Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUpAGUR 9. ÁGÚST 1989
C 3
KORFUKNATTLEIKUR
Þrír nýliðar í
landsliðshópnum
Fjórir leikmenn Tindastóls í næsta landsleik?
ÞRÍR nýliðar eru í 20 manna
landsliðshópi í körfuknattleik
sem Laszlo Nemeth hefur
valið til æfinga fyrir verkefni
vetrarins. Tveir nýliðar koma
frá Tindastóli, Eyjólfur Sverr-
isson og Haraldur Leifsson
og Jón Arnar Ingvarsson úr
Haukum er einnig valinn í
landsliðið í fyrsta sinn.
Landsiiðið heldur til Laugar-
vatns á föstudaginn og mun
æfa þar um helgina. Næsta verk-
efni er ferð til Bandaríkjanna í
nóvember og líklegt er að liðið
leiki gegn Dönum heima og heim-
an.
Eftirtaldir leikmenn skipa
landsliðshópinn: Axel Nikulásson,
Birgir Mikaelsson, Páll Kolbeins-
son og Guðni Guðnason, KR. Frið-
rik Ragnarsson og Teitur Örlygs-
son, Njarðvík. Falur Harðarson,
Guðjón Skúlason, Sigurður Ingi-
mundarson og Magnús Guðfinns-
son, ÍBK. Bjöm Steffensen, ÍR.
Guðmundur Bragason og Jón Páll
Haraldsson, Grindavík. Pálmar
Sigurðsson, ívar Ásgrímsson og
Jón Amar Ingvarsson, Haukum.
Matthías Matthíasson, Val og
Valur Ingimundarson, Eyjólfur
Sverrisson og Haraldur Leifsson,
Tindastóli.
Pálnmr Sigurðsson og Páll Kol-
beinsson koma inn í liðið að nýju
eftir nokkurt hlé og líklegt er að
Sturla Örlygsson, fjórði leikmaður
Tindastóls, bætist í hópinn.
ÍHémR
FÓLX
■ DANSKI landsliðsmaðurinn
Flemming Povlsen mun leika með
hollensku meisturunum PSV Eind-
hoven frá júlí á næsta ári. Povls-
en, sem nú leikur með vestur þýska
liðinu Cologne, hefur þegar skrifað
undir þriggja ára samning hjá PSV
Eindhoven, en kaupverðið er tæpar
tvær milljónir dollara.
■ A TVINNULA USIR ítalskir
atvinnuknattspyrnumenn byijuðu í
gær í þriggja vikna æfingabúðum
fyrir komandi tímabil, en raunar
getur vel farið svo að þessir leik-
menn spili ekki á því tímabili. ít-
alska knattspyrnusambandið stend-
ur fyrir þessum æfingabúðum fyrir
knattspyrnumenn sem enn hafa
ekki fundið sér lið fyrir veturinn.
45 leikmenn eru í hópnum og þar
á meðal tveir fyrrum fyrstu deildar
leikmenn sem báðir léku með As-
coli.
■ BELGÍSKI landsliðsmaður-
inn Enzo Scifo sem leikur með
Bordeaux á Frakklandi hefur átt
erfitt með að festa sig í sessi hjá
liðinu. Þjálfarinn Raymond Goet-
hals, tilkynnti um helgina að Scifo
fengi líklega leyfi til þess að leika
með franska liðinu Auxerre, en
hingað til hafa ráðamenn Borde-
aux verið á móti því að Scifo færi
til annars fransks liðs. Scifo sem
lék sinn fyrsta ieik með belgíska
landsliðinu aðeins 17 ára hefur ekki
verið valinn í landsliðshópinn und-
anfarna mánuði.
■ LUXEMBORG kemur til með
að leika heimaleik sinn við Portúg-
al í undankeppni heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu í Vestur
Þýskalandi. Leikurinn fer fram 11.
október og áður var fyrirhugað að
hann yrði spilaður í Metz í Frakkl-
andi þar sem miklar viðgerðir fara
nú fram á hinum rúmlega hálfar
aldar gamla leikvelli í Luxemborg.
Franska knattspyrnusambandið fór
þess á leit við kollega sína í Luxem-
borg að leikurinn yrði leikinn ann-
ars staðar þar sem Frakkar eiga
heimaleik við Skota á sama tíma.
