Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 4 LANDSMOTIÐ I GOLF11989 ítiémR FOLK ■ TVEIR íslandsmeistarar náðu ekki inn þegar fækkað var úr 34 í 24 kylfinga í meistaraflokki karla. Það voru Gylfi Kristinsson úr GS, íslandsmeistarinn 1983 og Björg- vin Þorsteinsson, GA, sexfaldur íslandsmeistari á árunum 1971-77. ■ SIGURÐUR Pétursson úr GR, var aðeins hársbreidd frá því að fara holu í höggi síðasta daginn. Boltinn stöðvaðist nokkrum senti- metrum frá 16. holu. Sigurður, sem.verið hefur einn sterkasti kylf- ingur landsins undanfarin ár, hefur aldrei farið holu í höggi. Hann komst næst því á Norðurlandamóti fyrir nokkrum árum er boltinn fór ofan í en kom aftur uppúr skömmu síðar. H RAGNAR Ólafsson lenti í 2. sæti á Landsmótinu og ætti svosem að kannast við sig þar. Þetta er í 5. skipti sem hann lendir í 2. sæti og hann hefur reyndar þrisvar lent í 3. sæti. Ragnar hefur sigrað einu sinni, árið 1981. ■ SUÐ URNESJAMENN geta verið ánægðir með uppskeruna á Landsmótinu. Þeir sigruðu í fjórum flokkum: meistaraflokki kvenna, 1. 2. og 3. flokki karla. Golfklúbbur Akureyrar fékk einn titil, í 1. flokki kvenna og Golfklúbburinn Keilir fékk meistaraflokk karla. ■ KEPPNI í 2. flokki karla var mjög sviptingasöm og spennandi. Eftir þijá daga var Einar Bjarni Hauksson, GKJ, efstur og Reyk- víkingarnir Haukur Björnsson og Stefán Halldórsson komu fast á hæla hans. Enginn þessara þriggja komst í verðlaunasæti. Annel Þor- kelsson úr GS sigraði á á 337 högg- um. Kjartan L. Pálsson úr NK varð í 2. sæti. Hann hafði ekki hugmynd um að hann ætti mögu- leika á sigri og kom af fjöllum þeg- ar honum var sagt það í skálanum á eftir. Kjartan, sem lék síðustu holuna á þremur höggum yfir pari, hefði sigrað hefði hann fengið skolla eða eitt högg yfir pari. ■ ÚLFAR Jónsson lék fyrstu þijá hringina í meistaraflokki karla á 73 höggum hvem. Hefði hann leikið á 71 höggi síðasta daginn hafði forgjöf hans orðið +1. Það tókst ekki en Ulfar er þó enn með lægstu forgjöf íslensku kylfinganna eða +0,4. ■ SUÐURNESJAMENN stóðu vel að Landsmótinu og gáfu m.a. út glæsilegt mótsblað. Það gerðu þeir reyndar einnig fyrir Landsmó- tið 1986 og Norðurlandamótið i fyrra. Ritstjóri þessara blaða er Páll Ketilsson, á Víkurfréttum. Meistarasveifla! Islandsmeistarinn Úlfar Jónsson horfir á efti: Gott að fá titilinn aftur - sagði ÚlfarJónsson sem endurheimti meistaratitilinn ÚLFAR Jónsson vann þriðja meistaratitil sinn á fjórum árum er hann sigraði í Leir- unni á laugardaginn. „Það er gott að fá titilinn aftur og ég er ánægður með mótið. Fyrsti titillinn er mér minnisstæð- astur en þessi er einnig svo- lítið sérstakur því ég náði honum aftur,“ sagði Úifar. Eg fann mig ekki nógu vel síðasta daginn en var engu að síður nokkuð ánægður. Það er alltaf svolítil pressa á mér því mér er spáð sigri og núna gat ég staðið undir henni, en ekki í fyrra. Það hafa margir sagt að þessi pressa hafi komið í veg fyrir að ég sigraði í fyrra en ég held að það sé ekki rétt. Ég var einfald- lega ekki