilvægt
upphafsskref á langri leið til myndun-
ar lífs.
Vatn er nauðsynlegt til himnu-
myndunarinnar, en það hefur trúlega
verið fyrir hendi þar sem flestir loft-
steinar hafa að geyma leirkennd efni
sem geta ekki myndast nema við til-
vist vatns. Strax eftir að jörðin var
komin til sögunnar, fyrir u.þ.b. fjögur-
þúsundmilljón áram, varð hún trúlega
að þola stöðuga skothríð loftsteina og
annarra smástima sem mikið var af
í sólkerfinu. Það er ekki útilokað að
með þeim hafi borist þau efni sem
stuðluðu að myndun lífsins ájörðinni.
Sú hugmynd, að lífíð hafí borist til
okkar utan úr geimnum, virðist því
standa traustari fótum í dag en nokkru
sinni áður.
HAGFRÆÐI///// taprekstur oghávextir einkunnarorb
efnahagsstefnunnarf
Fjallið tókjóðsótt
ÆTL A MÁ að víða hafí gætt nokkurrar eftirvæntingar á fyrsta
samkomulagi Alþingis mánudaginn 6. febrúar sl., en boðað hafði
verið að tilkynnt yrði um aðgerðir í efhahagsmálum eftir all-
langt jólaleyfi. Þinghléið átti að skapa svigrúm til að ganga frá
varanlegum aðgerðum í framhaldi af ráðstöfunum til bráða-
birgða frá í september. Komið hafði fram að markmið aðgerða
yrðu í meginatriðum tvíþætt: að rétta við rekstrarstöðu útflutn-
ings- og samkeppnisgreina og að lækka vexti.
Ræða forsætisráðherra tók yfír
nær þijár síður hér í blaðinu.
Efnið reyndist ekki í samræmi við
umfangið. Tilkynnt var um eina
aðgerð í efnahagsmálum: breyt-
ingu á gengi
krónunnar um
2,5%. Fjallið tók
jóðsótt og það
fæddist lítil mús.
Fram hefur
komið að rekstr-
arhalli á meðal-
fiystihúsi nemi
2,5%. Greiddar
eru 5% bætur úr Verðjöfnunarsjóði
fískiðnaðarins á freðfísk, svo að
hallinn er í raun nær 7,5%. Gera
má ráð fyrir að viðskiptahallinn í
ár verði á annan tug milljarða með
samsvarandi aukningu erlendra
skulda. Þessar staðreyndir era til
marks um að enn hefur ekki verið
ráðið til lykta því verkefni að laga
þjóðarbúskapinn að breyttum ytri
skilyrðum og innlendum kostnaðar-
hækkunum sem orðið hafa á liðnum
misserum.
Forsætisráðherra lét svo um
mælt í ræðu sinni á Alþingi að
gengisbreytingar á undanförnu ári
hefðu komið stóram hluta sjávarút-
vegsins að litlum notum. Spyija
verður á móti: Hvemig telur for-
sætisráðherra að væri umhorfs í
greininni og í sjávarplássum um
land allt ef ekki hafði verið ráðist
í aðlögun gengisins í febrúar og
maí á síðasta ári? Er hægt að veij-
ast þeirri ályktun að fyrirtæki sem
ekki þolir leiðréttingu á rekstrar-
skilyrðum eigi sér í raun ekki við-
reisnar von? Gengisbreyting gerir
þá ekki annað en að draga þá stað-
reynd fram. Og eins og allir vita
geta engin ráð bjargað gjaldþrota
fyrirtæki. Varla er það stefna for-
sætisráðherra að meina fyrirtækj-
um, sem svo er ekki ástatt um, að
spjara sig sjálf á grundvelli nýrrar
rekstrarstöðu.
Yfírlýsing forsætisráðherra um
aðgerðir í efnahagsmálum kemur
í bága við ummæli hans allt frá
byijun árs 1988 um vandann í efna-
hagsmálum. Hann sagði fyrir ári
að Róm brynni, þar næst kom hinn
hræðilegi blóðvöllur, þá hengiflugið
og loks boðaði hann þjóðargjald-
þrot á neyðarfundi fískvinnslunnar
í nóvembermánuði. Telur hann
nægja nú þegar hann ber ábyrgð
á efnahagsmálum þjóðarinnar að
bregðast við slíkum voða með 2,5%
lækkum á gengi krónunnar að við-
bættu óljósu tali sem ekki er hönd
á festandi? Eða vora yfírlýsingam-
ar e.t.v. full stórkarialegar?
