Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 1
2Hu rjjMjtfrtafcÍS* MENNING USTIR . PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 29. APRIL 1989 BLAÐ Hið íslenska Wagner-félag 1989 • • •--------------j? ; ■ ' ■■ ■ . ! íf Slll 1 I ■m { íéÉÉéíé lÉÉ llllil I &■! % * " •• :■ ^ érmm (x í * qglp&L. TANNH ÁUSER OG SÖNG- KEPPNIN í WARTBURG Ópera í þremur þáttum eftir Richard Wagner. Söngtexti (libretto) eftir Richard Wagner. Frumflutt í Dresden 19. október 1845, og stjórn- aði Wagner sjálfur uppfærslunni, en endanleg gerð hennar, hin svonefnda Parísar-útgáfa, frumflutt í Parísaróperunni 1861. Frumflutt í New York 1859, í Covent Garden 1876 og í London 1882 svo nokkuð sé nefiit. Sögupersónur: Hermann, landgreifi af Thiiringen......bassi Riddarar og mansöngvarar: Heinrich Tannháuser....................tenór Wolfram von Eschenbach...............baritón Walter von der Vogelweide..............tenór Biterolf...............................bassi Heinrich der Schreiber.................tenór Reinmar von Zweter.....................bassi Elísabet, frænka landgreifans...........sópran Venus, ástargyðjan.......................sópran Ungur flárhirðir....................... sópran Fjórir riddarasveinar............sópran og alto Aðalsmenn, riddarar, aðalsmeyjar, eldri og yngri pílagrímar, sírenur, dísir, vatnadísir, Bakkusar- dýrkendur og kyiyavættir ýmsar. Tími: Snemma á 13. öld. Sögusvið: Nærri Eisenach. Sinfómuhljómsveit Islands, ósamt söngvurum, fflutti Tannhauser eftir Wagner í Hó- skólabíói ó fimmtu- dagskvöldiö. Tón- leikarnir verða endurfluttir í dag. Sagan af Tannháuser gerist í og við Wartburg. En á þrettándu öld drottnuðu þar Iandgreifar Thuringen-dals- ins. Þeir voru listelskir, en hneigðust sérstaklega að skáldskap og tónlist. í Wartburg-kastala var háð mörg friðsamleg keppni millum frægra mansöngvara eða ástar- skálda eins og þýzkir trúbadorar á 12.-14. öld nefndust. í nánd við kastala þennan gnæf- ir Venusberg. Fornar sagnir herma að í fjallinu hafi búið vorgyðjan Holda, en þá fram líða stundir er hún talin vera ástargyðja. Við hirð hennar er krökkt af dísum og síren- um. En sírenur eru þekktar úr grískri goðafræði. Þær voru radd- fagrar sjávardísir, að hálfu í fugls- líki, er seiddu svo sæfara og heill- uðu með söng sínum, að þeim var glötun ein vís. Mesta ánægja ástar- gyðjunnar var að lokka Wartburg- riddarana í fjallið og halda þeim þar föngnum af fegurð sinni. Meðal þeirra sem hún hefur tælt í hina rósfögru afkima Venusbergs er Tannháuser. Sviðsmynd: Salarkynni ástar- gyðjunnar í Venusberg. Þar leika um sali rósrauð ský og hin höfga angan sterkra ilmefna. Ýmsar kynjaverur eru þar við hirðina sem leita og njóta ástar og munaðar af sívaxandi ákefð. Áberandi í sviðs- myndinni eru mikil steinhvelfíng. Vatnadísir og sírenur dansa gáska- fullan dans í baksýn. Venus hvíhr á glæstum beði og ástmaður hennar Tannháuser hvílir höfuð sitt í keltu hennar. Syfjaðir ástarguðir liggja umhverfis þau eins og þreytt börn. Ungmenni með ölbikara halla sér á syllur og stalla. Þegar Tannháuser var frumflutt- ur í Parísaróperunni að boði Frakk- landskeisara var Wagner orðinn píslarvottur þýzkrar menningar vegna róttækra stjórnmálaskoðana sinnar og boðberi hennar. Þá var venja í Parísaróperunni að hafa mikinn ballett í miðri hverri óperu. Wagner var því falið að semja ball- etttónlist við Tannháuser. Hann fékkst þó ekki til að hafa ballettinn í öðrum þætti, heldur umskrifaði m.a. upphaf óperunnar, sem gerist í Venusberg og margt af tónlistinni þar sem Venus kemur við sögu. Eftir þessa umritun eru mun skarp- ari skil milli hinna tveggja kven ímynda, goðheims og mannheims. Þegar tjaldið er dregið frá dansa dísirnar seiðandi dansa en Bakkus- ardýrkendur hleypa tiyllingi í sam- komuna. Satýrar og skógarpúkar ganga í dansinn. Þokkagyðjumar Evfrosyne, Aglaia og Þalía reyna að stilla dansinn en þegar það geng- ur ekki vekja þær litlu Amorana og taka að elta þá en þeir skjótast í skjól. Þaðan skjóta þeir örvum sínum að dansendum. Þeir sem verða fyrir amors-skotunum draga sig í hlé að njóta ástar og munaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.