Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 5
Regnið dundi á húsþökunum og streymdi í lækjum niður þakrennum- ar. Lækjarhjalið í giljunum var að breytast í þungan ámið. Grösin og skógurinn í brekkunni hníptu litverp. Grasmaðkamir flúðu unnvörpum uppúr jörðinni og engdust innum gluggann á svefnherberginu okkar — hann var niðurundir jörð uppað brekkunni — og leituðu sér athvarfs niðurí rúmunum og nutu þar óaf- vitandi gestrisni, þartil maður fann þá skríða við sig beran. Og við töluð- um mestallan daginn um Skeiðará, sem nú þandi sig yfir meiri og meiri víðáttu vesturá sandinum. Dimmgrátt loft, regndynur, nið- andi vatnagnýr, tún, hlöð og garðar á floti í vatnssvakka, — þetta var stemmning laugardagsmorgunsins. Við vissum að pósturinn myndi koma austanað á laugardagskvöldið og halda vesturyfir Skeiðarársand á sunnudaginn, hvað sem á dyndi. Og við byijuðum morguninn með fræði- legum samræðum um Skeiðará. Regninu hellti ennþá niðurúr hreyf- ingarlausum skýjamekkinum. Hvert sem litið var, grámaði fyrir pollum, ám og lækjum, og vatnagnýrinn var orðinn fastur í eyrunum á okkur, einsog við hefðum fæðzt með hann. Skyidi nú Skeiðará ekki vera orð- in ófær? Ja, það fer nú að verða á takmörk- um. Ekki vil ég nú segja það. Ennþá meiri sýndist hún vera héma um árið, þegar hann Sigfús Johnsen fór yfir hana. Þá flóði hún vestureftir öllum sandi, næstum eins langt og við sáum héðan að heiman. Fékk hann hana ekki djúpa? Ekki ákaflega. Hún getur verið grynnri í miklum rigningum en í þurrkatíð. Þegar hún er í miklum vexti, ryður hún undir sig möl og sandi og flákar sig útyfir breitt svæði, og þá er síður hætt við bleyt- um, því að straumþunginn þjappar niður vatnsbotninum. Hún er stund- um dýpri í þurrkum. Þá hættir henni við að grafa sig niður í mjórri ála. Svo er. Svona gat huggunin leynt sér Iengi austurí Öræfum. Vatnið hélt áfram að streyma úr loftinu stanzlaust þartil framundir miðmunda. Himinn og hauður sýnd- ust runnin saman í einn gráan vatnsmökk. En rétt fyrir miðmunda rauf hann loksins gat á skýjakafið í norðvestri, svoað sá dimmbláan heiðglugga yfir Skaftafellsflöllun- um. Dimmblá heiðríkja er fyrirboði þerris. Undir kvöldið var vatnagnýr- inn farinn að fá aukahreim af flall- átt. Ennþá var þó loftið mjög skýj- að. Glugganum í norðvestri gekk illa að stækka. Við töluðum um það, hvort það myndi setja niður í Skeið- ará í nótt. Svo kom sunnudagsmorgunninn. Loftið einsog í fomum annálum fyr- ir mikla mannskaða: Hvergi ský- hnoðri á himni, — hægur norðaustan fjallablær, glitrandi sólskin og heitt { veðri. Það hafði sett svolítið niður í vötnunum. Og nú fyrst lagði það af tilviljun í eyru okkar, að fólkið í Svínafelli hefði verið farið að verða hrætt um, að jarðvegurinn í brek- kunni yfir bæjunum myndi fljóta með alltsaman niðurá jafnsléttu í ósköpunum. Svona kurteisir menn eru Öræfingar. Fimmtán mínútum eftir miðjan morgun riðum við úr hlaði í Svína- felli undir dimmbláum himni í glaða- sólskini, öll á þaulvönum vatnahest- um, pósturinn, Runólfur Jónsson, Margrét og ég. Fólkið stóð útíá stétt- inni og horfði á eftir okkur, og ég raulaði þessa vísu fyrir munni sér: Ó, hve tíminn er að sjá undarlega skaptur. Hvað mun dagur heita sá, nær hingað kem ég aftur? Og nú áttum við von á fímmta manni í hópinn. Það var Runólfur Bjamason í Skaftafelli, einn mesti Skeiðarárfræðingur í Öræfum. Hann