Morgunblaðið - 19.05.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 19.05.1989, Síða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 rörum, með stálbúnaði, mjóum dekkjum og tíu gírum. Þau eru góð í styttri ferðir og lengri ferðir á flatlendi, en nokk- uð þung. Vönduð trimmreiðhjól Vandaðri trimmreiðhjól kosta frá 23 þúsund krónum og vega 13 kíló eða minna. Þau eru kjörin til líkamsþjálfunar. í rauninni er lítill munur á þeim og keppnis- og þríþrautarhjólunum. Trimmhjólin eru úr handsoðn- um krómstálrörum og allur bún- aður úr áli. Á felgunum er snar- losunarbúnaður, stýrið er bogið, dekkin grönn og hnakkurinn frek- ar harður. Gírarnir eru tíu til tólf. Það má fara í lengri og skemmri ferðir á trimmhjólunum og nota þau til líkamsþjálfunar. Þau eru létt, hraðskreið og þægi- leg í burði. Fjallahjól Fjallahjólin kosta frá 29 þús- und krónum og vega 13—15 kíló. Þau eru eina byltingin sem kom- ið hefur fram í gerð reiðhjóla í nokkuð mörg ár og njóta sívax- andi vinsælda bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu, enda notk- unarmöguleikar þeirra meiri en annarra reiðhjóla. Alvöru fjalla- hjól eru sterk og með mikla breidd í gírum. Auðvelt er að rugla þeim saman við ódýrar eft- irlíkingar með stálgjörðum og hliðartogshandbremsum, sem eru í rauninni götuhjól og ekki fær í hvað sem er. Annarsstaðar á opnunni má sjá nánari útlistun á gerð fjalla- hjólsins svo og viðtöl við menn sem hafa reynslu af notkun þeirra. Keppnishjól/ þríþraut- arhjól Keppnis- og þríþrautarhjól kostar frá 30 þúsundum og vega ekki meira en 13 kíló. Það er gott að hjóla á þeim á góðum vegum, en þau eru fyrst og fremst notuð til að keppa á. Þau eru góð til að komast hratt áfram og í létt ferðalög. Helstu ókostirnir eru að þau eru dýr og tiltölulega veikbyggð og því ekki gerð fyrir langar ferðir og útilegur eða hjólreiðar utan vega. Ferðahjól Ferðahjól kosta frá 35 þúsund krónum og vega 11—13 kíló. Þau eru góð til allra ferðalaga á góð- um vegum, en ef þau kosta und- ir 35 þús. er ólíklegt að hægt sé að treysta þeim á lengri ferðalög- um. Ferðahjólin eru úr fjölþykktar- krómstálrörum og allur búnaður úr áli. Stýrið er bogið, dekkin sterk og frekar breið, hliðartogs- eða miðtogsgaffalhandbremsur, 12—18 gírar. Notkunarmöguleikar ferða- hjólsins eru miklir, þau eru end- ingargóð, þægileg og létt. Þó er hæpið að nota þau mikið utan vega og þau eru óþægileg fyrir þá sem ekki vilja bogið stýri. Því má þó fá breytt í reiðhjólaversl- unum. Barnareiðhjól Börn undir sjö ára eru alls ekki fær um að hjóla úti í um- ferðinni, en engu að síður er hægt að fá tvíhjól handa börnum frá þriggja ára aldri. Ef keypt er reiðhjól handa svo ungu barni verður að gæta þess að það haldi sig inni á lokuðu svæði. Mikilvægt er að allur öryggis- búnaður sé í lagi á barnareið- hjólum og að börnin noti hjálma. Fótbremsur henta yngri börn- um betur en handbremsur og þau hafa lítið að gera við gírahjól fyrr en um tíu ára aldur. Ekki er síður mikilvægt að barnahjólin séu sterkbyggð en hjól hinna fullorðnu, þar sem þau verða oft að þola mikið hnjask. Barna- og unglingahjól fást í öllum regn- bogans litum og skipta tísku- sveiflur oft máli í vali barnanna á