Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1989, Blaðsíða 8
MORGUNBLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989 8 B ÞJÓÐLÍFSÞANKAR ÞAÐER MEÐ BÖRN EINSOG TRÉ að hefur flogið fyrir að Fæðingar- heimili Reykjavíkur verði ef til vill ekki rekið sem fæðingárstofnun til fram- búðar og víst er að mjög hefur dregið úr starfsemi þess undanfarið. Sumir segja enda að Fæðingardeild Landsspít- alans geti ein gegnt því hlutverki að taka á móti fæðandi konum á höfuð- borgarsvæðinu, en hún tekur raunar við konum miklu víðar að af landinu. Það er vitað að Fæðingarheimilið hef- ur um nokkuð langan tíma verið rekið með tapi og að hver fæðing þar hefur verið dýrari en góðu hófí gegnir. En verði Fæðingarheimilið lagt af og komi ekkert í staðinn má ætla að erfitt ástand kynni að skapast í fæðingarmálefnum. I sumar er Fæðingarheimili Reykjavíkur lokað um tíma eins og raunar endranær undanfarin sumur. Við lokun þess verður álagið jafnan mikið á Fæðingardeildina og var það þó ærið fyrir. Svo mikið að starfsfólk hennar sá sig tilneytt til að fara þess að leit við aðstandendur sæng- urkvenna að þeir takmörkuðu símhPing- ingar á deildina og blómagjafir. Vafa- laust hafa menn sinnt þessum tilmælum í einhverju. En þetta er vissulega heldur dapurlegt. Konur í dag eiga fá böm yfir- leitt. Bamsfæðing er því stór atburður í lífi þeirra. Hver fæðing hefur kannski meira gildi hlutfallslega fyrir konu ef fæðingarnar eru fáar, þó eðli málsins vegna sé þama alltaf um stóran atburð að ræða. Það er þess vegna íeiðinlegt ef konum er meinað að njóta þess að fá blóm og upphringingar frá aðstandend- um á þessum tímamótum lífsins, þó það sé hins vegar mjög skiljanlegt að til þessara ráða sé gripið á álagstímum. Sumir segja ef til vill: „Ég held að það sé í lagi, fólk getur þá bara farið heim til kvenna með blómin.“ Auðvitað getur fólk farið heim til sængurkvenna fljótlega eftir að þær koma heim með bamið en kannski er það ekki eins heppi- legt. Af ýmsum orsökum hefur þeim dögum fækkað sem konur em á fæðing- arstofnunum eftir að hafa alið barn. Aður vom þær alltað viku og jafnvel lengur en nú fara þær heim á fimmta degi á Fæðingardeild Landsspítalans og um tíma var rætt um að senda þær heim á þriðja degi þegar álagið er hvað mest á deildina. En af því hefur þó ekki orðið. Kona sem nýlega hefur fætt barn er ekki sjúklingur en hún er yfirleitt mjög þreytt og eftir sig eftir meðgöngu og fæðingu. Hún er einnig að hefja bijósta- gjöf og því fylgir talsvert mikið álag. A þessum tíma em konur að jafnaði mun viðkvæmari en ella og þeim vex eitt og annað í augum sem þeim þætti lítið mál ella. Á það ber einnig að líta í þessu sambandi að yfírleitt er mjög erfítt að verða sér úti um heimilishjálp í dag. Sem og ber að taka tillit til þess að konur eiga margar hveijar lítil börn fyrir og þeim þarf að sinnajafnhliða hvítvoð- ungnum. Stundum getur faðirinn tekið sér frí að þessum tíma og hjálpað til en oft er það ekki unnt eða að konur em einstæðar. Það getur því reynst sængur- konum erfið raun að koma heim á fimmta degi eftir fæðingu og eiga að fara að taka á móti gestum sem koma í þeim fróma tilgangi að samgleðjast þeim með litla bamið. Vissulega em slíkargesta- komur gleðiefni en þrátt fyrir það er viljinn til að taka á móti gestum oft meiri en getan við þessar aðstæður. Islendingar em yfirleitt gestrisnir. Sængurkonur, eins og aðrir, vilja gjarnan taka vel á móti gestum sínum og þess þá heldur þar sem þeir koma oft fær- andi hendi. En það álag sem fylgir slíkum móttökum er oft of mikið. Þess em ófá dæmi að sængurkonur bresti í grát þeg- ar gestimir em farnir. Álagið sem skap- ast við að að laga kaffi og útbúa með- læti, sýna barnið og halda í hemilinn á eldri börnum jafnframt því að spjalla