Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 8

Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 SÍFELLT FLÚID Morgunblaðið/Bjami Leikhópurinn Þíbylja. Asa Hlín Svavarsdóttir, Mikhail Kryzman, Barði Guðmundsson, Olafía Hrönn Jónsdóttir, Þór Tulinius, Rósa Guðný Þórsdóttir og Ingrid Jónsdóttir. ur á svörum og athugasemdum sem skullu á honum eins og skæðadrífa úr öllum áttum. Hver er þessi smúrts? „Smúrtsinn er bara smúrts. Hann er svo margt en um leið ekki neitt.“ Þetta er ekkert svar. „Okei, hann er ekki persóna, en sumir hafa séð hann sem ógnina eða sem samvisku fólksins í leikritinu. Þegar fólkið kemst í krísu, eða lýgur að sjálfu sér, eða kemst í andstöðu við samvisku sína þá skeytir það skapi sínu á smúrtsinum. Hann er bara kjötflykki, tákn fyrir það afl inní manni sem þarf að eiga við þeg- ar maður lýgur að sjálfum sér. Og í staðinn fyrir að fólkið ræði hlutina út þá lemur það smúrtsinn. Hver og einn áhorfandi túlkar smúrtsinn á sinn hátt.“ Er hann kannski tákn fyrir það ofbeldi sem fær ekki útrás í sam- skiptum fólks í siðmenntuðu þjóð- félagi? „Ef þér finnst það þá er hann það.“ Þakka þér fyrir. „Nei, sjáðu til, það er ekki rétt að útskýra í botn hver smúrtsinn er. Við höfum gefið okkur ákveðna hluti til að vinna útfrá og það sem skiptir máli er að smúrtsinn er laminn þeg- ar álagið og lýgin er sem mest hjá fólkinu í leikritinu." Er smúrtsinn aðalatriðið í verk- inu? „Nei, alls ekki. Leikritið segir frá þessu fólki sem er að flýja einhvern óskilgreindan hávaða og flytur sífellt í verra og þrengra húsnæði, hærra og hærra upp í háhýsinu. Það má túlka þetta sem lífsgæðakapphlaupið og hvernig fer þegar maðurinn fer að leita að verðmætum sem eru fyr- ir utan hann sjálfan." Þessir flutningar úr einum stað í annan eru gerðir ljóslifandi fyrir áhorfendum með því að eftir því sem líður á verkið er farið úr einu her- berginu í annað og leikið. Og auðvit- að er byijað í stærsta herberginu og endað í því minnsta. Þetta setur flölda áhorfenda nokkrar skorður, líklega komast ekki nema 30 manns að á hverri sýningu, svo rétt er að sýna fyrirhyggju þegar leikhúsunn- endur ætla að sjá þessa sérstæðu sýningu. • Aðrir sem koma við sögu hjá Þíbylju að þessu sinni eru Friðrik Rafnsson þýðandi verksins, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir sem gerir leik- mynd og búninga, Hilmar Om Hilm- arson sér um leikhljóð og Egill Árna- son hannar lýsingu. Framkvæmda- syóri sýningarinnar er Kristján Franklín. Frumsýning verður sem áður sagði í gamla Vesturbæjarskól- anum við Oldugötu næstkomandi fimmtudagskvöld. Texti: Hávar Siguijónsson Þíbylja frumsýnir AÐSMÍÐA SÉR VELDl, EÐA SMÚRTSINN eftirBoris Vian Móöirtn og faóirinn takast ó. Þór Tulinius og Olafía Hrönn Jónsdóttir. sem Þíbylja kynnir nú fyrir okkur á íslandi. Þessi leikhópur var stofnaður í fyrravetur af nokkrum ungum leik- urum og sýning þeirra í fyrravor, Gulur, rauður, grænn og blár, vakti verðskuldaða athygli, ekki síst vegna þess að þar var um frumsam- ið efni að ræða, til orðið við spuna í kringum ýmsar hugmyndir sem loks var steypt saman í heila sýningu. Að hópnum standa núna Ása Hlín Svavarsdóttir leikstjóri og leikaramir Barði Guðmundsson, Erla Ruth Harðardóttir, Ingrid Jónsdóttir, Ól- afía Hrönn Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Þór