Morgunblaðið - 01.04.1989, Síða 3
_________________________________ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989 B 3
koma Súsönnu og Fígaró í hjóna-
bandið og sætta greifahjónin. Það
tekst eftir að kænskubragð kvenn-
anna heppnast með ágætum og við-
burðaríkur brúðkaupsdagur er loks
á enda.
Hér er af ráðnum hug farið fljótt
og lauslega yfir sögu, því fullt er
af skemmtilegum fléttum og brell-
um í Brúðkaupi Fígarós sem ekki
er rétt að ræna væntanlega óperu-
gesti ánægjunni af. Höfundur texta
óperunnar var ítalinn Lorenzo da
Ponte og er textinn saminn upp úr
leikriti Frakkans Beaumarchais, Le
Mariage de Figaro „sem valdið
hafði taugatitringi um alla Evrópu
og var loks sýnt í Vínarborg eftir
harða viðureign við ritskoðara keis-
arans. Beaumarchais hafði áður
samið Rakarann í Sevilla,“ og er
Brúðkaup Fígarós eins konar fram-
hald þess leikrits. „Mozart spurði
hann (da Ponti) hvort hann treysti
sér til að búa til óperuhandrit úr
gamanleikriti Beaumarchais, þá
hófst hann handa á laun vegna
þess að keisarinn var nýbúinn að
banna leikritið. Og svo vel tókst til
að texti Fígarós er almennt talinn
til meistarastykkja." Bannið kom
til af því að í leikritinu, enn frekar
en í óperunni, er aðallinn helsti
skotspónninn og í viðkvæmu and-
rúmslofti níunda áratugar 18. ald-
arinnar, þar sem franska stjórnar-
byltingin var á næsta leiti, þótti
slíkt skop óhæfa hin mesta. Þó eim-
ir enn nægilega eftir af broddi leik-
ritsins í texta da Pontis til þess að
skilja viðkvæmni yfirvalda.
Ekki þarf að fjölyrða um fegurð
tónlistarinnar né snilld Wolfgangs
Amadeusar Mozarts. Þó er vel við
hæfi að ljúka þessum inngangi á
niðurlagsorðum Sigurðar Stein-
þórssonar í grein hans um óperuna
Brúðkaup Fígarós. „Mozart notar
hljómsveitina af mikilli kunnáttu
og skarpskyggni til að ljá persónun-
um einstaklingsbundið líf og skap-
gerð og gefa atburðarásinni merk-
ingu. Slíku veita menn ekki at-
hygli, a.m.k. ekki meðvitað þegar
þeir hlusta á óperuna, fremur en
loftinu sem þeir anda að sér. Því
þrátt fyrir léttleika yfirborðsins er
tónlist Mozarts djúp og „lagskipt“;
við blasa fallegir söngvar og fjörug
atburðarás, átök stétta og kynja.
En undir niðri býr flókið spilverk
snillingsins sem við skynjum að ein-
hveiju leyti án þess að taka eftir
því og sem fræðimenn geta greint
og útlistað. Og þegar okkur hefur
verið bent á slík atriði veitum við
þeim athygli þeim mun oftar sem
við hlustum á óperuna. Þess vegna
er Brúðkaup Fígarós sígilt, óþijót-
andi uppspretta gleði og fegurðar.“
Og vafalaust verður einnig svo í
sýningu íslensku Óperunnar á því
herrans ári 1989, tæpum 203 árum
eftir að Mozart lauk við samningu
Brúðkaups Fígarós í Vínarborg.
Hávar Sigurjónsson tók saman.
Lengsta hlutverk
óperubókmenntanna
„Hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós er frumraun
mín á sviðinu í Gamla Bíói,“ segir söngkonan valinkunna
Sigrún Hjálmtýsdóttir. Þó er þetta ekki fyrsta óperuhlut-
verk hennar því bæði tók hún þátt í óperuppfærslum er
hún stundaði söngnám í London og flestum er vafalaust
ennþá í fersku minni túlkun Sigrúnar á hlutverki Ólympíu
í Ævintýrum Hoffinanns í Þjóðleikhúsinu fyrr í vetur.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverki Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós.
lutverk Súsönnu er
lengsta sönghlutverk
óperubókmenntanna,
hún er á sviðinu nær
allan tímann og er sífellt að bjarga
atburðarásinni. Þetta er mjög
jarðbundin stúlka, útsjónarsöm og
úrræðagóð. Hún er líka mjög
lífsglöð og ég er nú talin vera
lífsglöð manneskja svo það eru
ákveðnir þættir sem okkur eru
sameiginlegir, mér og Súsönnu,"
segir Sigrún um Súsönnu þjón-
ustustúlku greifafrúarinnar í
Brúðkaupi Fígarós. Súsanna er
þjónustustúlka Rósínu greifafrúar
og er heitbundin Fígaró, þjóni
Almaviva greifa. Óperutextinn er
byggður á frönskum gamanleik
og er í rauninni rakinn farsi, þar
sem hvert óvænt atvikið rekur
annað, svo um tíma lítur helst út
fyrir að ekkert verði úr brúðkaupi
Fígarós áður en óperan er á enda.