hafði verið beðinn símleiðis að fylgja okkur yfir Skeiðará, þegar augsýnilegt þótti heima í Svínafelli, að hún væri komin í algleyming, og hann hafði lofað að koma í veg fyrir okkur á sandinum niðriundan Skaftafelli. Við létum hestana tölta út aurana fyrir vestan Svínafell og töluðum um rigninguna og vötnin, og svo byijuðum við að þegja. Framundan MORGUNBLAÐgnjIubARDAGUR 11. MARZ 1989 : <* 1 F I '■] 1 1 1 fg j. B 5 í kompaníi við Þórberg Hér á eftir fer kafii úr bók Matthíasar Johann- essens, / kompanii við Þórberg, sem kemur út hjá Almenna bókafélaginu á morgun, 12. mars, þegar öld er liðin frá fæðingu Þórbergs Þórðarsonar. Fyrri hluti þessarar bókar er endurprentun á / kompanii við allifið, sem kom út 1959 þegar Þór- bergur varð sjötugur og er fyrsta samtalsbókin á íslensku. Hún er löngu uppseld. Síðarl hlutinn er samtðl, sem Matthias átti við Þórberg seinna. Bókin endar á langri ritgerð, sem Matthias skrlfar um vin sinn Þórberg, einkenni hans og aðstæður og samband sitt við hann. Kaflinn hér á eftir er. úr þessari ritgerð, en þar er m.a. vitnað i áður óbirt bréf Þórbergs til Matthiasar. Þórbergur sá ávallt hlutina öðrum augum en samferða- mennimir og hélt óhikað fram skoðunum sínum á lífinu þessa heims og annars. Á sama tíma og hann prédikaði kommúnisma af innfjálgri sannfæringu var hann með hugann við astralplanið og eilífðarverumar. Að áliti Þórbergs var það beinlínis ódíalektiskt að neita lífi eftir dauðann, áður en málið hefur verið rannsakað til hlítar og þeir hinum megin hafa lýst því yfír, að þeir séu ekki til. í Kompaníinu kemst hann einhvem veginn svo að orði, að margir Rússar eigi vafalaust eftir að lenda í erfiðleik- um, þegar þeir vakna á astralplan- inu, þvi að það hljóti að vera held- ur óskemmtilegt fyrir fólk að búa í landi, sem það trúir ekki, að sé til. Hann segir við þróumst öll upp í það á milljörðum ára að verða guðir. En trúarbrögð lætur hann að öðm leyti lönd og leið. Guð er alþjóðasinni eins og ég, segir hann í Kompaníinu. Ég spurði hann eitt sinn, hvort honum hefði nokk- um tíma dottið i hug að gerast kaþólikki eins og Halldór Laxness og Stefán frá Hvitadal. Hann hrökk við. Margt hefði hann þurft að þola um dagana, en þvílíka spumingu, ó jesús minn! „Hvers vegna spyrðu ekki heldur," sagði hann, „hefur þér aldrei dottið í hug að gleypa rottueitur?“ Eins og að líkum lætur stóð Þórbergi ekki á sama um afstöðu sovézkra kommúnista til eilífðar- málanna. Til að sætta sig við hana hélt hann því blákalt fram, að geimfarar Rússa ættu eftir að fínna eilífa lífið — „mér þætti ekki ósennilegt, að þeir ættu eftir að koma aftan að því.“ Þórbergur var sannfærður um, að draugar fylgdu atómskáldun- um og yrktu í gegnum mörg þeirra, segðu þeim að minnsta kosti fyrir verkum, þótt þau vissu ekki af því. Einhveiju sinni, þegar ég þurfti að hlusta á þessar bolla- leggingar hans, datt mér í hug, hvort ég gæti ekki notað á hann dálítið vopn, sem biti. „Maó er atómskáld," sagði ég. „Nú, hvem- ig veiztu það?