Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 8
msmR
FRJÁLSAR / 3000 METRA HLAUP
Ennþá stór-
bætir Kristján
Skúli sig
KRISTJÁN Skúli Ásgeirsson IR bætti
árangur sinn um 20 sekúndur er hann
hljóp 3.000 metra á 8:32,0 mínútum á
móti í Bad Oldersloh í Vestur-Þýska-
landi sl. föstudag.
Kristján Skúli átti best áður 8:51,7 mínút-
ur frá því á Flugleiðamótinu á dögun-
um. Ekkert lát hefur verið á framförum
hans í sumar. Hefur hann nýlega bætt ár-
angur sinn i 10 km um 50 sekúndur frá í
fyrra og um 45 sekúndur í 5 km. Þá hefur
hann sett persónulegt met í 800 og 1.500
einnig. Kristján Skúli er aðeins tvítugur.
Kristján Skúli varð fjórði í hlaupinu í Bad
Oldersloh. Gunnlaugur Skúlason UMSS varð
áttundi á sínum næstbesta tíma, 8:48,2, og
Sighvatur Dýri Guðmundsson ÍR 12. á
8:58,6. Bætti hann sig um 15 sekúndur,
átti 9:13 áður, en Sighvatur er 36 ára.
Árangurinn er „öldungamet" og er hann
fyrsti öldungurinn sem hleypur 3 km undir
9 mínútum.
í fyrradag, eða tveimur dögum eftir
hlaupið í Bad Oldersloh, hljóp Kristján Skúli
síðan 5 km i Hamborg á 14:59,45 og varð
aftur fjórði. Gunnlaugur varð sjötti á
15:06,83 og Sighvatur Dýri bætti sig um
rúmar átta sekúndur, hljóp á 15:43,2, sem
er öldungamet.
FRJALSAR
Réttir félags-
búningar á
itiótum
Stjóm Frjálsíþróttasambands Is-
lands hefur ákveðið að á Meist-
aramóti Íslandíf verði þáttakendur
að keppa í félagsbúningi sínum í
samræmi við lög og reglur.
Oft hefur viljað brenna við að
fijálsíþróttafólk keppi ekki í búningi
síns félags, og í boðhlaupum hefur
hver þátttakandi verið í sínum lit.
Árið 1.986 var félögum gefinn
tveggja ára frestur til að koma
skikkan á þessi mál, en enn vantar
mikið upp á að farið sé eftir þessum
reglum.
Tíu bestu afrekin
í3000 m hlaupi
Árangur Kristjáns Skúla er besti tími íslendings
í sumar og sjöundi besti árangur íslendings frá
upphafi, en listi yfir 10 bestu afrekin hljóðar
annars sem hér segir:
8:05,63.........................Jón Diðriksson, UMSB1983
8:17,6....................... .....Ágúst Ásgeirsson, ÍR1976
8:18,23...................Brynjúlfur Hilmarsson, ÚlA 1985
8:21,0...................Kristleifur Guðbjömsson, KR 1959
8:25,0..............................Sigfús Jónsson, ÍR1976
8:30,0........................Gunnar Kristinsson, HSÞ1970
8:32,0..................Kristján Skúli Ásgeirsson, ÍR1989
8:32,8..........................Már Hermannsson, UMFK1988
8:35,5........................ Jóhann Ingibefgsson, FH1988
8:37,4............:...................Agnar Levý, KR1964
8:37,5........................Kristján Jóhannsson, ÍR1957
8:37,73.................. Sigurður P. Sigmundsson, FH 1979
8:40,2......................Daníel Guðmundsson, USAH 1988
8:41,16......................... Frimann Hreinsson, FH 1987
8:42,9...................... Halldór Jóhannesson, KR1964
8:45,1.........................Hafsteinn Óskarsson, ÍR1984
8:45,2........................Sigurður Guðnason, lR 1956
8:45,4.....................Gunnlaugur Skúlason, UMSS 1989
8:45,8.................,....Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR1982
8:46,0................... Guðmundur Sigurðsson, UMSK1988
Gunnar Guðmundsson, ÚÍA, bætti sig í 400 m hlaupi
í Hamborg.
GOLF / SKOSKA MEISTARAMOTIÐ
„Ótrijlegt“
- sagði Michael Allen um sigurhöggið
„ÞETTA er ótrúlegt. Ég ætlaði
bara að komast nálægt hol-
unni, en svo fór boltinn ofan
í,“ sagði Michael Allen,
Bandaríkjunum, eftir sigurinn
á opna skoska meistaramót-
inu í golfi á sunnudag.
AUen fór á 272 höggum, 12
undir pari, en síðasta hring-
inn fór hann á átta undir pari og
síðasta pútt hans var um sjö metra
frá holu.
Þetta var fyrsti sigur Allens í
Evrópu. Hann fékk 50.000 pund
í verðiaun og öðlaðist þátttökurétt
á opna breska meistaramótinu,
sem hefst í vikunni, en í fyrra
byijaði hann þar illa og féll úr
keppni. Hann hafnaði í 28. sæti
á opna franska meistaramótinu
fyrir skömmu og varð í 29. sæti
á opna Monte Carlo mótinu.
Bretinn lan Woosnam og Spán-
veijinn Jose-Maria Olazabal voru
jafnir í öðru sæti á 274 höggum.
