Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/INIMLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Eyþór Jónsson, Þuríður Gísladóttir og Gísli Þorláksson. Grindavík: Eldislax veiddur á stöng Lax í Grindavíkurhöfh Grindavík. HJÁ Laxeldi Grindavíkur er hægt að kaupa veiðileyfi og veiða eldislax sem er sleppt í smávatn við fyrirtækið. Þá hefur verið mikið um lax í höfiiinni að undanfömu en lögreglan stöðvaði ■ veiðar þar. Ami Valur Þórólfsson starfs- maður sagði í viðtali við Morgunblaðið að laxi hafi verið sleppt í vatnið í vor með það fyr- ir augum að selja fólki veiðileyfi. Hann sagði að nokkuð væri um að fólk kæmi en veðrið drægi líklega úr aðsókn. Árni sagði að deginum væri skipt í tvennt, frá 8-14 og 15-21 og 18 stangir væru leyfðar í hvoru holli. Veiðileyfið kostar 750 krónur á stöng en síðan er greitt fyrir hvem fisk sem veiðist, 250 krónur fyrir fisk, minni en 24 pund og 600 krónur fyrir stærri. „Við stefnum að því að sleppa laxi í vatnið einu sinni í viku en látum ekki uppi hvaða vikudag það verður,“ sagði Árni að lokum. Laxinn er allt upp í 7 pund en þriggja til fjögurra punda laxar em algengir. Gísli Þorláksson og Eyþór Jónsson vom við veiðar og kváðust vera búnir að fá 6 laxa á þremur klukkutímum, tvo fjög- urra punda og aðra minni. Gísli sagðist hafa komið áður að veiða en ekkert fengið. Það hefur þó víðar verið Iax í Grindavík því að undanfömu hef- ur verið mikið um lax í höfninni. Laxinn kom inn í höfnina í stóram hóp og hringsólaði þar með mikl- um sporðaköstum. Ekki er vitað hvort hér er hafbeitarlax á ferð- inni eða lax sem hefur villst inn í höfnina. Það er þó vitað að mik- ið af laxaseiðum slapp í höfnina fyrir réttum þremur ámm úr keri sem seiðin vom geymd í vegna útskipunar og leiða menn því get- um að laxinn sé að vitja „heima- slóðanna". Áður hefur orðið vart við lax í höfninni en ekki í sama mælilog nú. Nokkuð var um að fólk reyndi að fá sér lax og setti net í höfn- ina. Lögreglan stöðvaði það, því bannað er að veiða lax í sjó, og fylgist með höfninni. Síðan virtist sem laxinn leitaði til hafs á ný. Könnun á notkun róandi lyfja og verkjalyfia: Notkun verkjalyfla algengari meðal yngra fólks en eldra 56,7% aðspurðra kváðust hafa tekið verkjalyf á síðasta ári f NIÐURSTÖÐUM könnunar sem Gallup-stofhunin á fslandi gerði í desember sl. um algengi notkunar verkjalyfja og róandi lyQa á síðasta ári kemur fram að 65% fólks á aldrinum 20 til 29 ára tók verkjalyf árið 1988 á meðan hlutfallið í aldurshópnum 60 til 69 ára var rúm 40%. í sömu niðurstöðum kemur fram að notkun róandi lyfja og svefnlyíja eykst með hækkandi aldri. Rúmur helmingur aðspurðra eða 56,7% sögðust hafa tekið verkjalyf á liðnu ári á meðan 4,6% sögðust hafa tekið róandi lyf og 5,2% svefidyf. Könnunin var unnin í tengslum við athugun á ávísunum á geð- lyf í Reykjavík sem unnið hefur ver: ið að á geðdeild Landspítalans. í úrtakinu vom 1000 einstaklingar á aldrinum 15 til 69 ára af öllu landinu, valdir af handahófi úr þjóðskrá. Svör fengust frá 691 en um símaviðtöl var að ræða. Niðurstöður könnunar- innar em birtar í nýlegu hefti Lækna- blaðsins í grein eftir Tómas Helgason yfirlækni. Helstu niðurstöður em þær að rúmur helmingur aðspurðra, 56,7%, segist hafa notað verkjalyf á síðasta ári. Nær helmingur karla kvaðst hafa tekið verkjalyf einhvem tíma á Skógræktar- stjóri lætur af störfum STAÐA skógræktarstjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar frá 1. janúar 1990 er Sigurður Blönd- al skógræktarstjóri lætur af störf- um eftir 12 ára starf. Eg er að hætta vegna þess að ég er orðinn svo gamall, þó ég sé að vísui ekki kominn á aldur, eins og sagt er,“ sagði Sigurður. „En ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að vera lengi í sömu stöðu. Þetta er ekki ný ákvörðun, ég