Morgunblaðið - 28.04.1989, Side 6

Morgunblaðið - 28.04.1989, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUpAGURt28., APRÍL 1989 I tuttugustu hverri fjölskyldu er einhver flogaveikur GETA ALUR taugaboða eða meðfæddan örvef. Og þessirtveir þættir eru orsök flogaveiki hjá meginþorra flogaveikra." Hvenær færfólk flogaveiki? „Ef almenningur væri betur upplýstur um floga- veiki væri lífið örugglega bærilegra fyrir okkur," sagði flogaveik kona og lagði áherslu á þessi orð þegar hún rakti sögu sína. „Það er eins og flestir haldi að flogaveiki sé samnefnari fyrir froðufellandi fólk sem á und- ir eins að stinga upp í reglustiku, herðatré eða öðru hand- bæru. Þetta er hinn mesti misskilningur, flogaveiki ertil í hin- um ýmsu myndum og flestirsem eru floga- veikir lifa eðlilegu lífi. omverjar til torna töldu að flogaveiki væri heil- agur sjúkdómur og í ýmsum fornum trúarbrögðum var talið að hún orsak- aðist af illum eða góðum vættum. Þaö að illir andar voru taldir eiga ítök í flogaveiki kann að hafa ýtt undir þá fordóma sem ríkt hafa gagnvart flogaveiki og eru að sögn kunnugra enn við lýði. Þegar haft er í huga hve van- þekking fólks á flogaveiki er mikil og almenningur veit iítið hvernig á að bregðast við flogaköstum svo og hættuna á því að einstaklingur- inn skaði sig fái hann kast, er ekki erfitt að skilja hvers vegna foreldr- ar flogaveikra barna hafi oft og tíðum ofverndað börn sín. Margir flogaveikir einstaklingar minnast þess frá barnæsku að hafa verið bannað að taka fullan þátt í leik og starfi með öðrum börnum. Því miður hefur viljað brenna við að um ofverndun hafi verið að ræða fram á fullorðinsár. Hætta er á því að flogaveikir hafi ekki fengið tæki- færi til að sýna hver raunveruleg geta þeirra er auk þess sem þeir hafa farið á mis við margt. Fordómar sem eru .............. sprottnir af vanþekkingu fólks hafa komið því til leiðar að sumir gera allt til að fela flogaveikina fyrir vinum og kunningj- um svo ekki sé talað um vinnufélaga. Hvað er flogaveiki? Flogaveiki er íslenska orðið yfir epilepsy sem komið er úr grísku og merkir eitthvað sem hremmir eða grípur. í rauninni er ekki um sjúkdóm að ræða heldur einkenni sem geta haft margvíslegar orsak- ir sem allar eiga það sameiginlegt að valda truflun á taugaboðum í heila. Máttu ekki gifta sig Vanþekking almennings á floga- veiki og fordómar hafa löngum gert flogaveikum lífið leitt. Þetta endurspeglast meðal annars í þeim lagaákvæðum sem fyrst voru felld úr gildi 1. janúar árið 1973 það oft og tíðum leitt til þess að flogaveikir og fjölskyldur þeirra hafa ekki fengið þá félagslegu þjónustu sem þau hafa haft þörf fyrir. í því sambandi má nefna að oft hafa skólar ekki verið vakandi fyrir því að flogaveikir einstaklingar geta þurft á stuðningskennslu’ að halda, a.m.k. tímabundið. Sömu- leiðis hefur námsráðgjöf ekki verið gefið nægjanlegt vægi með tilliti til þess hve mikilvægt er að floga- veikir fái starf við hæfi þegar lengra líður. Það hefur oftar en einu sinni gerst að atvinnurekendur láti flogaveika fá reisupassann komi eitthvað uppá í vinnunni, fái þeir LAUF Landssamband áhugafólks um flogaveiki Ég er orðin uppgefin á viðbrögðum fólks þeg- ar ég segi frá því að ég sé flogaveik," sagði einn viðmælenda. „Annað- hvort fyllist það skelf- ingu þegar það heyrir orðið og fer undan í flæmingi eins og um _________________ smitsjúkdóm sé að ræða ■■BH eða það brestur næstum í grát af vorkunnsemi. Þetta við- horf mætir okkur á meðan til að mynda alkóhólistar geta slegið um sig með frásögnum af vitleysisleg- um uppátækjum og þykir vart til- tökumál." Þann fyrsta april síðastliðinn hélt LAUF uppá að fimm ár eru liðin frá stofnun samtakanna. í samtökunum eru flogaveikir, velunnarar þeirra og aðrir sem styðja markmið þeirra. Tilgangur LAUF er að fræða og veita upplýsingar til félagsmanna og almennings um flogaveiki, að bæta aðstöðu þeirra og styðja rannsóknir á flogaveiki. Þau fimm ár sem samtökin hafa starfað hafa verið haldnir reglulegir fræðslufundir, gefin út fréttabréf, blöð og bæklingar. LAUF-samtökin taka þátt í starfi norrænu flogaveikisamtakanna og eiga aðild að öryrkjabandalagi íslands. Samtökin hafa aðsetur í Ármúla 5 og er að jafnaði opið á mánudögum frá klukkan hálf fimm til hálf sjö. Þar fyrir utan er símsvari allan sólarhringinn sem tekur á móti skilaboðum. