Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 5
€ 5 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Meistaraflokkur karla: Morgunblaöið/Einar Falur r höggi inn á flöt á síðasta hringnum. Ulfar lék mjög vel og sigraði örugglega. Aldrei spuming! Úlfarvaröryggið uppmálað og endurheimti titilinn ULFAR Jónsson, kylfingurinn snjalli úr GK, vann öruggan sig- ur á Landsmótinu í golfi á Hólmsvelli íLeiru. Ulfarvar öryggið uppmálað og það var í raun aldrei spurning um hver sigraði, slíkir voru yfirburðir Úlfars. Einá spennan í meist- araflokki karla var einvígi félag- anna úr GR, Ragnars Ólafsson- ar og Sigurðar Péturssonar um annað sætið. Ragnar hafði bet- ur eftir spennandi keppni á síðustu holunum. JW Ulfar sýndi á þessu móti hve stöðugur og öruggur kylfingur hann er. Það þarf í raun aðeins að líta á hringina hjá honum til að sjá það: 73, 73, 73, 74, segir allt sem segja þarf. Áður en síðasti hópurinn fór út töldu menn nokkuð víst að Úlfar myndi sigra. Hann hafði átta högga forskot á Ragnar og hélt honum í hæfilegri fjarlægð allan tímann. Þegar þeir luku hringnum var mun- urinn sex högg og sigur Úlfars ör- uggur. Síðasta daginn fengu keppendur mjög gott veður, logn var og hlýtt og jafnvel stöku sólargeisla að sjá og margir kylfingar náðu sínu besta skori. Úlfar var ekki í þeim hópi því eftir þrjá. daga á 73 höggum bætti hann einu við. Hann lék af öryggi og var á köflum kannski LogiB. Eiðsson skrifar helst til ragur, enda engin ástæða til-að taka áhættu. Siguijón Arnar- son náði besta skori mótsins, 69 höggum, Hannes Eyvindsson 71 höggi og þcir Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson léku á pari, 72 höggum. „Það hefði verið gaman áð kiára þennan hring á 73 höggum en ég var ánægður með hringinn. Það var gott að spila í dag, veðrið gott og völlurinn frábær. Eg reyndi bara að spila vel og tók enga áhættu. Eg var sáttur við hvernig ég spilaði og fannst ég taka réttar ákvarðanir á réttum tíma og gekk vel að „lesa“ völlinn en það er mikil- vægt. Síðasta daginn hafði ég átta högg í forskot og var í raun í eigin heimi. Mig vantaði kannski keppn- isskap og það höfðu flestir meiri ástæðu en ég til að taka áhættu,“ sagði Úlfar. Spennandi einvígi félaganna Félagarnir Ragnar Ólafsson og Sigurður Pétursson hleyptu svolít- illi spennu í keppnina síðasta daginn er þeir börðust um annað sætið. Sigurður var í næsta hópi á undan Ragnari og byrjaði mjög illa.'Eftir ijórar holur var hann fjórum högg- um yfir pari. Hann náði sér þó á strik og fékk fimm fugla á síðustu fjórtán holunum og setti töluverða pressu á Ragnar. A 16. holu sýndu þeir félagar snilli sína. Sigurður var ekki nema 2-3 sentimetra frá því að fara hoiu í höggi. Hann lék á Síðasti hnngurinn Hér má sjá hvernig síðasti hringurinn spilaðist í meistaraflokki karla. Fremst er brautin og par hennar, svo hve mörg högg á hol- unni, _hve mikið yfir eða undir pari á hringnum og heildarskor á hringn- um. Á eftir 9. og 18. holu má sjá stöðuna eftir 63 og 72 holur. Nafti.. 1. (5) Ulfar 4 (-1) 4 Ragnar 5 ( 0) 5 Sig.P. 6 (+1) 6 2. (4) 4 (-1) 8 5 (+1) 10 5 (+2) 11 3. (3) ..;...4 ( 0) 12 4 (+2) 14 3 (+2) 14 4. (4) 5 (+1) 17 4 (+2) 18 6 (+4) 20 5. (4) 4 (+1) 21 4 (+2) 22 4 (+4) 24 6. (5) 5 (+1) 26 5 (+2) 27 5' (+4) 29 7. (4) 4 (+1) 30 4 (+2) 31 3 (+3) 32 8. (3) 3 (+1) 33 3 (+2) 34 2 (+2) 34 9. (4) 4 (+1) 37 4 (+2) 38 4 (+2) 38 256 (+4) 265 (+9) 266 (+10) 10. (4) 5 (+2) 42 4 (+2) 42 4 (+2) 42 11. (4) 4 (+2) 46 4 (+2) 46 4 (+2) 46 12. (4) 4 (+2) 50 4 (+2) 50 3 (+1) 49 13. (3) 3 (+2) 53 3 (+2) 53 4 (+2) 53 14. (5) 5 (+2) 58 4 (+1) 57 5 (+2) 58 15. (4) 4 (+2) 62 4 (+1) 61 3 (+1) 61 16. (3) 3 (+2) 65 2 ( 0) 63 2 ( 0) 63 17. (4) 4 (+2) 69 4 ( 0) 67 4 ( 0) 67 18. (5) 5 (+2) 74 5 ( 0) 72 5 ( 0) 72 Heild. 