Morgunblaðið - 01.04.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ IAUGÁRDAGUR 1. APRÍL 1989
B 7
Einar Gubmundsson skrifar frá Amsterdam
tengslum við meginstrauma mynd-
listarinnar í Evrópu. Fútúrisminn var
þama líka á fullu; það varð til kúbó-
fútúrismi. Malewitsch var á bólakafi
í geijandi hræringum sinnar samtí-
ðar.
Sumarið 1913 tók Malewitsch
þátt í gerð fútúrísku óperunnar „Sig-
urinn yfir sólunni", — sá um leik-
myndina og búninga. M.V. Mat-
iushin samdi tónlistina en A.E.
Kruchenykh lagði til líbrettó og V.
Khlebnikov skrifaði prólógus. Óp-
eran var flutt tvisvar á Skt. Péturs-
borg. Listamennimir höfðu komið
sér saman um áhrifabrögð. Tjaldið
var t.d. ekki dregið frá heldur rifið
í tvennt. í ofbirtu ljóskastaranna
birtust kraftakarlar framtíðarinnar.
Með því að leggja undir sig sólina —
tákn sköpunarkrafts náttúrannar,
opna þeir leið til nýs tímabils sem
stjórnað er af manninum. — Hlutur
Malewitsch í sambandi við leik-
myndagerð ópemnnar átti eftir að
hafa afgerandi áhrif á frekari mynd-
sköpun hans; þama fóm að bæra á
sér hugmyndir er leiddu til súpre-
matíska málverksins.
Það var sýning haldin í Petrograd
í desember 1915; 14 framúrstefnu-
listamenn vom á ferð og sýningin
hét „0,10“ — þetta var síðasta fútúr-
istasýningin. Malewitsch átti þama
' 39 „fyrirmyndarlaus" málverk; hann
var jafnframt búinn að mynda nýtt
orð yfír þessa sína nýju tegund af
myndlist. Súprematismi — orðið kom
úr latínu af supremus, er merkir hið
hæsta; Malewitsch hafði í huga þett.a
sem hæsta stig í myndlist miðað við
sinn tíma. í súprematískri myndlist
er listamaðurinn orðinn skapari
formsins og náttúran kemur þar
hvergi nálægt. — „Svarti súpre-
matíski ferningurinn" (olía á striga,
79,5 x 79,5 cm, málaður 1914) var
þarna með, sú fræga mynd, svartur
ferningur á hvítum grunni, hreinasta
form óhlutbundinnar listar — núllgr-
áða málverksins. Fyrir listamannin-
um táknaði þetta ekki endalok mál-
verksins heldur nýja byijun. — Nú
er þessi „frummynd“ svo illa farin
að hún er ekki sett í ferðalög; varð-
veizlustaður er Tretjakov-galleríið.
Á sýningunni í Amsterdam er í stað-
inn höfð eftirgerð (’29) frá lista-
mannsins eigin hendi. Malewitsch
■ „Súpremus ttr. 56, “ 1916.
skrifaði: „Sú mynd er femingurinn
geymir er vagga súprematismans,
hinn nýi vemleiki litarins sem óhlut-
bundin sköpun. — Er ég notaði hug-
takið „óhlutbundinn“ vildi ég aðeins
segja skilmerkilga, að í súprematis-
manum er ekki fengizt við hluti eða
þess háttar, og er það allt og sumt.“
Eftir byltinguna í Rússlandi varð
það fljótt ljóst, að vinsælustu lista-
mennimir vom ekki þeir sem fram
úr stefndu, heldur hinir raunsæis-
legu er gerðu myndir af hetjum bylt-
ingarinnar í velþóknun Leníns og
kommúnistaflokksins. Malewitsch
var árið 1917, eins og flestir framúr-
stefnulistamenn, ákafur stuðnings-
maður byltingarinnar; þó vildi ljóm-
inn hverfa af hrifningunni þegar frá
leið. Hann sannfærðist um að listin
ætti að standa fyrir utan stjómmál;
að hann taldi að pólitíkusar og trúar-
leiðtogar misnotuðu listina.
Frá 1919 til 1922 dvaldi Malew-
itsch í Vitebsk og kenndi við skóla
sem Marc Chagall hafði stofnað.
Nemendur hópuðust að honum og
grúppan UNOVIS (brautryðjendur
nýju listarinnar) var stofnuð. Hug-
myndafræði súprematismans lá til
gmndvallar kennslunni. — Ungir
listamenn þessa tíma vom veiklaðir
á taugum, bláfátækir, vannærðir og
meðal þeirra var há sjálfsmorðs-
tíðni. Kennsluaðferðir Malewitsch
buðu upp á aðrar útgönguleiðir;
ásamt nemendum sínum braut hann
til mergjar myndir þeirra og bægði
þar með hugmyndum frá því að
lenda í glundroða. Komu sálfræðing-
ar og fylgdust spenntir með árangri.
Frá Vitebsk liggur leið til
Leníngrad, þar sem hann veitir for-
stöðu „Listrænni rannsóknarstofnun
ríkisins" (GINKHUK). Þama er
hann fram á árið 1926, en þá er
stofnuninni lokað; orsökin var sýn-
ing — eða réttara sagt, grein í Len-
ingradútgáfunni af Pravda, skrifuð
gegn sýningu á vegum stofnunarinn-
ar, leiddi til lokunarinnar. „Klaustur
á framfæri ríkisins" var fyrirsögn
greinarinnar, þar sem m.a. stóð
þetta: „Á meðan list öreiganna
stendur frammi fyrir tröllauknum
verkefnum og hundmð virkilega
efnilegra listamanna þjást af hungri,
er það glæpsamlegt að halda úti
glæsihöll til þess að þrír bijálaðir
munkar geti leyft sér ánægjuna af
ástundun listrænnar sjálfsflekkunar
eða fengizt við andbyltingarlegan
áróður, sem er engum til gagns.“
Árið 1927 fær Malewitsch ferða-
leyfi og heldur til Póllands og Þýzka-
lands. Hann tekur með sér obbann
af súprematískum málverkum
sínum, teikningar og útskýringar-
spjöld (í fómm hans em einnig hand-
rit) og sýnir í Varsjá og Berlín.
