Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 7
MOfcGUftBLÍAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 211 ffÚfií'5Ið8d B 7 forrit sem stjórnaði þroska þess. í bók sem einn virtasti barnasér- fræðingur þeirra tíma skrifaði á þessum tíma og átti eftir að hafa gífurleg áhrif stendur t.d. að ný- fætt barn sé vera sem sé algjör- lega ómeðvituð um sjálfa sig og nánasta umhverfi sitt. Þetta við- horf fól m.a. í sér að hvítvoðungur hefði engar andlegar þarfir. Síðan hefurorðið bylting varð- andi viðhorf til þarfa og þroska barna. Vitað er með vissu að barn gerirt.d. mjög snemma greinar- mun á móður sinni og öðru fólki í nánasta umhverfi. Það þekkir lykt- ina af henni, röddina og andlitið. Spurningunni um það hvort hægt sé að spilla kprnabarni með dekri svarar Pia Risholm-Mot- hander á þann veg að svo sé ekki, þvert á móti sé ástæða til að sinna öllum þörfum barnsins eftir því semtökeruá. Sjálfstæður persónuleiki allt frá fæðingu Sálfræðingurinn bendir á í þessu sambandi að það sé við- tekin skoðun að rétt eftir fæðingu sé það mikilvægasta viðfangsefni barnsins að aðlaga sig tilverunni utan móðurlífsins, m.ö.o. að aðlag- ast því að lifa í veröldinni. Barnið þarf að finna sinn eiginn takt. Það þarf að læra að finna jafnvægi og stilla saman svefn og vöku, svengd og fylli. Allt eru þetta kröfur sem barnið hefur ekki staðið frammi fyrir á meðan það var í móður- kviði. Börnum gengur afar misjafn- lega að komast upp á lag með að verða við þessum kröfum. Sum börn finna sinn takt svo að segja strax. Fjögurratíma reglan hæfir mörgum börnum ágætlega. Öðr- um börnum veitist örðugt að finna þennan takt og fjögurra tíma regl- an virðist engan veginn henta þeim. Ekki má gleyma því að barn er sjálfstæður persónuleiki allt frá fæðingu. Sum eru viðkvæmari en önnur. Börn geta t.d. verið þannig gerð að þau eru hvumpin og verða það alla *tíð. Önnur eru rólynd og kippa sér ekki auðveldlega upp við það sem á daga þeirra drífur. Fyrsta viðfangsefni barnsins er sem sé það að finna þennan takt og það verður það að gera áður en það getur farið að mynda djúpstæð tengsl við aðrar manneskj- ur. Að þessu leyti er móðirin sú manneskja sem skiptir miklu máli. Það er hún sem hjálpar barninu að finna fyrir þörfum sínum og að uppfylla þær. Flestar mæður eru sem betur fer næmar fyrir þörfum barna sinna frá náttúrunnar hendi og vita yfirleitt án um- hugsunar hvernig túlka á at- ferli barnsins; hvorttímabært er að gefa því mat, að skipta. um bleiu eða sjá til þess að það geti sofnað. Að verða við þörfum barnsins er ekki dekur. Barnið gerir sér enga grein fyrir að uppfylling þarf- anna er á valdi einhvers annars en þess sjálfs. Ungt barn upplifir sig þannig að það hafi fullkomið vald til að framkalla hvaðeina sem það þarfnast. Þessi alvaldstilfinn- ing er mikilvæg fyrir áframhaldandi þroska einstaklingsins. Ef þessi tilfinning er skert, t.d. með því að þarfirnareru ekki uppfylltar; verður barnið ringlað og fyllist angist. Ein- kenni slíkrar angistar koma oft fram í því í upphafi að barnið græt- ur mikið og erfitt getur verið að fá það til að taka til sín fæðu. Barn sem langtímum saman er látið vera eitt, þarf að bíða alltof lengi eftir því að fá að borða eða að skipt sé á því, þ.e.a.s. á því al- mennt ekki að venjast að mark sé tekið á þeim skilaboðum sem það sendirvarðandi þarfirsínar, mun kannski síðareiga í erfiðleikum með að mynda góð og traust tengslviðannað fólk. Að læra að stjórna öðrum Barn sem fær gott atlæti í upp- hafi og viðhlítandi hjálp við að finna sinn persónulega takt byrjar að þroska með sér félagslega vitund þegar það er þriggja til fjögurra mánaða gamalt. Það fer að gera greinarmun á fólkinu sem er að jafnaði í kringum það. Það byrjar að hlæja, skríkja og hjala, um