Morgunblaðið - 19.02.1989, Blaðsíða 28
28~C
■ ■
JflQRqUNBLAfllÐ MYNPASOGUR SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
St)örnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Ég hef tekið eftir því að sumt
fólk sem hefur Sól eða Mars
í Vogarmerkinu á erfitt með
að sýna reiði. í fyrsta lagi
vill Vogin ná til annarra og
vinna með öðrum og því ótt-
ast hún sjálfsagt að reiðiköst
leiði til erfíðra samskipta.
ReiÖi Vogarinnar
í öðru vill Vogin vera skyn-
söm, rökrétt og réttlát. Hún
reynir þvi að vera yfirveguð
og vill láta skynsemi stjóma
skapi sínu. Það má segja að
hún vilji sýna rökrétta reiði
og vera réttlát í vali á orðum
og ásökunum ef um slíkt er
að ræða.
Pínlegt bros
Það er auðvitað gott að vera
skynsamur. Ef það gengur
hins vegar það langt að við-
komandi er farinn að sitja á
skapi sínu, en það virðist
stundum gerast, vandast
málið. Afleiðingamar em
nokkrar. Eitt af því sem t.d.
gerist þegar Voginni tekst
ekki að sýna eðlilega reiði
er að hún verður köld gagn-
vart viðkomandi aðila, þó hún
haldi kannski áfram að vera
vingjamleg á yfírborðinu.
Framkoma hennar verður þá
pínleg og Vogarbrosið stirðn-
að og óeðlilegt.
Blind reiði
Ef þetta ástand varir of lengi
sér hún sig knúna til að missa
stjóm á skapi sínu. Það er
eins og sumar Vogir séu
þannig innréttaðar að til þess
að verða reiðar, og lenda þá
um leið í grófri, óheflaðri og
kannski illskeyttri umræðu,
verði þær að blinda sig og
missa algerlega stjóm á
skapi sínu. Þetta hljómar
kannski undarlega en er ekki
svo einkennilegt þegar
grannt er skoðað.
Missir stjórn á sér
Maður sem venjulega er kurt-
eis og vingjamlegur nýtur sín
ekki þegar hann finnur þær
tilfinningar ekki í brjósti
sínu. Hann verður vandræða-
legur. Það er andstætt eðli
hans að reiðast og því verður
hann að yfirgnæfa eigin eðli
til að koma neikvæðum orð-
um á framfæri. Hann verður
að missa stjóm á sér, eða
verður það vandræðalegur
að slíkt gerist. Það gerist því
stundum að Vogin umhverf-
ist, verður ekki hin ljúfa og
kurteisa Vog, heldur æstur
maður f litlu jafnvægi. Þeir
sem eiga erfitt með að reið-
ast, reiðast illa þegar slíkt á
annað borð gerist.
Órökrétt reiÖi
Til að koma í veg fyrir þetta
þarf Vogin að temja sér að
vera beinskeyttari í daglegu
lífi. Hún þarf að leyfa sér að
vera stundum órökrétt og
láta tilfinningar sínar jafnóð-
um í ljós. Það ætti varla að
vera lífsnauðsynlegt að gæta
100% réttlætis í minnstu
smáatriðum eða að krefjast
þess að hver setning sé form-
uð og rökstudd i smáatriðum.
Stundum þarf að særa aðra
til að koma í veg fyrir stærri
sárindi síðar. Að þessu leyti
má Vogin læra af andstæða
merki sínu, Hrútnum, að
stundum er best að koma
hreint og beint fram og láta
það flakka sem býr í bijósti.
Elskuleg reiÖi
Þessi umfjöllun um reiði Vog-
arinnar á ekki við um allar
Vogir. Hér er um að ræða
vissa tilhneigingu ( merkinu
og atriði sem há sumum
Vogum og öðrum ekki. Þær
eru til margar Vogimar sem
eru ákveðnar og vel færar
um að vera elskulega reiðar
þegar við á.
GARPUR
GRETTIR
BRENDA STARR
1-7---------1
ég verr Etaa we> uestO
Hyern Jo þó bPst ) Gee/H/HA
I HEl/Y\AB/e /VU NOAA ■ ( CG þó
KE/nsrtfÐ
y þvt'
VELKOMMÚ SW ■ losaðuyyucr
Arrue. Oft í/jðju/a þessAm
TAt-AMDI UM VJÐJAR. KVEMN A ..
