Morgunblaðið - 14.04.1989, Side 5
8861 .IÍÍRfc .M ÍFJOAaUTgÖ'i ŒGtAjaHlfOHOM
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR T4: -APRÍL' 1989 '
JL
s
3
SI
B 5
Þetta borð er hluti af sviðsmunum
hönnuðum af austuríska arkitektinum
Joseph Hoffmann fyrir sýningu á
„Leðurblökunni" f Vín árið 1907. Borðið
er úr beyki og gleri.
Kringlótt
borð, eftir
Charies
Rennie
Mackintosh,
hönnuð og
arkitekt.
Framlag
hans til
mótunar
nýlista-
stefnunnar á
Stóra-Bret-
landi var
mjög
mikilvægt.
Borðið er
gert ur
íbenholtviði
og má lengja
það út frá
báðum
hliðum.
. Glæsileg
i sloppnum lika
umir sem fylgst hafa lengi með
tískunni segja að hún gangi í hring.
Ef svo er borgar það sig fyrir for-
sjála að pakka fötunum niður og
geyma þegar þau verða hallærisleg
og þangað til þau komast á ný í
tísku.
Nýlega rak á fjörur okkar áratuga
gamla tískuumfjöllun þar sem birtar
voru myndir af sloppum. Án efa
hafa slopparnir þótt glæsilegir og
flestar húsmæður notað þá við
heimilisstörfin. Til gamans birtum
við nokkrar myndanna og mynda-
texta. Hver veit nema þetta sé það
sem verður á síðum tískublaðanna
á næstunni!
1 .„Sloppurinn er athyglisverður,
því að hann er saumaður úr diska-
þurrkum. Athugið, ef þið viljið leika
þetta eftir, að sjóða þurrkurnar
áður en þið sníðið úr þeim.“
2. „Þessi sloppur er góður við störf
þar sem Ijósir litir eru óhentugir,.
eins og til dæmis við afgreiðslu í
blómabúð. Hann er úr bláu vinnu-
fataefni og vélsaumuðu rendurnar
bæta upp grófleika efnisins.
3. „Fjölskyldan hefur varla mikið á
móti því að sjá húsmóðurina jafn
glæsilega strax við morgunverðar-
borðið og við sjáum á myndinni
hérna. Okkur þætti líklega lítið til
kjólsins koma, ef ekki væru borð-
arnir í fjórum litum til að lífga upp
hvíta litinn og tilveruna.
Augnmálning
undir gleraugu
Það er engin ástæða til að sleppa því að mála sig í kringum
augun af því maður er með gleraugu. Hugsið frekar umgjarðirnar
eins og ramma utan um mynd og málið ykkur samkvæmt því
með smávegis tilfæringum eftir því hvernig gleraugun eru.
1 . Þykk gler (fjarsýnisgleraugu) virka eins og horft sé á augun
í gegnum stækkunargler; þau verða stærri og kringlóttari. Dragið
línu eftir augnhvörmunum með „eyeliner" eða blýanti til lengja
augun og dragið úr stækkunarglersáhrifunum með því að nota
augnskugga í daufum, dökkum eða gráum litum. Látið þá dofna
út með því að nota perlumóðurlit eða málmlit.
2. Áhrif nærsýnisgleraugna eru þveröfug við fjarsýnisglerin:
augun virðast minni og eins og sokkin inn í höfuðið. Til að stækka
augun á að varast að nota of dökka liti í kringum þau. Augnskug-
garnir eiga að vera bjartir og skærir.
3. Augnmálningin getur virst „klístruð" undir sumum glerjum
sem draga úr endurskini og eru lituð. Hafið því málninguna létta!
Vandlega burstaður maskari er ómissandi. Augnabrúnirnar skipta
máli, þar sem umgjarðinar undirstrika þær verða þær að vera
gallalausar. Gerið þær þéttari ef það er nauðsynlegt með brúnum
maskara, gætið þess að hann sé þurr, eða með augnskugga í
mildum lit.