Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 7
‘MÓhdONBLAÐIÐ IÞRÓTTIFt MIÐÁfeúDktíuR'9. ÁGÚST 1989 C 7 LANDSMÓTIÐ í GOLF11989 Enginn náði að ógna sigri Karenar Sigraði örugglega í meistaraflokki kvenna Morgunblaðið/Einar Falur Karen Sævarsdóttir er greinilega ekki ánægð með þetta pútt enda fór það yfir holuna. Það hafði þó ekki mikið að segja því Karen sigraði örugglega í meistaraflokki kvenna. KAREN Sævarsdóttir úr Keflavík varð íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna í golfi á Landsmótinu í Leiru sem lauk á laugardaginn. Karen, sem er aðeins 16 ára, náði forystunni strax á fyrsta keppnisdegi af fjórum og jók hana jafnt og þétt alit til loka. Karen lék hol- urnar 72 á 322 höggum og átti 14 högg á næsta keppanda. Hörð keppni var um annað sæt- ið á milli þeirra Steinunnar Sæmundsdóttur GR sem hafði ís- landsmeistaratitilinn að veija og IÁsgerðar Sverris- Björn dóttur GR. Ásgerð- Blöndal ur átti eitt högg á sknfar Steinunni þegar kom að átjándu hol- unni, en þá yfirgáfu heilladísirnar Ásgerði og hún mátti sætta sig við þriðja sætið._ Steinum lék á 336 höggum og Ásgerður á 339 högg- um. Karen keppti fyrst á Landsmóti í meistaraflokki fyrir þremur árum, þá aðeins 13 ára gömul. Á Lands- mótinu í fyrra voru sömu stúlkurn- ar sem skipuðu sér í þijú efstu sætin, Steinunn varð íslandsmeist- ari, Ásgerður varð önnur og Karen þriðja. Nú var það Karen sem stóð uppi sem öruggur sigurvegari og náðu hinar tvær aldrei að ógna sigri hennar. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót og ég er í sjöunda himni yfir sigrinum,“ sagði Karen Sævarsdóttir nýbakaður Islands- meistari í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef æft geysilega vel að und- anförnu og hef náð að bæta leik minn mikið og þá sérstaklega pútt- in. Æfingarnar hjá John Gardner landsliðsþjálfara hafa einnig-hjálp- að mér mikið, ég er farin að hugsa mun meira um leikinn en áður og gerir það spilamennskuna mun skemmtilegri." að voru miklar sviptingar í 1. flokki kvenna á Landsmótinu. Andrea Ásgrímsdóttir, GA, sigraði í 1. flokki kvenna eftir mikia’bar- áttu við Önnu Jódísi Sigurbergs- dóttur, GK, og gekk á ýmsu í keppni þeirra. Anna hafði 13 högga forystu eftir 1. daginn og hélt henni næsta dag. Á 3. degi vann Andrea þennan mun upp og hafði eins höggs for- ystu fyrir síðasta daginn. Þá bætti hún átta höggum við og sigraði á 354 höggum en Anna var með 263 högg. „Þetta var gaman en mjög erf- itt. Ég hafði nokkra forystu á síðasta hringnum en var þó ekki örugg fyrr en á 18. teig. Það voru miklar sviptingar í þessu hjá okkur en ég var ánægð með mína frammi- stöðu í heildina," sagði Andrea. „Þetta hefur verið gott mót og skemmtilegt og góð stemmning hér í Leirunni," sagði Andrea. Golfíþróttinni kynntist Karen þegar á unga aldri. Móðir hennar Guðfinna Sigurþórsdóttir var lengi í fremstu röð, hún varð þrívegis íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna og faðir hennar, Sævar Sörensen varð íslandsmeistari í 1. flokki tvö ár í röð. í haust ætlar Karen að heíja nám við Fjölbrautar- skóla Suðurnesja, en óljóst er um nánari framtíðaráform á þessari stundu. „Það er slæmt að geta ekki stundað golf nema 4 mánuði á ári og því hef ég stundað körfuknatt- leik yfir vetrarmánuðina til að halda mér í líkamlegri þjálfun. Draumur- inn er að verða enn betri, en til að svo geti orðið þarf maður að eiga kost á að æfa og leika - meira og oftar en nú,“ sagði Karen. Barátta um silfrið Þær Steinunn og Ásgerður háðu harða keppni um silfurverðlaunin og það gekk á ýmsu á lokahringn- um. Steinunni, sem átti eitt högg á Ásgerði, vegnaði illa framan af, Ásgerður lék hinsvegar vel og þeg- ar þær höfðu lokið 9 holum hafði Ásgerður leikið á 293 höggum, en Steinunn á 297 höggum. Þegar þær komu að síðustu holunni hafði Steinunni tekist að minnka muninn niður í eitt högg, hún var á 331, en Ásgerður á 330 höggum. Þá yfirgáfu heilladísirnar Ásgerði, hún lenti utan brautar og mistókst þrisvar að slá boltann aftur inn á brautina og lék holuna á 9 höggum. Steinunn lék hinsvegar örugglega á pari og tryggði sér silfrið. „Ég hafði aðeins um mánuð til undirbúa mig fyrir mótið, ég var að ljúka prófum í vor og stóð í fiutn- ingum,“ sagði Steinunn. „Mér gekk illa á fyrstu 9 holunum, en náði svo að einbeita mér vel og á síðustu holunum hugsaði ég aðeins um að gera mitt besta,“ sagði Karen.