Tuliníus. Þegar blaðamann bar að garði var Kristín Thors að sminka leikarana fyrir æfingu um kvöldið og svörin sem fara hér á eftir eru hópsins; hvað hver einstakur lagði til málanna verður ekki tíundað. Enda virðist það í samræmi við þann anda sem ríkir í hópnum. ,,Hér eru allir jafnrétthá- ir,“ varð einum að orði þegar blaða- maður átti erfitt með að henda reið- Þriggja manna Qölskylda býr í sex herbergja íbúð neðarlega í háhýsi við góð efni. Hefúr meira að segja þjónustustúlku til að snúast í kringum sig. En ein- kennilegur hávaði angrar þau, svo mjög reyndar, að þau fara í minni íbúð á hæðinni fyrir ofan. Hávaðinn hættir ekki og þau flytja aftur í enn minni íbúð, og aftur flytja þau í enn minna og þannig koll af kolli. Hávaðinn hættir samt ekki. Fjölskyldan týnir tölunni. En eins og skugg- inn stöðugur liggur smúrtsinn út við vegg og er stöðugt kýldur og barinn af Qölskyldunni. Hvað var nú þetta? Tja, þetta var tilraun til lýsa atburða- rás í leikriti Boris Vian, Að byggja sér veldi, eða smúrtsinn, sem leikhópur- inn Þíbylja frumsýnir í gamla Vestur- bæjarskólanum næsta fimmtudags- kvöld. Það er reyndar hálfhlálegt að reyna að þröngva rökréttri atburða- rás upp á leikrit sem þetta. Hún hljómar fáránlega. Þess vegna brá köld rökhyggja fræðimennskunnar á sínum tíma á það ráð að spyrða sam- an leikrit af þessum toga og nefna þau absúrdleikrit — leikhús fárán- leikans. En það er löng leið á milli vitleysu og fáránleika, og sá fárán- leiki sem hér segir frá er sannari en mörg „rökrétta hugsunin". Höfundurinn Boris Vian var franskur lífslistamaður, jassisti, ljóð- skáld, trúbador, höfundur smásagna og skáldsagna, og einna þriggja leik- rita. Að byggja sér veldi, eða smúrtsinn, er fyrsta verkið sem þýtt er og flutt eftir Vian hérlendis. Hann lést árið 1959, tæplega fertugur, í sæti sínu þar sem hann fylgdist með fyrstu frumsýningu á þessu leikriti Róid ó pappírsmió í mars sl. gat að líta myndlistarsýningu vestur í Michigan í Bandaríkjunum sem bar nyög íslenskt yfirbragð. Fiskar komu til dæmis töluvert við sögu, torfúr af fiskum og hangandi skreið. f inngangi að sýningunni kom líka skýrt fram að lista- maðurinn sækir sér efnivið í íslenskan veruleika. „Listaverkin eru mín sjónrænu og tilfinningalegu tengsl við land mitt. Þau gera mér kleift að vera í senn á íslandi og í Ameríku,“ sagði þar. Það sem mesta athygli vakti þó kannski var að öll voru verkin á sýningunni gerð úr handunnum pappír, en það list- form hefúr verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Persónan að baki ofan- nefndum verkum heitir Ágústa Gunnarsdóttir, en hún býr nú ásamt manni sínum og tveimur dætrum í Ann Arbor, Michigan. „Ég varð hrifin af pappímum í fyrsta skipti sem ég dýfði höndun- um í pappírskvoðu," segir Ágústa þegar hún er spurð um tildrög þess að hún fór að búa til pappír. „Það skeinmtilegasta við pappír- inn er hvað hann er fjölhæfur. Það er hægt að búa til svo marga ólíka hluti úr honum, grófa og fíngerða og allt þar á milli. Mér finnst ég auk þess vera svo ftjáls með þennan miðil, vegna þess að það eru ekki komnar neinar stífar reglur um hvemig eigi að fara með hann. Ég held það sé ekki búið að kenna pappír sem listræn- an miðil nema í um 20 ár hér í Bandaríkjunum sem er ekki mjög langur tími. Svo finnst mér per- sónulega merkilegt hvernig