Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 Mér aóboróa góóanmat Laufey Steingrímsdóttir. Ljósm: Morgunblaðið/Júlíus ■ egar lýstur saman göml- um og nýjum sjónarmið- um og allt stangast á verður afleið- ingin ringulreið. Það er óskaplega erfitt að vita ekki hvað maður á að láta í sig. Sumir borða kannski með vondri samvisku allskonar matartegundir sem komist hafa í fréttir vegna sagna um hugsanlega óhollustu, og verður svo hreinlega bumbult af of mikilli sektarkennd. Þetta er ekki gott ástand. Stjórn- völd hafa einhvern veginn skynjað vandræði þegnanna í þessum efn- um og hafa brugðið hart við. Þeir ætla sér að höggva á hnútinn með því að láta gera manneldiskönnun mikla og móta stefnu í mataræði landsmanna m.a. með tilliti til nið- urstaðna hennar. Það er Laufey Steingrímsdóttir næringarefna- fræðingur sem hefur yfirumsjón með þessari könnun. Blaðamaður Morgunblaðsins gekk einn daginn upp í heilbrigðisráðuneyti á fund Laufeyjar til þess að ræða um mataræði íslendinga við hana. Telekkieftirsóknarvertað , vera ofgrannur Laufey er grönn eins og reyr- stafur og því varla stórtæk til mag- ála og kæfubelgja. Þrátt fyrir hve grannholda hún er segist hún ekki gera sér mikla rellu út af matar- æði sínu. „Mér finnst gaman að borða góðan mat og geri það, en ég hreyfi mig mjög mikið og borða ekki mjög feitan mat," segir Lauf- ey. „Þó ég sé svona grönn þá finnst mér ekki neitt eftirsóknar- vert að fólk sé alltof grannt, sér- staklega ekki kvenfólk. Ég ber óskaplega mikla lotningu fyrir mannslíkamanum, starfsemi líka- mans er ótrúlega sveigjanleg. Ef litið er á mataræði ólíkra þjóða um aldir þá sjáum við að fólki tekst að halda ágætis heilsu á allskonar mat. Ég hugsa til þessa þegar ég sé hinar og þessar ráðleggingar um að fólk verði að borða þennan mat á þessum tíma og hinn matinn á öðrum tíma, annars missi það heilsuna. Hins vegar eru ákveðin atriði sem þarf að hafa í huga, t.d. að fæðið sé ekki of feitt. Reyndar hefur íslenskur matur jafnan verið talsvert feitur. Fólk þurfti fremur fituna þegar það bjó í óupphituð- um húsum og vann erfiða vinnu. Nú er þessu á annan veg farið, við sitjum flest í sjóðheitum húsum og hreyfum okkur lítið, þess vegna þuríum við minni fitu.“ Ég minnist á hin „erfiðu andlegu störí" sem margir sinna núna og spyr hvort hægt sé að örva og næra heilann sérstaklega með ein- hverjum fæðutegundum. „Það er mikið skrifað um svokallað heila- fæði. Ég held hins vegar að það sé lítið sem hægt sé að gera í þeim efnum. Það er helst að fólk gæti þess að hafa nægilega mikið af b-vítamínum í fæðinu," svarar Laufey. Stefnur í mataræði eru sumum tilfinningamál Mataræði er og hefur verið mörgu fólki tilfinningamál. Ein- staka menn virðast næstum fúsir til þess að leggja líf sitt að veði til þess að leggja einhverri ákveð- inni stefnu í mataræði lið. í blöðum undanfarin ár hafa t.d. oft sést til- þrifamikil skrif harðsnúinna græn- metisætna. Einnig hefur náttúru- lækningastefnan verið ofarlega á baugi á stundum. Ég spyr Laufeyju um viðhorí hennar til slíkra mála. „Fyrst þegar náttúrulækninga- stefnan kom fram hér á íslandi, þóttu viðhorf þeirra sem aðhylltust hana mjög undarleg. Það fólk synti sannarlega á móti straumnum. Sú stefna var í upphafi meira byggð á hugmyndafræði en vísindum. Seinna hefur komið í Ijós að margt er til í því sem náttúrulaekninga- 1. Byrjið á fárra mínútna upphitun. Standið með fætur örlítið meira í sundur en nemur breidd axlanna. Beygið ykkur í mittinu, snúið til hægri og teygið vinstri hendina í átt að hægra fætinu. Haldið stöðunni í tíu sekúndur. Farið í upphaflega stöðu og teygið ykkur síðan í átt að vinstra fætinum. Haldið þessu áfram þar til vöðvarnir eru orðnir mjúkir. 2. Krjúpið á fjórum fótum, teygið vinstri fótlegginn beint aftur. Krossið fótlegginn yfir til hægri (efri mynd). Beygið fótinn og færið fótlegginn yfir til vinstri eins langt og þið getið án þess að það verði óþægilegt. Endur- takið þetta 10-20 sinnum og skiptið síðan um fótlegg. 3. Liggið á bakinu með fótleggina beina, en handleggina bogna svo það eru olnbogarnir sem halda uppi líka- manum. Lyftið báðum fótleggjum um 30 sm frá gólfi. Rúllið mjöðmunum til vinstri og lyftið um leið hægri mjöðm og rasskinn; um leið er fótleggjunum sveiflað til vinstri. Farið aftur í upphaf- lega stöðu og rúllið ykkur síðan til hægri. Endurtakið æfinguna 20 sinn- um án þess að gera hlé á milli. 4. Krjúpið með hendleggina beint fyrir aftan ykkur, lófarnir snúa fram til að halda uppi lærum og rasskinn- um. Haldið búknum beinum, hallið bakinu eins langt aftur og þið getið — sveigið ekki bakið. Teygið síðan hand- leggina fram til að ná jafnvægi og reisið ykkur hægt í upphaflegu stöð- koma nokkrar 'Fr æfingar fyrir mjaðmirnar sem auðvelt er að gera heima á stofu- gólfi. Ef æfingarnar eiga að koma að einhverju gagni verður að gera þær minnst þrisvar sinnum í viku. Notið mottu til að gera æfingarnar á. Rætt við Laufeyju Steingríms- dóttur næringar efnafræðing I íslenskri tungu eru til margvísleg- ir málshættir sem tengjast mat. Það er heldur ekki að kynja því öldum saman hímdi hér volaður lýður sem átti það áhugamál helst að ná sér í eitthvað matarkyns svo hann gæti haldið áfram að þrauka hér í kulda og trekk við tóvinnu og rímnakveðskap með hugann fullan af draumum um feita mag- ála og kæfubelgi. Nú sitja afkom- endur þessa hálfsoltna fólks og berjast við afleiðingar af ofáti og óhollri fæðu. Menn eiga víst ekki lengur á hættu að missa tennurnar af skyrbjúgi, miklu frekar að þær hrynji úr fólki vegna sykuráts þess. Feitir magálar og kæfubelgir eru ekki f náðinni í dag. Fullir af mett- aðri fitu sem getur hækkað kólest- ról i blóðinu og valdið æðakölkun og hjartasjúkdómum. í dag eiga menn helst að vera örmjóir og lifa á grænmeti, ávöxtum, brauði og svolitlum fiski. Þetta hefðu þótt fréttir fyrir forfeðurna sem gjarnan þótti því meira til fólks koma sem umfang þess var meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.