leið og tengslin við annað fólk en móð- urina verða djúpstæðari. Um þetta leyti kemst barnið að raun um að það getur stjórnað öðrum. Það er á þessu stigi sem það þarf að byrja að átta sig á því að móðirin kemur ekki ævinlega hlaupandi á stundinni. Flún gerir það að vísu stundum en allt eins kann að líða smástund áður en barnið fær þörf sinni fullnægt. Það getur t.d. vel verið að hún þurfi að Ijúka einhverju áðuren hún kemst til þess að mata barnið. Pia Risholm-Mothandertelurað þegar barn er komið á þennan ald- ur sé það því sjálfu fyrir bestu að þörfum þess sé ekki alltaf — án undantekningar — sinnt umsvifa- laust. Barnið þarf að skilja að móðirin erekki alfullkomin. Hún getur verið mjög góð en hún getur líka verið skeikul. Hún er líka manneskja sem hefur sínar eigin þarfir og barnið er ekki það sem alheimurinn snýst um. Þetta kemst barnið ekki hjá að gera sér Ijóst smátt og smátt. Sjálfsagt er að leyfa því að komast að þeirri stað- reynd án þess að reka sig mjög harkalega á. Vert er að hafa það í huga að það sem hæfireinu barni þarf ekki að hæfa öðru. Mæðureru misjafn- lega af guði gerðar rétt eins og börnin. Flestum er þó eiginlegt að bregðast við þörfum barna sinna sjálfkrafa. Eðlisávísunin lætur þær vita þegar barnið fer að styrkjast og verður fært um að taka dálitlu mótlæti. Þá er óhætt að láta það bíða smástund án þess að hlaupið sé til af minnsta tilefni. Foreldrar sem falla í þá gryfju að hætta að lifa sínu eigin sjálfstæða lífi þegar barn kemurtil sögunnarfara úr jafnvægi þannig að þeirverða síðurfærirum að sinna nauðsyn- legustu þörfum afkvæmisins. (Stuðst við grein úr Vi föreldrar) Sviti Sól og sumri fylgir óhjákvæmi- lega sviti, hjá því verður ekki komist. Við hérna á höfuðborgar- svæðinu þurfum kannski ekki að hafa áhyggjur af þessu þetta sumarið en þeir sem búa fyrir norðan og austan og þeir sem leggja leið sína til útlanda lenda eflaust í því að svitna. Það er þó huggun harmi gegn að fyrir utan það að vera óþægi- legur og illa lyktandi getur sviti verið merki um heilbrigði. Fyrir skömmu birti þýskt dagblað les- endum sínum til fróðleiks nokkr- ar spurningar og svör um svita sem við þýddum lauslega. 1. Hversvegna svitnum við í hitá? Svar: Til að halda líkamshitanum í 37 gráðum. 2 Hvernig verður sviti til? Svar: Kælikerfi líkamans er sett saman úr 2-3 milljónum kirtla — svitakirtla. Flestir eru kirtlarnir í handarkrika, á iljum, við brjóst og kynfæri. 3. Hvað er angistarsviti? Svar: Flestir svitna þegar þeir reiðast, fyllast áhyggjum eða finna til sársauka. Sviti sem líkaminn framleiðir undir þessum kringumstæðum er að mestu samansettur úr eggjahvítu og fitu enda lyktar hann verr en hitasviti. 4. Hvaða meðul virka á hræðslusvita? Svar: Því miður er enginn svi- taúði til gegn angistarsvita. Það er fyrst og fremst eigin sálarró sem getur hjálpað. Sviti þessi er afleiðing af álagi (stressi) og önn- ur verri einkenni eru meðal ann- ars hár blóðþrýstingur og jafnvel hjartaáfall. 5. Hvernig forðast maður svita af völdum hita? Svar: Með svitalyktareyði sem má fá í úðaformi, sem staut, púður, krem eða sápu. Þeir sem eru með viðkvæma húð ættu samt að gæta þess að nota svita- lyktareyði með sem minnstu alkóhól-innihaldi. Á hreina húð ætti svitalyktareyðir að duga í fjórar til sex klukkustundir. Nokkur húsráð til að forðast svita Ein matskeið af salvíu er blönduð einum bolla af vatni. Þetta á að hindra svitamyndun að einhverju marki og einnig hjálpa þvölum höndum og fótum. Edik er blandað með lavender og soðið og kælt. Þessi blanda er sögð virka eins og svitalyktar- eyðir. Þá er því einnig haldið fram að ef farið er reglulega í edikbað með fætur sem svitna gjarnan sé vandamálið úr sögunni. grg mode

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.