Hvað sem því líður hefur sú
stefna orðið ofan á að atvinnufyrir-
tækin skuli rekin með tapi. Þetta
tap er að hluta greitt með milli-
færslum úr sjóðum. Meðan þessi
stefna er við lýði er fyrir það girt
að fyrirtækin reisi eiginfjárstöðuna
við og létti á skuldabyrðinni. Til
þess að það megi gerast verða þau
að hagnast. Þótt þetta sjóðafargan
og kák gangi e.t.v. einhvem tíma
enn verður ekki lengi undan því
vikist að skapa vel reknum fyrir-
tækjum möguleika á að standa á
eigin fótum. Fólk sættir sig ekki
við lífskjör á borð við þau sem hljót-
ast af því að halda atvinnuvegunum
í úlfakreppu til langframa.
Öllum ber saman um að rík
ástæða sé að freista þess að lækka
vexti. En frómar óskir ríkisstjóm-
arinnar í þeim efnum bæta ekki
fyrir aðgerðir hennar sem eins og
rakið var í grein minni fyrir hálfum
mánuði halda uppi háum vöxtum,
sem leggjast þungt á fyrirtæki og
heimili. Fram hafa verið lögð ýmis
framvörp sem yfírleitt virðast ætla
að skapa lagagrundvöll fyrir aukna
íhlutun opinberra aðila á sviði
vaxtamála. Fomeskjutaut af þessu
tagi þekkist ekki lengur í Vestur-
Forsætisráðherra flytur ræðu
sína „lítið gagn í gengisfellingun-
um“?
Evrópu og mun reynast gagns-
laust. Vextir lækka ekki nema
sköpuð séu skilyrði fyrir því að
jafnvægi takist á fjármagnsmark-
aði við lægra vaxtastig. En íslend-
ingum virðist ætlað að lifa upp á
nýtt ömurlega reynslu af miðstýr-
ingunni sem var við lýði í þessum
efnum.
Eftir að fjármálaráðherra skýrði
frá því að ráðherramir væra með
áþekka kímnigáfu og „mjög góðir
brandarar" væra lagðir yfir ríkis-
stjómarborðið mátti búast við því
að ríkisstjómin sýndi á sér gaman-
sama hlið. Það hefur hún gert í
vaxtamálinu. Þegar komið hefur í
ljós að spariskírteini ríkissjóðs selj-
ast ekki á 7% vöxtum afræður ríkis-
stjómin að reyna að örva söluna
með því að bjóða þau á 5%. Heldur
fjármálaráðherra að íbúð sem selst
ekki á ijórar milljónir seljist frekar
á fímm?
eftir Ólaf
ísleifsson
TRÚMAL/ Er bcenin adeins bamalegt
rellf
Að kvabba á Guði
HVAÐA meining er í því að vera að kvabba á Guði um hvað sem
er? Mér finnst þetta, sem þið kallið bæn, vera eins og hvert annað
barnalegt rell. Haldið þið að Guð hafi ekki annað að gera en að
snúast kringum ykkur, ef hann er þá til!
etta er vel útilátinn skammtur,
spyijandi góður. Og kannski
ekki eins vondur á bragðið og þú
kannt að halda. Ekki heldur sérlega
sjaldgæfur. Ef bæn berst í tal, hvort
sem vikið er að
henni af meiri eða
minni alvöru, má
gera ráð fyrir, að
þetta sjónarmið
þitt komi fram. Og
það er vel þess
vert að taka það
til greina og íhuga
það.
Kristnir menn gangast hiklaust
við því, að þeir „kvabbi" á Guði
sínum. Af því að hann er þeim veru-
leiki. Þeir umgangast hann eins og
lifandi persónu. _0g þeir vita það
um hann fyrst og fremst, að til
hans er allt að sækja, smátt og
stórt. Við þiggjum lífið úr hendi
hans frá einni andrá til annarrar.
Hann gaf þér lífið þitt óbeðinn og
endumýjarþað með hverjum andar-
drætti. Hann lætur sól sína renna
upp yfir vonda og góða og rigna
yfir réttláta og rangláta. Þetta seg-
ir Jesús. Og hann segir líka: Yðar
himneski faðir veit, hvers þér þarfn-
ist. En Jesús leggur samt þyngstu
áherslu á það, að við skulum biðja
þennan föður, segja honum, hvað
okkur vantar, hvers við þörfnumst.
Vegna hvers? Hvaða meining er í
því?