“ spurði hann. „Ég hef þýtt eftir hann ljóð úr ensku fyrir Magnús Kjartansson," sagði ég. Þá lyftist á honum brúnin. Spyrlinum var þá ekki alls vam- að. „Ertu viss um, að Maó sé atómskáld?" spurði hann. Já, ég fullyrti það. Daginn eftir orti Þórbergur vísu í atómstíl. Lífið, baráttan á öllum plönum, í öllum litbrigðum og öll- um tóntegundum var vettvangur Þórbergs Þórðarsonar. Stundum leið honum vel í þessari baráttu, stundum illa eins og gengur, en alltaf sá hann hana í kómísku ljósi. Eitt sinn sátum við Snorri Hjartarson niðri í Hljómskála- garði og röbbuðum saman. Það var stillt veður og fremur bjart, og það var létt yfir okkur. Mig minnir, að við Snorri töluðum um mengun og vomm talsvert niður- sokknir í samræðumar. Allt í einu sjáum við, hvar Þórbergur kemur stmnsandi eftir stígnum og er á leið frá Sóleyjargötu vestur á Hringbraut. Ég stend upp og kalla á hann. Hann stanzar andartak, en ætlar síðan að forða sér, eins og fætur toga. „Nei, farðu ekki Þórbergur," kalla ég. „Við Snorri Hjartarson þurfum að tala við þig.“ Þá snarstanzar hann, skimar til okkar augum, gengur hægt i áttina til okkar og segir: „Nú, það em bara þið, jæja.“ „Af hveiju ætlaðirðu að flýja okkur, Þórberg- ur?“ spurði ég. „Nú, mér sýndist, að þið væmð rónar,“ sagði hann. Síðan settist hann á bekkinn hjá okkur og var auðvitað á samri stund farinn að segja okkur sögur af öðm tilverastigi. Hann sagði okkur frá því, að Þórður á Kleppi hefði fyrir mörgum áratugum lýst fyrir sér gamalli konu, sem hann hefði hitt hinum megin á fremur myrku plani. Hún var alblóðug eftir slys án þess að vita, að hún væri látin. Þetta þótti mér merki- leg saga, því að Eyjólfur Eyfells hafði nokkram ámm áður sagt mér sömu sögu. Ég gaf Þórbergi nákvæma lýsingu á frásögn Ey- jólfs, þegar hann hitti Þórð stumr- andi yfir gömlu konunni á öðra plani nótt eina, þegar hann fór sálföram sem oftar. Þórbergur þurfti að fá þetta allt útmálað af vísindalegri nákvæmni, en mér þótti merkilegt, hvemig lýsingar Þórðar á Kleppi og Eyjólfs Ey- fells komu heim og saman og samt liðu áratugir milli þess, að Þórður sagði Þórbergi, en Eyjólf- ur mér. Þetta vora hin djúpu rök tilverannar, að dómi Þórbergs. Þegar Þórbergur kvaddi okkur Snorra Hjartarson, var hann upp- lyftur og innblásinn nýrri næstum óyggjandi sönnun um framhaldslíf sálarinnar. En við Snorri Hjartarson sner- um okkur aftur að jörðinni og menguninni. „Eg gleðst yfir hveijum þeim vini mínum, sem fer yfiram ... bara þið lendið nú ekki þar sem Margréti dreymdi landslagið svart eins og kol,“ sagði Þórbergur eitt sinn við mig. „En þar rennur dálít- ill lækur, eins og Þórður á Kleppi lýsti á þeim slóðum, þar sem hann sá kerlinguna blóðuga." Vatn til að þvo sárið. breiddist út Skeiðarársandur og nið- andi vatnaflákar, en bakvið sandinn skyggði Lómagnúp vesturí fjarsta heiði. Á auranum nokkum spöl fyrir vestan Svinafell komum við að fyrsta vatnsfalli þessa ógleyman- lega vatnadags. Það var Svína- fellsá, sem fellur undan Svinafells- jökli, all-mikið vatnsfall, kolmó- rautt, straumhart, stórgrýtt og belj- andi. Hún var sjómikil, en nú var farið að fara hana fjær jöklinum en áður tíðkaðist, og þar var straumurinn ekki eins stríður og botninn jafnari. Svo létum við hestana tölta áfram vesturá bóginn all-langa leið, þar til við komum að öðra vatns- falli sýnu meira og breiðara en Svinafellsá. Það var Skaftafellsá, sem kemur undan Skaftafellsjökli, skriðjökli, sem gengur fram milli Skaftafells og Svínafellsjökuls. Hún var líka mjög vatnsmikil, en féll á góðu broti og flákaði sig sæmilega og var þá á miðjar síður, straum- þung og mórauð, en ekki slæm í botninn. Nokkurn kipp fyrir vestan hana kom Runólfur í Skaftafelli til móts við okkur. Hann var karl- mannlegur og