Áður en sýningunni í Berlín er lokið
verður Malewitsch að snúa aftur til
Sovétríkjanna. Hann kemur handrit-
um fyrir í geymslu og hann biður
sérstaklega um, að málverkin verði
ekki send á eftir honum. Talað er
um, að hann hafí ætlað að koma
aftur að ári og sýna á fleiri stöðum
— jafnvel að setjast að á Vesturlönd-
um, þar sem hann taldi sig geta lif-
að af sölu verka sinna. En hann
átti ekki afturkvæmt. — Margir hafa
velt vöngum og brotið heilann um
það, hvers vegna Malewitsch vildi
alls ekki fá verk sín til baka; er
hallazt að því að hann hafi álitið að
ekki væri nægilegt andrúmsloft í
Sovétríkjunum. Og það þurfti líka
að fela þessi verk fyrir Hitler, er
hann var kominn til valda. Það dett-
ur vonandi engum í hug að spá í
hvernig íslenzkir Hriflumenn gætu
hafa bmgðizt við ... Löngu seinna
em verkin boðin ýmsum söfnum í
Vestur-Þýzkalandi til kaups, en þau
hafna. Kemur þá Sandberg, safn-
stjóri Stedelijk Museum til skjalanna
og gerir snilldarinnkaup fyrir sitt
safn. Núverandi safnstjóri, Wilm
Beeren, benti á að þegar þetta verka-
safn hefði verið sýnt í Ámsterdam,
1958, hefðu engir blaðamenn mætt
og gestir við opnun vom aðeins 35;
það væri ekki réttlátt að álasa ein-
göngu Sovétmönnum fyrir tómlæti
í garð myndlistar á liðnum ámm.
Þegar Malewitsch sneri heim til
Rússlands tók hann upp þráðinn í
málverki þar sem hann hafði fallið
niður um 1913, og ártölin setti hann
aftur í tímann sem þessu nam. Hann
málaði myndir af bændum og
íþróttafólki. Það er talað um heila-
þvott í þessu sambandi; en þama
er margt óljóst. Ljóst er þó, að lista-
maðurinn einangraðist. Hann fann
ekki útgefendur að fræðilegum text-
um sínum. Hann var ekki talinn fé-
lagslega marktækur. 1930 er hann
tekinn til yfirheyrslu og gefnar að
sök njósnir fyrir Þjóðverja. Vinir
brenndu góðan slatta af handritum
hans til þess að lögreglan fyndi ekki
hugsanlegar sannanir gegn honum.
Með fínlegum hætti er gefið til
kynna, að þrengingum listamannsins
hafí slegið út í skízófreníu og íau-
fléttu ofsóknarbijálæði.
Síðustu málverk Malewitsch,
heimi ókunn fram að þessari um-
ræddu yfírlitssýningu, minna á ren-
essansmyndlist; hann merkir sér þau
með svörtum femingi þar sem sign-
atúr er venjulega settur.
Árið 1932 setti Stalín fram hvað
og hvemig Iistin ætti að vera —
perestroika hét það einnig á sínum
tíma; þremur árum seinna var sósí-
alrealisminn orðinn opinber stefna í
myndlist Sovétríkjanna og við tók
hræðileg afturför á þessu sviði. Það
var ekkert pláss fyrir Malewitsch
lengur.
Frá dauða listamannsins leið rúm-
lega hálf öld þar til verk hans voru
sýnd í heild. Allan tímann vom verk-
in hýst í geymslum — fyrir utan þau
sem Stedelijk á. Þegar ryk var loks-
ins dustað af, óttuðust Rússamir
það, að þeirra almenningur væri
ekki búinn undir þessa sýningu —
en þeir tóku áhættuna. Aðspurð um
hvert verkin fæm að lokinni Amst-
erdamsýningunni, sagði frú Petrova
frá Leníngrad-safninu, að frá þeirra
hálfu væri ekkert því til fyrirstöðu
að sýningin kæmi víðar við. Varð-
andi Rússneska listasafnið, sagði
hún það hvorki vera Malewitsch- né
Kandinsky-safn. Þau væm með
360.000 listaverk í geymslum, sem
verið væri að dusta ryk af og draga
fram í dagsljósið Hluti verka Maiew-
itsch fengi fastan sess í safninu, en
megnið færi aftur í geymslu.
Er Malewitsch lézt greiddi borgar-
ráð Leníngrad útfararkostnað vegna
framlags hans til listaheimsins. Kist-
una hafði hann sjálfur látið hanna
í súprematískum stíl. Framan á vél-
arhlíf líkvagns var fest málverk af
svarta ferningnum. í Moskvu var
líkið brennt og askan grafin á opnu
svæði nálægt sumarbústað hans í
Nemchinkova. Þar stóð lengí vel
hvítur teningur með svörtum fem-
ingi; þessi minnisvarði er nú horfinn.
Núna em Rússamir að leita að gröf-
inni til þess að geta reist á henni
nýjan minnisvarða, vegna þess hve
tímamir breytast.
Það er ells ekki allt upp talið ...
■ „Svaríurfemtngur.