Morgunblaðið - 19.05.1989, Page 8

Morgunblaðið - 19.05.1989, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 MATVÆLASYNING Laugardal s h ö I Það er rúm vika síðan matvælasýningunni lcefodd '89 lauk í Laugardalshöllinni, en þar voru meðal annars kynntar ýmsar nýjungar í innlendri matvælaframleiðslu. Hér á eftir segjum við frá nokkrum þessara nýjunga. Fiskibollur Fyrirtækið Humall hefur verið með þrjár vörur á markaðn- um framleiddar úrfiski, en það eru frystir fiskborgarar og röspuð og krydduð ýsa og fiskbollur úr kæli. Fyrir tæpu ári síðan hóf Humall að nota nýjar aðferðir við fram- leiðslu fiskibollanna. Nú eru þær steikar á teflon færi- bandi, sem þýðir að bollurnar komast aldrei í snertingu við feiti né vatn og eiga því að innihalda öll næringar- efni fisksins, að sögn Bjarna Bæringssonar. EFTIRFARANDIATRIBI ER SKYLT RO HAFA h REIIHJðLUM: Hemla Lós Bjöllu Framljós og rafal Giltauga að aftan Glitauga ó fótstigum TIL AÐ SJÁST SEM BEST: Teinaglit (endurskin fró hlið). Endurskinsmerki, hvítt - þrístrent aö framan. Hjólvari. (Viðvörunarstöng með endurskinsmerki). ÖNNUR ATRIÐISEM ÞURFA AÐ VERA í LAGISVO AÐ HJÓLIÐ HENTIÖKUMANNI: Hæð stýris Hæó hnakks Loft í dekkjum Framhjól Afturhjól Keðja/keðjuhlíf AUK ÞESSA MÁ NEFNA HJÁLM, SEM ER MIKILVÆGT ÖRYGGISATRIÐI HVERJUM HJÓLREIÐAMANNI. Pottar & hnífar Það voru ekki aðeins matvæli kynnt á lcefood heldur einnig eldhúsáhöld. Bræðrnir Ormsson sýndu svissneska multiplan potta fyrirallar tegundir matreiðslu. Meðal annars voru þeir með tvöfaldan pott, þar sem y ‘^annar potturinn er notaður til að elda í og er síðan settur ofan í hinn pottinn sem heldur Ý? matnum heitum. Það þarf þvíekki að hafa áhyggjur af matnum IP á eldavélinni meðan verið er að undirbúa annað. í marga þessa potta þarf lítið vatn og jafnvel ekkert svo næringarefnin tapast ekki úrfæðunni. Bræðurnir Ormson voru einnig með duromatic þrýstipotta úr gæðastáli, sem þola langan tíma á hellu án þess að láta undan. Tvíburahnífar J.A. Hen- ckelsfrá Bræðrunum Ormsson eru dýrir en sterkir hnífar sem endast árumsaman. Síldarréttir Síldarréttir hf. kynntu nýja síldarrétti sem væntanlegir eru á bæði innlendan og erlendan markað á næstunni. Það voru kryddsíld með bananasósu og kryddsíld með sýrðu grænmeti og merineruð sfld í epla- sósu og marineruð sfld með sýrðu grænmeti. Sfldarréttir framleiða einnig þá sfldarrétti sem flestir þekkja. Tilbúnir fiskréttir & súpur Fyrirtækið Frostmar er með nýjunar á markaðnum sem eru tilbúnir fiskréttir og fiskisúpur. Hver rétt- ur er ætlaður fyrir einn og er tilbúinn beint úr fryst- inum á borðið eftir fá- ar mínútur í örbylgju- ofni. Fiskréttina má einnig hita í venjuleg- um ofni og súpurnar má hita í potti á elda- vél. Fiskréttirnir eru allir með grænmeti og hrísgrjónum, en þá er hægt að fá með fjórum mismunandi sósum. Súputeg- undirnar eru tvær. M ~JSSB -.-x,- :Vj |H| V Sanitas hóf f ramleiðslu á sinnepi fyrir nokkrum mán- uðum, sem nota má á pysl- ur, hamborgara eða í matar- gerð. é Idýfur & sosur Stutt er síðan Sanitas hóf framleiðslu á eigin majónesi og í framhaldi af þvi hafa verið búnar til sósur og ídýfur. Þær eru kallaðar létt sósur og létt ídýfur, enda 40-50% fitu- minni en aðrar sambærilegar vörur að sögn Sigurðar Þorvaldssonar hjá Sanitas. Það er vegna þess að þær eru búnar til úr sýrðum rjóma og lítilli olíu. Sósutegundirnar eru borgarasósa, kokkteilsósa og pítúsósa og ídýfurnar eru með lauk- og paprikubragði. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.