vatnareifur, á stóram og sterklegum hesti þama í morg- unsólinni. Mér fannst Skeiðará minnka, þegar ég horfði á hann. Er ekki Skeiðará mikil? Jú, það er anzi mikið í henni. Ég leit til Margrétar. Ég vissi, að „anzi mikið“ á máli Öræfinga þýðir nokkumveginn sama og „and- skotans ósköp" í málfari okkar hér í Reykjavík. Nú fór leiðin að stytt- ast. Við þögðum öll, og þögn okkar féll öll til vesturs. Ég rauf þennan ógnandi hljóðleik með því að biýna ennþá einu sinni fyrir Margréti vatnaboðorðin. Þau vora íjögur: Haltu ekki fast í tauminn! Stattu ekki í ístöðunum! Haltu annarri hendi af öllu afli í faxið, ekki í hnakkinn! Horfðu ekki niðurí vatn- ið, heldur skaltu einblína útí sjón- deildarhringinn eða á Lómagnúp! Vatnsgnýrinn varð þyngri og þyngri. Hvert hófatak bar okkur nær og nær. Og áður en minnst varði voram við fimm veikburða manneskjur komnar framá austur- strönd hinnar miklu móðu. Ég þreif úrið uppúr vasa mínum. Það vant- aði tíu mínútur í átta. Halt’ þér fast í faxið! Satt’ ekki-í... Svo kafnaði allt, sem á eftir kom, í straumgnýn- um. Þetta var mikið fljót, og það var einsog straumþunginn væri hér af sterkari kynstofni en í öðram vötnum, sem við höfðum riðið þetta rigningasumar, en þau voru hart- nær þijátíu. Hér urðu samt engar vomur. Runólfur í Skaftafelli hleypti hest- inum undireins niðurí kolmórautt straumkastið. Hvernig veit maður- inn, að þetta sé fært? Svo fóru þeir Runólfur í Svínafelli og pósturinn með Margréti á milli sín. Ég lagði útí síðastur. Hestarnir óðu hægt og íhugandi og hölluðu sér lítið eitt á strauminn. Vatnið var þó ekki nema uppá miðjar síður. Margrét helt sér í faxið. Þetta gekk allt eins- og í beztu sögu. Örstuttu vestar branaði fram á leið okkar annað fljót, álíka strítt og vatnsmikið sem hið fyrra. Við mjökuðumst yfir það í sömu röð og áður. Vatnið var ívið grynnra. Þá tók við dálitil sandspilda, og vestanmegin hennar, bakvið fláandi malarbakka, beljaði áfram þriðja fljótið, mikið vatnsfall og ófrýni- legt. Runólfur í Skaftafelli setti hestinn ennþá útí næstum beint af augum, svo Runólfur í Svínafelli og pósturinn með Margréti á milli sín og síðast ég. Hestamir þver- skára straumbreiðuna, sem braut á þeim ofanhallt við miðjar síður, og eftir 40 til 50 hálfsvimandi augna- blik höfðum við þessa ljótu móðu að baki okkar. Hestamir frísuðu, og iskalt jökul- vatnið rann niðurúr þeim. En nú sýndist Skeiðará líka vera búin. Framundan blasti við vatnslaus eyðimörk með Lómagnúp að baki og Skeiðaráijökul leirgráan og spranginn nokkra kílómetra í burtu til hægri handar. Jæja, sjáum skinnið! sagði ég við sjálfan mig, þar sem ég lét hestinn ráða ferðinni í humátt á eftir sam- ferðafólki mínu. Skeiðará er þá ekki eins stórkostlegt vatnsfall og maður hefur heyrt talað um. Mér virtist sex dögum síðar, að þessir þrír álar hefðu verið álíka vatns- miklir og þijú Markarfljót í rigning- artíð. Við létum hestana skokka vestur sandinn, og allir þögðu. Hversvegna þegja allir? Það skyldi þó vera, að Skeiðará sé búin. Eftir tæpa tveggja minútna reið tók að skráma fyrir augum mér sýn, sem ég hef aldrei getað losnað við síðan. Uppfyrir gráa auröldu nokkum spöl fyrir framan okkur glampaði í sólskininu á mórauða vatnshóla, stróka og boðaföll, sem ýmist hófust eða duttu niður eða þeyttust hvítfyssandi áfram á fleygiferð. í þessari sýn, sem stakk svo í stúf við dauða eyðimörkina, var