Morgunblaðið - 28.04.1989, Síða 8

Morgunblaðið - 28.04.1989, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIf) ,FÖSTUUAGUfl ?8. APBÍL1.989 OÐLIFSÞANKAR KVÖLDVÖKUR NÚTÍMANS Nú fyrir skömmu var danski sjónvarpsþáttur- inn Matador að renna sitt skeið á enda. Það er með ólíkindum hvað margir hafa haft mikið gaman af þessum þáttum. Ánægja manna hef- ur í sumum tilvikum verið slík að umhugsunarvert er. Hvað er það eig- inlega í þessum þáttum sem fólki finnst svona skemmtilegt? Er það söguþráðurinn og frábær frammi- staða leikaranna eða er það eitthvað annað? Vissulega eru þessi þættir mjög vel gerðir á allan hátt, og auk þess var íslenska þjóðfélagið á vissan hátt endurspeglun af því danska svo margt kemur þarna kunnuglega fyrir sjónir. En ekki er öll sagan sögð, mín skoðun er sú, að á bak við ánægju manna með Matador búi viss óánægja með það umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Umhverfi þar sem vinnan skipar öndvegi en aðrir þættir lífsins eru settir skör lægra. Menn þurfa að vinna mikið til standa straum af öllu því sem talið er nauð- synlegt í nútíma þjóðfélagi. Sam- keppnin er máttugt tæki í höndum slyngra manna. Undir merki hennar gerast menn keyri hver á annan, framleiðendum alls kyns varnings til mikils arðs og ánægju. Eitt af því sem þessi fádæma vinnusemi hefur leitt af sér er að nú kvarta mjög margir yfir heimsóknarleti og því að fáir komi óboðnir í heimsókn til þeirra. Fyrir fáum áratugum datt mönnum sjaldnast í hug að hringja í ættingja eða vini til þess að tilkynna þeim áætlaða heimsókn til þeirra. í þá daga röltu menn af stað eða óku, ef bíll var fyrir hendi, og birtust fyrir- varalaust á viðkomandi heimili. Fáir held ég hafi þá látið sér detta í hug að þeirtrufluðu húsráðendur, hvað þá að þeir væru óvelkomnir. í dag virðast hins vegar margir kinoka sér við að fara óboðnir í heim- sókn án þess að hringja á undan sér. Menn bera þvívið að kannski myndu þeirtrufla heimilismenn eða jafnvel vera hreinlega óvelkomnir. Á sama tíma eiga umræddir heimilis- menn oft á tíðum dauflega vist yfir sjónvörpum sínum eða tölvum og myndu vafalaust gleðjast mjög ef einhver kunnugur stingi inn nefi. Þetta er þeim mun bagalegra sem í vöxt færist að heimili séu mjög fá- menn. Einn félagslyndur maður sagði við mig nýlega, dapur í bragði, „Maður er hættur að ómaka sig upp- úr stólnum þó dyrabjallan hringi. Þar eru yfirleitt sölumenn eða rukkarar á ferð.“ Hvað höfum við fengið í staðinn fyrir heimsóknirnar? Stóraukið fram- boð á alls kyns fjölmiðlun. Svo mikið er framboðið að maður gæti freist- ast til að gefa þá skýringu á dræmum kvöldheimsóknum að stór hluti þess- arar fámennu þjóðar hljóti að vera upptekinn öll kvöld við að upphugsa og útbúa efni fyrir alla þessa fjöl- miðla. Matadorþættirnir gerast á tímum þegar heimsóknarletinnar er ekki farið að gæta. Þar er ekkert sjónvarp til og á útvarpið hlusta menn þar saman. Auk þess erframboð á skemmtiefni í rýrara lagi á stríðsár- um Matadors. Fólk í þáttunum skemmtir því hvað öðru með spjalli, spilamennsku og alls kyns leikjum. Það er í raun og veru ekki langt síðan þannig háttaði til í hinu íslenska sam- félagi. Það er stutt síðan fjölskyldur voru hér stórar og ættingjatengsl sterk. í Matador er hinum heimasitj- andi sjónvarpsáhorfendum nútímans þannig með nokkrum hætti sýnt inn í heim sem þeir hafa glatað, en margirsakna. Það er undarleg þversögn að á sama tíma sem íslendingar eyða stórum hluta dýrmætra ráðstöfunar- tekna sinna til þess að kaupa erlent skemmtiefni og framleiða íslenskt efni þá sitja menn angurværir á svip fyrir framan sjónvarpið sitt og sakna þeirra tíma þegar slík tæki voru ekki til en nálægð manna var hins vegar meiri. Kannski getum við sparað tals- vert af þessum peningum og eytt þeim í eitthvað sem gefurfólki varan- legri gleði og meira gagn en offram- boð skemmtiefnis virðist gera. Hæfi- leikum manna til þess að taka við slíkri mötun eru líka takmörk sett. Kannski væri líka rétt að spyrna við fótum áður en við lendum í þeirri félagslegu örbirgð sem er hlutskipti margra í hinum vestræna heimi. Eg þekki konu sem býr í Vestur-Þýska- landi þar sem hagvöxturinn hefur lengi verið hvað mesturá Vesturl- öndum. Hún á ekki til nógu sterk orð til þess að lýsa hinni félagslegu fá- tækt sem hinirefnuðu Þjóðverjar búa margir við. Afleiðingar stríðsins eiga þar auðvitað