Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 6
6 B MQRGUNBIADID iFQSTUPAGUfi :?li; 1989 Ht Er hægt ad spilla ungbörnum með eftirlæti ? Eftir að barn lítur dagsins Ijós í fyrsta sinn er það nokkurn tíma að venjast umhverfinu og finna sinn rétta takt í tilverunni. Því er mikil- vægt að setja því ekki skorður of snemma en gefa sér ráðrúm til að fylgjast vel með barninu og átta sig á þörfum þess. Þetta fullyrðir sænski barnasálfræðingurinn Pia Risholm-Mothander og spurningunni um það hvort unnt sé að spilla ungbörnum með dekri svarar hún um hæl með annarri spurn- ingu: Hvað merkir orðið dekur eiginlega? nú að fara að rífa krakkann upp? Hann varað enda viðaðborða," segiramman. „Já,“ segir- mamman og þrífurhágrátandi kríliðuppúrrimla- rúminu, en það er ekki víst að hann hafi fengið nóg. „Ef þú tekur hann upp um leið og hannferaðtísta," helduramm- an áfram, „þá verður hann fljótur að átta sig á því hvernig hann á að láta þig koma hlaupandi þegar honum sýnist." „Það hlýturað vera betra að hann sé saddur og sæll en að hafa hann liggjandi þarna hágrát- andi,“ segir mamman. „Gættu þess þara að hann verði ekki gjörspillturaf dekri," segir amman og hefur síðasta orðið. Við þetta er margt og mikið að athuga, segir barnasálfræðingur- inn. Þegar talað var um það hér áður fyrr að spilla börnum með dekri var forsendan sú þekking sem fólk bjó yfir á þeim tíma. Skilningur á ungbörnum og umönnun vart.d. alltannará fimmta áratug þessararaldaren hannernú. Þá vartalið barninu fyrir bestu að fá mat á fjögurra klukkustunda fresti og láta það eiga sig á milli. Ekki var litið svo á að barnið hefði þörf fyrir mannleg tengsl svo að það þroskaðist held- ur var talið að það væri með ein- hvers konar innbyggt líffræðilegt kilningur á ungbörnum og umönnun var t.d. allt annar á fimmta áratug þessarar aldar en hann er ná. HEILSA Ástríður og frjósemi Finnst þér þú vera sérstaklega kynæsandi á ákveðnum tímum mánaðarins? Rannsóknarmenn hafa lengi velt (dví fyrir sér að konur virðast vera kynferðislega ástríðufyllri á miðjum tíðahringnum, þegar þær eru frjóastar, og nú hafa rannsóknir frá University of New South Wales í Ástralíu lagt fram niðurstöður sem styðja þessar getgátur. Sálfræðingarnir Harold Stanislaw og Frank J. Rice gerðu skýrslu sem náði til yfir 1.000 kvenna frá fimm löndum, sem tóku þátt í rannsókn á náttúrulegri fjölskylduáætlun, þar sem stuðst var við upplýsingar líkamshita til að áætla egglos. £n líkamshitinn breyist skömmu eftir að konan hefur egglos. Konurnar voru einnig látnar skrá niður hve oft þær höfðu samfarir, lengd tíðahringsins og þá daga sem þær langaði í kynlíf. Þeim fannst þær yfirleitt ástfangnar nokkrum dögum fyrir egglos. Þegar ástríður voru skráðar síðar en í miðjum tíða- hringnum reyndist egglos vera seinna. Sálfræðingarnir halda að aukin ástríða komi til vegna aukningar á ákveðnu horm- óni. Svo þegar þér finnst þú vera ástríðufull, gættu þín: Það eru miklar líkur til þess að þú sért á frjósemistímabilinu. Þýtt: MEO ÞÁ ERU ÞAU KOMIÍSI AFTUR í TÍSKU. HÁRBÖIMDIN, SEM VORU ÓMISSANDI HLUTI AF GREIÐSL- UM KVENNA Á SJÖUNDA ÁRA- TUGNUM. ÞAÐ VARSAMA HVER KLÆÐANÐURINN VAR, ÞAÐ MÁTTI ALLTAF NOTAST VIÐ HÁRBÖND. HIÐ SAMA ER UPPI Á TENINGNUM NÚ OG EKKI ER ÞAÐ VERRA EF HÁRGREIÐSLAN ER EINNIG í ANDA SJÖUNDA ÁRATUGARINS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.