Alþýðublaðið - 30.12.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.12.1958, Blaðsíða 5
Grímur Þorkelsson Ávarp flutt á samkorrsu Arnesingafélagsms í Reykjavík ÉG GÆTI hugsað mér að stíga upp á einhvern útsýnis- tind austur í Árnessýslu, t.d. Skálafell eða Kvennagöngu- hóla, og lýsa því, sem hægt er að sjá af landinu, þegar skyggni er gott. En þar sem jþjóovegurinn austur í Árnes- sýslu liggur um Kambabrún, tel ég það óþarft. Um Kamba- forún fara þúsundir Reykvík- ínga á hverju sumri. Hraðinn er rnikili og mikið liggur á, en þó munu flestir þeir Reykvík- ingar, sem eru ættaðir úr Ár- nessýslu, hægja ferðina og virða fyrir sér landið, eins og' það blasir við augum af Kamba forún á sólbjörtum sumardegi. Reykvíkingar ættaðir úr Ár- nessýslu þekkja þá rhynd nátt- úrunnar, sem þar má sjá, en foeir þreytast samt aldrei á að skoða hana. Þið þekkið þetta öll. Jónas Hallgrímsson segir: Þið þekkið fold með blíðri brá og bláum tindi fjalla, og svanahljómi, silungsá, og sælu blómin valla, <og bröttum fossi, björtum sjá <og breiðum jökulskalla, Drúpi hana blessun drottihs á um daga heimsins alla. Árnesingafélagið í Rej'kja- vík vill vinna að framgangi góðra málefna fyrir Árnessýslu og hefur gert það á ýmsa lund. Öll eru störf félagsins þakkar- verð. En einkum er það stjórn félagsins og forustumenn á hverjum tíma, sem mest hefur mætt á. Einn þessara manna er prófessor Guðni Jónsson. Með ritstörfum sínum hefur hann unnið þrekvirki. F'yrsta verk hans, ,,Bergsætt“, er gott dæmi um hverju menn geta áorkað, þegar menntun, hæfileikar og elja leggjast á eitt. Sama gildir um hinar aðrar bækur Guðna. Ég tel, að aðalaflvaki Guðna á ritvellinum sé tryggð hans við átthagana og minningu for- feðranna, en það er líka sá grundvöllur, sem Árnesinga- félagið byggir starfsemi sína á og sá segulmagnaði kraftur, sem dregur okkur hingað í kvöld. Bókin „Bergsætt“ lætur ekki mikið yfir sér, en í henni er óhemju fróðleikur, hún er hin merkasta bók í ættfræði svo langt sem hún nær. Bókin „Búendur og bólsstaðir í Stokkeyrarhreppi11 er þarflegt, sögulegt yfirlit, fyrir þá bók var Guðni sæmdur doktors- gráðu af Háskóla íslands. Með síðustu bók sinni, „Sögu Hraunshverfis á Eyrarbakka" hefur Guðni bjargað frá gleymsku meginþáttunum í sögu þessa þorpshverfis og reist Hráunshverfingum óbrotgj arn an minnisvarða. í bókinni eru inargar ættskrár. Þær eru góð- ur leiðarvísir fyrir viðvaninga, sem eru að þreifa sig áfram í völundarhúsi ættfræðinnar, auk þess er bókin víða skemmti lestur. Fleiri menn hafa unnið þarft verk með fræðimennsku sinni í þágu Árnesinga. Ég veit ekki deili á þeim öllum, en hér skulu aðeins nokkur nöfn nefnd, Sigurður Hlíðar, fyrr- verandi alþingismaður, Vigfús frá Engey, sem áður var bóndi í Haga í Gnúpverjahreppi, Ein- ar Arnórsson, ráðherra, Oddur Oddsson, gullsmiður og sím- Þoi-steinsson þjóðskjalavörður, stjóri á Eyrarbakka, Sigurður Bjarni Guðmundsson ættfræð- ingur, Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi, og fleiri og fleiri. Brynjólfur Jónsson skrásetti t.d. söguna um viðureign Eyj- | ólfs Símonarsonar á Litla- Hrauni við blámanninn. Það er