Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 2
2 B eeei Ln'Jt .12 auDAqiJTaö'a QiaAjaHUpaoM ---MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAG(IR-21.-JULI t989- MEGRUNARSJUKDOMAR Tískusjónarmið vega þungt Tilgangurinn með þessari grein og viðtölunum hér á opnunni, er að reyna að varpa Ijósi á fyrirbæri sem á íslensku kallast lystarstol, öðru nafni anorexia nervosa, og bulimia, sem á íslensku hefur verið nefnt græðgishviðsýki eða ofát. Til eru heimildir um anorexia nerv- osa frá því á fjórðu öld, en fyrstu læknisfræðilegu lýsinguna gerði Bretinn Richard Morton fyrir 300 árum. Á síðustu þrjátíu árum hefur lystarstolstilfellum fjölgað svo mjög að sumir vilja tala um nýjan sjúk- dóm. Bulimia var ekki viðurkennt sem sérstök truflun fyrr en árið 1980, enda svipar þessu tvennu saman þó hegðun sjúklinganna sé nokkuð mismunandi. í viðtali við Eirík Örn Arnarson sálfræðing hér annars staðar á opnunni er leitast við að lýsa þessum fyrirbærum og útskýra mismuninn. , enningaráhrif eru nefnd sem lein orsök þessara truflana, sem finna má á sálraenar og/eða geðrænar skýringar. Áhrif menn- ingarinnar eru sögð skýra aukna tíðni greindra tilfella á síðustu ára- tugum. Helstu áhrif hennar eru tískusjónarmið varðandi vaxtarlag kvenna, sem haldið er á lofti bæði í tímaritum, kvikmyndum og sjón- varpi. Og víst er það að kvenímynd- in hefur breyst. Það þarf ekki annað en bera saman Marilyn Monroe eða Brigitte Bardot, kyntákn sjötta og sjöunda áratugarins, við leikkon- urnar Jamie Lee Curtis, Cher eða Jane Fonda, sem allar eru þekktar fyrir að hugsa mikið um kroppinn á sér. Á meðan meðalþyngd venjulegra kvenna, að minnsta kosti í Banda- ríkjunum, jókst um þrjú kíló á tutt- ugu árum, urðu Ijósmyndafyrirsæ- turnar og fegurðardrottningarnar sífellt grennri. Þessu til staðfesting- ar skal vitnað í BA-ritgerð sem þær Anna Björnsdóttir og Þorbera Fjöln- isdóttir rituðu í sálarfræði hjá Eiríki Erni. Hún heitir Tíöni lystarstols (anorexia nervosa) og ofáts (bulim- ia) meðal nemenda í læknadeild Háskóla Islands. Þar segir: „Árið 1980 greindu Garner og félagar hans annars vegar líkamsþyngd þeirra stúlkna sem tekið höfðu þátt í fegurðarsamkeppninni „Miss Am- erica" og hins vegar þeirra stúlkna sem mynd hafði birst af á miðopnu blaðsins „Playboy". Greining þeirra náði yfir þátttakendur á tuttugu ára tímabili (1959-78). Niðurstöður at- hugana þeirra bentu annars vegar til þess að þyngd hópanna tveggja væri marktækt lægri en meðal- þyngd bandarískra kvenna og hins vegar bentu þær til þess að hjá þessum hópum hefði átt sér stað þyngdartap yfir þetta tímabil. Á sama tíma gerðist það aftur á móti að þyngd bandarískra kvenna jókst Er það því nokkur furða þótt unglingsstúlkur, sem horfa á fyrir- myndirnar í tískublöðum og sjón- varpi og fylgjast með fegurðarsam- keppnum, séu sífellt óánægðar með sjálfar sig. Niðurstöður kann- anna sem gerðar hafa verið á því hvort stúlkur væru ánægðar með útlit sitt, sýna að meiri hlutanum finnst þær vera of þungar þó þyng þeirra sé innan eðlilegra marka. Þær telja sig því of þungar án þess að vera það og margar fara í megr- un. Karlmenn aftur á móti, sem fá lystarstol, en þeir eru miklu færri en konurnar, eru líklegri til að hafa í raun verið of þungir þegar þeir fóru í megrun. Ályktað hefur verið að tíðni bul- imiu hjá konum á aldrinum 18-25 ára sé 1-2%. Hlutfallið gæti þó allt eins verið hærra. Hér á landi greindust tíu með lystarstol á árun- um 1960-1969, nítján á árunum 1970-1980 og sjö á fyrstu tveimur árum þessa áratugar. Á þriðja og fjórða tug aldarinnar greindust fjór- ir alls. Engar stórar kannanir, sem gefið gætu vísbendingu um tíðni anorex- ia nervosa og bulimia hér á landi, hafa verið gerðar. Anna Björns- dóttir og Þorbera Fjölnisdóttir könnuðu tíðnina meðal nemenda í læknadeild Háskóla íslands árið 1987 og fylgdu niðurstöðurnar BA- verkefni