þeim og tegund hjólsins. Texti: MEO Fjallahjólið er fyrsta byltingin sem fram hefur komið í reiðhjólum í langan tíma, en það var fyrst framleitt í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrir tæpum tíu árum. Grundvallarhugmyndin var að fá fram í einu hjóli kosti torfæruhjóls með breiðum dekkjum og létts fjórgírahjóls, sem gera það að verkum að fjallahjólið er hægt að nota á bæði vegum og vegleysum. Það sameinar styrkleika og hörku þyngri reiðhjóla og lipurð og léttleika trimmhjólanna. Öll hlutföll hjólsins eru vandlega úthugsuð með tilliti til notkunarmöguleika þess. Eins og nafnið gefur til kynna er hægt að hjóla á fjallahjólinu upp um fjöll og fyrnindi, en það kemur sér einnig vel innanbæjar, því gangstéttarbrúnir, tröppur og holur í malbiki eru því engin fyrirstaða. Til eru hjól sem li'ta út eins og fjallahjól, (svokölluð borgarfjallahjól), en eru til sömu nota. Til nánari glöggvunar kemur hér samantekt á þvf sem gott er að vita ef höfð eru í huga kaup á fjallahjóli. MEO 1 Fríhjól og gírun Fjallahjólið kemst upp brattar hlíðar vegna þess hve marga gíra það hefur. Daemigért fjallahjól hefur 18-21 gír, þaraf 16-19 nothæfa, (það á aldrei að nota stærsta sveifartannhjólið að framan með stærsta gíratannhjóli að aftan, né minnsta sveifartannhjólið með minnsta gíratannhjólinu, vegna óeðlilegrar spennu sem keðjan fær á sig við það). Því færri tennur sem eru á minnsta sveifartannhjólinu að framan og því fleiri tennur á gíratannhjóli að aftan því léttara og örara verður ástigið. Stærðir gíratannhjóla eru breytilegar eftir tegundum og gerðum. Seljendur eru stundum tregirtil að skipta um tannhjólakrans svo vert er að athuga vel hvaö verið er að kaupa. Til notkunar innanbæjar hefur fjallahjólið meira en nógu marga gíra. A lélegum vegum og utan vega þarf stór gíratannhjól að aftan. Knapará keppnishjólum geta komist af með 28 tanna gírhjól stærst, en við hin þurfum að minnsta kosti 30 tanna gírhjól fyrir léttustu gírana. 3 Sætispinni Þegar hjólið er mátað á hnakkurinn að vera stilltur í þá hæð sem passar viðkomandi þegar hjólað er. Ekki má hækka hann meira en að efstu mörkum sem gefin eru upp á sætispinnanum, oftast í kringum 5-8 sm frá neðri enda pinnans. Ef mörkin eru of lág má biðja um lengri æinna eða velja stærra stell. Ódýrir sætispinnar sem eru dregnir út í fulla lengd, eiga þaðtil að bogna. Fjallahjól eru með hraðlosunarhandfangi fyrir sætispinnann. Það er því auðvelt að hækka og lækka sætið á augabragði þegar komið er niöur úr brattri brekku á flatlendi eða hjólað upp í móti. 2 Hnakkurinn Gerð hnakksins er í raun smekksatriði. Vandaðir hnakkar eru með leðuráklæði. Eina undantekningin á því er ný gerð af hnökkum, bólstraðir með hlaupkenndu efni og lycra áklæði. Hnakkarmeð plastáklæði eru á ódýrum hjólum, en þeir eru ekki hentugir ef hjóla á langar vegalengdir. Konur ættu að athuga vel hnakkinn. Ef þeim finnst hann óþægilegur ættu þær að biðja seljandann um að skipta á hnakk áður en kaupin eru gerð. Sethæð Hnakkur er í réttri hæð þegar stigið er með hælnum á pedalasveifina í lægstu stöðu með beinum fæti og setið beinn í mjöðmum á hnakknum. Þegar hjólað er niður brattar brekkur gæti þurft að lækka hnakkinn um 3-5 sm, svo hægt sé að liggja á honum með þungann yfir afturhjólinu. 