En allt fellur í ljúfa löð og allir
ná saman að lokum.
„Persónumar
í óperunni eru
fengnar úr
Commedia dell
Arte-leikhefð-
inni, þar sem
hver og einn hef-
ur sín kómísku
einkenni en Sús-
anna er ekki
beinlínis kómísk
persóna vegna
þess hve jarð-
bundin og skyn-
söm hún er. Hún
er reyndar oft
túlkuð sem ti-
plandi á tánum
og skrækróma
en við reynum
að hafa hana
manneskjulegri — vonandi tekst
það. Einhvers staðar hef ég lesið
að hún ætti að vera ósköp fíngerð
stúlka en það er erfitt að ein-
skorða sig við það því við söng-
konurnar erum náttúrulega mis-
munandi í laginu og háttum. Ég
held að mér hætti stundum til að
vera dálítið brussuleg svo það
getur verið að brussuskapurinn
slæðist einhvers staðar með,“ seg-
ir Sigrún og stríðnislegt brosið
bendir til þess að Súsanna verði
gædd mörgum og skemmtilegum
eiginleikum í höndum Sigrúnar
Hjálmtýsdóttur. En gerir ekki
lengsta sönghlutverk óperubók-
menntanna miklar kröfur til söng-
konunnar?
„Hlutverkið felst að miklu leyti
í rezitativum og þau eru náttúru-
lega leikritið — samtölin. Það er
mjög mikið af þeim í þessari
óperu. Súsanna á enga stóra aríu
í verkinu þó hún eigi engu að síður
tvær aríur og önnur þeirra er
mjög þekkt.“
— En er hlutverkið erfítt?
„Það reynir mjög mikið á
líkamlegt úthald og andlegt líka.
Hlutverkið er
hald og andlegt
líka. Hlutverkið
er svo margþætt
og smáatriðin
svo mörg, auk
þess sem maður
þarf að hafa
hugann við
sönginn."
—Reynir hlut-
verkið kannski
jafnt á ieikhæfi-
leikana sem
sönghæfileik-
ana?
„Já, það gerir
það. Að vísu hef-
ur Súsanna mjög
fallegar sönglín-
ur í öllum sam-
söngsatriðunum sem svo mikið er
af í þessari óperu en ég held að
söngkona sem getur ekki leikið
geti ekki tekið þetta hlutverk að
sér. Það gerir það miklar kröfur
í leik.“
— Hvernig komstu að hlut-
verki Súsönnu. Kunnirðu það fyr-
ir?
„Þegar hringt var í mig tíunda
janúar og mér boðið hlutverkið
þá kunni ég ekki nótu í því. Þetta
gæti því farið í heimsmetabókina
að ég skuli hafa lært þetta á svona
stuttum tíma. Ég er mjög heppin
hvað ég er fljót að læra og ég
hafði það líka framyfir aðra að
ég stend nokkuð vel að vígi í
ítölsku svo ég þurfti ekki að liggja
yfir orðabókum með hlutverkið.
En svo er tónlistin þess eðlis að
hún syngst mjög eðlilega. Hún er
mjög auðlærð þannig. Auðvitað
kannaðist ég við óperuna og þeg-
ar ég var við nám úti í London
tók ég þátt í uppfærslu á henni
og söng hlutverk Barbarínu, þjón-
ustustúlkunnar. En ég var svo
mikill kjáni að ég notaði ekki
tækifærið til að stúdera óperuna
og fylgjast með því hvað hinir
væru að gera.“
— Hvernig hentar hlutverkið
röddinni þinni? Þarftu að taka á
til að ná utan um það?
„Nei, hlutverkið nær yfir mjög
þægilegt raddsvið fyrir mig. Ég
er hár sópran og þetta hlutverk
sýnir kannski ekki hvað ég get.
Eg spenni ekki bogann mjög hátt
raddlega en leiklega verð ég að
gera það — taka á öllu sem til er.“
— Hvernig fínnst þér svo óp-
eran Brúðkaup Fígarós?
„Mér fínnst hún alveg stórkost-
leg. Tónlistin er alveg guðdómleg,
sérstaklega öll samsöngsatriðin
og svo er þetta svo skemmtileg
ópera — leikritið í henni."
— Nú eru óperur oft óskaplega
dramatískar — mikill harmur og
tilfínningar að bresta. En Brúð-
kaup Fígarós er andstæðan við
slíkt.