ætlaði aldrei að gegna stöðunni til sjötugs." Umsóknarfrestur um stöðu skóg- ræktarstjóra rennur út 1. september næstkomandi. árinu en um 2h hlutar kvenna gáfu sömu svör. Notkun verkjalyfla er algengust í aldursflokknum 20 til 29 ára, um 65%, en minnst í aldurs- flokknum 60 til 69 ára, rúm 40%. Notkun verkjalyfja er algengust á höfuðborgarsvæðinu. Notkun róandi lyfja og svefnlyfja vex með aldri þó með þeirri undan- tekningu að fólk á aldrinum 40 til 49 ára tekur minna af þessum teg- undum lyfja en fólk í í aldursflokkun- um 30 til 39 ára annars vegar og 50 til 59 ára hins vegar. í greininni er bent á að notkun verkjalyfja minnki með hækkandi aldri þótt gera megi ráð fyrir auk- inni tíðni verkja vegna ýmissa líkam- legra kvilla þegar aldurinn færist yfir. Ekki þarf lyfseðil til að verða sér úti um verkjalyf á borð við asetyl- salisým og parasetamól. Greinar- höfundur bendir á að þótt lyf þessi hafi ekki miklar aukaverkanir geti þau leitt til alvarlegra eitrana og aukaverkana í stöku tilvikum. Norðurlandamótið í skák: Guðríður á millisvæða- mót fyrst kvenna Fær líklega alþjóðlegan meistaratitil GUÐFRÍÐUR Lilja Grétars- dóttir varð í öðru sæti í kvennaflokki á Norðurlanda- mótinu í skák í Finnlandi og tryggði sér rétt til að tefla á millisvæðamóti kvenna. Venjan er að slíkum árangri fylgi alþjóðlegur meist- aratitill í skák. Guðfríður er fyrsta íslenska konan sem kemst á millisvæðamót og að- eins þrír íslenskir karlmenn hafa náð þeim árangri, Friðrik Ólafsson, Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson. Guðfríður náði 4 14 vinningi með sigri f síðustu umferðinni og komst þar með upp fyrir Dahl frá Noregi, sem tapaði fyrir sigurveg- ara kvennaflokksins, Hoiberg frá Danmörku. Hoiberg fékk 6 k vinn- inga og fer ásamt Guðfríði á milli- svæðamót. í gær vann Agdestein Schussler og er nú einn í efsta sæti mótsins með 8 vinninga. Margeir Péturs- son og Yijöla gerðu jafntefli og em í öðm til fjórða sæti með 7 14 vinning ásamt Hansen sem vann Helga Olafsson í gær. Jón L. Ámason vann Larsen og em Helgi og Larsen nú í fimmta til sjötta sæti mótsins. Tilfelli af ástarflogi um verslunarmannahelgi LÍTIL hætta er á að borðalagðir fallbyssuliðar skjóti af sér fing- ur á útihátíð um verslunarmannahelgina en líklegra að menn skemmti sér eftir föngum þrátt fyrir norðan golu og rykfok. Óblíðir vindar og handarmissir danskra soldáta ollu því að þjóð- hátíð á Öskjuhlíð 2. ágúst 1874 þótti takast „óheppilega". Sú hátíð var undanfari útihátiða sem haldnar hafa verið nær ár- lega fyrstu helgina í ágúst. Reykvískir verslunarmenn og stúd- entar sameinuðust undir aldamótin um hátíðahöld á þjóðminn- ingardaginn 2. ágúst og frídagur verslunarmanna hefur að líkindum sprottið þar af. Mánudagurinn eftir fyrstu helgi ágúst- mánaðar er nú almennur frídagur og þeir sem taka þátt í úti- hátíð þessa lengstu helgi sumarsins halda við 115 ára hefð. Aþjóðhátíð 1874 var fagnað þúsund ára afmæli íslands- byggðar, fyrstu konungskomunni og nýrri stjómarskrá sem mark- aði lok 212 ára einveldis. Hátíða- höld vom í Reykjavík 2. ágúst og 5. til 7. ágúst dreif menn hvaðanæva af á Þingvelli til þjóðfundar og hátíðar. Vest- manneyingar komust þó ekki en héldu hátíð heima fyrir í staðinn og hafa tíðkað það á hveiju sumri utan nokkur ár eftir fyrstu gleðina. Þá vom smærri hátíðir víða um land í ágústbyijun þetta ár. í blaðinu Þjóðólfí frá 1874 seg- ir að múgur manns hafi safnast saman á Austurvelli síðdegis mið- vikudaginn 2. ágúst og gengið upp á Öskjuhlíð. Menn hafi skemmt sér eftir föngum þrátt fyrir norðan golu og rykfok, stig- ið til skiptis í ræðustólinn og mælt fyrir minnum. Þeg- ar konungi var fagnað með fallbyssugný skutu tveir hermenn af sér fingur svo taka þurfti af hendum- ar. „Þetta setti hinn mesta