Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 2
" 1 2 C cí'.ci Tci i)a e v, MORGUNBLAÐIÐ IPKUTTIK MIÐVIKUDAGl MIÐVIKUDAGUR 9. AGUST 1989 KNATTSPYRNA / UNDANÚRSLIT BIKARKEPPNINNAR Mikil stemmning fyrir leikjunum Stuðningsmenn Reykjavíkur- liðanna Fram og KR ætla ekki að láta sitt eftir liggja í Keflavík og Vestmannaeyjum í kvöld. Framarar voru með forsölu í Framheimilinu í gær, halda henni áfram frá klukkan 12 í dag og gera ráð fyrir fjölmenni sinna manna. KR-ingar hafa þegar mannað tvær Fokker-flugvélar, en síðustu miðarnir í þriðju vélina verða seld- ir í KR-heimilinu í dag. Eyjamenn töluðu að sögn vart um annað á Þjóðhátíð en leikinn í kvöld og er búist við Ijölmenni. Keflvíkingum hefur ekki geng- ið sérlega vel heima í sumar, en þeir eiga vísan stuðning Suður- nesjamanna í kvöld. Leikið verður til þrautar, þann- ig að í kvöld liggur fyrir hvaða lið leika til úrslita á Laugardals- velli sunnudaginn 27. ágúst. SPORTVÖRU- ÚTSALA Spdrtu, Laugavegi 49 Sííustu dagar Stórkostleg verðlækkun Enn meirí verðlækkun Adidas Touch nr. 31-41 Verð kr. 1.790 (áður kr. 2.550,) Adidas - Bamba Fótboltaskór f/möl og gervigras. Nr. 36-48 Verð kr. 2.490 (áður kr. 3.590). íþrótta- og trimmgallar í miklu úrvali Bómullargallar, glansgallar, krumpugallar, Allar stæðir. Verð frá kr. 1.400. Mjög mikið úrval af barnaskóm. Númerfrá 21. Skór í skærum litum. Markmannshanskar - fótboltar - töskur og margt, margt fleira. Við rOllum boltanum til ykkar. Nú er tækifæri til pess að gera góð kaup. Póstsendum ffffl taei alfí SPORTVÓRUVERSLUNIN emm Laugavegi 49, sími12024. Morgunblaöið/Einar Falur Kjartan Einarsson, markaþæsti leikmaður 1. deildar og ÍBK, og Björn Rafnsson, fyrirliði KR, gera ráð fyrir mik- illi baráttu í undanúrslitaleik ÍBK og Fram annars vegar og IBV og KR hins vegar. Bikarúrslit í augsýn: „Þangað stefna allir" ÚRSLITALEIKURINN í bikarkeppninni er hápunktur íslenskra knattspyrnumanna. „Það er toppleik- urinn á sumrinu og þangað stefna allir,“ sagði Guðmundur Steinsson, markahæsti leikmaður ís- landsmeistara Fram, við Morgunblaðið í gær, en Framarar mæta Keflvíkingum í Keflavík í undanúr- slitum í kvöld. Á sama tíma leika ÍBV og KR í hinum undanúrslitaleiknum í Eyjum, en báðir leikirn- ir hefjast klukkan 19. Öll þessi lið hafa hampað bikarnum; KR-ingar sjö sinnum, Framarar sex sinnum, ÍBV tvisvar og ÍBK einu sinni. Ekkert lið hefur hins vegar leikið eins marga bikarúrslita- leiki og Fram, en 12 sinnum hefur félagið átt lið í úrslitum sfðan 1960, er keppnin byrjaði. Liðin í undanúrslitum að þessu sinni eiga það sammerkt að vera í mikilli baráttu á öðrum vígstöðvum. Fram og KR eru í hópi •■■■■■ efstu liða í 1. deild, Steinþór ÍBK í fallsæti sem Guðbjartsson stendur og ÍBV sknfar stefnir á að komast í 1. deild á ný, en þar hefur liðið ekki leikið síðan 1986. ,,Ekki á góðum tíma“ Kjartan Einarsson, ÍBK, er markahæsti leikmaður 1. deildar að 12 umferðum loknum, en honum hefur ekki tekist að skora gegn Fram í sumar. „Ég hef ekki nýtt þau fáu færi, sem ég hef fengið gegn íslandsmeisturunum í deild- I Sigurlás Þorleifsson hampar bik- arnum 1981 eftir sigur gegn Fram. inni,“ sagði Kjartan. „En bikarleik- ir eru öðruvísi og við reynum að læra af mistökunum frá fyrri leikj- um. Leikurinn leggst vel í okkur, en því er ekki að neita að hann er ekki á góðum tíma, því við eigum erfiðan leik gegn Þór á Akureyri í 1. deild á föstudag og aðalatriðið er að halda sætinu í deildinni," sagði Kjartan. Keflvþsingar léku gegn Vals- mönnum í úrslitum í fyrra og gegn Frömurum 1985, en töpuðu í bæði skiptin. „Bikarleikir eru ávallt erfið- ir, en vissulega væri gaman að sigra Fram og leika til úrslita, en við hugsum ekki svo langt.“ „Höfum mikla reynslu" Framarar eru með valinn mann í hveiju rúmi og margir hafa spáð þeim tvöföldum sigri í ár. „Það er draumurinn og stefnan. Við spilum til sigurs í hveijum leik og höfum mikla reynslu í bikarúrslitum. Menn vita hvað sá leikur gefur og fara ■með þá vitneskju í leikinn gegn Keflvíkingum," sagði Guðmundur Steinsson. „Keflvíkingar gefast aldrei upp og ég á von á baráttu- leik og sama verður uppi á teningn- um í Eyjum,“ sagði Guðmundur. „Eigum jafna möguleika" Sigurlás Þorleifsson þjálfar Eyja- menn og leikur einnig með liðinu, sem sló IA út í átta liða úrslitum og Þór í 16 liða úrslitum. „Þegar við urðum bikarmeistarar 1981 var leiðin í úrslitin ámóta. Við höfum æft mjög vel og vonandi skilar for- mið sér gegn KR. Við óttumst mótherjana ekki, eigum jafna möguleika og höfum engu að tapa, þó mikið sé í húfi, en deildin situr samt í fyrirrúmi. Þetta verður erfið- ur leikur, en við gefum ekkert eftir og það hentar okkur vel að leika gegn spilandi liði eins og KR,“ sagði Sigurlás. „Barátta upp á líf og dauða“ Björn Rafnsson er fyrirliði KR þar sem Pétur Pétursson og Sæ- björn Guðmundsson eru meiddir. „Þetta verður barátta upp á líf og dauða. Eyjamenn eru með kröftugt lið, sem hefur þegar slegið tvö lið í 1. deild úr keppni. Það er svipað að leika í Eyjum og á Akureyri og Akranesi og sannast sagna hefur okkur ekki gengið of vel á þessum stöðum. Við gerum okkur grein fyrir hvað við eigum í vændum og förum með því hugarfari í leikinn,“ sagði Björn. Guðmundur Steinsson með bik- arinn eftir sigur gegn ÍBK 1985.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.