saga, sem vert er að halda á lofti, þar bjargaði íslenzkur búandkarl heiðri landa sinna með hreysti sinni og harðfengi í viðureign við tröllslegan svertingja, sem danskur skip- H a n n e s á h o r n i n u Grímur Þorkelsson. stjóri sigaði g'egn Eyrbekking- um á miðri 18. öld. Ég get hugs að mér, að þessi eftirminnilega viðureign hafi átt sér stað á flötunum austur við Litla- Hraunsvatn, nálægt bæ Eyj- ólfs. Var viðureign þeirra bæði hörð og löng, henni lauk með því, að Eyjólfur fékk frægan sigur. Þjarmaði þá Eyjólfur að svertingjanum svo að blóð vall út úr hvofti hans. Voru þeir þá skildir. Surtur lá í svaðinu, gjörsigraður. Var honum svo hjálpað á fæturnar og hann leiddur fram á segldolluna, sem legið mun hafa á Einars- hafnarlóninu. Verkefnf Árnesingafélagsins munu ekki þrjóta að sinni, margt er ógert og bíður úr- lausnar. Vatnsorku þarf að beizla, orkuver þarf að bvggja og haínir á hinni hafnlausu suðurströhd. Árnesingafé'iagið getur stuðlað eitthvað að fram gangi þessara mála með starf- semi sinni, Sennilega þarf að byrja a þvf að virkja Þjórsá, því það mun síðan knýja á um hafnargerðir, en hvar á þá að byggja hafnirnar? í Þorláks- höfn, þar sem verið er að vinna, góðu heilli. Við Dyr- hólaey, þótt ekki sé það í Ár- nessýslu og Þykkvabæjar- sandi, sem ekki er heldur í Ár- nessýslu, en hafnargerð þar þjónar sama tilgangi. Kér er ekki tími til að ræða mikið um hugsanlegt hafnarstæði á Þykkvabæjarsandi, þess skal þó geíið, að það er um fjóra kílómetra fyrir austan Þjórsár- ósa. Þar eru sker eða grynn- ingar úti fyrir landinu. Þar er 6 metra dýpi við flæðarmál, en dýpkar jafnt og þétt frá landi. Þarna er eyðisandur með sjón- um og eru um 4 kílómetrar upp í landið þangað sem samfelld- ur gróður byrjar. Á annað hundrað fet er niður á fasta undirstöðu. Höfnin yrði senni- iega byggð á þann hátt að reka járnskúffur niður í sandinn, og mynda þær afmarka stærð hafnarinnar. Síðan yrði sand- inum mokað upp. Vandasam- ast yrði að tryggja innsigling- una. Til þess þarf grjót, það er fyrir hendi, í hamri hjá Sand- hólaferju, í 6 til 7 kílómetra fjarlægð. Þarna á að vera hægt að byggja höfn að dómi sér- fróðra manna, en hún kostar svo mikið fé, að við getum ekki valdið því einir, að svo kömnu máli, nema með erlendri að- stoð. Það er skoðun mín, að höfn verði byggo á Þykkvabæj arsandi, fyrr eða síðar. Þegar bar að kemur þá verður bað itt af mestu framfarasporum, =m stigin hafa verið á Suður- andi. íslendingum hefur lengi leik 5 hugur á því, að ná aítur ornum sögulegurn yfirráða- étti á sjónum við strendur slands. Sá réttur er gamall og r á þessa leið: ,.Þat er upphaf dnnar heiðnu laga at menn kyldu eigi hafa höfuðskip í iaf, en ef þeir hefði þá skyldu ler af taka höíuðit áður en ieir kæmu í landsýn, og sigla igi at landi með gapandi höfð- un né gínandi trjónum, svo at andvættir fælist við.