Náið samfélag manna felur það
í sér m.a., að hvor segir öðrum hug
sinn allan. Samstillt hjón tala hvort
við annað um það, sem leitar á
hugann. Þau þurfa stundum ekki
að nota nein orð, þau skilja hvort
annað án orða. En þeim er eðlilegt
og sjálfsagt að ræðast við, tjá sig
opinskátt hvort við annað. Þau eiga
alla hluti saman, eru þakklát fyrir
það og vita, að ekkert styrkir sam-
band þeirra eins og það að láta það
þakklæti í Ijós. Þetta dæmi getur
sagt þér nokkuð. Þó að trú vor
kristinna manna sé næsta ófull-
burða, þá er hún trúnaðarsamband
við Guð, svo fremi að hún sé með
einhveiju lífi. Hvað er þá sjálfsagð-
ara en það að tala við hann í ein-
rúmi um allt? Og hlusta hljóður
eftir rödd hans. Þetta er bæn.
Þegar ég tala við Guð um s.n.
smámuni, þá er ég að tjá það, að
ég vil eiga lífíð mitt með honum,
eiga allt með honum, smátt og
stórt. Þetta á Jesús við, þegar hann
leggur sína ríku áherslu, bæði með
orðum og fordæmi, á það að biðja
þann föður, sem heyrir og sér og
allt veit og allt gefur. Og postuli
hans, Páll, segir: Gjörið í öllum hlut-
um óskir yðar kunnar Guði með
bæn og beiðni og þakkargjörð (sjá
Filippibréf 4,6, taktu eftir samband-
inu.) Þetta er viturleg, djúpvís ráð-
legging. „Guð heyrir sinum himni
frá hvert hjartaslag." En hann lang-
ar að við hlustum eftir hjartaslögum
hans. Þegar ég geri honum óskir
mínar „kunnar“, þá er ég ekki að
upplýsa hann um neitt. Ég er að
viðurkenna, hver hann er: Þú veist
og skilur, ég vil eiga óskir mínar
með þér, taktu þær í þína umsjá.
Þegar maður beinir huga og máli
til Guðs á þennan hátt, þá getur
farið svo, að maður sjái óskir sínar
í nýju ljósi, hugsanlegt og líklegt,
að maður sjái betur, að þær eru
skammsýnar, eigingjamar, barna-
legar.
Bæn er að vera hjá Guði, vak-
andi huga, vitandi vits. Meira er
ekki unnt að þiggja en að vita hann
hjá sér, eiga hann í huga sér. Krist-
in bæn er þess vegna aldrei
„kvabb“, þó að hún gangi ekki á
snið við neitt, sem á huga leitar og
dagar og stundir færa að höndum.
Ég leita Guðs sjálfs í bæn minni.
„Hafi ég þig hirði ég ekki um neitt
á jörðu.“ (Sálm. 73.) Og við biðjum
„í Jesú nafni“. Það þýðir, að við
leggjum alla hugsun, hvert orð á
vald hans, hann les í málið, hann
getur látið sínar óskir rætast í
mér. Og þá er allt gott.
Margir reyna áþreifanlega bæn-
heyrslu. Það er óvefengjanlegt. Um
það er meira að segja en rúmist
hér. Þú gætir vafalaust beint beitt-
um spjótum að mér og öðrum, sem
halda að það hafi einhvern tilgang
að „kvabba“ á Guði um hluti, sem
ganga sinn gang eftir meira eða
minna auðrekjanlegum lögmálum.
Tökum veðrið til dæmi. Ég ætla til
Þingvalla á sumardegi og hann er
að ganga upp með hafsunnan. Ég
bið Guð að gefa mér sólskin svo
að ég og börnin mín geti notið dags-
ins. Hvað þýðir það? Ekki er ég þá
að hugsa um fólkið, sem ætlar að
vera í Ásbyrgi þennan sama dag
og biður þess, að blessuð sunnanátt-
in haldist, svo að áfram verði sól-
skin og hiti í Ásbyrgi. Samt tala
ég við Guð mínar áætlanir, óskir
og vonir. Og þá er ég ekki að biðja
hann að setja náttúruna úr skorðum
mín vegna, rugla Veðurstofuna og
skemma sumarfríið fyrir öðrum.
Ég er að tala við hann um það, sem
hann veit að ég hugsa. Og það
geri ég af því að ég vil vita, að ég
og allt mitt er í hendi hans. Og
hvernig sem veðrið verður, þá viðr-
ar betur í barmi mínum.
Það er í rauninni aðeins eitt, sem
ég er að biðja um í allri beiðni og
bæn: Guð sjálfur. Og svar hverrar
bænar er fólgið í henni sjálfri, í því
að mega tala við Guð og eiga allt
með honum.