Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 Sumarið 1933 var hér sunnan lands eitthvert mesta vætusumar, sem elztu menn muna. í Austur-Skaftafells- sýslu rigndi meira eða minna í tuttugu daga í ágústmán- uði, og fyrstu tíu dagana í septem- ber féll þar í átta daga regn úr lofti, oftast helliregn. Þetta regngráa og sólarlitla sum- ar vorum við Margrét kona mín á ferð um Austur-Skaftafellssýslu frá 12. júlí til 10. september. Við fórum sjóleiðina austur, en ætluðum land- veginn til baka, því að ferðir okkar hafði aldrei borið um þær slóðir áður. Miðvikudaginn 30. ágúst, 28 mínútum eftir hádegi, hófum við ferðina vesturá bóginn frá Hala í Suðursveit. Þann dag héldum við útyfir Breiðamerkursand og náðum að Fagurhólsmýri í Öræfum klukkan níu um kvöldið. Þar héldum við kyrru fyrir í fjóra daga hjá Ara hrepp- stjóra Hálfdanarsyni, merkum manni og margfróðum. Og það var rautt septembertungl yfir sjónum á kvöldin. Frá Fagurhólsmýri var ferð- inni heitið að Svínafelli í Öræfum. Það mun vera um þriggja tíma lesta- gangur. En þaðan var gert ráð fyrir að við fengjum hesta og fylgdar- mann vestuiyfir Skeiðarásand. Við lögðum af stað frá Fagur- hólsmýri mánudaginn 4. september klukkan hálfeitt. Ari hreppstjóri léði okkar hesta innað Svínafelli og Helgi sonur hans varð til að fylgja okkur. Þennan dag var þykkt loft, kafið skuggalegum haustþunga, og var Þórbergur Þórðarson ingarlaust, leyndist eitt af ægileg- ustu vatnsfölium landsins? En á þriðja degi tók hann að herða rign- inguna, og eftir því sém lengur rigndi, hillti lænumar vesturí auðn- inni hærra og hærra og breiddu meira og meira úr sér. Hingaðtil höfðu viðræður okkar við fólkið hnigið að stjómmálum, lífsfílósófí og sögu sveitarinnar. En nú fór Skeiðará að flóa yfir víðara og víðara rúm í huganum og þenja sig yfir stærra og stærra svæði af umtalsefninu. Skyldi hún verða blaut í botninn? Staksteinótt? Straumhörð? Djúp? Breið? Hyljótt? Falla vel? Það varð um engar smugur fram- hjá því komizt, hvemig sem við leit- uðumst við, að Skeiðará var allt önnur nú á dögum en í fomöld, þeg- ar ekki fór meira fyrir henni en svo, að rétta mátti vefjarskeið yfír hana, einsog sagan segir, að hún hafi hlot- ið nafn sitt af. Skeiðará vorra daga var geysilegt vatnsfall, straumhörð, vatnsmikil, stórvirk og kenjótt. Hún gat breytt um farveg á skömmum tíma. Brot, sem var reitt þessa stundina, gat verið umhverft í ófæru eftir fáa stundarfjórðunga. Hún var að vísu ekki stórgrýtt. En hún átti það til að vera hyljótt og blaut í botninn. Hestar gátu brotizt um í henni og reiðtygin mnnið afturaf þeim, ef maður hélt sér ekki vel í faxið. Og ekki var fólki liðið það ennþá úr minni, að hestur með manni á, hafði horfið í skyndilegri svipan á bólakaf niðurí einn vatnspyttinn, þegar hann var að þreifa sig áfram í kolmórauðu jökulvatninu yfir ána. Yatnadagunnn —mikli— sýnilegt, að hann var að draga í sig langæja stórrigningu. Mestallan daginn gekk á skúmm, ýmist í logni eða með vestan andvara. Það hafði rignt um nóttina og daginn áður frá klukkan fjögur, og allir lækir og minniháttar ár í Öræfum höfðu vax- ið að sýnilegum mun, en stærri vatnsföll leyna lengur