pappírinn tengist bókmenntum sem hafa verið helsta listgrein íslendinga. Vinnan við pappírinn minnir einnig mikið á fiskvinnslu, því maður þarf að sulla mikið með vatn. Það má eiginlega segja að ég sé í róðri þar sem ég er mikið í því að búa til fiska um þessar mundir," segir Ágústa og brosir. „Fiskurinn er svo hlaðinn merk- ingu, hann er gamalt tákn úr kristni og svo er hann auðvitað þrunginn merkingu fyrir mig sem Islending. Auk þess finnst mér hann mjög góður á bragðið. Heima í Þorlákshöfn vorum við vön að borða fisktegundir sem oftast var hent og þóttum víst dálítið furðuleg." Ágústa er búin að dvelja býsna lengi í Bandaríkjunum. Hún fór fyrst utan árið 1973 og hóf þá háskólanám í Rochester, New York. Síðan flutti hún sig yfir til Bloomington í Indíana-fylki og lauk þar BA-námi árið 1983 með leikhúsfræði sem aðalgrein. „Ég hafði mestan áhuga á búninga- hönnun, en sá áhugi þróaðist smám saman yfir í myndlist," sagði Ágústa. En leikhús og myndlist voru ekki einu áhuga- málin, tónlistin átti líka ítök í henni. „Ég var alls sjö ár í söng- námi, hér og heima, en mér var farið að þykja leiðinlegt að æfa mig og valdi því myndlistina. Það góða við bandaríska skólakerfið er að það leyfir manni að hugsa sig um, finna sér farveg,“ segir Ágústa. Það var sannarlega vei við hæfi að sýning hennar í Ann Arbor skyidi haldin í sal sem einn- ig gegnir hlutverki tónleikasalar. Ágústa segir að sig hafi lengi dreymt um að sameina myndlist og tónlist á þennan hátt. Vorið 1988 lauk Ágústa MFA- prófi i „Fiber Art“ frá háskólanum í Indiana. „Fiber Art“, sem sam- kvæmt orðanna hljóðan þýðir trefjalist, á við um list úr efnum samsettum úr einhvers konar treflum eða þráðum, svo sem vefnað, tauþrykk og pappír. Sýningin í Ann Arbor er önnur einkasýning Ágústu, en áður hef- ur hún haldið sýningu á Chicago. Hún hefur tekið þátt í sjö samsýn- ingum og verk eftir hana var nýlega valið til kynningar í fyrstu bandarísku bókinni sem eingöngu er helguð listaverkum úr han- dunnum pappír. Ágústa er búin að koma sér upp góðri vinnustofu í Ann Ar- bor, en þar býst hún við að búa næstu árin því maður hennar, Leigh Woods, leikari og leiklistar- sagnfræðingur, er prófessor við hinn góðkunna Michigan-háskóla sem þar er staðsettur. „Mér finnst gott að búa í útlöndum, en verð samt að koma heim annað slagið og anda að mér íslenska loftinu, horfa á fjöllin, og bergja á íslenskri menningu. Ég hef mikinn áhuga á að koma lífinu þannig fyrir að geta heimsótt ísland á hveiju ári í einn til tvo mánuði til að hlaða rafhlöðurnar. ísland er mér mjög mikilvægt myndrænt séð ogþað er í gegnum listina sem ég er Islendingur. En ég er ekki viss um að ég hefði farið í mynd- list ef ég hefði verið heima. Það Rcett vid Gunnarsdóttur myndlistarkonu er nefnilega erfitt að finna stað í íslenska menntakerfinu til að leita fyrir sér.“ Að lokum má geta þess að Ágústa á annasama daga fyrir höndum, því henni hefur verið boðið að halda aðra sýningu í Ann Arbor í júlí nk. MYNDIR OG TEXTI: Rúnar Helgi Vignisson Mynd: Rúnar Helgi Vignisson. Ágústa í vinnustofu sinni í Ann Arbor. Verkiö som hún stendur við kallar hún „ÁKarnir eru þar enn", on mynd af því veröur í fyrstu handarisku lista- verkabókinni sem eingöngu er helguö verkum úr handunnum pappír.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.