Morgunblaðið - 28.04.1989, Page 2

Morgunblaðið - 28.04.1989, Page 2
2 B MORGUNBLiAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 28. APRÍL 1989 ÁKVEÐNIÞJÁLFUN FYRIR KONUR SJAIFSTRAUST Tómstundaskólinn býð- ur nú upp á námskeið í ákveðniþjálfun fyrir kon- ur undir leiðsögn Ingi- bjargar Guðmundsdótt- ur, uppeldis- og kennslufræðings. Eins og nafnið bendir til er leitast við að þjálfa ákveðni þátttakenda og er þá átt við ákveðni í samskiptum við aðra, hvort sem er í starf i eða einkalífi. Okkur lék for- vitni á að fræðast nánar um það hjá Ingibjörgu um hvað námskeiðið snerist. Fyrsta spurningin sem kemur í hugann er sú hvort konur hafi frekar þörf fyrir að fara á svona námskeið en karlar. „Þó svo námskeiðið sé fyrir konur koma samskipti öllum við,“ segir Ingi- björg. „Ég held að það séu til bæði karlar og konur sem hafa þörf fyrir að bæta samskipti sín við aðra, en mig grunar að það eigi oftar við um konurnar. Þeirra hlutskipti hefur verið að sjá um störf eins og barnaupp- eldi sem oft krefjast mikillar fórnfýsi. Konurnar vilja því oft gleyma að hugsa um sjálfa sig og láta stjórnast af aðstæðum hverju sinni. En það er mikilvægt fyrir alla að geta staðið á rétti sínum í samskiptum við annað fólk. Að geta svarað fyrir sig og neitað án bess að fá samviskubit eða líða illa. Fólk þarf að geta látið í ijós þarfir sínar, skoðanir og tilfinningar án þess að ganga á þennan sama rétt hjá öðrum eða gera iítið úr skoðunum ann- arra. Þetta á við bæði um karla og konur." — Hvernig er námskeiðið byggt upp? „Námskeiðin eru byggð upp á fyrirlestrum, umræðum og æfingum. Það er fjallað um mismunandi samskiptahætti fólks og ég reyni að fá þátttak- endur til að gera sér grein fyrir hvar þeir standa. Við ræðum hugtök tengd samskiptum, hugtök eins og sjálfsvirðingu, sjálfstraust og það að bera ábyrgð á eigin lífi. Það er álit margra að fólk sé eins og það er og við því sé ekkert að gera. Ingibjörg Guðmundsdóttir leiðbeinandi ndmskeiðsins Og það er vissulega rétt að það getur reynst erfitt að ætla að breyta öðrum. Hins vegar getur maður unnið að sjálfsuppeldi alla tíð og tekið þannig ábyrgð á eigin lífi. Ég reyni að auka skilning þátttakenda á því að nver manneskja er ein heild. Andleg- ir og líkamlegir þættir eru ná- tengdir þannig að ef eitthvað amar að manni andlega getur það sýnt sig sem líkamlegur kvilli. Hjá þeim sem eiga í sam- skiptaerfiðleikum og hafa lítið sjálfstraust getur þetta komið út sem líkamlegir kvillar eins og vöðvaspenna eða höfuð- verkur.“ — Hver finnst þér vera al- gengustu vandamál kvenna í samskiptum við aðra? „Algengast er að konum finnist þeim sýnd yfirgangs- semi.“ Morgunblaðið/Þorkell — Er konum þá stjórnað? „Já, eða við skulum segja að fólk láti stjórna sér. Því það er eitt af aðalatriðunum að maður leyfir þetta sjálfur. Fólk hefur nefnilega tilhneigingu til að ganga á lagið ef maður gefur eftir. Ef maður tekur á sig ábyrgðina á sínum hluta sam- skiptanna þá breytist gjarnan framkoma annarra. Sjálfstraust er ein af undir- stöðunum til að ganga vel í samskiptum," segir Ingibjörg. Og þá er víst eins gott að hafa það í lagi því fáir komast hjá því að eiga samskipti við aðra Offita/ Framlidarlausnin fólgin i erfóafrœdibreytingum Offita er erfðafræðilegt vandamál og sérfræðingar í læknastétt telja nú, að framtiðarráðið í baráttunni við aukakíló- in sé að breyta þeim genum eða arf- berum, sem ráða holdafari fólks að minsta kosti að hálfu leyti. Þessi brennheitu offituvandamá! voru rædd á fundi lækna sem við þau fást (Society of Behavioral Medicince), sem haldinn var í San Francisco í byrjun apríl og hefur vakið athygli. Þar sagði dr. Albert Stunkard, sem starfar við læknaskóla háskólans í Pennsylvaníu, að „nú þegar væri unnt að hefja leit að þessum genum, og næsta skrefið yrði að breyta þeim“. Að sögn Stunkards liggja fyrir niður- stöður umfangsmikilla rannsókna á fólki sem var ættleitt og einnig á eineggja tvíburum. Þær þykja sanna að gen valdi því að u.þ.b. fjórðungur allra manna eru þyngri en æskilegt er. Fjögur af hverjum fimm börnum (eða 80°/o) foreldra sem bæði eiga við offituvandamál að stríða, erfa líffræðilega hneigð til offitu. Hann sagði ennfremur, að í þessum efnum virtust áhrif gena eða arfbera frá móður vera helmingi sterkari en áhrif gena frá föður. Niðurstöður þessar eru m.a. byggðar á rannsóknum á 540 Dönum sem voru ættleiddir. Þegar þeir náðu fertugsaldri sáust nálega engin áhrif frá því um- hverfi eða lífsstíl sem þeir ólust upp við hjá því fólki sem ættleiddi þá, en líkams- þyngd þeirra samsvaraði fullkomlega líkamsþyngd blóðforeldra þeirra. Aðra rannsókn gerðu læknar banda- ríska hersins á 4.000 eineggja tvíburum. Hún leiddi í Ijós að það eru 75% meiri fíkur til þess að slíkir tvíburar hafi svip- að holdafar og líkamsþunga við fertugs- aldur heldur en aðrir bræður þeirra eða systur. Dr. Stunkard segir: „Það verður eng- inn maður of feitur nema hann hafi erft arfbera til slíkrar hneigðar11. Haft er eftir læknunum, að þessar nýju staðreyndir, um orsök offitu treysti grundvöll til forvarna. Nú verði unnt að ná til hópa fólks, sem sé í mikilli lífshættu vegna offitu og beina kastljós- inu að tilraunum til að breyta erfðafræði- legum offitueiginleikum þess. Atli Steinarsson í Flórída.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.