vexti, sem kunnugt er. Það bar ekkert við öðm hærra á leið okkar innað Svínafelli fyrren við komum að svonefndri eystri Virkisá, sem rennur fyrir austan Svínafell, milli þess og Sandfells. Það rigndi alltaf öðmhveiju. Útlitið varð æ þungbúnara eftir því sem á daginn leið. Fjöllin stóðu vatnsgrá uppí þok- usvakkann. Og það kom ekki yfir mig neinn hærri fögnuður, þegar mér varð hugsað til ferðalagsins, sem við áttum fyrir höndum yfir Skeiðará og Skeiðarársandinn. Virkisá eystri hafði vaxið einsog önnur smærri vatnsföll. Hún féll í nokkmm halla, í niðurgröfnum, staksteinóttum skomingi, þar sem við komum að henni, kolmórauð, holótt og straumþung. Fyrir augum Öræfings, sem glímt hefur við stórár frá blautu bamsbeini, hefur þessi spræna þó sennilega ekki verið öllu tilkomumeiri en glaðvær bæjarlæk- ur. Mér kom það þessvegna ekki á óvart, þó að Helgi legði útí ána for- málalaust, þar sem okkur bar að henni. Hesturinn, sem hann reið, fetaði sig gætilega niður snarbrattan urðarbakkann, og rétt í sömu svifum var hann kominn útí beljandi ár- strauminn. Mér leizt undireins ískyggilega á þetta ferðalag, sýndist botninn óhugnanlega stórgiýttur, straumur- inn snarpur og bakkamir niðurað og uppúr ánni helst til óvenjulegir hestavegir. Ég kalla því til Margrét- ar, sem reið á undan mér, og bið hana að hinkra við, meðan Helgi sé að komast yfir. En sakir flaumgnýs- ins í ánni mun hún ekki hafa heyrt til mín, og áður en ég fengi frekar að gert, sé ég afturendann á hesti hennar standa næstum beint uppí loftið, um leið og hann rennur með möl og gijóti niður bakkann. Nú var allt um seinan. Ég geiði nú stanz á hesti mínum uppiá bakkanum og horfði til ferða þeirra. Hestur Helga þreifaði sig áfram yfir botngrýtið, blindmiðaði fótunum milli hnullunganna, mjak- aði sér lengra og lengra gegnum hvissandi strauminn og brauzt svo í rykkjum upp urðarstálið vestan- megin. Þegar hestur Helga er í þann veginn að losa sig uppúr ánni, er Maigrét komin um það bil útí hana miðja. Hestur hennar fálmaði sig varlega, hægt og hægt lengra í átt- ina yfirum, með straumþungann hvflandi á mér uppundir miðja síðu. En rétt í því, er hann hefur klöngrazt rúmlega hálfa breidd árinnar, þá rekur hann annan framfótinn í einn botnhnullunginn og stingst sam- stundis á hausinn niðurí straumkast- ið. Margrét fykur einsog tuskudúkka niðureftir faxi hestsins, en tekst með eldingarviðbragði að stöðva sig frammiá miðjum makka með því að slöngva handleggjunum undir háls á hestinum. Hann rykkir sér á fætur og rífur sig uppúr ánni og upp vest- urbakkann meið Margréti liggjandi rennblauta frammiá makkanum með báðar hendur spenntar dauðahaldi yfirum hálsinn. Þessi sena stóð aðeins þijú til ijög- ur andartök. En það er þó sá leikur, er ég vildi sízt sjá leikinn í annað sinn af öllu, sem fyrir augu mín hefur borið. Ef Margréti hefði ekki tekizt að stöðva sig á makka hests- ins — og þar munaði mjóu — eru litlar líkur til, að hún hefði farið fleiri ferðir yfir fallvötn þessa heims. Þetta áfall dró á efír sér uggvæn- legar sáiarverkanir og þær því ugg- vænlegri, að sextán dögum áður hafði Margréti hent það óhapp aust- urí Hellisholtsvatni á