Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚIÍ 1989 fi '5 Eyrnalokkar skreyttir demöntum og smarögðum Demantseyrnalokkar og dýr djás Ætli flestar konur hafi ekki einhverja ánægju af fallegum skartgripum svo og karlmenn. Fæstir hafa þó ekki efni á öðru en láta sig dreyma um skart í líkingu við það sem hér gefur að líta. Enda allt úr gulli gert, skreytt demöntum og dýrum steinum, svo sem rúbínum, smarögðum, safírum og perlumóðu. En það er alltaf gaman að virða fyrir sér fallega hluti og það gerir varla neinum mein að láta sig dreyma. Næla í laginu eins og blúnduslaufa úr gulli og demöntum. Gjöf til Söru Bernhardts frá i ..... aðdáanda. Gullhringur með safírsteini og hringur úr gulli, sem hefur verió gert svart, með demantssteinum Kamelljónsnæla úr gulli. Búkurinn er skreyttursmarögðum, rúbínsteinum og demöntum. Hægt er að láta kamelljónið reka út úr sér tunguna og hreyfa gimsteinana. Þannig getur það verið allt úr smarögóum eða allt úr rúbínum. Drekafluga úr gulli og platínuhúðuðu silfri. Gullnæla með smaragðssteini, skreytt demöntum Hálsfesti og armbandsúr úr gulli og smelti skreytt demantssteinum. Gullhringur skreyttur smaragð og demöntum. Pillubox úr gulli, skreytt víravirki og blöðum úr silfri. Armbandsúr úr 18 karata gulli með krókódílaáferð. Skreytt demöntum. un laxerandi lyfja til að reyna að stjórna þyngd- inni. Yfirleitt vita fáir eða engir af tilvist vandamáls- ins utan sjúklingurinn. Ástandið getur því við- gengist árum saman án þess að nokkur viti af því." Nú eru þeir sem hafa anorexiu oft lagðir inn en ekki bulimiu sjúklingar. Hver er skýringin á mismunandi meðferð? „Það er rétt að bulimiu sjúklingar eru yfirleitt meðhöndlaðir á göngudeild. Reynslan hefur aftur á móti sýnt að það er mjög erfitt að meðhöndla anorexiu á göngudeildum. Málið er þá komið á svo alvarlegt stig að þær eru í bráðri lífshættu. Bulimia er reyndar líka lífshættuleg, en á annan hátt. Kalíum búskapur líkamans fellur mikið, sem hefur sérstaklega áhrif á starfsemmi hjartavöð- vans. Uppsölurnar hafa líka slæmt áhrif, til að mynda á tannheilsu einstaklinganna, sem er yfir- leitt mjög slæm. Því það eru mjög sterkar sýrur í maganum sem vinna á glerjungi tannanna." Hvernig er viðhorfið hjá þessum stúlkum þeg- ar þær koma í meðferð? Gera þær sér grein fyrir vandamálinu og vilja þær gera eitthvað í því? „Þær sem eru með bulimiu gera sér grein fyrir að um afbrigðilega hegðun er að ræða, en ekki þær anorexísku. Og það er einmitt þetta atriði sem greinir þarna á milli. Það eru gjarnan foreldrarnir sem koma með þæréða hvetja þær til að fara. Því þeir verða áhyggjufullir þegar þeir sjá hvað er að gerast. Þeir senda stúlkurnar yfirleitt til heimilislæknis sem áttar sig á þvi hvað er á ferðinni og vísar þeim áfram í frekari rannsóknir." Hvernig er meðferðinni háttað? „Helsta meðferðarform er atferlismeðferð. Þá axlar sjúklingurinn ábyrgð á matarvenjum sínum og er umbunað fyrir góðan árangur. Einnig hafa ýmis önnur meðferðarform verið reynd." Hvernig hefur meðferð á þessum stúlkum gengið? „Meðferð á þessum stúlkum hefur gengið all- þokkalega hér á landi. En anorexia er lífshættu- legt vandamál. Þegar þær hætta að drekka þorna þær upp. Þekktir einstaklingar hafa dáið úr anorexiu, þar á meðal söngkonan Karen Car- penter. Hún var með dæmigert anorexiu útlit, sem er mjóslegið andlit og kinnbein koma greini- lega fram.