óhug og felmtur í flesta. Við bömin urðum svo hrædd að við tróðumst út úr fylkingunni og hlupum heim allt hvað af tók,“ segir Ólafur Finsen læknir í bók um þjóðhát- íðina. Slys hafa oftar varpað skugga á útihátíðir og tíðum hafa menn kennt um svallsemi sem loða vill við samkomunar. í handriti Lýðs Björnssonar sagnfræðings að sögu Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sem Morgunblaðið fékk leyfi til að birta úr, segir frá heitum deilum bindindismanna í undirbúningsnefnd þjóðhátíðar 1902 við aðra nefndarmenn. Sam- komulag náðist ekki um að banna vínneyslu á hátíðinni og fulltrúar stúdenta og verslunarmanna sögðu sig úr nefndinni. Til að verslunarmenn misstu ekki af samkomuhaldi þetta sumar var efnt til skemmtiferðar í Hvalfjörð með lúðrasveit, límonaði og 61. Fyrsti frídagur verslunar- manna var haldinn í Reykjavík 14. ágúst 1894 og sama dag tvö næstu ár. Breyting varð á 1897 þegar Stúdentafélag Reykjavíkur fékk stuðning verslunarmanna við að koma á almennum þjóðhátíðar- degi um land allt 2. ágúst. Á flórða áratugnum fóra verslunar- menn að gera sér dagamun fyrsta mánudag ágústmánaðar í stað þjóðminningardagsins gamla. Þeirri skipan hafa verslunarmenn haldið síðan og aðrir landsmenn tekið hana upp smám saman svo að dagurinn hefur orðið almennur frídagur. Margir una sér best á vegum úti um verslunarmannahelgina, í akstri milli áfangastaða. En hóp- urinn sem sækir útihátíðir hefur þrengst mikið. í stað þess að vera þjóðhátíðir eða gleðimót verslun- arfólks em þær nú unglingasam- komur, risadansleikir með tjöld- um, regngöllum og grillpylsum innan seilingar. Frá þessu em vitaskuld undantekningar, á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum fer til dæmis fólk á ýmsum aldri og fjöl- skyldumót em tíðast haldin ein- hvers staðar um verslunarmanna- helgina. Heimildarmönnum Morgun- blaðsins ber saman um að skipu- lagðar útihátíðir þar sem ungt fólk er í miklum meirihluta hafi færst í aukana upp úr 1960. Húsafell og Húnaver urðu vinsælir móts- staðir, Laugarvatn bættist við 1970 og keppti við Húsafell í nokk- ur ár. Þá þótti Atlavík fysilegur kostur og dró til sín fólk frá Laug- um, þar sem hátíðir vom um skeið. Á tímabili var hátíð í Ásbyrgi, nefna má Gaukshátíðir í Þjórsár- dal að ógleymdum bindindismótum í Galtalækjarskógi. Samkunda á Þjótanda fyrir áratug var ein þeirra sem fræg varð að endemum. Margs er ógetið og varla gerlegt að rekja ítarlega hvar dansað hef- ur verið á pöllum gegnum árin. Ungmennafélagi Islands var falin umsjá útihátíða í kjölfar slysaöldu kringum 1970. Betra þótti að hafa eitthvert skipulag á hátíðunum þó að ýmsir teldu það sem fram fór ekki í anda ung- mennahreyfingarinnar. Hátíðirn- ar hafa verið og em sums staðar dtjúg tekjulind fyrir ungmenna- og íþróttafélög, en skemmtikraft- ar og löggæsla munu vera æ þyngri baggi á hátíðunum. Síðustu ár hafa margar útihátíðir hætt að bera sig vegna þessa og lagst af. Þá segja þeir sem staðið hafa að útihátíðum þær mikið happdrætti, sveiflukennt sé hvert fólk vilji fara, staðir detti skyndi- lega úr tísku og duttlungar í veðri dragi síst úr óvissunni. Neikvæðar hliðar útihátíða em jafrian tíundaðar kringum verslun- armannahelgi. Margir forsvars- menn hátíða sem rætt var við nefndu þó að undantekningalítið stæðu þær undir nafni. Einn þeirra sagði að fólk kæmi til að skemmta sér, slfta dansskónum, viðra lopa- peysumar og segja leyndarmál útí móa. Það hefði líklega lítið breyst ár frá ári. Til sannindamerkis má hafa þessa vísu úr brag Sigurðar Ivarssonar, sem kallaði sig Z, um skemmtiferð verslunarmanna fyrir 60 ámm. Á hveijum firði, hverri vík og hveijum vogi hafði hver einn telpu’ í togi, - Qekk tilfelli af ástarflogi. BAKSVIÐ eftir Þórunni Þórsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.