/H'AK ER tCOMAH MÍN ? NÖ
V/ER.1 eSOTTAÐ
Vj TAKA /VyNDIR
UOSKA
(ER pETTA 7. T"
EOA 3 ? —
FERDINAND
ÖMPi?
SMÁFÓLK
'
ANP UJWEN TMEVA5K WU
WMV VOU CLIMBEP TMI5
MOUNTAIN, JU5T 5AV,
llBECAU5E IT UUA5TMERE!"
Og þegar spurt er af hvetju þið
hafíð klifið þetta Qall, þá svarið
bara, „af því að það er þarna!“
Jæja, ef enginn spyr, þá spyr bara
enginn.
BRIPS
Opnun á veiku grandi (12-14)
er tvíeggjað sverð. Áhættan er
vissulega sú að lenda í dobl-
hakkavél og gefa út fjögurra
stafa tölu. Kosturinn við veika
grandið er hins vegar sá að and-
stæðingamir eiga mjög erfitt
með að koma spilunum sínum
að.
Suður gefur; enginn á hættu.
Vestur Norður 4Á74 V G103 ♦ 9752 ♦ 1073 Austur
♦ KG93 ♦ 1065
VÁK94 II ♦ 762
♦ K4 ♦ DG108
*KG9 ♦ 642
Suður ♦ D82 V D85
♦ Á63 4ÁD85 Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 grand
Dobl Pass Pass Pass
Útspil: hjartafjarki.
Dobl annarrar handar á
grandi lofar venjulega a.m.k.
jafn góðum spilum og opnarinn
þykist eiga. Á móti veiku grandi
gæti doblið farið niður í 14
punkta. Venjulega er farsælast
fyrir makker doblarans að passa
með veik spil ef hann á ekki
fimmlit.
Útspilið er illa valið. Með sína
18 punkta á vestur að gera sér
grein fyrir að fyrr eða síðar verði
hann að spila frá kóngunum
sínum. Því hefði verið betra að
ráðast strax á spaðann.
En hvað um það. Suður tók
fyrsta slaginn á gosa blinds og
svínaði laufdrottningu. Vestur
fékk á kónginn og tók þrjá slagi
á hjarta. Sagnhafí henti spaða
úr blindum og tígli heima, en
austur litlu laufi. Nú hitti vestur
á að leggja niður tígulkóng og
austur kallaði með drottning-
unni. Suður dúkkaði og fékk
næsta slag á tígulás. Spilaði svo
laufdrottningu og vestur lét gos-
ann! Góð vöm, því annars lend-
ir hann inni á laufgosa og verð-
ur að spila frá spaðakóngnum.
Sagnhafi sleppur þá einn niður.
En suður á að sjá við þessu
bragði. Ef vestur á 2-2 í láglitin-
um og fjögur hjörtu ætti hann
að vera með fimm spaða. Og
þá hefði hann örugglega spilað
þar út. Suður á því að fórna
lauftíunni í blindum og spila
vestri inn á laufníu!
SKÁK
í síðustu umferð ólympíuskák-
mótsins í Þessalónlku í fyrra kom
þessi staða upp ( skák hollenska
alþjóðameistarans Jeroen Piket,
sem hafði hvítt og átti leik, og
hins kunna enska stórmeistara
Murray Chandler.
34. Hxd4! - cxd4, 35. Hq7
(Hvítur hótar máti í þremur leikj-
um og Chandler hefði ltklega gef-
ist upp strax ef silfurverðlaunin
hefðu ekki verið í veði.) 35. — a6,
36. Bd5+ - Kb8, 37. Hb7+ -
Ka8, 38. Hxb6+ - Ka7, 39.
Hb7+ - Ka8, 40. Hh7+ - Kb8,
41. Hxh8+ - Kc7, 42. Rxí5 -
d3 og nú loks gafst Chandler
upp. Þessi skák tryggði Piket
áfanga að stórmeistaratitli og
Hollendingar voru nærri því búnir
að krækja í silfrið. Van der Steer-
en lék bæði stórmeistaratitli og
silfrinu af sér er hann missti gjör-
unnið endatafl gegn Nunn niður
í jafntefli.