“ Stúlkur sem þjást af anorexiu eru ekki bara óvenju grannar, oft eru þær bókstaflega grind- horaðar. Um þetta segir Eiríkur Örn: „Það er ekki lengur eftir nein fita á líkama þeirra. Og það finnst þéssum stúlkum ekkert óeðlilegt. Líkams- ímyndin er orðin svo brengluð." Hvað tekur meðferð langan tíma? „Yfirleitt þrjá mánuði. Það er misjafnt hve mikið þær þurfa að þyngjast, stundum eru það allt upp í 20 kíló. Enda sumar ekki mikið meira en 30 kíló þegar þær koma inn.“ En skyldu þessir sjúkdómar ekki hafa þekkst fyrr en nú á síðustu áratugum? „Þessir sjúkdómar eru í sjálfu sér ekki nýjir af nálinni, en þeir eru algengari núna. Það er ýmsilegt sem veldur, svo sem aukin umræða í þjóðfélaginu um mat og mataræði og svo þessi aðdáun á þeim sem eru grannir." Viðtal: Margrét Elisabet Ólafsdóttir. tíma áttar hún sig ekki lengur á því hvað er eðlileg magafylli og finnst hálftómur magi eðli- legt ástand. Það sem hindrar hana í því að borða getur verið óttinn við geta ekki hætt að borða og þar með að tútna út.“ Eiríkur Örn segist þó aldrei hafa séð slíkt gerast. „Hún óttast yfir höfuð að borða, óttast ákveðnar fæðutegundir, að borða meira en aðr- ir og er hrædd við að vera vöktuð þegar hún borðar. En það er algengt að þegar foreldarar átta sig á því að eitthvað hefur farið úrskeiðis fari þeir að fylgjast mjög náið með mataræði stúlknanna. Þar með er ábyrgðin á því hvort þær borða komin yfir á foreldrana, en sjálfar reyna þær allt til að komast undan því að matast. En neikvæð afstaða þess anorexíska til að borða vegur miklu sterkara en hungur, allar for- tölur, uppörvanir eða hótanir. Eftir því sem þær eru léttari þeim mun meiri andúð hafa þær á mat. Til að léttast beita þær ýmsum brögðum. Stundum nota þær uppsölur og hægðarlosandi lyf og svo er mikil ofvirkni áberandi. Sá sem er með anorexíu hefur mikla tilhneigingu og þörf fyrir að hreyfa sig. Stúlkur með anorexiu sækja mikið í líkamsrækt og þær eru oft í eróbikk eða djassballett á hverjum degi fyrir utan íþróttir í skólanum. Auk þess sem þær ganga mikið, synda eða hlaupa. Því meira því betra. Það virð- ast verða truflanir á innri áreitum þannig að þær finna ekki til þreytu eftir áreynslu né til hungurs. Það er oft skelfilegt að horfa upp á þessar anorexísku stúlkur hreyfa sig svona mikið þegar þær hafa af svo litlu að taka. Svefn þeirra verður líka óvær og má rekja skýringar á því til mannfræðinnar, sem væri þá sú, að sá sem hefur nóg að bíta og brenna þarf ekki alltaf að vera á ferðinni að afla sér matar, eins og sá magri.“ En það er ekki nóg að vera mjór til að teljast anorexískur? „Það ber auðvitað að útloka aðrar skýringar á því að viðkomandi er grannur en þær að hann borðar ekki mat. Það eru þá sérfræðingar í lækn- isfræði sem gera það, þvítruflun á hormónastarf- semi getur leitt til þess að fólk horast, svo og breytt efnaskipti eða krabbamein. Sé ekki til að dreyfa neinum vefrænum ástæðum getur verið um anorexíu að ræða. Við greiningu á anorexiu voru upphaflega sett þau mörk að viðkomandi hefði lést um meira en 25%o af eðlilegri þyngd. En þetta eru senni- lega of strangar kröfur og þyngdin skiptir kannski heldur ekki meginmáli. Það er hægt að tala um anorexiu þó viðkomandi hafi ekki lést „um nerna" 17%.