Þeir komu báðir inn á eftir Állen
og þurftu að fara síðustu holuna
á tveimur undir pari til að fá auka-
keppni um fyrsta sætið, en báðir
fóru á pari. Norður-írarnir David
Feherty og Ronan Rafferty voru
jafnir í 4. sæti á 276 höggum, en
Gordon Brand, sem var með for-
ystu fyrir síðasta dag, tókst ekki
að verða fyrsti Skotinn til að sigra
í keppninni — fór síðasta hringinn
á erjö yfir pari og hafnaði í 25.
sæti.
Úrslit / B6
FRJALSAR / 800 M HLAUP
Steinn bætir sig
um 1,5 sekúndur
Hljóp á 1:53,9 mín. í Bad Oldersloh
STEINN Jóhannsson FH hljóp
800 metra á 1:53,9 mínútum á
móti í Bad Oldersloh í Vestur-
Þýskalandi sl. föstudagskvöld
ogbætti sig um 1,5 sekúndur.
^J^einn vann hlaupið, sem hann
'wvarð að leiða að mestu sjálfur,
en það bendir til að hann geti enn
betur með meiri keppni. Hann átti
best áður 1:55,25 frá 1986. Árang-
ur hans á föstudag er 15. besti
árangur Islendings frá upphafi.
Daginn eftir keppti Steinn í 1500
metra hlaupi á móti í Hamborg og
hljóp á 4:00,03 mínútum.
Á mótinu í Bad Oldersloh setti
Margrét Brynjólfsdóttir UMSB per-
sónulegt met í 800 kvenna, hljóp á
2:17,6. Er það 17. besti tími
íslenskrar konu frá upphafi. Daginn
eftir hljóp hún svo á 2:17,73 í Ham-
borg.
Oddný Árnadóttir ÍR og Gunnar
Guðmundsson UÍA unnu 200 metra
hlaup á Bad Oldersloh-mótinu.
Oddný hljóp á 25,7 sek. og Gunnar
á 22,8 en nokkur mótvindur var í
hlaupunum.
Gunnar bætti sig svo í 400 metra
hlaupi á Hamborgarmótinu á laug-
ardag. Vann hann hlaupið með yfir-
burðum og hljóp á 48,57 sekúndum,
en það er 11. besti árangur frá
upphafi. Hann átti 49,00 frá í fyrra-
haust. Daginn eftir hljóp hann 100
metra á 11,33 sek. og bætti árang-
ur sinn um einn hundraðasta úr
sekúndu. Oddný Árnadóttir vann
400 kvenna sömuleiðis með yfir-
burðum á 57,41 sek.
Frá
Bob
Hennessy
i Englandi
George Graham, framkvæmda-
stjóri Arsenal.
íHénR
FOLK
MLAURIE Cunningham lést í
bílslysi í Madrid á Spáni á laugar- .
dag, en vinur hans, sem var með
honum í bílnum, komst lífs af.
Cunningham, sem
lék sex landsleiki,
var fýrsti enski
landsliðsmaðurinn í
knattspyrnu, er var
dökkur á hörund. „Hann var hæfi-
leikaríkasti leikmaðurinn, sem kom
á eftir George Best,
..sagði Ron Atkinson, sem keypti
Cunningham til WBA 1976. 1979
greiddi Real Madrid 900.000 pund
fyrir kappann, en síðan hefur hann
leikið með nokkrum liðum; á síðasta
tímabili með Real Vallieano, sem
vann sig upp í 1. deild á Spáni.
■ GARY Gillespie, sem er 28
ára, hefur misst marga leiki úr með
Liverpool vegna meiðsla og er
framtíð hans hjá félaginu sögð
ótrygg. Hann lék aðeins 20 af
síðustu 52 leikjum liðsins.
■ MARK Lawrenson lék með
Tampa Bay í Flórída og hjálpaði
liðinu að komast í bandarísku úr-
slitakeppnina fyrir skömmu. David
Pleat, stjóri Leicester, sá hann
leika og vildi fá hann til Leicester.
Lawrenson sagði að það gengi
ekki meiðslanna vegna, en til greina
kæmi að stjórna ensku liði á ný.
■ GEORGE Graham, stjóri
Arsenal gerir á næstunni fimm ára
samning við félagið. Laun hans tvö-
faldast og fara í um 150.000 pund
á ári, sem er heldur minna en
Kenny Dalglish fær hjá Liverpool
og Grahame Souness hjá
Rangers.
■ RON Atkinson er tilbúinn að
greiða Manchester United
500.000 pund fyrir Norman White-
side, en spænska félagið Osasuna
bauð þá upphæð. Verið getur að
Atkinson bjóði einnig í Paul
McGrath, sem hættir örugglega
Wá Manchester United.
■ ALAN Harris, sem var látinn
fara frá Espanol, er kominn til
Englands og hefur verið orðaður
við Swindon sem eftirmaður Lou
Macari, er tók við stjórninni hjá
West Ham.
■ DAVID Hodgson, fyrrum
leikmaður Liverpool og síðast hjá
Sheffield Wednesday, hefur gert
samning við japanska félagið
Mazda. Alan Irvin leikur einnig
með liðinu, en Bill Foulkes er þjálf-
ari.
■ ASA Hartford, sem var rek-
inn frá Stockport fyrir þremur
mánuðum, verður þjálfari Shrews-
bury.
■ TOTTENHAM heíur reynt að
fá Mark Walters frá Rangers, en
Souness sagði um helgina að leik-
maðurinn væri ekki til sölu. Liðin
leika æfingaleik á Ibrox 6. ágúst.
■ MO Johnston er byijaður að
skora fyrir Rangers; gerði fyrsta
markið í æfingaleik á Ítalíu um
helgina.
GETRAUNIR: X11 12X 222 111 LOTTO: 2 21 25 28 32 /19