stóran þátt í en líka svo hitt að eftirsóknin í efnaieg gæði kostar fólk oft hin mannlegu tengsl. Með þessum skrifum er ekki verið að predika það að leggja eigi niður sjónvarp og aðrafjölmiðla. Miklu frekar hitt að læra af reynslunni, bæði annarra þjóða og forfeðranna. í gamla daga sátu menn saman á kvöldvökum og hlustuðu á sögurog söng og spjölluðu svo um skemmti- efnið á eftir. Nú líta margir svo á að það sé skylda kurteisra húsráðenda að slökkva á sjónvarpi ef gestur lítur inn. En við skulum minnast þess að ef gesti bar að garði hér áður fyrr þá naut hann kvöldvökunnar með heimilismönnum. Sjónvarp og útvarp eru kvöldvökur nútímans, þar er í grundvallaratriðum gert nákvæm- lega það sama og gert var í fátækleg- um híbýlum fyrri kynslóða, sagðar sögur, leikið, sungið, spilað og rætt við fólk. Hið eina sem á skortir, ef við viljum ná hinni hlýlegu stemm- ingu þess sem var, er að við horfum og hlustum saman og ræðum um það sem sýnt er hverju sinni. Ég get ekki séð að við höfum nokkra ástæðu til þess að leggja kvöldheimsóknir af, miklu heldur ættum við t.d. að njóta þess efnis sem í boði er sam- an, með því móti fáum við notið margs konar skemmtunar og skoð- anaskipta auk hinna mannlegu tengsla, sem flestum eru dýrmæt. Guðrún Guðlaugsdóttir adidas Eau de Tollette Natural Spray 50 ml • 1.7FL.OZ.G fyrir þig! adidas býöur nýja ilm- og baölínu fyrir fimar konur. ilmurinn er fínlegur og Ijúfur. adidas lætur sér annt um húö þína með ofnæmisprófaðri linu og réttu ph-gildi: adidas shower-gel, body-lotion, deo-spray, deo-roll-on, eau de toilette. cadidas = ^SnFWJEX g SIGTÚN 1 - 105 REVKJAVlK FLOG þarf að taka af heila til að vita hvort augljós vefjaskemmd blasir við og loks þarf að lama heilahvelin til skiptis með sérs takri aðferð. Þetta er allt hægt að gera hér en það þarf meiri tæknibúnað sem við höfum ekki. Hann kostar fé en er mikilvægur í þekking- aröflun svo rétt sé að málum staðið." Þrátt fyrir alla mögulega sér- fræðilega hjálp og meðferð er það sá flogaveiki sjálfur og hans fjölskylda sem þarf að lifa með flogaveikinni og öll- um þeim vandamálum sem henni geta fylgt. Flogaveikt fólk veit aldrei fyr- irfram hvenær næsta flog verður og því einkennist líf floga veikra oft af öryggis- leysi. Félagslegir þættir og það hvernig sjúklingurinn og fjölskylda hans bregðast við frá degi til dags geta ráðið miklu um það hvort flogaveik- in verður að fötlun eða ekki. Texti: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Hvernig á að bregðast við krampaflogi? Skyndihjálp já Haltu ró þinni. Þá geriröu mest gagn. JÁ Snúóu viókomandi á grúfu (meó höfuóió til hliðar og hökuna fram). Þaö hindrar aó tung- an loki öndunarvegi. Séu kramparnir mjög öflugir, skaltu blöa þar til dregur úr þeim. Oft- * ast gerist þaó á innan vió 5 mlnútum. NEI Ekki flytja viökomandi meöan krampinn varir nema þaö sé bráönauósynlegt öryggis hans vegna. Ekki troða neinu upp i munn hans. Þú getur ) brotið í honum tennur. Athugaóu aö sár á j tungu grær en þaö gera brotnar tennur ekki. J NEI Ekki halda honum föstum eóa reyna aö hindra eöa stöóva krampann. Þaó tekst ekki. JA Veittu honum stuóning og aóhlynningu þegar krampanum er lokió og skýróu honum frá þvl hvað geröist. jA Leyfðu honum að hvlla sig eða sofa eftir krampann svo hann nái aö jafna sig. jA Gakktu úr skugga um aó hann sé oröinn sjálfbjarga áóur en þú skilur við hann. jA Leitaóu læknishjálpar strax vari krampa- flogió lengur en 10 mínútur, endurtaki það sig eóa ef þú telur viðkomandi af öðrum ástæðum þurfa læknishjálpar við. ATH. 1. Sé um (yreta krampaflog aö ræöa, þarf aö leita lœknis sem fyrst. 2. Veröi breyting á tíöni eöa gerö floga, skai einnig leita læknis. Hvernig á að bregðast við ráðvillu- og störuflogi? Skyndihjálp RáövliliiílQg---------------------------- JÁ f =ylgstu á rólegan hátt meó viókomandi og hindraóu að hann fari sór aóvoóa. 3 NEI Reyndu ekki að halda honum föstum eóa stöóva at- ferll hans. Sllkt getur valdið reiölviöbrögðum þar sem hann er ekki meó sjálfum sór. Störuflog JÁ Veittu barninu stuöning og skllning en aö ööru leyti er skyndihjálpar ekki þört viö þessa gerö floga. Heimildir: Greinin er unnin í samvinnu við LAUF, Landssamtök áhugafólks um floga- veiki. Einnig var stuðst við BA-ritgerð Þóreyjar Ólafsdóttur sálfræðings um flogaveiki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.