Mýrum, að hestur hennar lenti í bleytu og brauzt um nokkuð, svo að reiðtygin runnu með hana afturaf reiðskjótanum og hún sat holdvot á hnakknum niðurí vatnsaganum, þegar að henni var komið. Þá vildi henni það til lífs, að hún var komin langleiðina að landi og vatnið lygnt og ekki dýpra en milli hnés og hófskeggs. En nú átt- um við eftir að ríða yfir nafnfræg- asta vatnsfall landsins, eitt hið mesta, straumharðasta og illræmd- asta stórfljót á íslandi, Skeiðará á Skeiðarársandi. Ég sneri nú hesti mínum svo sem tveggja til þriggja mínútna leið nið- urmeð ánni. Þar var hún straumlétt- ari, breiddi meira úr sér og var betri í botninn. Við Margrét fengum gistingu í Austurbænum í Svínafelli, en Helgi sneri heimleiðis með hestana. Dag- inn eftir ætluðum við að halda vest- uryfir Skeiðarársand. Við höfðum fengið okkur til fylgdar yfír sandinn þaulvanan vatna- og ferða-mann, Runólf Jónsson bónda í Vesturbæn- um í Svínafelli. En þennan dag, sem var þriðjudagurinn 5. september, gekk á með hellirigningu næstum óslitið allan daginn, loftið var korg- þykkt og ábúðarmikið og ýmist gola eða kaldi á suðaustan. Þá mátti búast við stinningsvindi útiá Skeið- arársandi. í Svínafelli er oftast lygnt og blítt í veðri, þóað vindar gnýi eystra og vestra. Við hrejrfðum okk- ur ekki frá Svínafelli þennan dag. Daginn eftir var loft ennþá þung- búið og vætugróið, og leit út fyrir, að hann dytti á hverri stundu á með stórrigningu. Af því varð þó ekki. Hann hékk uppi þurr til klukkan flögur, síðan gekk á hægum skúrum til klukkan átta, en eftir það var afturþurrt í veðri. Veðurútlitið fram- anaf degi dró úr áhuga okkar að leggja á Skeiðarársand þann daginn. Og uppúr því snerist ferðalagið þannveg fyrir okkur, að við afréðum að bíða í Svínafelli, þartil póstur kæmi að austan og verða honum samferða vesturyfir sandinn. Seint myndi mannsliðinu verða ofaukið yfir Skeiðará. Við notuðum þetta uppþot til þess að skoða okkur svolítið um í Svína- felli. Á svona fomu höfuðbóli tekur það langan tíma að stilla eyrað á hinn íjölraddaða eitureym kynslóð- anna, ekki sízt þegar alltaf rignir og maður á eftir að fara yfir Skeið- ará. Við urðum þessvegna að gera okkur að góðu að takmarka athygli okkar við hinar fátæklegu skugga- myndir hversdagsleikans. Bæimir, fjórir að tölu, standa undir dásamlega fagurri fjallshlíð, sem öll er grasi og skógi þakin uppá efstu brúnir. Niður hlíðina ganga nokkur hlýleg gil og giljadrög, gróin stórvöxnum skógi og fögrum jurtum, og niður gilin renna silfurtærir læk- ir. En svo að segja fast uppvið vest- urútjaðra þessarar myndar fellur Svínafellsjökull niðurá láglendið um slakka í fjallinu, leirgrár og sund- ursprunginn varla lengra en fimm mínútna gang frá bæjarhúsunum. Á þeirri jörð, sem jökulhrönnin liggur nú yfir, segja fomar sagnir, að stað- ið hafi bærinn Freysnes, er lagðist í eyði í jökulhlaupinu mikla á fjórt- ándu öld. Þá tók af um 40 bæi í Litlahéraði, einu af blómlegustu sveitum landsins. Eftir þá tortímingu hlaut það nafnið Öræfí. Þegar horft er heimanfrá Svína- felli í suðurátt, sér yfir haga og engi svo langt sem auga eygir. En í vestri og suðvestri blasir við Skeið- arársandur, og