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar og/eða gerast félagar geta snúið sér til skrif stofunnar sem er opin um helgina frá 16 til 19 og virka daga fyrstu viku maímánaðar frá 10 til 13 og 16 tfl 18. Siminn er 82133. og meinuðu flogaveikum að ganga í hjónaband hérlendis. Vegna þess hversu fræðsla og upplýsingamiðlun um flogaveiki hefur verið lítil bæði til flogaveikra, aðstandenda og almennings hefur kast eða séu seinir í svifum. Það er upp og ofan hvort flogaveikir keyra bíl. Skila þarf inn læknisvott- orði en þar sem flogaveikin er mismunandi þarf að meta ástand hvers um sig. í nágrannalöndum hefur oftast verið miðað við að einstaklingurinn hafi ekki fengið flogakast sl. tvö ár. Margir floga- veikir finna á sér þegar flog er í uppsiglingu og gætu að sögn hæglega stöðvað bíl áður en það kemur. Sverrir Bergmann sérfræðingur í taugasjúkdómum segir að nærri lagi muni að um fimmtán hundruð íslendingar séu flogaveikir eða nálægt 0,6% af fólksfjölda. Orsakir flogaveiki? Flog er merki um að heili starfi ekki rétt og orsakir eru margar. Það kann að vera að fólk fái bara eitt flog á ævinni og síðan ekki söguna meir, til að mynda börn sem fá hita- krampa. Þeir sem verða fyrir höfuðáverkum kunna að fá flog, einnig geta flog komið eftir ótæpilega vínneyslu, jafnvel vegna lyfjatöku. Stundum eru flog hluti af einkennum alvarlegri sjúkdóms í heila. Að sögn Sverris getur flogaveiki stafað af hverju því ástandi sem truflar eðlilegan styrk- leika taugaboða í heila, til að mynda margvísleg ■■■ röskun á efnaskiptum ýmis konar í líkamanum. „Ef um er að ræða sjúkdóma í öðrum líffærum sem orsaka floga- veiki og hægt er að leiðrétta eða lækna þá hverfur flogaveikin jafn- framt. Oftast er þó annaðhvort um að ræða efnaleg glöp við stjórnun Allir geta fengið flog. Fólk er einungis misnæmt. Talað er um að krampaþröskuldur manna sé mismunandi hár. Sverrir Bergmann telur að ef flogaveiki stafi af fyrr- nefndum algengustu orsök- unum, þá byrji hún oftast á aldrinum sex til tuttugu ára og því er ríkari ástæða en ella að leita eftir sérstökum öðrum orsökum þegar flogaveikin byrjar utan þess- ara aldursmarka. Að hans sögn eru það ákveðin atvik eða skilyrði sem geta komið köstum af stað og til dæmis getur streita í sumum tilfell- um átt drjúgan hlut að máli. „Ef flogaveikir lifa reglu- sömu lífi og forðast mikið andlegt álag gæti jafnvel verið að sumir þeirra væru lausir við köstin án sérstakr- ar lyfjameðferðar. Mikið líkamlegt álag getur einnig aukið tíðni floga." Er flogaveiki ættgeng? „Óneitanlega eru til ættir hérlendis þar sem margir eru flogaveikir. Það eru hinsvegar engir ákveðnir þekktir vefjaeiginleikar sem stuðla að flogaveiki. Ef ann- að foreldri er flogaveikt eru heldur meiri líkur á floga- veiki hjá afkvæmum en hjá börnum þeirra sem ekki hafa flogaveiki. Ef báðir for- eldrar eru flogaveikir eru tuttugu prósent meiri líkur á því að þeirra barn fái floga- veiki en barn foreldra sem ekki eru flogaveikir." Helstu flogagerðir Krampaflog (grand mal) Sú tegund sem hér um ræðir er líklega það sem flestir kannast við og tengja flogaveiki. Við krampaflog raskast rafboð í öllum heilanum. Við krampaflog verður viðkom- andi skyndilega stífur, missir með- vitund, fellur til jarðar, blánar og taktfastir kippir eða krampar fara um líkamann. Oft sést froða í munnvikum sem stundum er blóð- lituð ef tunga eða gómur særist. í byrjun krampans getur heyrst hávært óp sem stafar af því að kröftugur vöðvasamdráttur þrýstir lofti úr lungum. Af sömu ástæðu geta þvagblaðra og ristill tæmst. Krampaflog stendur sjaldan lengur en fjórar til fimm mínútur og oft skemmri tíma en flestir sofna í um hálfa klukkustund á eftir og geta verið syfjaðir og ruglaðir er þeir vakna. Störuflog Svokölluð störuflog (lítil köst, petit mal) eru nær eingöngu bund- in við bernsku og oftast eldast þau af börnum. Þau gera vanalega vart við sig um fimm til sex ára aldur og til er í dæminu að foreldrar taki ekki eftir þeim. Það er oft ekki fyrr en komið er í skóla að kennar- ar fara að taka eftir að barnið virð- ist úti á þekju af og til og dregst kannski aftur úr í námi. Störuflog þarfnast meðferðar meðal annars til þess að börnin geti fylgst betur með í skóla þótt köstin séu í eðli sínu góðkynja." Dæmigert flog byrjar og endar mjög snögglega og varir aðeins í fáar sekúndur. Barnið hættir því sem það er að gera, staða líkam- ans helst óbreytt og barnið dettur ekki. Eftir flogið tekur barnið til við fyrri iðju eins og ekkert hafi í sko- rist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.