“ (Mela- bók hin yngri, viðbætir við Landnámu). Þar með er lög- saga yfir sjónum við strendur íslands- ákvéðin af landnáms- mönnunum sjálfum. Gera má ráð fyrir, að land sjáist í góðu skyggni, frá borðlágum skip- um, 50 til 60 sjómílur, og er það hin forna, sögulega land- helgi, sem við eigum enn þann dag í dag. Aðrar þjóðir vilja svifta okkur þessum rétti, en ef þær geta það, þá geta þær hka allt eins vel svift okkur rétti yfir landinu sjálfu. Ein þessara þjóða eru Bretar, þeir hafa nú tekið upp á því að tefla fram herskipum, sjálfum sér Framhald á 9. síðu. k Mennirnir í löngum fríum. k Gekk marga km. um sitt eigið gólf um jólin. k Mesta bókasala í manna minnum. k Músikin, sem drepur. k Og skammdegið er á flótta. JÓLAHÁTÍÐIN er liðin og önnur er að liefjast. Ég þekki menn, sem una iíla löngum frí- um. Þetta eru dugnaSarmemi, sem ekki eru í rónni nema þeg- ar þeir eru að gera eitthvað. Ég- sagSi viS einn þeirra á annan: „Nú heíurðu seíið rólegur heima hjá þér í slopp og með inniskó á fótum, vindil í munninum og glas við hiið þér — og iesið góð- ar bækur.“ ÉG VISSI F.KKI hvert hann ætlað'i að komast. Hann rauk upp. „N.éi, íakk,“ sagði hann, „einmitt á svona dögum veít maður ekkert hvað maður á af sér að gera. Ég dræpist ef ég ætti að sitja um kyrrt og hafast ekkert að. Ég er búinn að ganga marga kílómetra þessa daga á mínu eigin gólfi, aftur óg fram, fram og aftur, og í hring.“ SVONA ERU SUMIR menn. Svo eru aðrir, aðallega erfiðis- menn, sem fagna fríunum og una sér vel í skauti fjölskyld- unnar. Það er hátíð hjá þeim þegar þeir geta fengið að vera heima hjá sér tvo daga í röð. Þeir eru ekki í vandræðum með sig. Ef þeir gætu ráðið myndu fríin þó ekki vera svona löng, því að kaup þeirra er hnitmiðað og þeir tapa á löngum fríum. Samt virðast þessir menn vera rólegastir á stórhátíðum. KU'NNUGIR SEGJA mér, að bóksaia háfi aldréi verið önnur eins og fyrir þessi jól. Sömu menn segja mér lika, að sízt hafi verið minna fé í höndum fólksins fyrir þessi jól en und- anfarandi ár. Margar bækur em uppseldar, eða svo gott sem. Bók salar segja mér lika, að það st? einkennilegt hvað margir koml til þess að kaupa bók án þess að hafa hugmynd um hvaða bók þeir ætli að kaupa. Fólk segist ætla að kaupa bók handa pabfosi mömmu, systur, bróður, unn- ustu, unnusta, 12 ára strák, tín ára stelpu o. s. frv. EN ÞAíi HEFUR enga hug- mynd um livaða bók það vill fá. Þatta hlýtur að stafa af því, a«5 auglýsingarnar fela ekki í sér leiðbeiningar og heldur ekki rit- dómarnir. Líka getur verio að fólk geíi sér ekki tíma til aö lesa ritdóma fyrir jólin, enda koma bækurnar nær allar út í desember og ritdómarnir hellast yfir mann á rúmum hálfum máriuði. Það ríður á miklu að bóksölu.fólk hafi vit á bókum og sé samvizkusamt. En mér er sagt, að á það vilji-bresta. í raun og verú þarf míkið nám til þess* að geta verið góður bóksali, sem viðskiptáiriennirnir geti treyst. ÉG SAT VID HLEB eins af frenistu tónlistarmönnum bæj- arins og við horfðum á kvik- mynd. Argandi músík glurndi í salnum fyrir sýningu og í hlé- inu. Ég hallaði mér að honum og sagði: „Alveg ætlar þessi and- skoti að drepa mig. Maður hef- ur hvergi frið.“ Hann brosti og' sagði: „Já, þetta er óskaplegt. Þeíta eru maskínur. Þetta er ekki músík. Þetta eyðileggur taugafnar í fólki.“ „Þetta drep- ur niður áhuga unga fólksins fyrir músík,“ sagði ég. svaraði hann. „Það ' kæmi mcr ekki á óvart. Maður veit ekbi hve raikil soilling fer í kjölfar- ið.