“ Morgunblaðið/Einar Falur Andrea Ásgrímsdóttir fagnar sigri í 1. flokki kvenna. „Þetta var áreiðanlega versta höggið í mótinu," sagði Ásgerður um þriðja höggið sitt á 18. hol- unni. Þá reyndi hún að slá boltann inn á braut þar sem hann iá í háu grasi, en höggið misheppnaðist, hún notaði þrjú dýrmæt högg við að koma sér út úr ógöngunum - og missti þar með af öðru sætinu. „Mér fannst boítinn liggja vel þegar ég reyndi í fyrsta skiptið, en síðan lá hann á kafi í grasinu og það eina sem ég hugsaði um var að komast inn á brautina,“ sagði Ásgerður sem kom gagngert heim frá Svíþjóð til að taka þátt í mótinu. Ásgerður er búsett í Svíþjóð um þessar mundir og leggur þar stund á læknanám. Hún býr i Stokkhólmi og sagðist hafa æft vel fyrir mótið. í næsta nágrenni við borgina væru um 30 golfvellir svo aðstöðuna skorti ekki. ítrímw FOLK ■ LOGI Þormóðsson, móts- stjóri Landsmótsins í Leirunni 1986, sigraði í keppni með forgjöf á „Litla landsmótinu“ sem fram fór í Grindavík á sama tíma og Lands- mótið í ár. Tryggvi Þór Tryggva- son, sem komst ekki áfram í 1. flokki, sigraði í keppni án forgjafar. ■ ENGINN fór hoiu í höggi á Landsmótinu en margir áttu mjög giæsileg högg. Kjartan L. Pálsson, sem hafnaði í 2. sæti í 2. flokki, setti niður af 130 metra færi á 9. holu. Kjartan notaði 9 járn og bolt- inn féll beint ofan í holuna. Þess má geta að Kjartan er fararstjóri í Hollandi og kom heim sérstaklega fyrir mótið en þetta er fyrsta Landsmót Kjartans í fimm ár. Valdimar Þorkelsson, sem hafn- aði í 2. sæti í 3. flokki, átti einnig glæsilegt högg. Setti niður af 80 I metra færi á 14 holu. 1. flokkur kvenna: Miklar sviptingar Andrea Ásgrímsdóttirsigraði í 1. flokki kvenna Síðasti hringurinn Hér má sjá hvernig síðasti hringurinn spilaðist í meistaraflokki kvenna. Fremst er brautin og par hennar, svo kemur hve mörg högg á holunni, hve mörg yfir eða undir pari í heild, og hve mörg högg í hringnum. Eftir 9 og 18 holur kemur svo samanlögð staða eftir 63 og 72 holur.. Nafh... Steinunn Ásgerður 1. (5).. ....5 ( 0) 5 6 (+ 1) 6 5 ( 0) 5 2. (4).. 5 (+1) 10 4 ( +1) 10 5 ( +1) 10 3. (3).. 3 (+1) 13 4 ( +2) 14 3 ( +1) 13 4. (4)- 5 (+2) 18 6 ( +4) 20 5 ( +2) 18 5. (4)., 5 (+3) 23 5 ( +5) 25 4 ( +2) 22 6. (5).. 5 (+3) 28 6 ( +6) 31 6 ( +3) 28 7. (4)- 4 (+3) 32 5 ( +7) 36 4 ( +3) 32 8. (3).. 3 (+3) 35 4 ( +8) 40 3 ( +3) 35 9. (4).. ..'...4 (+3) 39 4 ( +8) 44 4 ( +3) 39 297 (+45) 293 (+41) 10. (4).. 5 (+4) 44 4 ( +8) 48 6 ( +5) 45 11. (4).. 4 (+4) 48 6 (+10) 54 5 ( +6) 50 12. (4).. 5 (+5) 53 5 (+11) 59 5 ( +7) 55 13. (3).. 3 (+5) 56 4 (+12) 63 4 ( +8) 59 14. (5).. 5 (+5) 61 5 (+12) 68 4 ( +7) 63 15. (4).. 5 (+6) 66 4 (+12) 72 4 ( +7) 67 16. (3).. 3 (+6) 69 3 (+12) 75 4 ( +8) 71 17. (4).. 5 (+7) 74 3 (+11) 78 5 ( +9) 76 18. (5).. 5 (+7) 79 5 (+11) 83 9 (+13) 85 Heild. 336 (+48) 339 (+51) Vel heppnað Landsmót að er ekki hlaupið að því að halda Landsmótið í golfi og til þess að vel eigi að vera þarf mikla skipulagningu og vinnu. Suður- nesjamenn, sem sáu um mótið að þessu sinni, eiga hrós skilið fyrir ágæta framkvæmd og vel skipulagt Landsmót. Tvennt var það sem gerði Lands- mótið kannski ekki jafn skemmti- legt og það hefði getað orðið en mótshaldarar höfðu ekki tök á að breyta því. Veðrið var misjafnt eins og við var að búast en síðasta dag- urinn bætti upp fyrir rokið og rign- inguna. Þá er vart hægt að segja að mikil spenna hafi verið i meist- araflokkunum, til þess voru yfir- burðir Úlfars og Karenar og miklir. Það var þó ekki í valdi mótshaldara að breyta þessu og skemmtileg keppni í öðrum flokkum bætti upp spennuleysið í meistaraflokkunum. Tímasetningar stóðust og auðvelt var að nálgast upplýsingar um skor og stöðu í flokkunum. Aðstaða var góð fyrir áhorfendur enda völlurinn skemmtilega hannaður og hægt að fylgjast með öllum brautunum af svölum golfskálans. Siðustu Landsmót hafa verið vel heppnuð og mikið lagt í skipulagn- ingu og vinnu. Það er þó óhætt að segja að þetta Landsmót, á Hólm- svelli í Leiru, gefi hinum ekkert eftir. GOLFARAR! Portúgal býður upp á fjölbreytt úrval golfvalla og lág vallargjöld. Sólin er ókeypis. Evrópuferöir, sími628181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.