eitthvað ægilega tiyllt og dular- fullt. Þegar við komum lítið eitt nær, var þetta ekki ósvipað til að sjá endalausri þvögu af úlfaldalest- um á þeysihlaupum niður sandinn. Það skipti svo að segja engum togum. Við eram áður en minnst varir komin framá bakka á vatns- breiðu, sem líktist meira hafí en' nokkra vatnsfalli, sem ég hafði áður séð. Mér heftir aldrei bragðið eins í brún. Þessi hafsjór er áreiðan- lega engum fær, hugsaði ég ósjálf- rátt upp aftur og aftur. Við hljótum að verða að snúa við. Allt yfirborð þessarar tröllauknu, leirmórauðu hafrastar þaut framhjá okkur með flughraða, hófst hér og þar'í háa bunka, féll svo niðurí djúpa dali, vafði sig í hendingskasti í risavaxna ströngla, sem byltust um í hvítfyss- andi boðaföll, hringsnerist í sogandi iðusveipi og skrúfaðist upp í drýli og stróka, en gnýrinn af hamföram þessarar brimrastar var svo mikill, að við áttum fullt í fangi með að heyra hvert til annars. Og þegar ég leit augunum kringum mig af vatnsfluginu, sýndist allt umhverfið hringsnúast einsog.voldugt karúsel. Það var undireins' sýnilegt, að þessi ókjör vora engum hesti fær, þar sem við komum að þeim. Þeir Runólfur í Skaftafelli og pósturinn tóku sig því úr hópnum og riðu nokkra leið niðurmeð flaumbreið- unni, ef hugsazt gæti, að einhvers- staðar mótaði fyrir broti. Það gekk alveg framaf mér, að nokkram óbijáluðum manni skyldi geta dott- ið í hug að leita að broti á þessu hafsævi. Við hin fóram af baki og horfðum á eftir þeim. Hestamir lygndu þunglyndislega aftur aug- unum einsog þeir fyndu á sér, að nú væri ekki skemmtilegt í vænd- um. Snertikipp fyrir neðan okkur lögðu þeir Runólfur og póstur útí straumhafið. En þeir vora varla lausir við land, þegar hestamir und- ir þeim vora að stingast á sökkv- andi kaf og snarsneru til sama lands aftur. En þeir gáfust samt ekki upp við svo búið, létu hestana eigra lesta- ganginn ennþá all-Iangan veg nið- urmeð ánni og sýndust aldrei hafa augun af straumfallinu. Loks námu þeir staðar nokkur augnablik og horfðu vesturyfir. Því næst beindu þeir hestunum að vatninu og settu þá útí. En þama fór allt á sömu leið og áður, hestamir á bólakaf og snera í einu vetfangi aftur til sama lands. Auk þess fór að verða meiri hætta á sandbleytum eftir því sem lengra dró niðureftir. Þama snera þeir við og héldu aftur upp- með ánni þangað sem við biðum með augun límd við hveija hreyf- ingu þeirra. Þetta leit ekki glæsi- lega út. Ekki físilegt að verða að snúa aftur í þessu einmuna veðri og máski kominn úrhellings- slökkvandi í fyrramálið. Þetta vaf rigningartíð. Og við stödd milíi tveggja höfuðsanda og stórvötn á báða vegu. Kannski var reynandi að gera úrslitatilraun svolítið ofar. Við stig- um á bak og riðum dálítinn kipp uppmeð ánni, þangað til við komum þar að, sem ekki sýndist með öllu vonlaust um að gera mætti nýja tilraun. Við námum staðar og litum yfir fljúgandi straumfallið. Síðan lögðu þeir Runólfur i Skaftafelli og póstur hestunum á nýjan leik útí vatnshafíð, en við hin fóram af baki og horfðum til ferða þeirra. Hestamir fetuðu sig gætilega útí kolmórauðan strauminn, skref fyrir skref. I hverri hreyfingu þeirra birt- ist mikil lífsreynsla, sem þeim hafði auðsæilega tamizt að draga af gagnlega lærdóma. Vatnið hrað- dýpkaði ekki, heldur sté hægt og hægt hærra og hærra uppeftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.