4 Stýrið Hyggileg breidd á stýri á fjallahjóli er 28 - 32 sm. Ef hjólið þitt er með breiðara stýri er tiltölulega auðvelt að saga tvo til fjóra sentimetra af hvorum enda. Dýrari hjólin eru með stýri úr léttmálmsblöndu, sem henta flestum vel, nema mjög þungufólki. 10 Keðjan Fylgdu eftirfarandi hreinsiaðferðum eftir að hafa hjólað í mikill leðju eða bleytu: 1. Skrúbbaðu keðju og tannhjól upp úr sápulegi og vatni. 2. Baðaðu þau með keöjuhreinsara eða steinolíu. 3. Úðaðu allt saman með keðjusmurningi úr úðarabrúsa. Einungis mjóar keðjur eru nothæfar á index gíra (smellugíra) og því er best að halda sig við þá keðju sem gíraframleiöandinn mælir með, til að ná bestum árangri. Stundum er skynsamlegra að skipta um ódýra og illa farna keðju, en eyða mjög löngum tíma í nostursamlega hreinsun, þegar um er að ræða aðra gíra en index gíra. 9 Sveifaráslegu- búnaðurinn Það eru tvær kenningar í gangi hvað varðar sveifaráslegur (krankinn); Að nota ódýrar nælonlegur og skipta oft um þær eða þétta þéttilæstar hágæða legur (sem eru þó ekki 100% þéttar gegn vatni og skít þegar til lengdar lætur) og hugsa vel um þær. 8 Gjarðir Gjarðirnar á fjallahjólum eru mjög þýðingarmikið atriði. Vel byggðar gjarðir geta endst að eilífu, lélegar gjarðir bogna. Það ætti að vera almenn regla að forðast meiriháttarójöfnurfyrstu 80-100 kílómetrana á nýju hjóli, til að jafna út álagið á teinana. Bestu gjarðirnar eru teinaðar í höndunum, en fjöldaframleiddar gjarðir, sem eru teinaðar í vélum og hafa verið yfirfarnar í sérverslun ættu að duga vel. Hjól úr póstverslunum 05 stórmörkuðum þar að yfirfara vandlega. Vandaðar gjarðir eru venjulega með felgum úr rafhertu áli (stundum dökk gráar að lit), með nöf frá þekktum framleiöanda og teina úr ryðfríu stáli. Verðflokkar Persónuleg fjárráð koma væntanlega Aukabúnaður til með að ráða nokkru um það hvernig hjól er keypt. Hærra verð þýðir þó yfirleitt meiri gæði. Eftirfarandi Hjálmur. leiðþeiningar koma vonandi að einhverju Góðurlás. haldi, þó verðið geti verið eitthvað Bótasett. breytilegt í samræmi við gengi. Hér er Lyklasett, sexkanta. því um grófa verðmiðun að ræða. 6“ skrúflykill. Kr. 21.000 eða ódýrari. Eftirlíking af Dekkjajárn. fjallahjóli. Ágæt fyrir stálpaða krakka og Pumpa. fremur litla notkun innanbæjar. Lukt. Kr. 21.000 - 29.000. Ódýr gerðir af Varaslanga. fjallahjóli. Ágæt fyrir hóflega notkun utan Aðrir gagnlegir hlutir eru vega og góð innanbæjar. bögglaberi, taska, bretti og Kr. 29.000 - 50.000. Fjallahjól í vatnsflaska og flöskugrind. milliflokki, ætluð til almennrar notkunar. Henta flestum hjólreiðamönnum. Kr. 50.000 - 80.000. Fjallahjól í háum gæðaflokki. Hæf til notkunar í keppni. Kr. 80.000 - 250.000. Sérsmíðuð og mjög fullkomin. Fyrireldheita fjallahjólagarpa. ölæknandl hjóladelln Magnús Bergsson, rafvirki fékk fyrsta hjólið sitt í fermingargjöf og síðan hefur reiðhjólið verið hans farartæki. „Það var samt ekki fyrr en ég fékk fyrsta fjallahjólið fyrir fjórum árum, sem ég fór að taka hjólreiðarnar alvarlega," segir Magnús. „Þetta er orðið að ólækn- andi dellu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.