við gesti hefur þá orðið of mikið. Svo er eftir að’ laga til og sinna öðmm verkum eftir að gesturinn er farinn. Þetta getur orðið sængurkonu erfið raun þó öðmm þyki þetta lítið mál. Það sýnist því heppilegra að fá sem flestar heimsóknimar á Fæðingardeild- ina og svo heim, þegar nokkur tími er liðinn frá fæðingunni. Á fæðingardeild- inni þarf ekki að sinna neinum móttökum og heldur ekki bömum og búi og sængur- konum gefst því betri tími til þess njóta heimsóknanna og einnig að jafna sig og eiga náðugri daga þegar heim er komið. Þegar frá líður em gestakomur í fæstum tilvikum konunum um megn. Ef sú leið er farin að senda konur mjög snemma heim eftir fæðingu þá ætti að gefa þeim sem þess þurfa kost á heimilishjálp um tíma. Eg veit að margar konur vilja endilega fara sem fyrst heim eftir fæðingu en það þýðir ekki endilega að fær séu fullkomlega færar um að sinna öllu því sem heimkom- unni fylgir. Margar konur finna þá fyrst hve slappar þær em þegar þær sitja ein- ar uppi með verkin og ábyrgðina. Mér finnst illa farið ef sparnaður heilbrigðis- kerfisins á að bitna á þann hátt á konum að þær þurfi að fæða börn sín á yfirfull- um stofnunum. Þá má í fyrsta lagi bú- ast við að ekki sé unnt í öllum tilvikum að sinna konunum eins vel og starfsfólk eðlilega vill. í öðm lagi má þá búast við að senda þurfi konur heim fyrr en heppi- legt er aðstæðna vegna án þess að þær hafi í öllum tilvikum þá hjálp sem þeim er nauðsyn. Það skiptir miklu máli að gott sam- band takist strax með móður og bami. Vel heppnuð bijóstagjöf ásamt hæfilegri ró em meðal þess sem stuðla að því að gott samband nái að myndast. Slíkt sam- band er baminu ómetanlegt veganesti, ekki síst nú þegar mjög margar konur þurfa að vinna utan heimilis og verða því að láta börn sín frá sér stóran hluta úr degi meðan þau em enn komaböm. Við sem nú emm í önnum sem starfandi þjóðfélagsþegnar emm öll fyrrverandi komaböm. Þeir sem taka við af okkur verða það líka. Eigi þeir að starfa af tilhlýðilegum krafti þegar röðin kemur að þeim er nauðsynlegt að hlúa vel að þeim á viðkvæmu æfiskeiði. Það er með böm einsog tré, ef þau fá gott slqol á fyrsta vaxtarskeiðinu þá geta þau seinna staðið af sér stóra storma. Þetta ættu þeir að hafa hugfast sem um málefni lítilla bama véla í dag. Guðrún Guðlaugsdsóttir i Tvær skemmtilegar verslanir í Þýskalandi Ferðalög E f lesendur eiga leið um Þýskaland á næstunni, nánar tiltekið um Svartaskóg eða borgina Rothen- burg þá em tvær sérkennilegar verslanir á þessum slóðum sem vert er að kíkja á. Við Herrngasse í Rothenburg ob der Tauber er mjög sérkennileg verslun. Um hásumar er það eins og að stíga inn í ævintýraland þeg- ar komið er inn í búðina sem er í tveimur húsum. Þar óma jólalög úr hveiju horni og kertaljós og klæðin rauð hvert sem litið er. Á boðstólum er jólaskraut af öllum tegundum, handgerðar smávemr úr tré em sérkenni verslunarinnar og einnig jólatumar úr tré eins og sést á meðfylgjandi mynd. Lítil þýsk smáþorp hafa verið búin til innandyra og í hveiju húsi er eitthvað jólaskraut falt. Hver kimi verslunarinnar er skreyttur með jólaskrauti, jólasveinninn er til í öllum stærðum af öllum gerðum og glitrandi kúlur á greni hanga hvar sem litið er. Þó ekki sé fjárfest í jólaskrauti í þessari búðarferð ættu bæði stórir sem smáir að hafa gaman af að líta þama við. I Svartaskógi, nánar tiltekið í bæn- um Hausach er verslunin Korb- welzel sem sérhæfir sig í tágavöm. Auk þess sem búðin er áhugaverð til að skoða þá er fullvíst að ef bast eða tágar vekja á annað borð áhuga er auðvelt að fækka mörkum til muna úr buddunni. Verslunin er með aðsetur í þremur húsum sem em hlið við hlið og úrvalið af tága- vöru er ýkjulaust — ótrúlegt. grg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.