“ Bulimiu sjúklingar aftur á móti eru ekki endi- lega grannir, heldur nálægt eðlilegri kjörþyngd. Er það ekki rétt? „Það virðist vera að í bulimiu haldi fólk nokkuð eðlilegri þyngd svona að öllu jöfnu. En það fram- kallar uppköst og borðar óreglulega mjög mikið. Eftir ofát líður fólki mjög illa, það er fullt óánægju yfir að hafa borðað svona mikið og iðrast, sem leiðir svo til þess að það borðar lítið sem ekkert í kannski tvo daga á eftir. Þetta munstur hefur oft í för með sér tíðar þyngdarsveiflur." orðnar anorexískar án þess að nokkur í kringum þær átti sig á því. Þær eru þá orðnar mjög létt- ar, en aðrir taka ekki eftir því og finnst það bara fínt. Umbunin fyrir að grennast er svo mikil að hún aðeins hjálpar til að viðhalda ástandinu. Erfiðleikar tengdir unglingsárunum geta verið ástæðan fyrir því að anorexia hefst. Hún byrjar yfirleitt snemma á táningsaldri, að jafnaði ekki mjög löngu eftir að tíðir hefjast, sem oft er snemma. í mörgum tilfellum hefur stúlkunum verið gefið mikið að borða í æsku og þær verið þybbnar sem krakkar. Óvenjulega miklar væntingar foreldra til þess- ara stúlkna koma líka til. Þær eru oft mjög sam- viskusamar og reyna að ná fullkomnun í því sem þær taka sér fyrir hendur. Síðan geta erfiðleikar á heimilinu verið til staðar, kannski í hjónabandi foreldranna. Eftir að vandamálið með anorexiuna er komið upp getur ýmsilegt magnað ástandið. Kvíði fjölskyldunnar yfir því og sú tilhneiging for- eldranna að vilja ráða ferðinni fyrir stúlkuna. Sálrænir orsakaþættir sem tengjast anorexiu eru þessi ótti við að fitna, sem hefur í för með sér að stúlka fer í megrun þó hún sé grönn. Líkamsímynd hennar breytist og dómgreindin skerðist. Hún sér fitu þar sem henni er ekki til að dreyfa. Og borðar sífellt minna. Eftir ákveðin Má þá ekki rekja bulimiu til megrunarkúra? „Jú kannski, en bulimiu sjúklingur sveltir sig ekki á sama hátt og sá anorexíski, sem gerir allt sem hann getur til að þurfa ekki að borða. Það er aftur á móti einkennandi fyrir bulimiu að borða alveg geysilega mikið af hitaeiningarík- um og auðtuggunum mat á mjög skömmmum tíma. Sá sem er með bulimiu getur látið ofan í sig tuttugu þúsund hitaeiningar á innan við tveimur klukkustundum. Samhliða því veit hann það að ofátið er ekki eðlilegt og óttast að geta ekki hætt að borða af sjálfsdáðum. Eftir að hafa borðað yfir sig fylgja niðurdrepandi hugsanir og dapurt geðslag. En til að um bulimia sé að ræða þurfa að vera til staðar þrjú eftirfarandi einkenna. Það er í fyrsta lagi að borða mjög hraft meðan á ofátinu stendur. I öðru lagi að borða auðtugginn og hita- einingaauðugan mat. í þriðja lagi að borða yfir sig án þess að mikið beri á. I fjórða lagi að hætta ofátinu þegar höfgi eða magaverkir gera vart við sig eða vegna þess að einhver truflar ofátið eða viðkomandi selur sjálfviljugur upp. Og í fimmta lagi reynir viðkomandi hvað eftir annað að léttast með því að leggja hart að sér í megr- un eða kasta upp að eigin frumkvæði. Matarvenj- urnar einkennast af áti og föstu, en einnig notk- Kfiluifá kúlmfá kúlu Skafís, kramarhús og kúluskeið er allt sem þarf til að framleiða ódýra ísrétti heima. Líttu á dæmið hagnaðurinn er augljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.