Morgunblaðið - 28.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1989, Blaðsíða 2
- . _______________________________________________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________ ÞEGAR FAÐIRINN FÆR FORRÆÐIÐ Af hver ju of salar móðirin sór rétti sínum Þegar hjón skilja fær móðirin í langflestum tilvik- um yfirráðaréttinn yfir börnunum. Það þarf ekki annað en líta á tölur yfir einstæðar mæður og einstæða feður í Hagtíðindum til að sjá það. 0,6% karla 16 ára og eldri eru einir með börn, en 7,4% kvenna á sama aldri. Inni í þessum tölum eru þó ekki aðeins fráskildir, heldur einn- ig ekklar og ekkjur. Ástæðan fyrir því að einstæðar mæður eru miklu fleiri en feðurnir er eflaust sú að flestar konur fara fram á að fá yfirráðaréttinn yfir börnum sfnum eftir skilnað og fá hann. Það gerist þó ekki alltaf, stundum fær faðirinn börnin. Þrátt fyrir-þá staðreynd að karlmenn eru yfir- leitt betur launaðir en konur og ættu þar með að eiga auðveldara með að sjá fyrir börnunum, þá fá þeir yfirleitt alla samúð fólks þegar þeir búa einir með þau. Hið sama gildir ekki um ein- stæðar mæður. Það þykir öllum sjálfsagt að þær geti hugsað um afkvæmi sín jafnvel þótt þær séu í illa launuðum störfum og eigi varla ofan f sig og á. Ef þær síðan af þessum ástæðum eða öðrum gefa eftir umráðaréttinn yfir börnunum sfnum er litið á þær sem óhæfar. Fólk á erfitt með að setja sig ekki í spor þessara kvenna og á vont með að skilja að annað geti legið að baki en það að þær kæri sig ekki um börnin. Því flestar mæður vilja jú hafa sem mest af börnum sfnum að segja. Daglegu lífi tókst að hafa upp á þremur mæðrum sem ekki hafa búið með börnunum sfnum eftir skilnað við barnsföðurinn. Þær féllust á að segja frá ástæðum þess og hver áhrif það hefur haft á þær og Iff þeirra. MEO SÉR DÓTTURINA SJALDAN Halla býr með 2ja ára gömlum syni sínum í einu herbergi með eld- húsaðstöðu í Reykjavík. Litla dóttir hennar, sem er aðeins ársgömul er hjá föður sínum. Sjálf er Halla ekki nema 21 s árs. „Ég skildi við föður telpunnar síðasta haust, en hann er ekki faðir drengsins. Við vorum með fyrirtæki sem gekk illa fjárhags- lega og það hafði áhrif á samband- ið. Eftir skilnaðinn bjó ég með bæði börnin hjá foreldrum mínum fyrir austan. Samkomulagið á heimilinu var ekki upp á það besta þar sem foreldrar mínir voru að skilja, en það var ekki nokkur möguleiki fyrir mig að fá leiguhús- næði. Ég flutti til ömmu en það var lítið betra. Ég ákvað því að fara til Reykjavíkur. Á meðan ég var enn fyrir austan hringdi pabbi telpunnar og bað um að fá hana í eina viku. Hún fór til hans í bæinn, en þegar vikan var liðin hringdi hann aftur til að spyrja hvort ég vildi ekki sam- þykkja að hún yrði áfram hjá hon- um. Ég ætlaði að neita, en mömmu tókst að sannfæra mig um að telpunni myndi ekki líða verr hjá honum en mér. Hann býr hjá foreldrum sínum, sem eru vel stæð svo hún hefur allt til alls. Hún er hjá dagmömmu á daginn, annars hugsar amma hennar mikið um hana því pabþi hennar vinnur mjög mikið. Það er erfitt að geta ekki tekið þátt í uppeldinu og geta ekki fylgst með henni daglega. Ég veit að það er allt látið eftir henni og hún kem- ur til með að fá allt." Hún segist þó engar áhyggjur hafa af því að dóttirin eigi eftir að búa við betri kost en sonurinn í framtíðinni eða að það eigi eftir að skapa ríg á milli þeirra. „Hann á ekki að skorta neitt," segir hún. Er þó engin hátekjumanneskja og því síður að hún hafi tækifæri til að vinna sér inn aukapeninga með yfirvinnu. Það er enginn til að gæta barnsins á meðan. Hún segir að drengurinn hafi saknað systur sinnar óskaplega fyrst eftir að hún fór. „Hann ráfaði um eirðarlaus og vissi ekkert hvað hann átti af sér að gera. Ég veit ekki hvort aöskilnaðurinn á eftir að hafa varanleg áhrif. Kannski ekki af því þau eru svo lítil. Stelp- an kemur ekki til mín reglulega, en strákurinn er alltaf ægilega ánægður að sjá hana. Ég hitti hana ekki alltof oft, kannski einu sinni í viku, nokkra klukkutíma í senn. Pabbi stráksins hefur engin af- skipti af honum og ég hef ekki fengið neinar meðlagsgreiðslurfrá honum. Það er þó verið að ganga frá því núna. En ég greiði ekki meölag með stelþunni, það var samið um það.“ Ég sþyr hana hvernig ættingjar og vinir hafi tekið þessu. „Móður- systur minni og ömmu finnst þetta algjör fásinna og vinkonum mínum finnst þetta skrýtið." Hún segir aö það sé ekkert sniðugt að eign- ast börn svona ung og er viss um að fleiri mæður á hennar aldri myndu gera hið sama ættu þær þess kost. Hún virðist þó dálítið ráðvillt og ég hef það á tilfinning- unni að hún sé þátttakandi í at- burðarás sem hún ræður litlu um hvert leiðir hana. Halla hefur enn forráðaréttinn yfir dóttur sinni af því ekki er búið að ganga endanlega frá öllum formsatriðum. Hún heldur þó að það sé ekki vonlaust að ætla sér að reyna seinna að fá forræðið. Ef hagur hennar vænkast. Það hljóti þó líka að fara eftir sam- komulagi. MEO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.