Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1989, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1989 í mjólkuriðnaði hefur þegar náðst gott( samræmi milli framboðs og eftirspurnar. Hið sama má ekki segja um sauðfjárræktina. Fé á fæti hefur fækkað um 20% á fjórum árum og á þar niðurskurður vegna I riðu stóran þátt. | Samdráttur í neyslu hefur orðið I mun meiri en spáð var og halda birgðir áfram að hlaðast upp. í vor voru ríflega 5.000 tonn af kinda- kjöti óseld í landinu. Neysla á þessu ári verður vart yfir 8.600 lestum. Búist er við að innan við 10.000 tonn falli til við slátrun í haust. I fyrra seldu eggja- og kjúklinga- bændur sig undir kvótakerfi að eig- in ósk. Dregið var stórlega úr fram- boði og við það margfaldaðist verð á þessum vörutegundum. Sam- drætti í sölu kjúklinga síðastliðin tvö ár hefur verið líkt við hrun. Á umræða um salmónellusýkingu eflaust einnig stóran þátt í sölu- brestinum. Svínabændur hafa einir kjöt- framleiðenda kosið að standa utan kvótakerfisins, en blikur eru á lofti á þeim vettvangi. Reifaðar hafa verið hugmyndir meðal þeirra um að takmarka framboð og gera nýlið- um ókleift að hefja búskap. Bændur staðhæfa þó að þeir hafni kvóta- kerfi. Árið 1987 var lagt sérstakt gjald á innflutt korn, til þess að hlífa sauðíjárræktinni við aukinni sam- keppni af hálfu kjúklinga og svína- bænda. Jóhannes Torfason formaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins segir að þau sjónarmið hafi búið að baki að ekki ætti að leyfa verð- falli á fóðurkorni erlendis að ; nevslugnií'n' X l innlendra „r6sent- HtatU 'oSvdunum, i Pr0 matar utg3<J> T’' sla tóudakjöts & íbua Wfite 45,3 SfsSi.'Br* árið Hlutfall framlaga til land- búnaðar af ríkisútgjöldum árið 1980, í prósentum: 14 Árið 1988: 9 Fjöldi loðdýrahúsa sem Stofnlánadeild landbúnaðar- ins lánaði til á árinum 1979 - ’88: 411 Þar af á síðastliðnum þremur árum: 247 Heildarskuldir loðdýra- bænda, í milljónum króna: 3000 Útflutningsverðmæti loð- skinna sem hlutfall af vöru- útflutningi þjóðarinnar árið 1987, í prósentum: 0,3 SITTAF HVERJU UM LANDBUNAÐ Fjöldi fjárhúsa sem Stofnlánadeildin lánaði til árið 1979: 46 Árið 1988: 3 Hlutur landbúnaðar af heildarlánum fjárfestingarlánasjóða til at- vinnufyrirtækja, í prósentum: 20 Hlutur verslunar: 5,7 Framlag landbúnaðar til landsframleiðslunnar, í prósentum: 5,4 Framlag verslunar og veitingareksturs: 13,4 er allt of skammur. Nýr samningur þarf að gilda til langs tíma, fram til aldamóta hið minnsta. Við gerð hans verður að taka tillit til allra þátta í landbúnaði, ekki aðeins þess hversu mörg kíló af kjöti og lítra af mjólk bændur framleiða," segir Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. „Það er okkar skoðun að kerfíð þurfí að vera markaðstengdara þannig að neysla á hveijum tíma hafi meiri áhrif á framleiðsluna. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir að lqarabætur bænda verða ekki framar sóttar til neytenda, heldur verður að ná þeim með hag- ræðingu innan landbúnaðarins." Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra telur einnig að stefna beri að öflugri stýringu. Hann vill skipta landinu niður í framleiðslusvæði eftir því hvaða búskapur er talinn henta best á hveijum stað. Síðan verði fram- leiðsluréttur fluttur milli bænda, til að auka sérhæfingu þeirra. Ráðherra er því andvígur að þeir bændur sem hug hafa á að fram- leiða meira geti keypt fullvirðisrétt af þeim sem vilja minnka við sig. Um síðustu áramót tók hann fyrir fijálsa verslun með fullvirðisrétt og naut til þess fulltingis forystu Stétt- arsambands bænda. „Þessi viðskipti voru á tæpu vaði. Ef við leyfðum kvótasölu gæti hreyfíng réttarins milli svæða strítt gjörsamlega gegn markmiðum stjórnvalda," segir Steingrímur. Sumir í foiystusveit bændasam- takanna eru þó ósammála ráðherra um að sala á fullvirðisrétti eigi ekki ■ ■ skekkja vígstöðu framleiðenda á markaði. ’ „Sú búvöruframleiðsla sem byggir á innfluttu matarkorni bygg- ir á fölskum forsendum. Það er ekki eðlilegt að þjóðin byggi sína matvöruframleiðslu á spákaup- mennsku og niðurgreiðslum ann- arra þjóða,“ segir Jóhannes. Kartöflubændur hafa einnig rat- að í ógöngur á undanförnum árum. Uppi eru háværar raddir í þeirri grein að koma á meiri stýringu á kartöflumarkaði. Neysla lands- manna á kartöflum