þeirra. Niðurstöðurnar voru þær að af 358 nemendum, 264 konum og 94 körlum, virtust einn karl og sex konur vera með truflað- ar matarvenjur (það eru 1,67%). Einn nemandi uppfyllti viðmiðun til greiningar á lystarstoli, hinir sex til greiningar á ofáti. Þær Anna og Þorbera tóku skýrt fram í viðtali við Daglegt líf að þessar niðurstöður gæfu aðeins hugmynd um hugsan- lega tíðni í þessari deild Háskólans og ekki væri hægt að áætla út frá þeim neitt um tíðni truflananna hér á landi. Ákveðnir hópar eru líklegri en aðrir til að fá anorexiu og bulimiu, en það eru þeir sem þurfa að passa sérstaklega upp á þynd sína starfs- ins vegna. Þar á meðal eru dansar- ar og sýningarfólk. MEO Heimildir: Anna Björnsdóttir og Þorbera Fjölnisdóttir. Tíðni lystarstols (anorexia nervosa) og ofáts (bulimia) meðal nem- enda í læknadeild Háskóla ís- lands. BA-verkefni í sálar- fræði. Nr. 446. Júní 1989. Magnús Skúlason, Eiríkur Örn Arnarson og Ingvar Kristj- ánsson. Anorexia nervosa: Lystarstol af geðrænum toga. Orsakir, einkenni og meðferð. Yfirlitsgrein. Læknablaðið, 71, 161-167. Hilde Brech, M.D. The Gold- en Cage. The Engima of Anorexia Nervosa. Morgnnblaðið/Þorkell Anna Björnsdóttir cg Þorbera Fjölnisdóttir könnuðu tiðni lystar- stols og ofóts meðal nemenda í læknadeild Hl. Sjálfskapaður vítahringur „Ég þjáðist af anorexiu í mörg ár og var hún komin á mjög alvarlegt stig síðustu árin. Ég var orðin mjög létt og illa haldin, en lét mig þó ekki muna um að fara á fætur eldsnemma á morgnana og hlaupa tíu kílómetra. Fara síðan f sund og eróbikk. Allt þetta gerði ég á hverjum degi auk þess að stunda vinnu. Þannig var það þar til fyrir rúmu ári síðan að ég hreinlega gafst upp. Ég gat ekki meira. Ég fór að borða, fyrst ofsalega mikið, og lagðist í þunglyndi í kjölfar þess.“ Þannig talar ung kona í dag sem hefur gengið í gegnum vítis- kvalir anorexiunnar, en það er orð sem hún notar til að lýsa þessu ástandi. Það má kannski segja að hún hafi verið hepp- in. Af því hún sá að eitthvað varð að ger- ast. Hún var í námi í útlöndum þar sem var búið að útiloka hana frá íþróttaæfingum af því hún var alltof létt, þegar hún las auglýsingu frá meðferðar- stofnun sem sérhæfir sig í anorexiu og bulimiu. „Ég rak augun í þessa auglýsingu frá meðferðar- heimili fyrir stúlkur og konur með anorexiu nerv- osu og bulimiu. Ég hringdi og var síðan boðuð í viðtal þar sem ég þurfti að svara ótal spurningum er skæru úr um það hvort ég væri verðugur um- sækjandi." „I rauninni missir sá sem er með anorexiu ekki matarlystina, segir hún aðspurð. Ekki endilega að minnsta kosti. Margar sem koma í meðferð hafa neitað sér um mat í mörg ár. Þær neyða sig til að borða ekki af hræðslu við að fitna. Og allt snýst um það hjá þeim að brenna því litla sem borðað er með því að hreyfa sig mjög mikið. Sumar reynd- ar hreyfa sig lítið en þaér borða heldur ekki neitt. Það er ekki hægt að leyna anorexiu, ekki til lengdar. Manneskja getur heldur ekki lifað eðlilegu lífi með hana. ^ Það er erfiðara að uppgötva bulimiu því hún er felusjúkdómur. í meðferðinni voru konursem höfðu stundað uppköst sjálfviljugar í 25 ár. Eitt einkenni á þeim er að þær bólgna í andliti og augum. En margar sem hafa anorexiu og byrja að borða kasta einnig upp af hræðslu við að fitna." Meðferðin á stofnuninni tekur níu vikur. „Það eru fjörutíu einstaklingar til meðferðar í einu, allt konur frá táningsaldri til rúmlega fimmtugs. Með- ferðin byggist mikið á hópmeðferð, en einnig ein- staklings- og fjölskyldumeðferð. Sérfræðingarnir á staðnum eru næstum jafn margir sjúklingunum því hver og ein þarf á að halda sálfræðingi, fjöl- skylduráðgjafa, félagsráðgjafa og næringarfræð- ingi. Við hittum næringarfræðinginn þrisvar í viku, en hann var með fræðslu um mataræði og sá um að vigta okkur. Það var ekkert sérlega vinsælt því fæstar höfðu raunverulegan áhuga á að þyngjast. Meðferðin snýst þó ekki aðeins um að koma lagi á slæmar matarvenjur. Megrunarsjúkdómar eru tilfinningalegt vandamál þar sem allar tilfinn- ingar viðkomandi taka á sig mat. Það er borðað í vanlíðan eða ekki borða sökum vanlíðunar. Það eru allar tilfinningar bældar. Á meðferðarstofnun- inni er reynt að finna hvað býr undir. Metnaðargirni er þessum konum sameiginleg og umhverfið krefst mikils af þeim. Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa aldrei fengið útrás fyrir bældar tilfinningar. Að hafa alltaf gefið mikið af sjálfum sér, en ekki gert neinar kröfur til annarra um að þeirra þörfum væri sinnt. Það er mikið lagt upp úr hópmeðferð, en í byrj- un er það stórmál fyrir þessar konur að sitja með öðrum í hóp. Þær þurfa að læra að treysta hinum, en vera ekki alltaf að bera sig saman við næsta mann. Því fyrst snúast allar hugsanir um það hvort þær séu feitari eða mjórri en næsta við hliðina. í hópmeðferðinni er meðal annars listmeðferð, geð- leikur eða psycodrama (sjálfkrafa sviðsleikur) og ákveðniþjálfun, en hjá flestum er það stórt vanda- mál að geta aldrei sagt nei. Flestar voru ánægðar með ákveðniþjálfunina, en hið sama verður ekki sagt um geðleikinn. Því þar kom ýmislegt upp á yfirborðið! Það var einnig rætt um samskipti og samskiptamunstur. Það sem hjálpaði mikið í hóp- meðferðinni var að fá að vita um aðra með sams- konar reyrislu og maður sjálfur. Uppgötva að vigt- in skiptir litlu máli þegar upp er staðið." Eins og kemur fram hér annars staðar á opn- unni, þá fylgir skert líkamsímynd anorexiu. Einn þáttur í meðferðinni fólst í því að reyna að rétta þessa ímynd. „Þetta var mjög óvinsælt, segir hún og leggur áherslu á orð sín. Við þurftum allar að standa fyrir framan spegil í ákveðinn tíma á dag, sem er hræðilega erfitt fyrir þann sem er vanur að sjá ekkert nema ógeð þegar hann horfir í speg- ilinn. Tilgangurinn með þessu var að fá mann til að samþykkja það sem maður sá í speglinum og sætta sig við það.“ Matmálstímarnir voru heldur ekki nein skemmt- un. „Manneskja með megrunarsjúkdóm hegðar sér nefnilega mjög undarlega gagnvart mat. Marg- ar gátu ekki einbeitt sér og voru á stöðugum hlaup- um allan matmálstímann. Aðrar tróðu bara græn- meti í bolla og stungu svo inn í örbylgjuofn, því sá sem er með anorexíu vill helst borða allt heitt, þá borðar hann minna. Sumar hentu megninu af matnum og svo voru þær sem enn voru að kasta upp. Það var samt ekki eins og hægt væri að kvarta yfir fæðinu, sem var mjög gott. Við fengum þrjár léttar máltíðir á dag, en enginn var þvingað- ur til að borða. Allar fengum við áætlun til að fara eftir. Margar voru þó ekki alveg tilbúnar að láta af fyrri venjum , enda hræðslan við að fitna enn til staðar." Viðmælandi minn segist hafa þyngst um 20 kg frá því hún var sem grennst. Og ef einhverjum finnst það mikið, og ef einhver á erfitt með aðl ímynda sér hversu grannar þessar stúlkur geta orðið, þá skal það tekið fram hér að hún er enn þá mjög grönn. Hún leggur mikla áherslu á það í máli sínu hvað þessi hegðun er sjúkleg. Stúlkur setji sér í upphafi óraunhæf tak- mörk af því það er alls staðar hamrað á því hvað það sé eftirsóknarvert að vera grannur. En afleið- ingarnar geta orðið skelfilegar. „Ég hef meira að segja heyrt stelpur óska þess að þær væru með anorexiu," segir hún og það gætir hryggðar í rómn- um. „Þeim finnst þetta eitthvað fínt, en átta sig ekki á því að það er brenglun á mjög háu stigi. Sjálfskapaður vítahringur. Ekki ólíkur þeim sem alkóhólistar og eiturlyfjaneytendur þekkja." Eftir að hún kom úr meðferð hefur líf hennar tekið aðra stefnu. Þó segist hún finna tilfinnanlega fyrir því að hér er ekki boðið upp á neina eftirmeðferð. En það sé mjög mikilvægt að geta til dæmis haft samband við stúlkur og konur sem átt hafa . við sama vandamál að stríða. MEO - SEGIR KONA SEM ÞEKKIR ANOREXIU AF EIGIN RAUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.