Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 3
B 3 MORQUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989 • m í ! ■ i—i ■ 'i !■ i ii’—í ■■•■■;■ !■.■■• i—h-w ■ Kvenímyndin hefur breyst oft á þessari öld, svo og hug- myndir manna um hvað sé „hinn fullkomni kvenlíkami". Framan af voru það stór barmur, mjótt mitti og breiðar mjaðmir. Mae West var kyntákn fjórða ára- tugarins og Marilyn Monroe þess sjötta. Aðeins fáum árum eftir lát Monroe varð Twiggy- útlitið svokallaða eftirsóknar- verðast. Fyrirsætan Twiggy var þvengmjó, nánast veikluleg, al- ger andstæða Marilyn. Siðan hefur grannur líkami þótt imynd fullkomnunar", með þeim breytingum frá Twiggy-útlitinu að hann sé að stæltur og íþróttamannslegur. Þeir standa sig best sem grennast mest Anorexia nervosa og bulimia fá yfirleitt meðhöndlun á geðdeildum hér á landi. Anorexiu sjúklingarnir eru lagðir inn, en bu- limiu sjúklingarnir meðhöndlaðir á göngu- deild. Eiríkur Örn Arnarson, yfirsálfræðingur á geðdeild Landspítalans, er einn þeirra sem hafa stundað þessa sjúklinga hér á landi. Þad eru dæmi þess að stúlkur séu orðnar anorexískar ún þess að nokkur í kringum þær útti sig 'a því, segir Eiríkur Örn Arnarson, yf irsúlfræðing ó geödeild Landspítalans. Þar til fyrir tæpum tíu árum voru anorexia nerv- osa og bulimia nervosa talið eitt og sama vandamálið. „En í seinni tíð, segir Eirík- ur Örn, hafa menn gert sér grein fyrir að þetta eru tvær greinar af sama meiði. Anorexia einkennist af því að sjúklingurinn hættir að borða, en bulim- ia af því að borðað er geysilega mikið á skömm- um tíma og síðan er matnum selt upp.“ Eru uppsölur þá ekki hluti af anorexiu? „Jú, þær geta verið það. Anorexiu sjúklingar borða ekki eins mikið og bulimiu sjúklingar, sem börða mat ekki ólíkt því sem ofdrykkjumenn drekka áfengi. Þessir kvillar eru algengastir meðal ungra kvenna á tánings- aldri og er þetta vandamál miklu algengara meðal kvenna en karla.“ Eiríkur Örn, hafa stúlkur með anörexiu einhver sameiginlegt einkenni? „Þetta eru oft vel gefnir ein- staklingar sem hafa staðið sig vel í skóla. Gjarnan hafa þær verið fyrirmyndarbörn." Hversvegna anorexia byrjar segir Eiríkur Örn að getj ver- ið erfitt að átta sig á. „Hún getur þó byrjað sem upp- reisn gagnvart því um- hverfi sem stúlkurnar búa í.“ Upphafið má yfirleitt rekja til megrunarkura eða þess að stúlkurnar verða mjög uppteknar af útliti sínu og þyngd. Að anorexia byrji upp úr þurru segir Eiríkur Örn að sé mjog olik- \ legt. „Stúlkurnar Eiríkur Örn Arnarson ■ Aþes- ari mynd má sjá hvernig anorexia nervosa og bulimia geta leikið líkama fólks. fara í megrun og setja sér þá oft ákveðið takmark. Þær ætla að léttast niður í ákveðna þyngd, kannski 50 kg. (Kjörþyngd kvenna sem eru 170 sm á hæð er um 63 kg; innsk. blm.) Þegar því takmarki er náð er það síðan ekki nóg og þær verða uppteknar af fitu á ákveðnum stöðum líkamans þar sem er í raun- inni eðlilegt að sé fita. Hún er bara hluti af ytri kyneinkennum kvenna. En stúlkurnar vilja ná af þessari fitu og færa þyngdarmörkin niður í 45 kg. (75°/o af 63 kg kjör- þyngd eru rúm 47 kg; innsk.). Því miður er það nú svo að þegar einhverju marki er náð, sem ekki er hægt að alhæfa neitt um heldur er mis- munandi fyrir hvern og einn, þá er eins og þær missi stjórnina á þyngdartapinu. Það bara heldur áfram. Þetta er nánast eins og að renna sér niður rennibraut. Þegar þú ert komin af stað er ákaflega erfitt að stoppa. Það sama gerist hjá þessum stúlkum, þær halda áfram að léttast, stjórnlaust. Það verður því ekki séð annað en að þau þyngdarmörk sem unglingsstúlkur setja sér séu komin langt út fyrir eðlilegan ramma. Það er aðeins eðlilegt að hlutfall fitu af heildarþunga Tikama kvenna sé 23-25% og um 13-15% hjá körlum. Þegar farið er langt niður fyrir kjörþyngd minnkar hlutfall fitunnar, á svipaðan hátt og hjá íþróttamönnum í mjög góðri þjálfun. Þá verður hlutfall vöðva mjög mikið og fituhlutfallið minnk- ar. Þegar fituhlutfallið er orðið miklu minna en 23-25% bregst líkaminn við með því að stöðva ónauðsynlegri starfsemi. Það hægir á líkams- starfseminni, hitastig líkamans fellur, tíðir verða óreglulegar í upphaf og hætta síðan alveg. Því það er augljóst að kona, eða stúlka, sem ekki er nógu þung getur ekki nært barn. Líkaminn sér því til þess að stöðva tíðahringinn. Einnig hægir á hjartslætti.11 Ýmislegt getur valdið því að byrjað er í megr- un sem síðan hefur svo harkalegar afleiðingar. „Það geta verið ýmsar ytri aðstæður sem tengj- ast einstaklingnum, fjölskyldu hans og félagslífi. Það getur komið upp aukið álag í umhverfinu sem viðkomandi verður fyrir og kallar fram anorexiu, einhver þáttur leiðirtil þess að viðkom- andi fer í matarkúr og léttist. Svo halda ýmsir þættir í umhverfinu þessu ástandi við. Þó svo eitthvað geti byrjað sem saklaus meg- runarkúr, þá er margt í umhverfinu sem ýtir undir, til að mynda breytt líkamsímynd kvenna. Það verður umbunarvert í sjálfu sér að vera mjög grannur. Anorexia virðist enda geta verið dulin fyrir fólki mjög lengi. Það er ekki óalgengt að foreldrar komi með stúlku til meðferðar hálfu eða jafnvel einu ári eftir að anorexian hefst, því þeir átta sig ekki á tilvist hennar. Kannski hafa þeir farið að skoða myndir úr sumarfríinu og átta sig þá allt í einu á því að útlit stúlkunnar er allt öðruvísi en fyrir nokkrum mánuðum." En nú verður anorexiu sjúklingurinn yfirleitt mjög horaður, tekur fólk virkilega ekki eftir því? „Það tekur auðvitað nokkra mánuði að verða þannig auk þess em stúlkurnar gera ýmislegt til að dylja tilvist vandamálsins. Þær klæða það af sér, eru alloft í víðum og miklum fötum og ýms- ar fleiri aðferðir eru til.“ Og enginn gerir neina athugasemd við það hve magrar þær eru orðnar? „Nei, því það er alltaf þessi mikli hvati að vera grannur. Á heilsuræktarstöðvum og í meg- runarklúbbum, þangað sem fólk kemur gjarnan í þeim tilgangi að grennast, er fólk kannski vigt- að vikulega og þeir standa sig best sem grenn- ast mest. Það eru dæmi þess að stúlkúr séu SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.