■ ÁSGEIR Sigurvinsson og fé-
lagar í Stuttgart léku tvo æfinga-
leiki í Belgíu um helgina og töpuðu
báðum. Fyrst 3:2 gegn Torpedo
frá Moskvu i Sov-
Frá étríkjunum og
Einari síðan 2:0 gegn FC
S!fíns,sy,ni ,. Brtígge. Liðið leik-
i V-Þyskalandi ur g||n Köln á úti.
velli í kvöld í vestur-þýsku deild-
inni.
■ DANSKI leikmaðurinn Peter
Rasmussen sleit krossbönd í leikn-
um gegn Torpedo og verður frá í
átta vikur.
SKIÐI / HEIMSBIKAR KVENNA
Reuter
Svissnesku skíðadrottningarnar Maria Walliser til vinstri og Michela
Figini urðu að láta í minni pokann í gær.
Gerg sigraði í 1.
brunkeppninni
VESTUR-ÞÝSKA stúlkan Mic-
haela Gerg, sem verður 24 ára
í haust, gerði sér lítið fyrir og
sigraði í fyrstu brunkeppni
heimsbikars kvenna, en skíða-
vertíðin hófst í Las Lenas i
Argentínu ígær, 8. ágúst. Ekki
ráð nema í tíma sé tekið!
Gerg hefur aldrei verið í allra
fremstu röð, en hún sigraði
af öryggi, var fyrst af 44 keppend-
um í rásröðinni, fór 2,162 km leið-
ina á 1:30.48 mínútu og tryggði sér
25 stig.
Heidi Zeller frá Sviss hafnaði í
öðru sæti (1:31.23) og síðan kom
austurríska stúlkan Veronika Wall-
inger (1:31.47). Michela Figini frá
Sviss, sem á titil að veija í bruninu
og náði bestum tíma á æfingu í
fyrradag, varð að láta sér fjórða
sætið lynda (1:31.49) og Maria
Walliser, Sviss, lenti í fimmta sæti.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Guðni í byrjunar
liði Tottenham
GUÐNI Bergsson lék allan leik-
inn með Tottenham, er liðið
vann norska liðið Viking 5:1 í
Stavanger í gærkvöldi. Þetta
var annar leikur Spurs af fimm
í lokaundirbúningnum fyrir 1.
deildina í Englandi, sem hefst
laugardaginn 19. ágúst.
Guðni átti að koma inn á fyrir
Terry Fenwick í hálfleik á
sunnudag, er Spurs tapaði 1:0 fyrir
Glasgow Rangers í Glasgow. En
eftir 20 mínútur meiddist Chris
Houghton, miðvörður Spurs og tók
Guðni stöðu hans. Hann lék vel og
hélt stöðunni í gærkvöldi.
Houghton var ekki eini leikmaður
Spurs, sem meiddist gegn Rangers.
Nayim fór úr axlarlið og viðbeins-
brotnaði og verður frá í átta til 10
vikur. Félagarnir Gary Lineker og
Paul Gascoigne rákust á og þurfti
að sauma sex spor í höfuð hans.
Tottenham leikur gegn Ólafi
Þórðarssyni og félögum í Brann
annaðkvöld, en síðan liggur leiðin
til Madrid, þar sem liðið leikur gegn
Dynamo Búkarest á föstudag og
Atletico Madrid á laugardag.
Guðni Bergsson
Arsenal sigraði
SigurðurJónsson með varaliðinu
ENGLANDSMEISTARAR Arse-
nal unnu argentísku meistar-
ana Independiente 2:1 ífyrstu
keppni meistara þjóðanna
síðan 1982 á Miami í Banda-
ríkjunum um helgina. Sigurður
Jónsson var ekki með í ferð-
inni, en lék með varaliðinu í
gærkvöldi gegn utan deilda lið-
inu Thanet United.
David Rocastle gerði bæði mörk
Arsenal, en Alfaro Moreno
skoraði fyrir Independiente. Áhorf-
AGANEFND
endur voru aðeins rúmlega 10.000
o g þótti George Gra-
Frá ham, stjóra Arsenal,
Bob lítið til þeirra koma.
Hennessy „Bandaríkjamenn
lEnglandi . f » , , ~
hafa tæplega nmm
ár til að fá áhuga á íþróttinni og
verða að gera betur á HM 1994“
sagði hann.
Áður en liðið hélt til Banda-
ríkjanna var Graham spurður um
Sigurð Jónsson. „Hann er tveimur
vikum á eftir hinum hvað þrek varð-
ar,“ var svarið.