bak við hann, lengst í vestri, rís Lómagnúpur uppúr þess- ari miklu auðn dauðans, lóðrétt eins- og bergkastali fijálsrar þjóðar. Ef það skyldi eiga fyrir þér að liggja að halda heimað Svínafelli úr austurátt á björtum sumardegi, í fyrsta sinn á ævi þinni, mætir augum þínum mynd, sem er ólík öllu öðm, sem þú hefur nokkumtíma augum litið hér á landi. Áður en þú rámkar við þér, ertu farinn að spytja sjálfan þig: Hvað er þetta? Hvert er ég kom- inn? Er ég á leið inní fjallaþorp suð- urí Sviss? Eða er þetta hugarburð- ur, sem einhvemtíma hefur borið fyrir sjónir mínar í draumi? Eða er ég að hverfa inná land lifenda, sem ég hef lesið um í helgum bókum? Og þessi mynd vekur með þér sáran trega alla ævi síðan, hvenær sem þú leitar eftir náttúrufegurð í veröld- inni. Skeiðará sýndist ekki kvíðvænleg- ur farartálmi tvo fyrstu dagana okk- ar í Svínafelli. Ekkert nema örmjó- ar, dauðalegar lækjarlænur, sem Ijfppuðust í ánalegum hlykkjum vest- ur í sandauðninni, einsog þær nenntu varla að dragnast áfram hina löngu leið til sjávar. Hvemig gat manni komið til hugar, að þama vesturfrá, þar sem allt virtist dautt og hreyf- Hún óx auðvitað i rigningum, og í miklum rigningum gat hún orðið svo stórfengleg, að heimanfrá Svínafelli sýndist ein vatnsbreiða allar götur vestureftir Skeiðarársandi. Hún bætti líka í sig í hitum, einsog önnur jökulvötn, og dagana, sem við dvöld- umst í Svínafelli, var alltaf hlýtt í veðri auk óveðursins, sem hlaut að gera öll vötn mikil. Margir höfðu komizt í hann krappan við Skeiðará. Stundum höfðu menn verið margar klukkustundir að svamla yfir hana. Dæmi fundust einnig þess, að varla hafði munað hársbreidd, að hún sóp- aði ferðamönnum útí hafsauga, ef þeir vom staddir á sandinum, þegar hin feiknlegu Skeiðarárhlaup bmt- ust fram undan Skeiðaráijökli. Svona ræddum við um Skeiðará dag eftir dag frá öllum hliðum og sjónarmiðum. Þó að við hvörfluðum að öðmm umtalsefnum stund og stund, soguðumst við áðuren minnst varði aftur inní straumgný þessarar ferlegu móðu. Vatnaþekking Aust- ur-Skaftfellinga er heil fræðigrein, sem seint verður lærð til hlítar. Og hver ný ræða um Skeiðará flutti okkur einhveija nýja þekkingu. En þrátt fyrir allan ægileik Skeið- arár bám þessar sprettræður okkur alltaf að einni huggun. í Skeiðará hafði aldrei maður dmkknað. Jú-ú! Einhver gömul sögn var ennþá á reiki í Svínafelli um mann, sem hafði dmkknað í ánni. En þar með var allt talið. Hinsvegar kunnu menn nokkur dæmi um drukknanir í Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Hvemig stóð á því, að Jökulsá skyldi hafa orðið fengsælli á manns- lífin en Skeiðará? Jökulsá rann alltaf í einni breiðu og hafði grafið sér fastan og djúpan farveg niður í sandinn. Auk þess var hún meira vatnsfall og ennþá straumharðara en Skeiðará. Skeið- ará flæddi yfir breiðara svæði, rann venjulega í mörgum álum og féll að öllum jafnaði á sæmilegum brotum. Næsta dag, fímmtudaginn 7. sept- ember, var regnúði framað klukkan sjö um kvöldið, en þá gekk hann í bullandi óveður og rigndi í sífellu alla nóttina. Daginn eftir hellti úr lofti þrotlaust og alla næstu nótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.