293 (+ 5) 299 (+11) 300 (+12) irður Pétursson lék vel síðasta daginn og aði í 3. sæti. Af skollum og bógíum ALandsmótinu voru íslensku þýðingamar á helstu hugtök- um í golfi nokkuð til umraeðu og er það ekki í fyrsta sinn. Á árs- þingi Golfsambands Islands var samþykkt að taka upp íslensk orð í stað enskra en margir kylfingar .hafa tekið það óstinnt upp þrátt fyrir að enginn hafi gert athuga- semd á Golfþinginu. I umfjöllun Morgunblaðsins um Landsmótið eru þessi ísiensku orð notuð. Ástæðan er einföld. Þessi orð lýsa íþróttinni best, þrátt fyrir að margir eigi erfitt með að venj- ast þeim. Það er að minnsta kosti betra að kalla eitt högg yfir pari skolla en bógí. Umfjöllun um golfíþróttina hefur aukist á síðustu árum og þessi orð hafa hjálpað til. Til þess að um- fjöllun verði sem be'st verður að vera hægt að lýsa því sem fyrir augu ber. Þessi orð hafa auðgað golfmálið sem vel mátti við því að fá íslensk hugtök. Björgúlfur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri GR, tók það að sér að þýða þessi orð og notar þau i golfþættinum á Stöð 2. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og bunka af þakkarbréfum," sagði Björgúlf- ur. Og Jivað skyldi íslandsmeistar- inn, Úlfar Jónsson, segja: „Mér finnst það mjög gott framtak að íslenska þessi orð og held að það sé nauðsynlegt fyrir íþróttina. Ég hef að vísu verið í þessu í tólf ár og er svolítið fastur í enskunni,“ sagði Ulfar. „Ég hef hinsvegar tek- ið eftir því að margir yngri kylfing- ar hafa tamið sér þessi orð og eft- ir nokkur ár verða þau líklega not- uð af flestum,“ sagði Úlfar. Margar íþróttagreinar hafa ekki náð til almennings vegna þess að orðaforðinn hefur verið of sér- hæfður og illskiijanlegur leikmönn- um. Þessi nýju orð eru samin til að koma í veg fyrir að slíkt gerist með golfíþróttina og íhaldssamir kylfingar ættu að sætta sig við að þessi orð eru komin til að vera. Þeir sem ekki geta tamið sér þessi orð geta fengið sín „bördí“ og „bógí“ og það er allt í lagi á meðan þeir „meika köttið“! Logi Bergmann Eiðsson einu undir pari og hafði þá jafnað Ragnar. En „gamli maðurinn" var ekki af baki dottinn. Hann sló í glompu í fyrsta höggi en setti niður af 20 metra færi og náði þarmeð aftur einu höggi á Sigurð. Hann hélt því svo það sem eftir var af hringnum og hlaut annað sætið. Sveinn Sigurbergsson var þriðji maður með þeim Úlfari og Ragnari og var oft mjög gaman að fylgjast með honum. Hann sló ekki nógu vel af teig en vippurnar voru glæsi- legar og hann púttaði ágætlega. Tvær slæmar holur komu þó í veg fyrir verðlaunasæti en hann hafnaði í 4.-5. sæti ásamt Guðmundi Svein- björnssyni. Sigurjón Arnarson átti besta skor mótsins. Hann lék á 69 höggum, þremur undir pari, síðasta daginn og náði að laga stöðu sína. Flestir reiknuðu með honum ofar, en þriðji dagurinn gerði út um vonir hans, en þá lék hann á 86 höggum. Hann- es Éyvindsson lék einnig vel síðásta daginn, notaði 71 högg. Eftir bókinni Úrslitin í meistaraflokki koma víst fæstum á óvart. Úlfar er og hefur lengi verið besti kylfingur landsins, þrátt fyrir að honum hafi ekki tekist að sjá við Sigurði Sig- urðssyni í fyrra. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Úlfar mikla reynslu og öryggi og búast má við því að hann verði í sömu stöðu á næstu Lands- mótum. Þorsteinn Geirharðsson fylgist spenntur með flugi boltans. Lært mikið af fótbolta- landsliðinu Þorsteinn Geirharðsson úr GS sigraði í 1. flokki karla eftir æsispennandi keppni við Arnar Baldursson, GÍ. Úrslitin réðust á síðustu holunum og var munurinn aðeins eitt högg. Þeir voru jafnir lengst af en á 15. holu náði Amar eins höggs forystu með glæsilegri vippu. Þorsteinn jafnaði á 16. hohr og komst einu höggi yfir á 17. Síðastu holuna fóru báðir á pari og Þorsteinn fagnaði sigri. Þorsteinn byijaði að æfa golf þegar hann var 32 ára og hefur leikið af fullum krafti í níu ár. „Ég fékk delluna og hellti mér út í golf- ið. Þetta er þó stærsti sigur minn,“ sagði Þorsteinn en þess má geta að hann er nuddari íslenska lands- liðsins í knattspyrnu.. „Ég hef lært mikið af fótbolta- landsliðinu og Sigi Held landsliðs- þjálfara, því fyrir leik eru menn látnir einbeita sér og róa sig. Það gerði ég á síðasta hringnum og það gekk,“ sagði Þorsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.