Morgunblaðið - 19.05.1989, Síða 5

Morgunblaðið - 19.05.1989, Síða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 Tilgangur tískusýninga T ilgangur tískusýninga er fyrst og fremst að ná athygli kaupenda og tískublaða, sem senda fulltrúa sína á vettvang til að greina stöðuna hjá hveijum og einum. Reglurnar eru miskunnarlausar og oft gerist það að ekki er minnst á sumartískuna hjá þeim sem mest fékk hólið fyrir vetrarfatnaðinn. Það er því alltgert til að hreppa athygli þeirra sem ráðið geta hveijum er mest hampað hveiju sinni og hveijir falla í skuggann. nSrfi Uppsetning sýningarinnar skiptir miklu máli. Það eru litir og skreytingar, lýsing, og tónlist sem ráða stemmningunni í þær 45 mínútur sem venjuleg sýning stendur. Y firleitt er allt ýkt eins og sjá hefur mátt á myndum sem birst hafa frá þessum sýningum í Daglegu lífi. Hattar eru stundum nálægt einum metra á hæð, sýningarstúlkur bera skartgripi í kílóatali og oft getur reynst erfitt fyrir þær að komast út á endann á sýningarpallinum í skónum sem þær eru í, og svo mætti áfram telja. Aðrir hafa hlutina mun látlausari strax í byijun, þvi allt er þetta einfaldað áður en til sölu kemur. Klestir reyna að hafa einhvern íburð, þó ekki sé nema í þeim tilgangi að halda vakandi 1.000-2.000 manna áhorfendahópi. Því leiði leggst fljótlega í þá sem þurfa að komast yfir sextíu sýningar á einni viku. STJÖRNUR SUMARSINS Þeir sem einna mest lof fengu fyrir sumarið '89 voru Gaultier, Lacroix, sem á fatnaðinn hér á opnunni, Mont- ana, Martin Sitbone og Issey Miyake. Það eina sem hægt er að segja þegar lýsa á tískunni fyrir sumarið 1989, er að allt er leyfilegt. Gyllt og útsaumað, austurlenskir straumar og barrokk og kúrekatíska. Undir- fatnaður er mikið í sviðsljósinu og gegnsætt siffon er notaði í bæði hversdags- og kvöldfatnað. Það er mjög kvenlegt, en langt frá því sakleysislegt, hylur aðeins á réttum stöðum. Pils og kjólar eru ýmist stuttir eða síðir, og jakkar sömuleið- is ermastuttir eða ermalausir með klaufum upp í mitti. Framúrstefnan, eða avant garde, er ekki lengur I tísku. Hlutirnir eru ekki lengur í föstum skorðum, því nú er það hugarflugið sem fær að njóta sín. Myndir og texti: Ágústa Daníelsdóttir. 0861 ÍAM .er AUOAaUTBÖ^ ,ÖI3AJaMUPH0M MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 JJt B 5 Hér er megrunarkúrinn sem margir hafa beðið eftir. Þetta er tveggja vikna kartöflukúr og er hann sagður tryggja það að viðbótarkílóin hverfi — hálft kfló dag — sé kúrnum samviskusamlega fylgt eftir. Sé það gert, eiga þeir sem kúrnum fylgja að vera orðnir bæði fallegri og heilbrigðari áður en langþráð sumarfrí hefst. Þessi kartöflukúr er jafnframt einskonar fegrunarkúr sem stuðlar að því að svefninn verður dýpri, hrukkurnar færri og húðin sléttari um leið og aukakflóin hverfa og það án þess að viðkomandi finni nokkru sinni til svengdar. Þetta er einnig ódýr megrunarkúr og fyllilega þess virði að prófa hann. Kartöflur hafa frá náttúrunnar hendi hina fullkomnu næringar- samsetningu. Þær hafa aðeins nokkur grömm af kolvetni, en að öðru leyti innihalda þær mjög næringarauðuga safa sem eru mikilvægir fyrir uppbyggingu og viðhald líkamans. Má þar fyrst og fremst nefna kalíum sem m.a. hefur þann hæfileika að draga fram vökva úr vefjunum en á einnig að stuðla að endurnýjun vökva ívefjum. Morgunverður: Kaffi eða tebolli. Appelsínumúslí: 1 appelsína er afhýdd og skorin í teninga, þeir eru ásamt 1 msk. af kornfleksi settir saman við 1 bikar af óbragðbættri jógúrt (eða súr- mjólk). aða með gervisykri í stað sykurs ef þörf er fyrir sykur. ' 1. dagur Snarl milli mála Snarl milli mála 1 bolli kjötsoð og 1 sneið hrökk- brauð. Hádegisverður 2 rifnar gulrætur, 1 appelsína, 1 stór kartafla (200 g) skorin í teninga. Blandað er saman safa úr sítrónu og lauk rifnum, steinselju og 1 msk. af skyri og sett yfir grænmetið. Bæta má við 2 svörtum ólífum og salti og pipar gerist þess þörf. Síðdegiskaffi Kaffi eða tebolli, lítið eitt brúnn sykur og 1 eggjabikar af mjólk. Kvöldverður Fylltur kartöflusekkur: 1 msk. þurrkað kartöfluduft er hrært út með 1 þeyttu eggi og 1 msk. vatni og blandað vel. Fínsaxaðir eru 2 laukar og 1 grein steinselja, það er síðan ásamt 1 sneið af niðurskorinni skinku, soðið við vægan hita á pönnu, nánast gufusoðið í 5 mín. Kartöflumassinn er flattur út í fer- kantaða köku og er laukmaukið sett þar í, hliðar eru lagaðar að og sekkn- um lokað. Hann er síðan soðinn í potti eða pönnu í litlu saltvatni og borinn á borð með 375 g af soðnu blönduðu grænmeti. 2. dagur Morgunmatur Kaffi eða tebolli. Rifsberja- eða ávaxtamúslí: Ef berin eru til staðar þá skal nota 1 bolla af berjum og 1 bikar af óbragðbættri jógúrt ásamt 4 söxuðum valhnetukjörnum bland- Hið sama og hinn fyrsta dag. Hádegisverður Kartöflutatari: 200 g kartöflur mjölmiklar og nýsoðnar og eru þær pressaðar með gaffli. Síðan er 1 laukur, 1 sýrð gúrka, 1 epli og 1 sneið af skinkuáleggi skorið í ten- inga og bragðbætt með söxuðu kryddi eins og steinselju og gras- lauk. Blandað er saman 2 msk. af vínediki og 1 msk. matarolíu og er henni hellt yfir kartöflutatarann ásamt möluðum pipar. Hann er síðan borinn fram með eggi skornu í tvennt. Kvöldverður Kartöflu-gulrótna-laukgratin: Nið- ursneiddar eru 200 g kartöflur, 2 stórar gulrætur, 1 vorlaukur. (eða 1-2 blöð púrra). Grænmetið er sett í pott með 1 bolla af kjúklingasoði og er pipar stráð yfir. Grænmetið er síðan soðið við mjög vægan hita í 15-20 mín. Það er síðan sett í hæfilega stórt mót. Hrært er saman: 1 eggi, 1 msk. af mjólk og 50 g af rifnum osti og hellt yfir grænmetið sem síðan er sett í heitan ofn stutta stund á meðan osturinn er að bráðna. Síðdegiskaffi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.