í nógu góðu formj og kröfurnar voru ekki raunhæfar. Núna var ég betur upplagður og gat staðið við þær vonir sem bundnar voru við mig. Sumarið hefur verið gott. Ég hef leikið 20 hringi og þar af aðeins tvo slaka. Annars hef ég heldur ekki náð mörgum mjög góðum en tekist að leika nokkuð jafnt. Ég er mjög ánægður með það því stöðugleiki er mjög mikil- vægur í golfi. Nú um helgina er svo sveita- keppni og þar eigum við Keilis- menn titil að veija og ég er þegar farinn að hiakkatil," sagði Úlfar. Morgunblaðið/Einar Falur Ragnar Ólafsson slær inn á flöt. Hann sigraði í spennandi einvígi við Sigurð Pétursson um 2. sætið. „Gott að víta að þeir þurfa að vinna mig!“ - sagði Ragnar Ólafsson sem hafnaði í 2. sæti Ragnar Ólafsson hafnaði í 2. sæti í meistaraflokki karla eft- ir mikið einvígi við Sigurð Péturs- son. „Það er ágætt að vera í öðru sæti. Ég er orðinn vanur því og það er gott að vita að þeir þurfa að vinna mig,“ sagði Ragnar og brosti. „Úlfar er einfaldlega í öðrum flokki. Hann er mjög yfírvegaður og það er ekkert sem kemur honum úr jafnvægi. Það hefði mátt vera meiri keppni en ég er ánægður með mótið og það er alltaf gaman að leika í síðasta hópnum,“ sagði Ragnar. „Það besta var að setja niður í 16. holu. Ég var búinn að frétta að vinur minn Sigurður Pétursson hefði verið nálægt því að fara holu í höggi og við fórum hana báðir á tveimur höggurn," sagði Ragnar. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og á eftir að vera enn lengur. Ætli ég reyni ekki að halda mér í meist- araflokknum í svona 20 ár í viðbót áður en ég fer í öldungaflokkinn," sagði Ragnar og brosti. Morgunblaði<5/Einar Falur Áhorfendur létu sig ekki vanta síðasta daginn, þrátt fyrir að verslunarmanna- helgin hafi verið byrjuð. „Hefði viljað fá bráða bana við Ragnar" - sagði Sigurður Pétursson sem hafnaði í 3. sæti S jgurður Pétursson er einn af skemmtilegri kylfingum lands- ins. Hann hefur gífurlegt keppnis- skap og það er ávallt gaman að fylgjast með honum. Hann byijaði frekar illa en lék vel á öðrum degi. Þriðji dagurinn kom hinsvegar í veg fyrir titilvonir hans og hann varð að láta sér þriðja sætið lynda, þrátt fyrir að leika síðasta hringinn á pari. „Ég er nú bara nokkuð ánægður með mótið að þriðja deginum und- anskildum. Mér fannst ég leika ágætlega, völlurinn var góður og veðrið ágætt. Reyndar besta golf- veður sem ég hef nokkurn tímann fengið hér í Keflavík,“ sagði Sigurð- ur. „Ég byijaði mjög illa síðasta daginn og það lá við að ég gæfist upp eftir fjórar holur. En ég komst í rétta keppnisskapið og mér gekk vel eftir það.“ Sigurður missti af Landsmótinu í fyrra vegna meiðsla og sagði það vera frábært að koma aftur á Landsmót. „Það er alltaf ákveðin stemmning á Landsmóti og ég er ánægður með mótið. Ég vil óska Úlfari til hamingju með sigurinn og það er gaman að sjá Ragnar í öðru sæti. Eg hefði þó viljað leika bráðabana við Ragnar. Það hefði verið gaman,“ sagði Sigurður og brosti. Sigi hafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.