12 leikmenn í bann
Tveir leikmenn voru úrskurðaðir
í tveggja leikja bann vegna
ítrekaðrar brottvísunar á fundi aga-
nefndar KSÍ í gær. Annar leikur
með 2. flokki Víðis og hinn með
Þrótti Neskaupstað, sem er í 3.
deild. Alls voru 12 leikmenn úr-
skurðaðir í bann, en 105 mál voru
tekin fyrir á fundinum.
Jón Þór Andrésson, Val, var eini
leikmaður 1. deildar, sem fékk leiks
bann — vegna brottvísunar. Fjórir
leikmenn í 2. deild voru úrskurðað-
ir í leiks bann; Jón Atli Gunnars-
son, ÍBV, vegna brottvísunar, og
Ingólfur Jónsson, Selfossi, Unnar
Jónsson, Völsungi, og Sigurfinnur
Sigurjónsson, ÍR, vegna fjögurra
gulra spjalda.
Einn leikmaður í 3. deild fékk
tveggja leikja bann sem fyrr segir
og leikmaður Njarðvíkur í 4. deild
var úrskurðaður í leiks bann vegna
fjögurra gulra spjalda. Önnur bönn
voru vegna atvika í 2. flokki. Leik-
maður Víðis fékk tveggja leikja
bann vegna ítrekaðrar brottvísunar,
annar var kominn með ijögur gul
spjöld og tekur út bann í næsta
leik fyrir vikið, og þjálfari liðsins
var úrskurðaður í leiks bann vegna
brottvísunar. Þá var leikmaður
UBK úrskurðaður í leiks bann
vegna brottvísunar og eins fór fyrir
einum leikmanni 2. flokks Gróttu.
KNATTSPYRNA / OPNA NM DRENGJA
Fyrsti sigurinn gegn Englendingum
ÍSLENSKA drengjalandsliðið
í knattspyrnu vann enska liðið
3:21 annarri umferð opna
Norðurlandamótsins, sem fer
fram í Englandi þessa dag-
ana. Liðið gerði 3:3 jafntefli
við það finnska í fyrsta leik,
en tapaði óvænt fyrir norska
liðinuígær, 2:1.
Að sögn Sveins Sveinssonar,
fararstjóra, hefur liðið að
mörgu leyti leikið vel. „Vörnin
hefur hins vegar verið höfuðverk-
ur á stundum, en það vissum við
fyrir,“ sagði Sveinn við Morgun-
blaðið í gær. „Leikurinn gegn
Norðmönnum var afleitur og það
hefði verið ósanngjarnt hefðum
við náð stigi,“ sagði Sveinn.
Þórður með tvö
Þórður Guðjónsson KA (sonur
Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara
KA) hefur sýnt afbragðs leik á
miðjunni og auk þess gert góð
mörk. Hann var hetja liðsins í
fyrsta sigri íslensks landsliðs gegn
ensku í knattspyrnu, er strákarnir
unnu 3:2 eftir að hafa verið 2:0
undir. Þórður minnkaði muninn í
2:1 á 38. mínútu með skalla eftir
horn frá Hákoni Sverrissyni og
jafnaði beint úr aukaspyrnu á 75.
mínútu. Skömmu síðar gerði Há-
kon sigurmarkið.
Sanngjarnt jafntefli
íslenska liðið komst I 3:0 í
fyrsta leik, en Finnar jöfnuðu á
fjórum mínútum undir lokin og
sagði Sveinn að jafnteflið hefði
verið sanngjarnt. Finnar byijuðu
á því að gera sjálfsmark um miðj-
an fyrri hálfleik. Skömmu síðar
átti Guðmundur Benediktsson
gott skot, boltinn hrökk út, en
Þórður Guðjónsson fylgdi vel á
eftir og bætti öðru marki við. í
byijun seinni hálfleiks gerði Guð-
mundur þriðja markið eftir undir-
búning Þórðar.
Eftir þetta tóku Finnar öll völd
og náðu að jafna. „Varamaður
hleypti lífi í leik þeirra, en við
vorum á hælunum," sagði Sveinn.
Slakt gegn Norðmönnum
Leikurinn gegn Noregi var
slakasti leikur Islands og liðið var
greinilega langt frá sínu besta.
Islendingar komust þó yfir á 30.
mínútu er Kristinn Lárusson skor-
aði en Norðmenn tryggðu sér sig-
urinn með tveimur mörkum í
síðari hálfleik.