“ EN SANNLEIKURINN er sá að músikofhleðslan í útvarpinu gerir slíkt hið sama. Stundum virðist manni jötun berja mörg- um hnefum á píanó og ætli mann alveg að æra. Það er alveg sama þó að þulurinn hafi tilkynnt að snillingur Tutti frútti leiki NáUt ilus í R-moll eftir Nagia. Áhrifm Framhaíd á 9. síffa. Thor Heyerdahl: Akii-Akú. Leyndardómar Páskaeyjar. Jón Helgason íslenzkaði. — Prentsmiðjan OÐDI. Iðunn 1958. THOR HEYERDAHL er á- byggilega mjög vinsæll af ís- lenzkum lesendum og bóka- mönnum. Bækur hans hafa selst mjög vel hér á landi. Enda eru þær mjög skemmti- lega ritaðar og fjalla um efni, sem íslendingum er mjög að skapi, ævintýralegar ferðasög- ur og lýsingar af fjarlægum þjóðum, sem við höfum haft iítil kynni af. Það skal því eng- an undra, þó að þessi bók, sem ef til vill er skémmtilegust bóka Heyerdahls að allri gerð, muni verða áður en langt um líður illfáanleg. Norðmenn hafa átt á síðustix áratugum marga fullhuga á sviði vísindalegra leiðangra að kanna huldar slóðir á hjara veraldar. Thor Heyerdahl er einn í þeirra hópi og ekki sá sízti. Bækur hans bera þess glöggt vitni, að hann er mjög slyng'ur rithöfundur og lætur öðrum ferðabókarhöfundum betur áð segja frá. Ferðasögur hans bera þess glöggt vitni, að hann er mjög slyngur rithöf- undur og lætur öðrum ferða- bókarhöfundum betur að segja frá. Ferðasögur hans eru skemmtilegar og segja frá mörgum ævintýralegum rann- sóknarleiðangri, mannraunum og svaðilförum. í þessari bók er sagt frá rannsóknum hans á Páskaeyjum. Þar komst hann í kynni við margt einstætt og frumstætt. Frásagnir hans all- ar af hinni frumstæðu þjóð, sem lifað hafði einangruð um aldir, eru mjög heillandi, hríf- andi og litríkar. Sannast bar að stundum er veruleikinn furðiúegri en nokkur skáld- skapur. Slíkum veruleika er gaman að kynnast, gaman, að lesa frásagnir af ævintýralandi eins og Páskaeyjum. Mér fannst á stundum við lesíur bókarinnar, að slíkar evjar væru ekki jarðneskar — svo fjarlægt er margt öllu, sem venjulegt er af bókum og. lestri frá fjarlægum þjóðum í frá- sögnum Heyerdahls af fólki og háttum Páskeyinga. Bókin Akú-Akú er sérkenni- leg fyrir fleira en skemmtilega og hrífandi frásögn. í henni er fjöldi mynda litprentaðar og- gullfallegar. Þær eru mjög .vel gerðar. Svo eg held, að aldrei hafi fyrr verið birtar jafnfall- egar og velgerðar myndir í bök af slíku tæi á landi hér. ÞaÁ er til mikiilar fyrirmyndar hjá Iðunni að 'sýna myndurn bók- arinnar svo mikla rækt. Vél- gerðar myndir í líkum bókuro. og Akú-Akú eru mikils virði og ómetanlegar fyrir þá, sern. vilja á éinhvérn hátt nema af bókinni. Þýðing virðist mér véra ágæt. Jón ‘Helgason er eins og- kunnugt er einn af albezfu þýðendum okkar. Mál hans er ágætt og frásögn Heyerdahls nýtur sín mjög vel í þýðingu hans. Frágangur allur er mjiig' góður á bókinni. Band hið vandaðasta. Eg tel, að þessi bók sé gerð úr garði á þann hatt að til mikillar fyrirmyndar $é, bæði fyrir Mtgéfanda, þýðanöa og prentsmiðjuna. 'í Jón Gíslasoiii AlþýðublaðiÖ — 30. des. 195$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.