Morgunblaðið - 28.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1989, Blaðsíða 4
;UK»LA1)JI) FÖSTUDAGUR 28. S 1989 smiðji þess! ur aðl Þessi hárauði sófi nefnist Camel og er framleiddur af BBB Over, en honnuður hans er Giorgio Decursu Með smá tilfæringum breytist þessi sófi í tvíbreitt rúm. Ring nefnist hann, framleiddur hjá Esse og hannaður af Renötu Toso og Noti Massari. . i+'Æl: Sér litur fyrir hvern gest. Europa heitir sófinn, framleidaur af Zanotta og hannaður af Gualtierotti og Mazzoni Delle Stelle. hrukkustríðió Það er engin nýlunda að háð sé stríð gegn hrukkum. í þessu eilífa stríði hefur verið grip ið til allra hugsanlegra ráða og allra tiltækra vopna, að vísu með misjöfnum árangri. sama hátt og loftslag og mælikvarði á feg- urð eru mismunandi eftir heimshlutum eru brögðin sem beitt hefur verið í hrukkustríðinu það líka og það er aldrei að vita nema gömul og ný húsráð geti komið að einhverju gagni. Miðausturlönd í Miðjarðarhafsbotnum hafa konur lagt mikla áherslu á umönn- un húðarinnar allt frá því á dögum Batseþu og Kleópötru sem kunnu sannarlega að meta það að liggja í kerlaug langtímum saman og nudda síðan húðina með dýrindis olíu og ilmsmyrslum. Fegrunarlyfin hafa konur á þessum slóðum sótt til móður. jarðar á öllum tímum. Frægir eru leirbakstrarnir úr Dauðahafinu og olía sem unnin er úr jurtum. MÖNDLUOLÍA Helsta hrukkulyf kvenna í Mið- austurlöndum er möndluolía og hefur svo verið svo lengi sem sög- ur fara af. í- þessum heimshluta er loftslag þurrt og sólin síður en svo spör á geisla sína. Því er mikil- vægt að mýkja húðina og verja hana fyrir þessari harðneskju náttúrunnar. Svo virðist sem konur á þessum slóðum hafi lengst af gert sér grein fyrir því að skaðlegt er að bera olíu á húðina áður en sólin nær að hella geislum sínum yfir hana. Hitinn frá sólinni getur gert það að verkum að olían brenni húðina. HENNA Annað þekkt fegrunarlyf í Mið- austurlöndum er henna en sú jurt vex víða í ísrael, Egyptalandi og íran. Jurtin er þurrkuð og síðan mulín áður en vatni og öðrum efn- um er blandað í hana þannig að úr verði þykkt mauk. Með það er síðan farið eins og leirbakstra. Al- þekkt er sú aðferð að þekja húðina með henna og láta sólina síðan um „baksturinn" en þegar honum er lokið er húðin rök og mjúk. JÓJÓBA-JURT Þá er að nefna jójóba-jurtina en í fræi hennar er að finna seigfljót- andi vax sem konur í ísrael blanda í önnur smyrsl sem eiga að gera húðina slétta og mjúka. Austurlönd fjær í Asíu hafa konur löngum haft þá afstöðu til fegrunar að hún hljóti að vera liður í því heildarjafnvægi sem lifnaðarhættirnir mynda. GINSENG Ginseng-jurtina kalla Kínverjar „lífrót" og því er ekki að undra þótt hún sé uppistaðan í hverskon- ar æskuelexír. Asíubúar hafa hina mestu trú á lækninga- og mýking- areiginleikum jurtarinnar og telja m.a. að hana megi nota til þess að yngja upp húð sem sé farin að láta á sjá. í hrukkustríðinu í Asíu er beitt öðru vopni en fegrunarsmyrslum. Það er mataræðið. í því er mikið af olíu sem gengur í samband við þá fitu sem er að finna í húðinni sjálfri. í þeim mat sem japanskar konur leggja sér til munns er mik- ið af fitu sem kemur úr fiski. Kín- verskar konur snöggsteikja mat sinn í olíu sem einkum er unnin úr sesam-fræi og jarðhnetum, og hafa tröllatrú á því að þessi forna matreiðsluaðferð tryggi það að húðin nærist jafnframt á olíu sem komi innan frá. í andlitsfarða sem konur í Asíu nota eru einnig nær- ingarefni, unnin úr hinum ýmsu fæðutegundum. Hrísgrjón hafa lengst af verið uppistöðufæða í Asíu og þau eru líka notuð í and- litspúður. Duftið er afar hreint, létt og fíngert þannig að það safnast ekki fyrir í skorum í húðinni og fyr- ir vikið verður það ekki til þess að hrukkur eða misfellur verði áber- andi. í Asíu eru tvær gamlar aðferðir enn við lýði, svæðanudd og nálar- stunga. Svæðanuddi er beitt til þess að losa líkamann við spennu og slétta um leið úr hrukkum á andlitinu og í sama tilgangi má hafa gagn af nálarstungu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.