hefur minnkað um helming á fáum árum. Nýtt og víðtækara sljórnkerfi Núgildandi búvörulög falla úr gildi árið 1992. Vinna að nýjum búvörusamningi er þegar hafin. Samningsaðilar vilja endurskoða búvörulögin frá grunni og eru uppi hugmyndir um mun víðtækara stjórnkerfi en nú er. Vilji er fyrir því hjá báðum aðilum að taka fleiri þætti inn í samninginn heldur en áður, allt frá skipulagi afurðastöðva til lífeyris bænda og skólagjalda bama þeirra. „Sá aðlögunartími sem okkur var gefinn í núgildandi búvörusamningi að vera fijáls. „Það var spor aftur á bak þegar lokað var fyrir verslun með fullvirðisréttinn," segir Jó- hannes Torfason. Hann kveðst þeirrar skoðunar að verslun með fullvirðisrétt geti auðveldað eldri bændum að draga sig út úr fram- leiðslunni og þannig fái yngri menn tækifæri til að nýta krafta sína betur. Landbúnaðarráðherra fagnar því að forysta bændastéttarinnar leggi áherslu á að búvöruframleiðsla þurfí að taka tillit til markaðsað- stæðna. Hann telur að fækkun í bændastétt þurfi ekki að vera fylgi- fískur slíkrar stefnu," segir Steingrímur. „Með markaðstengdari stýringu ætti salan að geta aukist og pottur- inn sem úr er að spila verður því stærri. Það er að mínu mati ekkert samhengi með slíkri breytingu og fækkun bænda. Sá ávinningur sem hlytist af því að fækka bændum myndi falla al- gerlega í skuggann af þeim félags- legu vandamálum sem myndu óhjá- kvæmilega skapast í stijálbýlinu." Fækkun bænda óumflýjanleg Þrátt fyrir þessi orð landbúnað- arráðherra virðast margir í bænda- stétt gera sér grein fyrir að fækkun bænda er óumflýjanleg eigi búskap- ur að vera lífvænlegur og fram- leiðsla í samræmi við kröfur mark- aðarins. Til þess að ná niður verði þarf framleiðni að aukast. Það kallar á minna vinnuafl og betri nýtingu flármuna. Aðeins tvær leiðir virðast vera til að auka tekjur bænda. Verri kosturinn, ■ frá sjónarhóli þjóðar- heildarinnar, er að að auka niður- greiðslur eða hækka verð til bænda, sá skárri að auka framleiðslurétt hvers bónda. Miðað við núverandi aðstæður þýðir það að skipta þarf takmörkuðum rétti á færri hendur. Kunnáttumenn í bændastétt segja að miða eigi stærð býla við það að íjölskylda geti haft af því gott lífsviðurværi og anni öllum bústörfum án þess að kaupa að vinnuafl nema yfír hábjargræðist- ímann. Að þeirra mati er æskileg stærð á sauðfjárbúi fyrir um 500-600 flár, sem þýðir að innan við 1.000 bændur þurfí til að anna allri eftirspum eftir dilkakjöti. Reyndin er að um 2.700 bændur stunda sauðfjárrækt eingöngu og 1.500 bændur samhliða mjólkur- framleiðslu. Um 4.200 bændur hafa því sauð- Ijárrækt með höndum og helmingur þeirra hefur innan við 200 fyár á fóðrum. Raunar eru bú þeirra bænda sem eru aðeins með sauðfé að megninu til minni en þeirra sem einnig eru með kýr eða annan bú- rekstur. Tekjur af 200 kinda búi eru innan við ein milljón króna og því flarri því að geta staðið undir sæmilegum tekjum flölskyldu. í mjólkurbúskap er það sama upp á teningnum, framleiðendur eru of margir og smáir. Bú af kjörstærð er af heimildarmönnum blaðsins talið jafngilda um 120.000 lítra framleiðslu á ári og til þess þarf um 30 kýr í fjósi. Þyrfti því innan við 1.000 kúabændur til að anna mjólkumeyslunni. I öðrum búgreinum eru bændur rúmlega 600. Miðað við þær for- sendur að þeim fækki ekki að ráði gefur þessi einfaldaða mynd vísbendingu um að bændum mætti fækka úr tæplega 4.700 í 2.600 án þess að framboð á búvöru minnk- aði. Það jafngildir tæplega helm- ings fækkun bænda. Undanfarin 12 ár hefur þeim aðeins fækkað um rúmlega 11% eða 50 á ári að jafnaði. Haldi þessi þróun áfram með sama hraða verða bændur enn um 4.200 um næstu aldamót. Tregða sem aftrar þróun „Það má ekki gleyma því að bak við þessar tölur er lifandi fólk,“ segir Hákon Sigurgrímsson. „Við verðum að horfast í augu við það að eftir nokkra áratugi verða mörg svæði á landinu ekki lengur í byggð,“ segir Guðmundur Lárusson á Stekkum í Hraungerðis- hreppi. „Eg neita því ekki að það er mikil tregða í bændastétt og mál- flutningur margra á stijálbýlli svæðum er sláandi. Hvorki ég né aðrir viljum þessa bændur feiga, þróunin verður einfaldlega ekki stöðvuð. Ég vil einnig skrifa þessa tregðu að hluta á reikning alþingis- manna. Landsbyggðarþingmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.