„Já, þetta er hrein gamanóp-
era, farsaópera, svokölluð opera
buffa. Uppfærslan héma hjá okk-
ur er í hefðbundnum stfl, áherslan
er lögð á skemmtunina og tónlist-
ina. Skemmtileg saga og yndisleg
tónlist, það er það sem boðið er
uppá.“
Og hver býður eiginlega betur?
Viðtal: Hávar Sigurjónsson
- segir
Sigrún
Hjólmtýs-
dóttir
um hlutverk
Súsönnu
í brúðknupi
Fígarós
undanförnum árum.
Hose hefur um nokkurra ára
skeið verið aðalstjórnandi Þjóðar-
óperunnar í Wales, frá 1983 hefur
hann verið fastagestur Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Budapest og er
nú aðalhljómsveitarstjóri Welsku
kammerhljómsveitarinnar. Anthony
Hose stundaði nám við Royal Coll-
ege of Music í London og lærði síðan
hljómsveitarstjórn af Rafael Kube-
lik í Miinchen og Genf. Að námi
loknu starfaði hann um skeið við
óperuna í Glyndebourne og síðan
sem aðalhljómsveitarstjóri Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í Bremen.
Hann heldur
áfram um sögu-
legt mikilvægi
Brúðkaups Fíga-
rós og bendir á,
að auk þess sem
hann hafi þegar
nefnt, þá sé óp-
eran einnig mik-
ilvæg fyrir ann-
arra hluta sakir.
„Brúðkaup Fíga-
rós braut einnig
blað hvað efni
óperunnar varð-
ar. Efnið er
pólitískt og
snertir fleti sem
yfirstéttin vildi
ekki sjá á leik-
sviði né í skáld-
verkum. Leikrit-
in þijú (Rakar-
inn í Sevilla,
Brúðkaup Fíga-
rós og Móðirin seka), sem Beau-
marchais skrifaði um Fígaró og
Almaviva-greifahjónin, fengust
ekki birt á prenti fyrr en 1778, fjór-
um árum eftir að hann lauk við
þau. Þá voru þau fljótlega þýdd á
þýsku og Mozart hefur nær örugg-
lega lesið þau í þýskri þýðingu. Þá
varð einnig ópera Paisiellos eftir
Rakaranum í Sevilla (1782) tölu-
vert vinsæl og Mozart hefur áreið-
anlega vitað af henni.
Þessi leikrit Beaumarchais urðu
semsagt geysilega vinsæl og um-
töluð, og voru reyndar bönnuð víða
og ástæðan er einföld. í þessum
leikritum, og þá
sérstaklega Brúð-
kaupi Fígarós, var
í fyrsta skipti sýnd
atburðarás þar
sem þjónustufólk-
ið hefur betur í
viðskiptum sínum
við yfirstéttina.
Undirstaða hinnar
flóknu atburðarás-
ar Brúðkaups
Fígarós er að veíta
Almaviva greifa
rækilega ráðningu
fyrir kvennafar
sitt og lausung. Refsingin felst í
því að leika á hann og gera hann
að fífli, sem og tekst, fyrst og
fremst fyrir það að hann ætlar að
beita húsbóndarétti sínum — droit
de Seigneur — gagnvart Súsönnu
á brúðkaupsnóttina. Þessi réttur
fólst í því að húsbóndanum leyfðist
að sænga hjá hverri sem var af
þjónustustúlkunum á brúðkaup-
snótt hennar, ef honum bauð svo
við að horfa. Greifinn hafði reyndar
afnumið þennan sið en i fyrsta
skipti sem á það reynir ætlar hann
að bijóta eigið bann. Fyrir það heit-
ir Fígaró í upphafi leiksins að leika
á hann og í fyrstu aríu sinni í ópe-
runni, se vuol ball-
are, segir hann að
ef húsbóndinn ætli
IIA.P ... .... að dansa verði það
HOSE HUOiyi- eftir la^sínu- °s
■■wwm þetta undirstrikar
Fígaró með því að
láta sem hann leiki
á gítar og stren-
gimir í hljómsveit-
inni leika petticato
og hljóma líkt og
gítar. Þar með
hefst þessi „brjál-
aði dagur“ sem
reyndar var uppr-
unalegurtitill leikrits Beaumarchais
og er ennþá undirtitill óperunnar,"
sagði Anthony Hose hljómsveitar-
stjóri og þar með var viðtalstíman-
um lokið, klukkan að verða sjö og
æfing í þann veginn að hefjast;
strengir Fígarós stilltir fyrir ginn-
keyptan greifann.
Viðtal: Hávar Sigurjónsson
ANTHONY
SVEITAR-
STJÓRIUNI
BRÚÐKAUP
FÍGARÓS